Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 Spumingin Hvaða mynd sást þú síðast í bíó? Fríða Björk Bragadóttir húsmóðir: Aíhjúpun. Sigfús Bjarnason leigubílstjóri: Dreggjar dagsins. Ingibjörg Finnsdóttir húsmóðir: Konung ljónanna. Margrét Ámundadóttir húsmóðir: Konung ljónanna. Elísabet Hlíðdal, starfsstúlka á dval- arheimilinu Kirkjuhvoli: Ég man þaö ekki. Erla Berglind Sigurðardóttir kjöt- tæknir: Skuggalendur. Lesendur Ótrúleg bíræfni fé- lagshyggjuflokkanna Kristinn T. Þorleifsson skrifar: Óskemmtilegt er að fylgjast með forkólfum félagshyggjuflokkanna hafa í hótunum við kjósendur og boða enn eina vinstri stjóm á ís- landi. Almenningi er fullvel kunnugt um hve reynslan af slíkum stjórnum hefur verið slök. - Síðasta vinstri stjórn var gjörsamlega rúin trausti og samheldni er hún hrökklaðist frá eftir u.þ.b. tveggja ára setu, árið 1991. Það er því ótrúleg bíræfni og vitnar ekki um álit á minni kjósenda að bjóðast til að taka upp þráðinn þar sem þá var frá horfiö. Vinstri menn virðast treysta því að fólk hafi gleymt hvemig þeir reyndust á síðasta kjörtímabili. Rík- isstjóm Steingríms Hermannssonar ógilti t.d. með bráðabirgðalögum kja- rasamning sem hún gerði nokkram mánuðum áður við opinbera starfs- menn, kennara sérstaklega. Nú koma framsóknarmenn og lofa hátíð- lega að „bæta starfskjör kennara og hækka grannlaunin". Þáverandi félagsmálaráðherra stóð ekki síður en aðrir að samningssvik- um félagshyggjustjórnarinnar og er því kyndugt aö hún skuli nú bjóða fram undir slagorðinu „trúnaður"! Sama kona greiddi einnig atkvæði gegn því að efnt yröi til þjóðarat- kvæðagreiöslu um EES-samninginn en segist nú vilja binda rétt til þjóðar- atkvæðagreiðslna í stjórnarskrá! Vinstri menn segjast jafnan miklir vinir láglaunafólks. I tíð vinstri stjómarinnar hrapaði kaupmáttur lægstu launa um 16% en á síðustu fióram áram hefur hann hins vegar aukist, þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi verið mun erfiðari. Vinstri menn halda að þeir vinni sér traust láglaunafólks með þvi að tala vel til þess og illa um óskilgreinda „hálaunahópa“. í raun þarf lág- launafólk skynsamlega efnahags- stjórn. Ekki lýðskram. Að lokum mætti geta þess að for- maður Alþýðubandalagsins fer nú mikinn og boðar siðbót annarra. Honum finnst m.a. svívirðilegt að menn stofni til skulda í fyrirtækja- rekstri en skipti svo um nafn og kennitölu á fyrirtækjunum og skilji skuldimar eftir. - Hann ætti kannski að gera sér ferð í Landsbankann og borga skuldir Þjóðviljans. „Stjórn Steingríms Hermannssonar ógilti t.d. með bráóabirgðalögum kjarasamning sem hún gerði nokkrum mánuð- um áður við opinbera starfsmenn, kennara sérstaklega," segir bréfritari. Um húsaleigubætur: Rangfærslur Guðrúnar Helgadóttur leiðréttar Arnór Pétursson skrifar: Guörún Helgadóttir alþm. hélt því fram í grein í DV sl. föstudag að húsa- leigubætur heföu átt að skerðabætur almennings en með breytingartillögu hennar á Alþingi heföi þessu verið breytt. - Þetta er rangt. Með framvarpinu um húsaleigu- bætur var strax frá upphafi tryggt aö þær skertu ekki á nokkum hátt rétt bótaþega til greiðslna Trygginga- stofnunar en í athugasemdum með frumvarpinu var kveðið á um að húsaleigubætur hefðu ekki áhrif til lækkunar á bótum almannatrygg- inga. - Sé framkvæmdin nú á annan hátt mun Þjóðvaki breyta því komist hann í ríkisstjórn. Varðandi þá fullyrðingu Guðrúnar að með húsaleigubótum missi bóta- þegar rétt til ókeypis afnota af út- varpi og sjónvarpi hef ég heimildir fyrir því að reglugerð um Ríkisút- varpið er í endurskoöun þannig að réttur fólks í þessu efni verði áfram tryggður. Veröi reglugerð þessa efnis ekki sett mun Þjóðvaki beita sér fyr- ir þeirri breytingu að loknum kosn- ingum. Varðandi skattlagningu húsaleigubóta, sem sumir hafa gagn- rýnt, þá ber að hafa í huga að Jó- hanna Sigurðardóttir beitti sér fyrir því, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn skattfrelsi húsaleigu- bóta, að upphæðir húsaleigubóta voru hækkaðar veralega frá því sem í fyrstu var áformað til að mæta skattlagningunni. Þannig vora ráð- stöfunartekjur ekki skertar frá því sem áformað var auk þess sem fólk á leigumarkaði, sem er með tekjur undir skattleysismörkum, hafði af því ávinxúng. Alþingiskosningar og óvissa: Einn kostur í stöðunni Magnús Sigurðsson hringdi: Þaö er mikil óvissa framundan í íslensku þjóðlífi, kosningar fram- undan og hart barist um fylgi kjós- enda. En margir era óákveðnir, kannskr allt aö 30% eða meira. Hvað er þetta fólk að hugsa? Er þaö, líkt og ég, að hugsa um að kjósa ekki, sitja bara heima og láta slag standa Breytir atkvæði mitt einhverju? um það hverjir komast til valda eftir kosningamar? Eða breytir atkvæði mitt einhveiju? Það hefur a.m.k. ekki gert það hingað til. Enn er sama óvissan um atvinnuöryggi, enn sama háa verðið á nauðsynjavöru og þjón- ustu - og fer hækkandi. Og enn er leitað á erlend mið um lántökur til rangra fiárfestinga. Og það sem er verst: allir ílokkarnir eru sammála um aö halda óbreyttu ástandi þrátt fyrir allt og allt. Þótt stjómmálin snúist nú að mörgu leyti meira en áður um persónur en flokka þá er þetta flest sama fólkið eða afsprengi þeirra sem áður réðu. Alþingi er orðið fiölskylduvætt ef svo má að orði komast og í opinbera störf- unum, þeim sem eitthvað gefa af sér, sitja venslamenn, kunningjar og jafn- vel eiginkonur þeirra sem ráða ferð- inni. - Þjóðfélagið er samfélag sam- tryggingarinnar og lítið annað. Fólk sem er óánægt á þó einn kost í stöðunni: að sitja heima á kjördag. Það er kannski eina raunhæfa svar hinna óánægðu. Mjög áhrifamikið svar. En þá komast þeir að sem þú villt ekki fá í valdastöður, segja menn. Það skiptir nákvæmlega engu því að flokkamir ganga óbundnir til koshinga og sá sem sigrar stærst þarf ekki endilega að komast til valda. Aðeins eitt er víst. Áfram verður spunninn sami lopinn - að- eins endurkembdur. PramsóknarfloMairiiin: MHdkosnínga- barátta Jóhann Guðmundsson hringdi: Ég vil lýsa stuðningi við þá kosningabaráttu sem Framsókn- arflokkurinn notar aö þessu sinni. Hún er allt önnur og miid- ari en gerist hjá hinum flokkun- um. Slagorð Framsóknarflokks- ins eru að vísu beinskeytt en ekki hörð eða ögrandi og gefa flokkn- um því mildari ásjónu fyrir vikiö. Þetta er sú baráttuaðferð sem gengur mun betur í fólk en þessi hrópandi, stundum skrækróma og málmkennda maskínugusa sem smýgur í gegn um merg og bein. ABþýðuflokkurinn Guðmundur Sigurjónsson skrif- ar: Ég get ekki betur séö en stefna Alþýðuflokksins sé sú eina sem ungt fólk á íslandi hefur sér til halds og trausts. Jafhan kosn- ingarétt, erlenda fiárfestingu, sömu lífskjör og gerast i Evrópu, fiölþættara atvinnulif, að rjúfa einangrunina - stefnu til framtið- ar. Allt sjálfsagt og höfðar til okk- ar, unga fólksíns á íslandi. Stjórnarsáttmáli Alþýðubandalags- insgóðfyrirmynd Þorsteinn Einarsson skrifur: Ég held að sú hugmynd for- manns Alþýðubandalagsins að leggja drög að stjórnarsáttmála fyrirfram og birta fyrir kosningar sé góð. Þetta er kannski fyrir- mynd fyrir aðra flokka í næstu kosningum úr því að þeir gátu ekki tekið þetta upp sjálfir nú. Enginn reiknar meö að ekki þurfi einhverju að breyta ef til sam- starfs við aðra vinstri flokka kemur en heildarmyndin ætti að geta gefið kjósendum skýra mynd af því sem koma skal. Ég álít svona vinnubrögð vera góð og gild en ekki ámælisverð. matarverði Elin Guðmundsdóttir skrifar: Merkilegt er hve Qölmiölamir Q).e. þeir sem tengjast stjóm- málaflokkunum) mistúlka herfi- lega fréttimar um könnunina á matarverði og þó einkanlega bú- vörum. Þvi er t.d. slegið upp aö „matarverð hafi lækkað í Reykja- vík“ eða þá að „verð á búvörum sé svipaö hér og í Ósló“. Megin- máhð er þó það eitt að verð á matvörum hér er u.þ.b. helmingi hærra en t.d. í Kaupmannahöfh eins og fram kom í upphaflegu könnuninni. Og það er rnergur- imx málsins. Einnigþaö aö launa- fólk annars staðar á Norðurlönd- um hefur miklu hærri laun en viö hér. Getum við ekki einu sinni treyst hlutlausri umfiöllun um svona einfalda hluti? Vildubanna kannanir Guðjón Þorsteinsson hringdi: Það hefur áreiðanlega fleirum brugðið en mér við að heyra frétt- ina um að kosningastjórar stjóm- málaflokkanna heföu hug á að láta banna skoðanakannanir fram að kosningum. Manni varð hugsað tíl þess sem margir vilja kalla „fiórflokkinn“ sem hér hef- ur öllu ráðiö í stjórnmálum und- anfama áratugi. Þetta var dæmi- gert fyrir þeirra hugsunarhátt: boð og bönn í bak og fyrir. - Ekki verður þetta nú til að auka tiltrú fólks á íslenskum sijómraálum. - Um þetta geta flokkarnir verið sammála þótt þeir ríiist og bítist um annað, af hreinni sýndar- mennsku auðvitað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.