Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1995 Afmæli Sigurður A. Hreiðarsson Sigurður Amór Hreiðarsson, skip- stjóri á rannsóknarskipi Þróunars- amvinnustofnunar íslands í Namib- íu, Kleppsvegi 54, Reykjavík, varð flmmtugurígær. Starfsferill Sigurður er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk fiski- mannaprófi hinu meira frá Stýri- mannaskólanum árið 1967. Sigurður hóf störf til sjós á Jóni á Stapa árið 1963. Eftir prófið frá Stýrimannaskólanum var hann stýrimaður á bátum og síðan skip- stjóri frá árinu 1971. Sigurður flutti til Stykkishólms árið 1972 og var lengst af skipstjóri þar á bátum í sameign með öðrum. Hann hóf störf hjá Þróunarsamvinnustofnun ís- lands árið 1987. Sigurður sigldi r/s Feng til Cabo Verde og vann þar sem skipstjóri til ársins 1989. Árið eftir hófhann störf í Namibíu fyrir Þró- unarsamvinnustofnun íslands og er þar skipstjóri á Welwitchia. Fjölskylda Kona Sigurðar var Gréta Sigurð- ardóttir, f. 17.5.1947, skrifstofu- stjóri, þau skildu. Foreldrar hennar voru Sigurður Már Pétursson og Björg Þorvarðardóttir, en þau eru bæði látin. Börn Sigurðar og Grétu: Þórdís Jóna Sigurðardóttir, f. 2.2. 1968, deildarsérfræðingur á Rann- sóknarstofnun í uppeldis- og menntamálum, hennar maður er Kristján Vigfusson, f. 26.8.1965, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu, dóttir þeirra er Svanhildur Gréta, f. 8.12.1993, sonur Þórdísar Jónu og Auðuns Valsspnar er Jök- ull Sólberg, f. 18.3.1986; Hreiðar Már Sigurðsson, f. 19.11.1970, viðskipta- fræðingur hjá Kaupþingi, kona hans er Anna Lísa Siguijónsdóttir, f. 6.9. 1969, kennari, sonur þeirra er Sig- urður Amór, f. 17.7.1991. Fyrir hjónaband eignaðist Sigurður einn son, Ingvar, f. 1967. Systkini Sigm-ðar: Guðrún Ema, f. 1946, framkvæmdastjóri Bama- vemdarráös, maöur hennar er Atli Rafn Kristinsson, framkvæmda- stjóri, þau eiga þrjú böm; Valdimar, f. 1950, sóknarprestur ogframhalds- skólakennari, Valdimar á þijú böm; Bima, f. 1951, lögfræðingur, maður hennar er Pétur Thorsteinsson sendifulltrúi, þau eiga fimm böm; Guðlaug Dröfn, f. 1960, BA, maður hennar er Ásgrímur Skarphéðins- son rafeindatæknifræðingur, þau eiga fjögur böm; Sólveig Sif, f. 1964, hagfræðingur, maður hennar er Ólafur Amarson hagfræðingur, þau eigatvöböm. Foreldrar Sigurðar: Hreiðar Jóns- son, f. 21.10.1916, klæðskerameist- ari, og Þórdís Jóna Sigurðardóttir, f. 15.10.1926, húsmóðir. Þau eru Sigurður Hreiðarsson. búsett á Seltjarnamesi en bjuggu áður í Reykjavík. Sími og telefax heima hjá Sigurði í Swakopmund er 00 264 641 61918 og telefax um borð í Welwitchia er 00 871163 5136. afmælið 6. apríl 85 ára 50ára Svava Jóhannsdó ttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 80 ára Hulda Runólfs- dóttir, kennari og teikkona, Fögrukinn 6, Hafnarfirði. Húneraðheim- an. Eria Ottósdóttir, Hryggjarseli 15, Reykjavík. Ása Benediktsdóttir, Hjallabrekku 43, Kópavogi. Birgir Sveinbjörnsson, Akurgerði 5c, Akureyri. Ragnar Guðjónsson, Hafnargötu 14, Snæfellsbæ. 40 ára 75ára Hans Clementsen, Hafiiargötu40b, SeyðisfirðL Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Suöurgötu 26, Akranesi. 70 ára Baldvina Gunnlaugsdóttir, Eiðsvallagötu 26, Akureyri. Þóróifur Ólafsson, Ljósheimum lOa, Reykjavík. Hanneraðheiman. Birgir Jóhannsson, Laugavegi 133, Reykjavík. 60ára Sigriður Bjömsdóttir, Geitlandi 37, Reykjavík. Rafn Valgarðsson, Súluhólum 4, Reykjavik. Svanlaug Vilhjélmsdóttir, Aflagranda 23, Reykjavík. SigurbjörgGuðr. Óskarsdóttir, Möðrufelli 7, Reykjavík. Eiin Hallveig Sveinbjörnsdóttir, MóbergL Hjaltastaðahreppi. Helgi Kjartansson, Stórateigi 33, Mosfellsbæ. Elin Guðmundsdóttir, Grýtubakkaö, Reykjavík. Björg Stefánsdóttir, Þverásil.Reykjavík. Sigurður Kárason, Skildinganesi 18, Reykjavik. Hrönn Sverrisdóttir, Úthaga4,SelfossL Guðný Bogadóttir, Fellsmúla 6, Reykjavík. Sigríður Erna Sverrisdóttir, Reyrengi l.Reykjavík. Vilborg Jóbanna Stefánsdóttir, Stekkjarhvammi 70, Hafnarfirði. Brynja Sigurjónsdóttbr, Álfheiraum30, Reykjavík. Bjöm Ingi Stefánsson, Kríunesi v/Vatnsenda, Kópavogi. Marta Sigurðardóttir, Dalhúsum 19,Reykjavik. tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 ÞórólfurB. Sveinbjömsson Þórólfur Beck Sveinbjömsson hús- gagnasmiður, Boðahlein 7, Garðabæ, varð áttræður í gær. Starfsferill Þórólfur er fæddur á Búðareyri við Reyðarfjörö og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti hann til fósturforeldra sinna að Framnesi í sömu sveit. Hann lauk prófi í hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1934. Fyrstu tvö árin effir námið starf- aði Þórólfur hjá meistara en að því loknu gekk hann inn í verkstæðið (Trésmiðjan Rún) og starfaði þar til 1944. Þá hóf Þórólfur störf hjá Krist- jáni Siggeirssyni en þar staifaði hann til 1988 en þá lét hann af störf- um fyrir aldurs sakir. Hann varð verkstjóri í fyrirtækinu 1958 og gegndi því starfi þar til hann hætti fyrir sjö áram. Þórólfur var formaður Sveinafé- lagsins um sjö ára skeið og fulltrúi húsgagnasveina í iðnráði Reykja- víkurnokkurár. Þórólfur bjó á Framnesi til 1930 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann bjó til 1992 en frá þeim tíma hefur hann verið búsettur í Garðabæ. Fjölskylda Þórólfur kvæntist 16.10.1943 Fríðu GuðrúnuÁrnadóttur, f. 26.12.1919, húsmóður. Foreldrar hennar: Ámi Elías Ámason, sparisjóðsstjóri í Bolungarvík og síðar bókari hjá Pósti og síma í Reykjavík, og Guð- rún Kristjánsdóttir. Spnur Þórólfs og Fríðu Guðrúnar er Árni Þórólfsson, f. 12.9.1944, arki- tekt. Kona hans er Guðbjörg Elín Daníelsdóttir. Dóttir þeirra er Ama Björk. Systkini Þórólfs: Guðríður, f. 8.6. 1912; Hrafn, f. 9.10.1913; Birgir, f. 13.7.1921. Hálfsystkini Þórólfs: Ás- björn, f. 12.9.1924; Tryggvi, f. 7.10. 1925, bókbindari; Styrkár, f. 23.2. 1927, prentari; Eysteinn, f. 19.1.1929; Guðmundur, f. 6.10.1930; Steinunn Sigurbjörg, f. 2.9.1938. Foreldrar Þórólfs: Sveinbjöm Pét- ur Guðmundsson, f. 23.4.1880, d. 2.10.1955, kennari og fræðimaöur af Svefneyja- og Skáleyjaætt, og Þórólfur B. Sveinbjörnsson. Guðný Jóhanna Beck, f. 19.6.1877, d. 17.8.1921, kennari og húsmóðir, ættuð frá Sómastöðum og Karls- skála við Reyðarfjörð. Fósturfor- eldrar Þórólfs: Þórólfur Beck skip- stjóri og kona hans, Þóra Beck. Þó- rólfur Beck skipsljóri og Guðný Jó- hanna Beck vom systkini. Andlát Magnús Einarsson Magnús Einarsson kennari frá Lax- nesi, Hjaltabakka 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum 28.3. sl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7.4. kl 13.30. Starfsferill Magnús fæddist á Eiði í Mosfells- sveit 25.6.1916 en ólst upp í foreldra- húsum á bæjunum Lambhaga, Skeggjastöðum og Laxnesi sem allir em í Mosfellssveitinni. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni 1933-34 og síðan við Kenn- araskólann en Magnús lauk kenn- araprófi 1937 með sérpróf í tónlistar- og handavinnukennslu. Magnús kenndi á Brúarlandi 1937-38, var síðan kennari á Súg- andafirði í þrjá vetur og tvo vetur við Mýrarhúsaskóla en hóf kennslu við Laugamesskóla 1943 þar sem hann kenndi í þrjátíu ár eða til 1973. Magnús starfaði síðan hjá Kirkju- görðum Reykjavíkur um nokkurra ára skeið eða þar til hann hætti störfum rúmlega sjötugur. Fjölskylda Eftirlifandi kona Magnúsar er Ingibjörg Sveinsdóttír, f. 30.12.1917, húsmóðir. Hún er dóttir Sveins Pét- urssonar, vélgæálumanns á Stokks- eyri, og k.h., Sigurbjargar Ámunda- dóttur frá Kambi í Flóa, húsmóður. Böm Magnúsar af fyrra hjóna- bandi em Einar, f. 16.8.1941, fanga- vörður á Litla-Hrauni, kvæntur Margrétí Steingrímsdóttur og eiga þau þijú böm; Helga, f. 1.5.1944, húsmóðir á Grenivík og ekkja eftir Gylfa Zophoníasson og hefur hún eignastfimmböm. Böm Magnúsar og Ingibjargar em Sveinn, f. 5.2.1956, húsasmiður, bú- settur á Kjalarnesi, kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur og hafa þau eignast íjögur börn; Sigurbjörg, f. 18.2.1960, búsett í Reykjavík og á hún einn son en unnusti hennar er Kristinn R. Jóhannsson; Oddný, f. 6.4.1961, hjúkrunamemi við HÍ, búsett á Kjalamesi, gifi Ingimundi Guðmundssyni. Systir Magnúsar er Margrét, f. 1922, fyrrv. símavörður og ekkja í Mosfellsbæ. Uppeldisbróðir Magnúsar var Að- albjöm Halldórsson, sem nú er lát- inn, lengi búsettur í Keflavík og síð- anReykjavík. Foreldrar Magnúsar vom Einar Bjömsson, f. 9.9.1887, d. 1988, b. í Lambhaga og Laxnesi í Mosfells- sveit, og k.h., Helga Magnúsdóttir, f. 19.8.1891, d. 28.12.1962, ljósmóðir. Magnús Einarsson. Ætt Einar var sonur Bjöms, b. á Mora- stööum í Kjós, Kaprasíusspnar og Margrétar Jónsdóttur frá írafelli. Helga var dóttir Magnúsar, b. á Syðri-Sýrlæk í Flóa, Snorrasonar, b. í Stokkseyrarseli og víðar, Bjamasonar. Móðir Magnúsar á Syðri-Sýrlæk var Helga Jónsdóttir frá Amarhóli í Landeyjum. Móðir Helgu var Oddný Jónsdóttir, b. í Káragerði, Einarssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.