Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 9
I MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Stuttar fréttir Útlönd ákveðiflótta- mannakvóta Hans Thoolen, formaður flótta- mannaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, segir að ís- lendingar eigi sem fyrst að ákveða sérstakan kvóta fyrir flóttamenn. Hann leggur til aö fslendingar taki á móti 20-25 flóttamönnum árlega og ítrekar að ákvörðun ríkisstjómarinnar í þeim efnum muni auðvelda skipulagsstarf flóttamannaskrif- stofunnar og Alþjóða Rauða krossins. Hann bendir á að öll hin Norðurlöndin hafi flóttamanna- kvóta en íslendingar hafl ekki tekiö við flóttamönnum í sex ár. Hans Thoolen er nú á íslandi þar sem hann upplýsir samorrænt flóttamaimaráö um stöðu mála í fyrrmn Júgóslavíu. Börnum tveggja mæðravíxlað eftirfæðingu -viljaekkiskipta Tvær suður-afrískar konur urðu fyrir því, fyrir sex árum, að nýfæddum sonum þeirra var víxlað á fæðingardeildinni þann- ig aö hvor tók son hinnar með sér hdtn. Mistökin uppgötvuðust á dögunum og hafa mæðumar krafið sjúkrahúsið um 2 milljóna króna bætur hvor. Engu að síður vilja báðar halda í þann son sero þær hafa ætíð talið sinn. Geð- læknir segir báðar mæðumar hafa átt við kvíðaköst og þung- lyndi að stríða eftir að mistökin komustupp. Ritzau/Reutcr //// Einar Ki Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 • Sími 562 2901 og 562 2900 Bosníuserbar iétu verstu árás i marga mánuöi dynja á Sarajevo. Sex létu lífið og yfir 30 særðust. Gísfarnir Ðfandi Yflrvöld á tadlandi fengu sendar mjmdir og segulbands- upptökur sem benda til að vest- rænu gíslarnir i Kashmír séu við góða heílsu. Saddamlelkursér Saddam Hussein heldur áfram að flytja hersvcitir fram og til baka í ír- ak en Banda- ríkjastjóm tel- ur að ekki liætta á innrás í nágrannalöndin. Alsírbúi, sem sænska lögreglan hefur í haldi, er grunaður um aðild að sprengjutilræöinu í París í síðustu viku og á yfir höfðí sér morðákæru. ■ Nýleg könnun sýnir að aldrei hafa hlutfallslega færri verið gift- ir i Bretlandi. Einnig skilja nú fleiri hjón þar en nokkru sinni. Elisabet Eng- landsdrotting mun nota al- menningsflug- félag 1 fyrsta sinn á ferð sinni til Nýja Sjá- lands seinna á árinu. Drottn- ing ferðast venjulega með einka- þotu sinni. 15.000 tonnúrSmugu Norðmenn segja að togarar í Smugunni, þar af 32 íslenskir, hafi samtals veitt um 15.000 tonn af þorski. Japanirífituna Japanir eru að verða minna heilbrigðir ef marka má nýja könnun. Skýringin er breytt mat- aræöi og aukin neysla vestrænn- ar fæðu með háu fituinnihaldi. Hagman berst fyrir irflnu Leikarinn vinsæli Larry Hagman bíður nú á sjúkrahúsi i Los Angeles eftir að skipt veröi um lifur honum. Hag- man er með krabbamein í lifur og berst fyrir lifi sínu. Tuttugu og einn ferst Tuttugu og einn fórst og fimm- tíu og fimm særðust í árekstri milli strætisvagns, sendiferðabíls og vörubíls í Suður-Afríku í gær. Hunduréturhrafn Lögregluhundurinn Charlie hefur valdið mikJum titringi meðal konungssinna i Bretlandi með því að éta óvart einn af hröfnunum i Windsor Tower. Þjóðtrúin segir konungsflöl- skylduna deyja út um leið og hraíharnir. Reuter/NTB HÚSEIGENDUR fyrirtæki og stofnanir Við bjóðum mjög fullkomin, þráðlaus vöktunar-, öryggis- og innbrotskerfi á sérstöku kynningarverði. Einföld og ódýr uppsetning. Veitum tæknilega og faglega ráðgjöf. Haltu óboðnum gestum frá húsinu með MARELCO öryggisbúnaði. Taktu skrefið strax. A morgun getúr það verið of seint. Kona varö fyrir barsmíðum manns eftir árekstur á brú 1 Detroit: Var neydd til að stökkva í dauðann - vitm eggjuðu manninn þegar hann reif af henni fötin Rúmlega þrítug kona átti ekki ann- arra kosta völ en stökkva fram af brú og í dauðann til að forðast misþyrm- ingar um tvítugs manns í Detroit. Konan hafði ekið á bíl mannsins á brúnni Belle Isle sem hggur yfir Detroit-ána. Hún virðist hafa fyllst miklum ótta því í staö þess að gá að skemmdum reyndi hún að aka á brott. Maðurinn, sem var á rúntinum ásamt vinum sínum, elti þá konuna og neyddi hana til að stöðva á brúnni. Tók hann járnstöng og mölvaði rúð- umar í bíl konunnar, dró hana úr bílnum, barði hana með stönginni og reif utan af henni fotin. Lét hann hnefahöggin einnig dynja á henni. Skelfd og blóðug konan reyndi hvað hún gat að komast undan en átti ekki aðra undankomuleið en stökkva út af brúnni. Atgangur mannsins var slíkur að hún neyddist til að stökkva í dauðann. Fannst lík konunnar seinna um 16 km neðar í ánni. Maðurinn hefur verið ákærður fyr- ir morð. Hann kvaðst saklaus af ákærunni en var haldiö í gæsluvarð- haldi. Félagar mannsins voru látnir lausir. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst fyrir þá sök að á annan tug vitna að ofbeldinu eggjuðu gjörningsmanninn til dáða og gerðu ekkert til að grípa inn í at- burðarásina. Reuter/Ritzau Nauðungarvinna er iangt frá því að vera liðin undir lok í heiminum, meira að segja ekki á Vesturlöndunum. í vor var ákveðið að taka upp aftur nauðungarvinna meðal fanga í fylkinu Alabama i Bandarikjunum. Hér má sjá svo- kallað keðjugengi frá Limestone fangelsinu í Capshaw svitna við að mölva grjót í kalksteinsnámu. Simamynd Reuter Flóttamenn barðir og eigum þeirra rænt Hátt í hundrað þúsund hútúmenn eru nú á flótta undan stjórnarher Sair, sem í gær jók mjög nauðungar- flutninga á flóttafólki yfir landamær- in til Rúanda. Fólkið felur sig hvar sem mögulegt er fyrir hermönnum Saírstjórnar. Margir hafa farið upp í hæðirnar í kringum flóttamannabúðirnar en aðrir fela sig í úti í skógi eða í smá- þorpum í nágrenninu. Á síðasta ári flúði meira en ein milljón hútúmanna frá Rúanda yfir til Saír er tútsímenn báru sigur úr býtum í bogarastríðinu í Rúanda. Mikill hluti þessa flóttafólks tók þátt í þjóðarmorðinu á tútsímönnum og óttast þvi hefnd þeirra ef það snýr aftur. Flóttamennirnir hafa skapað mikil vandamál fyrir Saírstjóm, sem nú hefur misst þolinmæðina og ætlar að losa sig við þá. Dropinn sem fyllti mælinn var að seinasta fimmtudag ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að lyfta vopnasölubanni á Rú- anda. Stjórn Saír var því mjög mót- fallin af ótta við að það yki straum flóttamanna frá Rúanda. Talsmaður stjórnarinnar segir að hún muni ekki láta af nauðungar- flutningunum en þeir hafa veriö for- dæmdir víða um heim, meðal annars af Bandaríkjamönnum og Samein- uðu þjóðunum. „Þegar þjóðaröryggi er í hættu verðum við til aö vernda íbúana að neita flóttamönnum um hæli og flytja þá úr landi,“ sagði Kamanda, utanríkisráðherra Saír, í viðtali við BBC í morgun. Fréttir berast af iilri meðferð flótta- fólksins. Fjölskyldur hafa sundrast og hermenn beija flóttafólkið og ræna eigum þess. Einnig má búast • við því að hungursneyð brjótist út fái flóttamennirnir ekki aðstoð fljótlega. Sendiboði Sameinuðu þjóðanna á nú í viðræðum við Saírstjórn og er vonast eftir að komist verði að sam- komulagi um aðstoð við flóttafólkið. Reuter Laumuspil skað- arsamband Danmerkurog Grænlands Formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, Lars Emil Johan- sen, segir það skaða samband Danmerkur og Grænlands og vitna um trúnaðarbrest að danska ríkisstjórnin vissi um leynilega kjarnorkusamninga H.C. Hansens forsætisráðherra og Bandaríkjastónrar frá 1951 í hálft annað ár án þess að upplýsa heimastjórnina um þá vitneskju. Segir hann laumuspilið ýta á að Grænlendingar fái allar upplýs- ingar um Thule-stööina bæði fyr- ir og eftir 1968. Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Dana, hefur viðurkennt að hafa vitað um hina leynilegu samninga við Bandaríkin, sem leyfðu þeim að geyma kjamavopn í Thule, þegar vorið 1994. Segir hann hafa beðið með opinberun málsins þar til búið væri að samræma vitneskju Dana og Bandaríkjamanna. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.