Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Qupperneq 15
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 íþróttir___________________ Van Almsick byrjaði vel Þýska sunddrottningin Franz- iska van Almsick fór vel af stað á Evrópumeístaramótinu í sundi í Vínarborg í gær. Van Almsíck hefur sett stefnuna á að vinna sjö greinar á mótinu og fyrstu tvenn gullverðlaunin voru hengd um- háls henni i gær. Hún er aöeíns 17 ára gömul en á síðasta Evrópu- móti, fyrir tveimur árum, hlaut hún 6 gull og ein silfurverðlaun að auki. Van Almsick sigraðí í 100 metra skriðsundi á 55,34 sekúndum og synti síðan lokasprettinn fyrir þýsku sveitina sem sigraði í 4x200 metra skriðsundi á 8:06,11 mín. Norðurlandabúar voru í sér- flokki í 200 metra skriðsundi karla því Jani Sievinen frá Finn- landi sigraði á 1:48,98 mínútu, Anders Holmertz frá Sviþjóð varð annar og Antti Kasvio frá Finn- landi þriðji. Krisztina Egerszegy frá Ung- verjalandi sigraðl í 400 metra fjór- sundi kvenna á 4:40,33 mínútum. Frederic Deburghgraeve frá Belgíu sigraði í 100 metra bringu- sundi karla á 1:01,12 mínútu. Styrkleikalisti FIFA: Brassarnir langefstir ísland í 46. sæti Heimsmeistarar Brasilíu- manna eru langefstir á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins sem gefrnn var út í gær. Norðmenn eru í öðru sæti og Spánverjar í þriðja sæti. íslendingar eru í 46. sæti en voru í 40. sæti þegar síðasti listi var geflnn út í júlí. Staða efstu þjóða á styrkleikalistanum er þannig: 1. Brasilía............68,42 2. Noregur.............59,40 3. Spánn...............58,36 4. Þýskaland...........58,31 5. Argentína...........57,86 6. Ítalía..............56,60 7. Danmörk.............56,35 8. Rússland............55,45 9. Portúgal............55,30 10. Mexíkó..............54,99 ll.Sviss.................54,47 12. Búlgaría............53,83 13. Kólumbía............53,59 14. Rúmenía.............53,33 15. Svíþjóð.............52,88 16. írland............. 51,58 17. Holland.............51,18 18. Frakkland...........51,16 19. Bandaríkin..........48,83 20. Úrugvæ..............49,46 46. Island.................38,20 Fyrir aftan íslendinga eru þjóð- ir á borð viö Ungverjaland, N- írland, Wales og Lúxemborg. Hlynurbjarg- vættur Örebro Hlynur Birgisson var bjarg- vættur sænska Uðsins Örebro í gærkvöldi þegar minnstu raunaði að það yrði slegið út af Avenir Beggen í Lúxemborg í UEFA- bikamum í knattspyrnu. Fyrri leikurinn í Sviþjóð endaði 0-0 og Beggen leiddi síöan 1-Ofrá/' 21. mínútu, allt þar til Hlynur jafnaði fyrir Örebro þegar aöeins tvær minútur voru til leiksloka. Þar með komst Örebro áfram á markinu á útivelli, en naumara gat það ekki veriö. Þrjú þekkt félög féllu út í for- keppni UEFA-bikarsins í gær- kvöldi, Karlsruhe frá Þýskalandi, Galatasaray frá Tyrklandi og Rauða stjarnan frá Júgóslavíu. Erf ið fæðing - fyrsti E vrópusigur KR-inga og 4-3 samanlagt Víðir Sigurðsson skrifar Það tók KR-inga 44 mínútur og 40 sekúndur að brjóta ísinn gegn Gre- venmacher frá Lúxemborg í Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardalsvell- inum í gærkvöldi. Þeir náðu þá að nýta sitt fyrsta umtalsverða færi í leiknum, Mihajlo Bibercic skoraði og lagði grunninn aö fyrsta Evrópu- sigri KR-inga, 2-0, og áframhaldi í keppninni. KR-ingar náðu sér aldrei á strik í fyrri hálfleik, réðu þá ekki við vel skipulagt lið gestanna sem lokaði öllum leiðum og hefði hæglega getað verið búið að skora áður en KR náði undirtökunum. En eftir að KR-ingar voru komnir yfir var leikurinn þeirra eign. Þeir léku oft skínandi knattspyrnu í seinni hálfleiknum, síðara markið frá Heimi Porca var aðeins tímaspursmál þar sem sókn- imar buldu á marki gestanna. Lið Grevenmacher þurfti að koma fram- ar á völlinn í seinni hálfleiknum og þar með fengu KR-ingar svigrúmið sem þeir þurftu. Það var ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum sem hætta skapaðist við mark KR en þá var Kristján Finnbogason vandanum vaxinn. Heimir Guðjónsson var bestur KR-inga í gærkvöldi, Steinar Adolfs- son lék vel í vörninni og þeir Einar Þór Daníelsson og Ásmundur Har- aldsson voru mjög ógnandi. KR-ingar leyfðu sér þann munaö að vera með Guðmund Benediktsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson á varamanna- bekknum og undirstrikuðu með því breiddina í liðinu. „Þeir eru með ágætislið en við viss- um að ef við næðum að setja á þá eitt mark væri þetta komið. Þetta var sannfærandi sigur, við vorum miklu betri og áttum skilið að fara áfram. Um leið og okkur tókst að spila bolt- anum niðri á einni til tveimur snert- ingum var þetta ekki spurning. Það var stress í okkur framan af, enda mikið í húfi því það getur skipt tug- milljónum fyrir klúbbinn að komast áfram. Vonandi mætum við stórliði á borð við Parma eða La Coruna í næstu umferð,“ sagði Heimir Guð- jónsson við DV eftir leikinn. „Við lékum vel í fyrri hálfleik en afdrifarík mistök okkar í lok hans gáfu KR mikilvægt mark. í seinni hálfleik áttum við litla möguleika. En við klúðruðum þessu á heima- velli, þar gátum við unnið stærri sig- ur. Það háir okkur að við erum með 7 Þjóðverja en megum aðeins nota þrjá þeirra i Evrópukeppninni, svo við gátum ekki stillt upp okkar besta liði gegn KR,“ sagði Álfons Jochem, þjálfari Grevenmacher, við DV. „Hefði mátt skipta sköpum" - Guðni skoraði gegn Newcastle „Þetta mark hefði mátt skipta sköpum og það hefði verið dýrmætt fyrir okkur að halda jafntefli. En okkur var refsað fyrir mistök þegar 15 mínútur voru eftir og það vantaði jafnvægi og reynslu hjá okkur til að forðast tap í þessum leik,“ sagði Guðni Bergsson, sem skoraði mark Bolton í 1-3 ósigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni i gærkvöldi. Guðni jafnaði, 1-1, á 51. mínútu með skalla eftir hornspyrnu, og skömmu síðar var hann aftur á ferð- inni í svipaðri stöðu en þá varði markvörður Newcastle naumlega skalla frá honum. Newcastle skoraði síðan tvívegis á síðasta korterinu. Les Ferdinand gerði tvö markanna og Robert Lee eitt. Bolton hefur þar með tapað tveim- ur fyrstu leikjum sínum í deildinni. „Það er ekki hægt að vera ánægður með varnarhliðina hjá okkur, við erum búnir að fá á okkur 6 mörk í tveimur leikjum og þurfum að bretta upp ermarnar fyrir leikinn gegn meisturunum frá Blackburn á laug- ardaginn," sagði Guðni við DV. Þetta er þriðja markið sem Guðni skorar í 73 leikjum í ensku úrvals- deildinni en hann skoraði tvívegis fyrir Tottenham, gegn Wimbledon í febrúar 1991 og gegn Nottingham Forest í ágúst 1992. KR - Grevenmacher (1-0) 2-0 1- 0 Mihajlo Bibercic (45.) eftir skyndi- sókn og fyrirgjöf Ásmundar Haraldsson- ar frá vinstri. 2- 0 Heimir Porca (67.) fékk boltann frá Ásmundi eftir snögga sókn, lék á Koch markvörð og skoraði. Lið KR: Kristján Finnbogason - Sig- urður Örn Jónsson, Steinar Adolfsson, Þormóður Egilsson, Daði Dervic - Hilm- ar Björnsson, Heimir Porca, Heimir Guðjónsson (Brynjar Gunnarsson 89.), Einar Þór Daníelsson - Mihajlo Bi- bercic, Ásmundur Haraldsson (Guð- mundur Benediktsson 68.) Lið Grevenmacher: Koch - Klodt, Petry, Funck, Wolf - Giesser (Dias 46.), Silva, Wilbois,. Thome - Jungblut, Schneider. KR: 10 markskot, 6 hom. Grevenmacher: 14 markskot, 3 horn. Gul spjöld: Jungblut (eftir 43 sek.), Silva, Klodt. Rautt spjald: Silva (2 gul). Dómari: J. Ferry frá Norður-írlandi, þokkalegur. Áhorfendur: 939 greiddu aðgang. Skilyrði: Góð, nánast logn, 8 stiga hiti og völlurinn ágætur. Maður leiksins: Heimir Guðjónsson, KR. Miðpunkturinn í spili KR-inga, vann boltann oft og átti mikið af góðum sendingum. FH-Glenavon á Kaplakrika kl. 18 í kvöld: „Hungraðir í sigur“ FH og n-írska liðið Glenavon leika síðari leik sinn í forkeppni UEFA- keppninnar í knattspymu á Kapla- krika klukkan 18 í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli svo segja má að FH-ingar eigi ágæta möguleika á að komast áfram í keppninni. „Þetta verður erfitt þar sem eitt mark frá írunum kemur þeim áfram í keppninni og við þurfum þá að skora tvö mörk til að slá þá út. Það er hálfleikur og ég vil meina aö okk- ar möguleiki á að komast áfram sé ágætur. Ef það á að takast verðum við samt aö spila miklu betur heldur en við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, við DV í gær. Hvað getu varðar eigum við að geta unnið þetta lið „Miðað við fyrri leikinn úti og getu eigum við aö geta unnið þetta lið. Nú vitum hverjar sterkustu hliðar þeirra eru og vitum hvað þarf að varast. Þeir eru sterkir vinstra meg- in og eru með öfluga framheija." FH-liðinu hefur vegnað illa í sumar og er sem stendur í neðsta sæti 1. deildarinnar eftir 3-0 tap gegn Val um síðustu helgi. FH-ingar hafa ekki unniö leik í tæpa þrjá mánuði og DV spurði fyrirliðann hvort menn væru ekki orðnir langeygir eftir sigri. „Vissulega eru menn orðnir hungr- aðir í sigur og ég tel það kjörið tæki- færi að nota þennan leik í að gera betri hluti í deildinni. Við verðum samt að gleyma stöðu okkar í 1. deild- inni þegar við fórum í leikinn gegn Glenavon. Það eru mikhr fjármunir í húfi fyrir félagið og ég held að alla langi til að komast áfram í keppn- inni.“ Neyðarkall til Hafnfirðinga „Ég vil nota tækifærið og senda neyðarkall til Hafnflrðinga um að þeir komi og styðji við bakið á okkur í þessum Evrópuleik og í leikjunum í 1. deildinni sem eftir eru,“ sagði Dlafur. FH-ingar héldu austur yfir fjall í gær og dvelja að Hótel Örk fram að leik. Þeir fengu góöan gest í heim- sókn í gærkvöldi en Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrr- um handboltaþjálfari, messaði yfir mannskapnum. Enn bætir Bartova heimsmetið Daniela Bartova frá Tékklandi bætti í gær eigið heimsmet í stang- arstökki kvenna um einn sentí- metra þegar hún stökk 4,21 metra á Grand Prix móti í Linz í Austur- ríki. Metið var aðeins fjögurra daga gamalt en þetta er sjöunda heims- met Bartovu í greininni síðan í maí. Hún missti metið í 13 daga fyrr í þessum mánuði, til Andreu Múller frá Þýskalandi, en endur heimti það síðasta fóstudag. Á sama móti náði Heike Drechsler frá Þýskalandi besta heimsárangri ársins í langstökki kvenna þegar hún stökk 7,07 metra, og það á móti vindi. DV Úrslit Evrópuleikja í knattspyrnu UEFA-bikarinn: Saratredia (Georg.) - Vardar (Mak.) ..0-2 (0-3) Partizan (Alb.) - Fenerbache (Tyr.) ...0-4 (0-6) Shirak (Arm.) - Z.Lubin (Pói.)...0-1 (0-1) Din.Tbilisi (Georg.) - Botev (Búl.) 0-1 (0-2) W. Lodz (Pól.) -Bangor C, (Wales).1-0 (5-0) MyPa (Finn.) - Motherwell (Skot.).0-2 (3-3) (MyPa áfram á mörkum á útivelli) H.TelAviv (fsr.) -Zímbru (Mold.)...0-0 (0-2) SlaviaPr.(Tékk.) - St. Graz(Aust.)....l-l (2-1) Strasbourg (Fr.) - Tyrol Inn. (Aust.). .6-1 (7-2) Flora T. (Eist.) - Lilieström (Nor.) 1-0 (1-4) Ch.Odessa (Úkr.) - Hibs (Möltu).2-0 (7-2) RAFRiga (Lett.) - AfanLido(Wal.)....0-0 (2-1) Beer Cheva (ísr.) - SC Tirana (Alb.).. ,2-0 (3-0) D.Minsk (Hv.R.) - Craiova (Rúm.).0-0 (0-0) (Dinamo Minsk sigraði í vítakeppni) Galatasar. (Tyr.) - Sparta P. (Tékk.) ..1-1 (2-4) Ljubljana (Slóven.) -Apollon(Gri.)...3-l (3-2) Ujpest Bud. (Ung.) - Kosice (Slóvak.).2-l (3-1) Viking (Nor.) - Tampere (Finn.)..3-1 (7-1) Levski (Búlg.) - DinamoB. (Rúm.)...1-1 (2-1) Inkaras(Lit.) - Bröndby (Dan.)..0-3 (0-6) Sijkeborg(Dan.) - Crusaders (N.l)....4-0 (6-1) GÍ(Fær.)-RaithRovers(Skot.)........2-2 (2-6) N.Xamax (Sv.) - Rauða stj. (Júg.)..0-0 (1-0) Begeen (Lúx.) - Örebro (Sví.)......l-l (i-i) (Orebro áfram á marki á útivelli) OLPireus (Gri.) - Slavia Sofia (BúL)...i-0 (3-0) Siieraa(Möltu) - Omonia (Kýp.).....1-2 (1-5) Bordeaux (Fr.) - Karlsruhe (Þý.).2-2 (4-2) Osijek (Kró.) -Slovan Br. (Slóvak.) ...0-2 (0-6) FK Austria (Aust.) - Kapaz (Azerb.) ..5-1 (9-1) Maribor (Slóven.) - Skonto (Lett.).2-0 (2-1) Evrópukeppni bikarhafa KR - Grevenmacher (Lúx.).......2-0 (4-3) (Samanlögð úrslit i svigum, sigurliðin eru komin í 1. umferð og dregið er til hennar á föstudag.) MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 27 íþróttir Heimir Porca fagnar eftir að hafa skoraö síðara mark KR í gærkvöldi og tryggt vesturbæingum sæti i 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. DV-mynd GS ÍBV á siglingu - komið 13. sæti eftir flórða sigurinn í röð, 2-1 gegn Fram Þorsteinn Gunnarsson skrifár: „Það var spurning um líf eða dauða þegar ég fékk færið. Ég var búinn að fá dauðafæri rétt á undan og reyndi að vera eins yfirvegaður og ég gat til að fá Birki niður og senda boltann yfir hann. Við vorum mun betra liðið, erum farnir að hugsa eins og alvöruhð, og erum með betri ár- angur í seinni umferðinni en Skaga- menn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, hetja ÍBV, sem skoraði sigurmarkið þegar Eyjamenn lögðu Fram í 1. deildinni í gærkvöldi, 2-1. Þetta var fjórði sigur ÍBV í röð og liðið er kom- ið í 3. sæti í fyrsta skipti síðan 1990. Enn einu sinni fengu Eyjamenn draumabyrjun á heimavelli en Framarar svöruðu fljótt fyrir sig. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en sókn ÍBV þyngdist eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. ÍBV-Fram (1-1) 2-1 1-0 Leifur G. Hafsteinsson (4.) með skoti rétt utan markteigs eftir frábæra aukaspymu Inga frá hægra kanti. 1- 1 Þorbjöm Atli Sveinsson (11.) af markteig eftir að Friðrik hafði varið frá- bærlega frá Steinari og Ríkharði. 2- 1 Tryggvi Guðmundsson (82.) skaut af ískaldri yfirvegun yfir Birki af mark- teig eftir langt innkast Jóns Braga. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson V- - Frið- rik Sæbjömsson, Jón Bragi Arnarsson, Hermann Hreiðarsson V., Dragan Manojlovic- Ingi Sigurðssonívar Bjarklind, Leifur Geir Hafsteinsson Martin Eyjólfsson (Bjamólfur Lár- ússon 57.), TYyggvi Guðmundsson - Steingrímur Jóhannesson. Lið Fram: Birkir Kristinsson- Pét- ur Marteinsson, Krislján Jónsson, Ágúst Óiafsson, Gauti Laxdal (Kristinn Hafl- iðason 64.) - Steinar Guðgeirsson ;ri, Vaiur F. Gíslason, ÞórhallurVíkingsson, Atli Einarsson - Ríkharður Daðason (Nökkvi Sveinsson 83.), Þorbjöm Atli Sveinsson (Josip Dulic 73.) ÍBV: 16 markskot, 15 hom. Fram: 8 markskot, 5 hom. Gul spjöld: Jón Bragi (ÍBV), Þórhaflur (Fram), Pétur (Fram), Kristinn (Fram), Ágúst (Fram). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson - dæmdi í heildina mjög vel en hefði mátt taka harðar á brotum aftan frá. Áhorfendur: 380. Skilyrði: Frábært veður fyrir knatt- spymuiðkun, logn og besti grasvöllur landsins, Hásteinsvöflur. Maður leiksins: Leifur Geir Haf- steinsson (ÍBV). Var sem kóngur í ríki sínu á miðjunni, skapaði hættu hvað eftir annað með fróbærum rispum upp völlinn og skiiaði boltanum vei frá sér. Damien Richardsson, þjálfari Shelboume: „Við eigum möguleika“ Darúel Ólafeson, DV, Akranesi: „Við hlökkum mikið til leiksins, völlurinn er mjög góður og við htum svo á að við eigum möguleika," sagði Damien Richardsson, hinn viðkunn- arlegi þjálfari Shelbourne, við DV, þegar hann var spurður út í leikinn gegn ÍA í kvöld. „Lið Akraness kom mér ekki á óvart. Ég taiaði við félaga minn í Bangor í Wales og hann gaf mér upp- lýsingar um liðið og leikstíl þess. Akranes leikur mjög góða knatt- spyrnu og við töpuðum fyrir þeim fyrir nokkru síðan og það vita allir að þama er gott hð á ferðinni. Þetta verður mjög erfitt. Við erum 0-3 und- ir en samt eigum við möguleika. Við ætlum okkur að spila góðan leik og eitt mark í byrjun væri mjög mikil- vægt fyrir okkur. Við höfum leikið nokkra æfingaleiki við ensk hð, við töpuðum 3-1 fyrir Leeds, gerðum 2-2 jafntefli við Manchester United og töpuðum fyrir Liverpool, 1-0. Blaðamennirnir hrifnir Tveir írskir blaöamenn er komnir gagngert til að fylgjast með leik Akraness og Shelboume. Blaða- mönnunum leist mjög vel á aðstæður á íþróttasvæðinu á Akranesi og sögðu að þær væru eins og hjá stærstu félögunum í Evrópu, hreint frábærar. Hvorki gekk né rak hjá Fram í sókn- inni, enda vöm ÍBV mjög sterk, sér- staklega í háloftunum þar sem flestar fyrirgjafir Framara komu. Eyjamenn em á mikilli sighngu þessa dagana. Leikgleðin skín úr hverju andliti og baráttan er eftir því. Þetta er ungt og sérlega sókn- djarft lið sem hægt og sígandi hefur verið að bæta sig undir stjórn Atla Eðvaldssonar, sem er að gera mjög góða hluti. Leifur Geir átti stórleik á miðjunni og Hermann var mjög öflugur í vörninni. Ingi Sigurðsson var einnig mjög sprækur. Hjá Fram var Birkir markvörður langbestur og forðaði liði sínu frá stærra tapi. Þá barðist Steinar Guðgeirsson vel en gat htið gert upp á eigin spýtur. „Við lentum í vandræðum í seinni hálfleik og biðum hreinlega eftir því að fá á okkur annað markið. Ég er hundfúll og þetta er ekki besta vega- nestið í bikarúrslitaleikinn," sagði Birkir við DV. „Við töluðum um að fara í 3. sætið á 2 til 3 árum en þessir peyjar eru ungir og gráðugir og langar þarna upp. Nú er spurningin hversu lengi tekst aö halda þeim hungruðum. Ég vona bara að strákarnir geti staðið undir þessu. Ef þeir halda áfram að vinna vel eins og þeir hafa gert er framtíðin þeirra. En það er aldrei komið og kíkt á okkur hér úti í Eyjum eða stemninguna hér. Forystan í Reykjavík heyrir þetta bara á skot- spónum eða les um það í blöðunum. Það er kominn tími til að það verði gert en ég hef sagt við strákana mína að það að vera ungur maður hjá Reykjavíkurfélögunum sé ávísun á landsliðssæti," sagði Atli Eðvalds- son, þjálfari ÍBV, við DV. Meiðsli hrjá markverði IA: Árni er f rá út tímabilið - Þórður spilar með skaddaðan liðþófa Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: „Ástand leikmanna er þolanlegt nema hvaö við urðum fyrir gríðar- legu áfallií síðasta leik á móti Leiftri þegar að Ámi Gautur Arason mark- vörður lenti í samstuði við Gunnar Má Másson og er með slitið hðband í hné og verður frá út tímabilið. Þar er skarð fyrir skildi og er mjög leiðin- legt fyrir hann,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna við DV. ís- landsmeistarar Skagamanna mæta írska liðinu Shelbourne á Akranesi klukkan 18 í dag og er þetta síðari leikur liðanna í forkeppni UEFA- keppninnar. Akurnesingar standa vel að vígi fyrir leikinn í kvöld en þeir unnu fyrri leikinn, 0-3 „Þórður Þórðarson markvörður er líka meiddur. Hann er með skadd- aðan hðþófa en með hjálp tækninnar getur hann spilað, hann verður „teip- aður“ og með hlífar. Sigurður Jóns- son er með einhver smámeiðsli sem ættu þó ekki að koma í veg fyrir að hann spili." „Förum í leikinn til að vinna“ „Fyrri hálfleikurinn er búinn í þessu en þeir geta alveg skorað þijú mörk hjá okkur eins og við hjá þeim í fyrri leiknum. Eins og við gerðum þá fór- um við í leikinn til að vinna og mun- um leika þá knattspyrnu sem við höfum verið að spila í sumar. Markmiðið er að halda hreinu og svo sjáum við til hvort við skorum hjá þeim,“ sagði Logi. Stjömunni Átta ieikmenn úr 2. deild voru í gær úrskurðaðir í leikbann af aganefnd KSÍ og taka það út í 15. umferö deildarinnar um næstu helgi. Þar á meðal er Ágúst Hauksson, þjálfari Þróttar, en hann veröur í banni gegn Stjörn- unni, rétt eins. og þegar liðin mættust í fyrri umferðinni og úr varð kærumálið fræga. Hinir eru Goran Micic og Her- mann Arason úr Stjörnunni, Reynir Björnsson og Ragnar Bogi Petersen úr HK, Þorri Ólafsson úr Víkingi, Guðmundur Torfason úr Fylki og Jakob Hallgeirsson úr SkaUagi-ími. Enginn leikmaður úr 1. var úrskurðaður í bann í gær en þyngstu refsingarnar hlutu Sveinhjörn Hlöðversson úr 3. flokkí ÍA sem fer í 4 leikja hann og Ólafur Eriendsson úr 4. deild- ar liöi Smástundar sem fékk 3ja leikja bann. deild sjOváSálmennar |í IIL ■-> Akranes ...13 12 1 0 33-9 37 KR ...13 8 1 4 19-12 25 ÍBV ...13 7 1 5 28-18 22 Leiftur ...13 6 3 4 25-20 21 Keflavík ...13 5 4 4 18-20 19 Grindavík.... ...13 5 2 6 16-17 17 Breiðablik... ...13 4 2 7 16-17 14 Valur ...13 3 2 8 14-26 11 Fram ...13 3 2 8 14-29 11 FH ...13 2 2 9 18-33 8 Markahæstir: Rastislav Lazorik, Breiðabl.8 Ólafur Þórðarson, ÍA........8 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV....8 Arnar Gunnlaugsson, ÍÁ......6 I kvöld UEFA-keppnin í knattspyrnu: í A-Shelbourne. 18 00 FH-Glenavon 18.00 1. deild kvenna ÍBA-ÍBV 18.30 Breiðablik-Haukar 18.30 Valur-Stjarnan 18.30 Collymore hart leikinn Stan Collymore, dýrasti knatt- spyrnumaður Englands, er varn- armönnum Leeds mjög reiður vegna meðferðarinnar sem hann hlaut hjá þeim í fyrrakvöld, en Liverpool tapaði þá, 1-ú, íyrir Leeds í úrvalsdeildinni. Strax á 6. mínútu braut John Pemberton gróflega á Collymore í dauðafæri í vitateignum. Ekkert var dæmt og Collymore vai' bor- inn af veUi á börum. Hann kom aftur inn á, en var þá keyrður niður af Tony Dorigo og varð að yfirgefa völlinn eftir aöeins 20 minútur. í sjónvarpi sást greinilega að um vítaspyrnu var að ræðaþegar Pemberton feUdi CoUymore og ljóst að mikið er tU í ásökun þess síðarnefnda sera sagði í samtali við Sky í gær: „Þetta var mjög óheiðarlegt, Pemberton reyndi ekki einu sinni að ná boltanum þegar hann felldi mig.“ Evrópukeppni félagsliða Forkeppni ÍA-Shelbourne Akranesvelli (írland) miðvikudaginn 23. ágúst kl. 18 Stuðningsmenn Skagamanna sem og velunnarar ís- lenskrar knattspyrnu, fjölmennum á völlinn Miðaverð: Stúka kr. 1000 Stæði, fullorðnir kr. 800 Stæði, börn kr. 200 Knattspyrnufélag rBLINAÐARRANKl ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.