Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 Stuttar fréttir Sprengingílstanbúl Tveir létust og yfir þrjátíu særðust þegar nokkrar sprengjur sprungu í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Stöðugarárásir Bandaríkjamenn áforma stöð- Ugar árásir á Serba í Bosníu ef friðarumleitanir fara nú út um þúfur Kóngurinndó Patrick Kaboyo, kóngur sem réð ríkjum í vesturhluta Úganda, dó úr hjartaslagi á laugardaginn. Kóngurinn, sem var fimmtugur, var um tíma sendiíierra. Theresa85ára Móðir Ther- esa fagnaði 85 ára afmæli sinu í Kalkútta á Imllandi á laug- ardaginn. Líkt og aöra daga fór Theresa með bænir en heiUaóskir frá leiðtogum heims- ins streymdu til hennar á þessum merkisdegi. Tudjmanherskár Pranjo Tudjman, forseti Króa- tíu, lofaði að hafa hendur í hári uppreisnargjarnra Serba, sem enn eru í landi hans. Skógareldar í Portúgal Þrír fórust í skógareldum í Portúgal um helgina. Fáiráheimieið Innan viö fimmtíu Rúandar féllust sjálfviljugir á að snúa aft- ur heim frá Saxr á laugardaginn. Ferðamennrændir Byssumenn rændu hóp spænskra og portúgalskra ferða- manna í Kenýa um helgina. RushdieíSalzburg Breski rithöf- undurinn Sal- man Rushdie var heiðurs- gestur á menn- ingarhátíð í Salzburg í Austurríki um helgina. Þetta var fjórða heimsókn hans til Austurríkis en Rushdie hefur far- ið „huldu höfði“ frá þvi Söngvar Satans komu út árið 1989. Foxíhættu Breskí leikarinn James Fox var hætt kominn þegar hann datt út- byrðis um helgina. Hann var ekki i björgunarvesti. MálaferiihjáMandela Búist er við að Nelson Mandela þurfi aö bíða eitt ár hið minnsta eftir skilnaði frá Winnie. Hún ætlar að berjast hatrammlega á móti. Þau „skildu" 1992. 57 féllu á Sri Lanka 57 féllu i átökum skæruliða uppreisnarmanna á Sri Lanka við lögregluyfirvöld þar. Sjö úr hópi lögreglunnar féllu í bardög- unum en hinir fimmtíu voru allir úr liði skæruliðanna. Reuter Úflönd Játvarður og kærastan á fuglaskyttirli: Neitar öllum giftingaráformum Talsmenn bresku konungsfjöl- skyldunnar neituðu enn staðfastlega á laugardag öllum getgátum f]öl- miðla um að yngsti sonur- Elísabetar drottningar, Játvarður prins, væri í þann mund að tilkynna trúlofun sína og vinkonu sinnar, Sophie Rhys- Jones. Játvarður fór með Rhys-Jones í sumarbústað konungsíjölskyldunn- ar um helgina og þar eyddu þau tím- anum við fuglaskyttirí og að anda að sér sveitaloftinu. Dvöl þeirra gaf fjölmiðlum byr undir báða vængi og raddir um trúlofunina gerðust æ háværari. Talsmaður konungsfiölskyldunnar vísaði þeim á bug eins og fyrr segir. „Getgátur fiölmiðla í þessa átt eru Játvarður segist ekki vera á biðils- buxunum. Símamynd Reuter rangar,“ sagði hann. Fregnir fiölmiðla um fyrirhugaða trúlofun hafa farið vaxandi en sagt er að hinn 31 árs gamli piparsveinn, Játvarður prins, kenni sömu miðlum um hvernig farið hafi fyrir hjón- böndum bræða hans. Eldri bræður hans, prinsarnir Karl og Andrés, eru báðir skildir að skiptum við konur sínar. Játvarður hefur sagt fiölmiðla- mönnum hvað eftir annað að sam- band hans við Rhys-Jones komi þeim ekkert við. Áhugi fiölmiðla á sam- bandi skötuhjúanna, sem hafa verið „vinir“ í 18 mánuði, færist samt allt- af í aukana. Áhugi þeirra á nýjum starfsferli prinsins við sjónvarpsmál, erlítillísamanburðiviðþað. Reuter Bretar hafa sent stærstan hluta friðargæsluliða sinna frá Gorazde í Bosníu. Þar sem þeir höfðu áður 170 sveitir eru nu aðeins innan við hundrað friðargæsluliðar eftir. Búist er við þeir fylgi félögum sínum fljótlega og haldi heim á leið. Simamynd Reuter Kvennaráðstefnan í Kína: Páf i hvetur konur til dáða Framlag kvenna í stjórnmálum verður sífellt augljósara, segir páfi. Simamynd Reuter „Hefðin sýnir að karlmenn taka fremur þátt í stjórnmálum," sagði Jóhannes Páll páfi í ávarpi við sumarhús sitt utan við Róm í gær, sunnudag. Páfinn sagði að nú létu konur einnig til sín taka í stjóm- málum og að það ætti að hvetja þær til frekari þátttöku. Ræða páfans kemur í kjölfar þess að Vatikanið valdi fulltrúa sína til að setja kvennaráðstefnuna í Kína, sem hefst fljótlega. Flestir fulltrúa Vatikansins á þeirri ráðstefnunni veröa kvenkyns. „Konur hafa sýnt að framlag þeirra er alveg jafn mikils virði og karlanna. Framlag þeirra virðist sífellt augljósara og ekki síst í stjómmálum þar sem mannrétt- indi ber á góma,“ sagði páfi. Reuter 'V Útbreiðsla alnæmis: Tilfellumfjölgar mest í Suð- austur-Asíu Útbreiðsla alnæmis er mest í suðausturhluta Asíu en í byijun þess árs höföu meira en fiórar milljónir manna sýkst af veir- unni. Búist er við að tala hinn smituðu eigi enn eftir að hækka. Um 26 milljónir jarðarbúa em með veiruna en nærri 20% þeirra eru búsett í Suðaustur-Asíu eins og fyrr segir. Útbreiðsla sjúkdómsins er einnig hröð í Afríku og berst hann hratt frá þéttbýlum stöðum til þeirra strjábýlu. Konur em í meirihluta þeirra sem verða fyrir barðinu á sjúk- dómnum. Reuter Jarðýtabraust innifangelsi Tólf fangar í Vridsloeselille- ríkisfangelsinu í Kaupmanna- höfn stukku út í frelsið þegar jarðýta braut sér leið inn í fang- elsið. Vinnuvélin keyrði á fang- elsisvegginn og braut á hann fiög- urra metra breitt gat en fangarn- ir voru þar fyrir innan að spóka sig. Tveir fanganna náðúst fljótlega eftir strokið en tíu er enn leitað. „Jarðýtumannsins“ er enn saktt- að en talið er vitorðsmennirnir hafa verið nokkrir og beðið til- búnir með bifreiðar fyrir utan. Á sama tíma og fangamir struku fór fram mikilvægur leik- ur í nágrenninu á milli tveggja liöa í dönsku úrvalsdeildinni. Lögreglan var meö mikinn við- búnað á vellinum og segir greiiú- legt að skipuleggjendur fióttans hafi vitað af því. „Þeir vissu að við vorum uppteknir aimars staðar," sagöi lögreglustjórinn á Glostrup-svæðinu þar sem fang- elsiö er. Ráðistáeigur Tyrkja í Þýska- landi Kveikt var í þremur fiTirtækj- um í eigu Tyrkja i Bielefield í Þýskalandi um helgina. Mest varð tjónið i ferðaskrifstofunni einni en eínnig urðu veitingahús og testofa fyrir barðmu á skemmdarvörgunum. Enginn slasaðist. Um tvær milljónir Tyrkja búa í Þýskalandi og er fimmtugur þeirra Kúrdar en þeir era gran- aðir um verknaðina. Madhilausúr haldi Sadeq al-Mahdi, fyrrverandi forsætisráöherra Súdan, var lát- hm laus úr fangelsi um helgina. Mahdi, leiðtogi stærsta stjórn- málaflsins í Súdan, var steypt af stóli af 1989. Hershöfðinginn Omar Hassan al-Bashir var mað- urirrn á bak við valdatökuna á sínum tíma en hann hefur nú ákveðið að láta lausa alla póli- tíska fanga í landinu. Fimmhengdirí Botswana Fimm morðingjar voru hengdir í Botswana snemma á laugar- dagsmorgun. Þetta var fyrsta af- takan í Botswana í finim ár en forseti landsins, Ketumile Mas- ire, hafnaði áskorunum mann- réttindasamtaka um að þyrma lifi þeirra. Yflr þrjátíú manns hafa veriö líflátnir í Botswana frá því landið féklt sjálfstæði frá Bretum árið 1966. Sem stendur biður þar eng- inn annar dauðadóms. Fimmfórustí óveðri Fimm manns fórust í miklu óveðrí í norðurhluta Albaníu um helgina. Hinir látnir voru á ferð í trukk sem flóðbylgja skall á, nærri þorpinu Kalivac. Rafmagns- og simalínur fóru í sundur og stór hluti lands er nú undir vatni. Tölur um skemmdir liggjaekkifyrir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.