Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1995 Herdís segir íslendinga ekki vera góða fyrirmynd. Léleg fyrirmynd „Engin þjóð hefur fariö jafn illa með land sitt og viö og svo höld- um við að við getum verið öðrum þjóðum fyrirmynd í umhverfis- málum.“ Herdís Þorvaldsdóltir, i Morgunblaðinu. Bjartsýnn þjálfari „Mér finnst við hafa verið á upp- leið undanfarið þrátt fyrir tapið gegn ÍBV í Eyjum á þriðjudag." Magnús Jónsson, þjálfari Fram, í DV. Gildi frétta „Eðli sjónvarpsfrétta hefur breyst. Alþjóðlegar sjónvarps- fréttir eru nú hugsaðar sem af- þreying, ekki fræðsla og upplýs- ingar.“ Gunnar Eyþórsson í DV. Ummæli Drifkraftur flóttafólks „Framfarir verða ekki með fram- sóknarmenn við stjórn. Gæti það verið sú hugsun sem er með öðru drifkraftur flóttafólks?" Jón Ingi Cæsarsson, i Alþýðublaðinu. Óþreyjufullur sundkappi „Eg hefði getað ‘beðið en ég var að flýta mér í land til að hægt væri að bjarga bátnum á flóðinu." Gústaf Jökull Ólafsson, i DV. Skriðdrekar voru eitt aðalvopnið í síðari heimsstyrjöldinni. Skriðdrekar Fyrsti skriðdrekinn var nefnd- ur No. 1 Lincoln en eftir breyting- ar hlaut hann nafnið Litli Villi. hann var smíðaður hjá verk- smiðjunni William Foster & Co á Englandi og fullgerður 6. sept- ember 1915. Bretar notuðu síðan fyrst skriðdreka í orrustunni við Flers-Courcelette í Frakklandi 15. september 1916. Breski Mark I Male skriðdrekinn var vopnaður tveimur sex punda fallbyssum og fjórum vélbyssum og vó 28,4 tonn. Blessuð veröldin Þyngsti skriðdrekinn Þyngsti skriðdreki, sem nokkru sinni hefur verið smíðaður, er þýskur, Panzer Kampfwagen Maus H, og var hann 192 tonn að þyngd. Þegar síðari heimsstyrj- öldinni lauk var hann enn á til- raunastigi. Sá þyngsti sem notað- ur var í styrjöldinni var fransk- ur. Hann var 75 tonn og bar þrett- án menn. Var hann búinn 155 mm sprengjuvörpu, knúinn tveimur 250 hestafla vélum og náði 12 km/klst. hraða. Þurrt fyrir norðan í dag verður sunnan- og suðaustan- gola á landinu, rigning eða súld ann- að slagið sunnan- og vestanlands en Veðrið í dag lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig yfir dag- inn og hlýjast á Norðausturlandi. Gert er ráð fyrir vestankalda með skúrum vestan- og norðanlands en annars þurru. Hiti veröur á bilinu 6 til 13 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnanátt, um þrjú vindstig, rigning og súld. Hiti um 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.00 Sólarupprás á morgun: 5.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.49 kl. 12 á hádegi Árdegisflóð á morgun: 8.08 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað 8 Akumes skýjað 10 Bergsstaöir léttskýjað 8 Bolungarvik skýjað 9 Grímsey skýjað 6 Egilsstaöir rign. og súld 7 Keíla víkurflugvöllur skýjað 9 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 9 Raufarhöfn súld 5 Reykjavík hálfskýjað 10 Stórhöföi léttskýjað 9 Helsinki léttskýjað 17 Kaupmannahöfn skúr 15 Stokkhólmur léttskýjað 18 Þórshöfn skýjað 9 Amsterdam alskýjað 18 Barcelona léttskýjað 27 Chicago heiðskírt 21 Feneyjar hálfskýjaö 25 Glasgow skúrásíð. klst. 15 London skýjað 20 LosAngeles heiðskírt 18 Maiiorca léttskýjað 29 New York léttskýjað 23 Nice léttskýjað 27 Nuuk léttskýjað 6 Orlando skýjað 26 París léttskýjað 23 Róm léttskýjað 26 Vín skýjaö 26 Winnipeg skýjað 16 \ Öm Hafsteinsson, umsjónarmaður mannvirkja Fylkis: „Þetta hús er bylting fyrir félagið og breytir gríðarlega miklu. Loks- ins fáum við löglega aðstöðu fyrir inniiþróttír. Við erum búnir að bíða eftir iþróttahúsi fyrir félagið í tuttugu ár,“ segir Örn Hafsteins- son, nýráöinn umsjónarmaður Maður dagsins iþróttamaimvírkja Fylkis í Árbæ, en margir sýndu starfinu áhuga. Hin nýja og glæsilega íþróttahöll Fvlkis, sem er tæpir 4000 fermetr- ar, verður formlega tekin í notkun 2. september á opnunarhátíð. Öm segist vera mjög spenntur fyrír nýja starfmu og hann hefur fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki með húsíð. „Það er bæöi almenningur og fyrirtæki sem hafa áhuga og eru það margir sem hafa áhuga á að leigja tima. Þeir sem hafa komið hingað og skoðað húsið eru sam- mála um að mjög vel hefur tekist Örn Hafsteinsson. til með byggingu hússins." Öm segir að krakkarnir og full- orðna fólkið sé orðið mjög spennt að byija aö æfa í húsinu. „Það er mikið af börnum hér í hverfinu og efniviðurinn er mikilL" Örn þekkir vel til liins nýja húss, en hann hcfur starfað sem bygging- arstjóri hússins frá áramótum þeg- ar Fylkir tók við húsinu. „Þetta er búið að vera skemmtilegur tími og hefs ég kynnst mörgum góðum mönnum.“ Örn er píplagningar- meistari að mennt og starfaöi sem slíkur sjálfstætt í fimmtán ár. Hann hefur alltaf haft gaman af íþróttum og lék með Fylki í knattspyrnu og handbolta. Þá hefur hann setið í stjórn knattspyrnudeildar og var formaður hennar síðasta keppnis- tímabil. Örn hefur alltaf verið Fylkismað- ur enda flutti hann niu ára gamall í Árbæinn og hefur nánast búið þar síðan. Eiginkona hans er íris Bald- ursdóttir og eiga þau þrjú börn, Örnu Hrund, sem er 16 ára, Baldur Örn, 12 ára, og Kolbrúnu, 8 ára. Þau hafa öll tekið mikinn þátt í leik og starfi Fylkis. -ÆMK Myndgátan Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Leikiríyngri flokkum Eftir viðburðaríka helgi í íþrótt- um, þar sem bikarleikurinn í fót- boltanum var hápunkturinn, er dagurinn í dag frekar viðburða- lítill en á morgun fara fram íjórir leikir í 1. deildhmi og er einnig leikið í þriðju og íjórðu deild. í sumar hefur verið leikið í yngri flokkum nánast hvern ein- asta dag og er engin breyting þar á. í dag eru til að mynda margir leikir í 2. flokki karla en þetta eru leikir sem skipta sköpum rnn stöðu félaga í flokknum en annar flokkurinn á enn nokkuð eftir. Skák Jan Timman náði sér á strik eftir slakt gengi að undanfomu er hann varð efstur á minningarmótinu um Donner í Amst- erdam, ásamt Grand Zuninga frá Perú. Þeir fengu 7,5 v. af 11 mögulegum. Judit Polgar kom næst með 7, síðan Sírov, Seirawan og Huzman með 6, Salov, Nunn, Khalifman og Morozevich fengu 5 og Pi- ket og van Wely 3 v. í þessari stöðu frá Amsterdam hafði Judit Polgar hvitt og átti leik gegn Sírov, sem uggði ekki að sér með síðasta leik, 20. - h7-h6? (í stað 20. - Hd8): 21. Ddl! - Og Sírov gafst upp því að gegn hótun- inni 22. Dd6+ er engin viðunandi vöm. Jón L. Árnason Bridge Nýlega kom út bókin „World Bridge Championships 1994“. Eins og nafnið bendir til er umfjöllunin eingöngu um spil sem komu fyrir í heimsmeistara- keppninni í Albuquerque. Hér er eitt spil úr bókinni frá Rosenblum útsláttar- keppni sveita, í leik Bandarikjanna og Pólverja. Þegar það kom upp á sýningar- tjaldið vom 3 spO eftir ’í leiknum og Bandaríkjamenn höfðu 24 impa forystu. í opnum sal komust Bandaríkjamenn í 4 hjörtu í AV, eftir að suður kom inn á tveimur laufum. Eftir spaðaútspil var handavinna að fá 10 slagi. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, vestur gjafari og enginn á hættu: * K732 V 106 ♦ KD982 + 96 * D95 V ÁDG73 * Á4 * 875 * AiUö V 9842 ♦ 10753 .a. Árt * G64 V K5 ♦ G6 + KG10432 Vestur Norður Austur Suður pass pass l¥ 2+ 4V dobl pass pass redobl pass pass 44 dobl p/h Sagnir vom mun fjörlegri í lokuðum sal. Pólverjinn Gawrys gekk beint til verks og sagði strax fjögur hjörtu eftir' uiná- komu suöurs á laufum. Norður doblaði og suður lét það gott heita en missti kjarkinn þegar vestur redoblaði. Þaö var góð ákvörðun, þegar upp var staðið. Út kom hjarta á ás og sagnhafí átti næsta slag á hjartakóng. Tígulgosi átti næsta slag en austur drap næst tíguldrottningu á ás. Nú kom lauf á drottningu, ásinn tekinn og tígli spilað og austur trompaði með spaðadrottningu. Síðan var hjarta spilað í tvöfalda eyðu og sagnhafi tromp- aði heima. Nú kom spaði á kónginn en véstur fékk tvo fil viðbótar á tromp og spilið fór 4 niður. Það var 800 til AV sem var skárri niðurstaða en 880 fyrir 4 hjörtu redobluð. Þrátt fyrir að Pólveijar hafi grætt á þessu spili unnu Bandaríkjamenn leikinn 141-110. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.