Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtud. 23. ágúst 1945. Storkurinn Þau voru svo fögur í tunglsljósinu, að storkur- inn óskaði þess í fyrsta sinn á ævinni, að hann gæti sungið. „Lótusblómið sefur á fljótsbotninum allan þurrkatimann,“ sagði fíkjutréð. En þegar regntím- inn byrjar, vaxa á því græn blöð og leggurinn teyg- ir sig upp á yfirborðið. Efst á hann koma brum- knappar. Þeir springa út og blómin breiða úr sér. En þau gera það aðeins á nóttunni. Á daginn, þegar sólin skín, loka þau sér og hylja sig undir yfirborði vatnsins.“ „Eins og vatnasóleyjarnar heima,“ sagði stork- urinn glaður. „En eru lótusblóm í Danmörku?“ spurði fíkju- tréð. „Nei, bara vatnalilja. En hún hlýtur að vera í ætt við lótusblómið, þó að hún sé ekki eins stór og falleg. Hún vaggar hvítu höfðinu ofan á vatninu.1' „Þú viðurkennir þá, að lótusblómið sé fallegra en kuldastráin upp úr ísvatninu heima hjá þér,“ sagði fíkjutréð. „Það var mesta mildi, að þú sást loksins eitthvað hérna, sem þér þykir nógu gott.“ „Þessi þlóm eru þúsund sinnum fallegri,“ sagði storkurinn. „Þegar ég horfi á þau, gleymi ég öllu því Ijóta og hryllilega, sem ég hef séð og gleymi -meira að segja kærustunni minni, sem sveik mig. Eg gæti setið hér alla mína ævi og horft á þau.“ Allt í einu kom stór og ljótur haus upp úr vatn- inu. Það var Nílhestur. Það komu fleiri og fleiri. Seinast var það orðin stærðar hjörð. Þeir stóðu í bleytunni á digrum, stuttum löppunum. Augun voru lítil og hátt uppi á enni. Það gljáði á gráan skrokkinn á þeim í tunglsljósinu. „Þessar ófreskjur eyðileggja lótusblómin,“ sagði storkurinn. „Þeir éta þau,“ sagði fíkjutréð. „Lótusblóm eru bezta sælgæti Nílhestsins.“ „Viðbjóðslegt — hryllilegt!“ sagði storkurinn. ÞETTA skemmtilegar sög- Éitt sinn eftir að hann var Marga nr eru sagðar af orðheppni Gríms Thomsen og brögðum. Eitt sinn var hann boðinn í kaffi til „fínnar“ frúar í Eng- landi. í stað þess að nota sykurtöngina, tók Grímur mola með fingrunum úr syk- urkarinu. Frúin tók sykur- karið strax af borðinu og henti því út um gluggann. Grímur lét sig það engu skipta. En þegar hann hafði lokið við að drekka, tók hann ballann og henti honum út um gluggann. Sagðist hann hafa halaið, að það væri sið- ur í Englandi að henda leir- tauinu, þegar búið væri að mota það. byrjaður að búa á Bessastöð- um, var hann dag nokkurn að dytta að girðingu rétt hjá bænum. Bar þar þá að fransk an skipstjóra af skipi, sem lá hér við land. Tóku þeir tal saman og mæltu á franska tungu. Talaði Grímur málið reiprennandi og ræddi af mikilli þekkingu um erlendar bókmenntir fyrr og síðar og yfirleitt alla hluti milli him- ins og jarðar. Undraðist skip- stjórinn stórum menntun þessa bjiandkarls. Spurði hann Grím, hvort þeir væru margir svona vel menntaðir, íslenzku bændurnir. „Ojá, ég er nú einn með þeim lakari“, sagði Grímur. ■,—— Ring Lardner: Hnefalei L — kakappmn -Jj þann, sem sat við hliðina á mér: Líttu á þessar herðar! engin undur að hann getur slegið, sagði ég við hann. — Láttu mig bara slá, og það er búið með þann vesa- ling, sem fyrir því verður, sagði Midge, ég get gengið af þeim öllum dauðum. Manndrápin með orðum héldu áfram þar til veitinga- stofunni var lokað. Um leið og Midge og hinn nýi vinur hans tókust í hendur að skiln aði mæltu þeir sér mót dag- inn eftir. Þeir voru óaðskiljanlegir í næstum viku. Það var hið á- nægjulega hlutverk Hirsch að hlusta á Midge segja frá eigin afrekum, og borga í hvert sinn sem glasið hans varð tómt. En svo kom eitt kvöld að Hirsch stundi því upp að hann yrði að fara heim í kvöldmat. — Eg ætla á stefnumót klukkan 8, játaði hann fyrir vini sínum. Eg gæti verið þangað til, en ég þarf að ,þvo mér og fara í sparifötin, því hún er fallegasti lítill hlutur í Milwaukiee. — Gætum við ekki verið tveir? spurði Midge. — Eg veit ekki hverja ég ætti að ná í, svaraði Hirsch. Bíddu samt. Eg á systur og ef hún er ekki upptekin, er allt í lagi. Hún er fjandi snot ur líka, skal ég segja þér. Þannig atvikaðist það að Midge, Emma Hirsch, bróðir hennar og hinn fallegasti litli hlutur í Milwaukie voru sam- an komin hjá Walli og döns- uðu þar hálfa nóttina. Og Midge og Emma dönsuðu saman, því þótt sérhvert „onstep“ virtist auka þess eigin þorsta varð Hirsch aldrei það fullur að hann dansaði við systur sína. Morguninn eftir, staur- blankur og að lokum ráðalaus þrátt fyrir góða hæfileika til þess að láta aðra borga brús- ann, fór Midge til ráðninga- stjórans hjá Star til þess að láta skrá sig til næstu keppni — Eg get látið þig keppa við Tracy næst, sagði ráðn- ingastjórinn. — Hv'að hef ég upp úr því? — Tuttugu, ef þú stendur þig- — Vertu nú góður. Stóð ég mig kannski ekki vel síðast? — Jú, víst svo, en þig skort ir mikið á ennþá til að jafn- ast á við Freddie Welsh. — Eg er ekki hræddur við Freddie Welsh né neinn þeirra, svaraði Midge. . — Alveg sama, við borgum ekki hnefaleikurum okkar eft ir brjóststærð, svaraði hinn. Eg er að bjóða þér leikinn við Tracy. Viltu hann eða viltu hann ekki? — Þá það. Eg geng að því, sagði Midge, og hann lifði ríkmannlega hjá Duanes um kvöldið, út á kep'pniskráning- una. Kvöldið fyrir keppnina kom umboðsmaður Tracys til Midge. — Hvernig lízt þér á kapp- leikinn, sagði hann. — Mér? sagði Midge, ágæt- lega. Hvað áttu annars við? — Eg á við það, sagði um- boðsmaður Tracy, að okkur er mjög í mun að vinna þenn- an leik, því ef Tracy vinnur þessa keppni fær hann að keppa við Philly næst. — Hvað býðurðu? spurði Midge. — Fimmtíu. — Heldurðu að ég sé fífl? Láta slá mig niður fyrir fimmtíu. Nei, ekki ég! — Sjötíu og fimm þá, sagði umboðsmaður Tracy. Það varð samkomulag um áttatíu og önnur atriði ákveð- in fljótlega. Og næsta kvöld fékk Midge voðahögg á háegri frarnhandlegginn og varð að hætta. í þetta skipti fór Midge framhjá veitingastofum þeirra Niemanns og Duanes, nú skuldaði hann álitlega upphæð hjá báðum, nú nærði hann sig hjá Steins, nokkurn spöl lengra burtu. Þegar hagnaðurinn af við- skiptunum við Tracy var all- ur genginn til þurrðar, fékk Midge að heyra það í eigin persónu hjá ráðningamönnum hnefaléikaklúbbanna, að þeir vildu ekkert með hann hafa, jafnvel ekki einu sinni láta hann taka þátt í lélegustu undirbúningskeppnunum. — Hungurdauðinn var ekki yfir- vofandi þótt svona færi með- an Emma og Lou Hersch voru á lífi, en fjórum mánuð- um eftir ósigurinn við Tracy komst Midge að þeirri niður- stöðu að það væri alls ekki eftirsóknarvert að eiga heima í Milwaukee. — Eg get lamið þá alla í klessu, en ég fæ aldrei tæki- færi, máske gengur mér bet- ur annars staðar. Og auk þess — En rétt í því að Midge hafði keypt farmiða til Chi- cago fyrir peningana sem hann hafði fengið lánaða hjá Emmu Hersch „til að kaupa skó“ var þung hönd lögð á öxl honum og þegar hann leit við sá hann alókunnugan mann. — Hvert ætlið þér að fara Kelly, spurði eigandi hinnar þungu handar. — Ekkert, svaraði Midge. Og hvern fjandann kemur þér það við. Ókunni maðurinn svaraði: — Móðir. Emmu Hersch hefur falið mér að sjá um að þér gerið skyldu yðar við hana. Og þangað til að því er lokið verðið þér kyrr. — Það er sjálfum þér fyrir verstu, ef þú ætlar að reyna að leika á mig svaraði Midgé. Samt sem áður fór hann ekki frá Milwaukee það kvöld. Tveim dögum síðar gerðist ungfrú Emma Hirsch frú Kelly og gjöf brúðgum- ans á brúðkaupskvöldið var rokna löðrungur á föla kmn brúðarinnar. Næsta morgun fór Midge frá Milwaukee á sama hátt og hann hafði komið þangað — með flutningalest. — Það er þýðingarlaust að bollaleggja lengur um þetta, sagði Tommy Haley. í versta falli gæti hann farið niður í þrjátíu og sjö. Hann á heima í þungaflokki, það er þar sem hann á heima, og hann veit það eins vel og ég. Hann hefur' vaxið óskaplega á síðustu sex mánuðunum. Eg sagði við hann um daginn, ég sagði: ef þú hættir ekki að stækka verða engir.fyrir þig til að berjast við, nema Willi- ard og slíkir. Ilann svaraði: Eg mundi ekki hopa fyrir Williard ef ég væri tuttugu pundum þyngri. — Hann hlýtur að hata sjálfan sig. — Eg hef engan góðan þekkt, sem ekki hefur gert það, og Midge er góður, það bregst ekkh Eg vildi að við hefðum náð í Welsh áður en strákurinn óx svona mikið. En nú er það of seint. En ég +oi hað, gott ef við gætum látið hann keppa við Hollend- inginn. — Hvern áttu við? — Goetz, sigurvegarann í þungavigt. Það er ekki víst að við græddum svo mikið á keppninpi, en peningarnir myndu streyma inn. Við myndum fá óhemju aðsókn, því fólk kaupir sig inn til þess að sjá bardaga, og Midge er hinn rétti bardagamaður. Og við myndum vinna titil- inn strax og Midge yrði nógu þungur. — Geturðu ekki samið um keppni við Goetz?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.