Þjóðviljinn - 29.08.1945, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.08.1945, Qupperneq 4
MiðvikUdagur 29. ág. 1945 4 þJÓÐVILIINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. RitStjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. s------------—— -------------------------------------/ Hvsrs á „Alþýðuílokkurinn" í Frakklandi að gjaida? Alþýðublaðið kann sér ekki læti, svo glatt er það yfir því að sýnt þykir að sameining verkalýðsflokkanna takist ekki, að sinni, í Danmörku, Noregi og Frakklandi. Blaðinu finnst að „alþýðuflokkarnir11 í Noregi og Dan- mörku hafi nú heldur en ekki staðið sig. Þeir hafi sem sé með viturlegri framkomu sannað heiminum að „komm- únistarnir séu sameiningarsveppirnir — 'friðarspillarnir í verkalýðshreyfingunni“. En hversvegna minnist Alþýðublaðið ekki á „alþýðu- flokkinn“ í Frakklandi í þessu sambandi? Væri ekki hugsanlegt að einhver ljómi geti fallið á flokk þeirra Stefánanna af hinum ágæta franska flokki? Það er ósköp auðvelt að svara þessum spurningum, og svörin varpa mjög skýru ljósi yfir afstöðu Alþýðu- blaðsins til sameiningartilraunanna. í Danmörku og Noregi féllust báðir verkalýðsflokk- arnir á að taka upp umræður um sameiningu. Tvímæla- laust hefur verið fyrir hendi mikill einingarvilji innan beggja flokkanna. Umræður og samningar um sameiningu voru svo teknir upp. Það virtist ekki verulegum erfið- leikum bundið að fá samkomulag um stefnuskrá, en þegar kom að framkvæmdaatriðum, svo sem stjórn bláða, stillingu til þings o. s. frv. náðist ekki samkomulag, og hefur gagnkvæm tortryggni ugglaust valdið, enda ekki að búast við, að henni verði eytt á svipstundu eftir allar þær deilur, sem á undan eru gengnar. í Frakklandi gekk þetta á annan veg. Þing sósíaldemó- kratanna, sem Alþýðublaðið er svo lítillátt að kalla Al- þýðuflokkinn, hafnaði sameiningartilboði kommúnista án frekari viðræðna. Um þetta talar Alþýðublaðið ekki í leiðurum sínum, af því að það hefur upplag og eðli ógerðar stráka, sem engar röksemdir þekkja í deilum nema þessa einu — „Það er þér að kenna“. Öll leiðaraskrif Alþýðu- blaðsins um þessi mál hafa sem sé beinzt að því marki einu að finna sakir hjá kommúnistumT geta kennt Þeim um að sameining takist ekki. Og þegar engar áþreif- anlegar sakir eru fyrir hendi, eru þær bara búnar til, og þegar ljóst er, að sameining strandar á því að sósíal- demókatar (,,Alþýðuflokksmenn“) vilja ekki um hana ■ s '' ræða, þá er bara þagað. En þetta er ekki aðferðin til að vinna að einingu verkalýðshreyfingarinnar, enda er víst að Stefán Péturs- son og Stefán Jóhann óttast slíka einingu, aðeins sá ótti getur skýrt skrif Alþýðublaðsins. En það skal Alþýðublaðinu sagt, að beztu menn verkalýðshreyfingarinnar, úr báðum flokkum, munu halda áfram að eyða þeirri tortryggni og þeim skoðana- mun, sem til þessa hefur hindrað eininguna, og það eru allar líkur til að þar sem sameiningin hefur verið reynd, þó án árangurs sé, muni sambúð þessara flokka batna, og leiðin til einingar greiðast. Þessu er fagnað af öllum sósíalistum og verkalýðssinnum, engin slíkur gleðst yfir mistökunum, enginn slíkur stendur og æpir: „það var þér að kenna“, heldur reyna þeir^allir að vinna að þeirri ein- íngu, sem koma þarf og kemur, þrátt fyrir menn eins )g Stefána Alþýðublaðsins á íslandi. ÞJÓÐVILJINN ujlríMnj&r 7 Það er ein liin allra bezta skemmtun, sem maður getur fengið, að lesa tvídálka þá í / Vísi, sem tilsvara eiga leiðara annarra stjórnmálablaða. Og þetta er ódýr skemmtun: aðeins 40 aurar á dag. Bíómiði kostar 3—4 krónur, á leiksýningar kostar 15—20 kr. eða meira og 50 kr. kostar að hlýða á Adolf Busch. En eftir liádegið á hverj- um einasta degi má fá Vísi til fréttablaðs í Reykjavík fyrir að- eins 40 aura. Og það skal aldrei bregðast, að þessi tvídálkur á fremri spássíu fjórðu síðunnar veiti manni sérstætt gaman. Mað ur þarf ekki cinu sinni að hafa fataskipti! Þvílíkir yfirburðir fram yfir flestar aðrar skemmt- anir! Það er nú því miður ekki nema örsjaldan, sem hann skemmtir manni með því að leggja liöfund- um biblíunnar orð í munn. Venjulega er það grunnfærni og fáfræði af annarri tegund. Ekki er þetta þó neitt stundar- fyrirbrigði, sem stafi af því að „heilbrigð skynsemi Vísis sé í sumarleyfi“. Hún liefur aldrei verið starfandi hjá því fyrirtæki. Tvídálkinum á fremri spássíu fjórðu síðu í fyrrad. er stefnt gegn stjórnarsamvinnunni, eins og einatt endranær. Þeir, sem rita tvídálkinn, mega ómögulega hugsa til þess, að allir fslending- ar fái í framtíðinni að starfa að sem arðbærustum atvinnurekstri. Auðvitað er ekkert við því að segja, þó að þeir segi það skýrt og skorinort. Það villist enginn á þeim á meðan. En forsendurn- ar, sem Vísir byggir á þær stað- hæfingar sínar, að stjórnarsam- vinnan sé óréttlætanleg, eru svo heimskulegar, að ekkert þlað í veröldinni, annað en Vísir, liefði getað nota/.t við þær sem aðal- Ugpistöðuna í forystugrein. Hann heldur, að með stjórn- arsamvinnunni hafi stjórnar- flokkarnir svarizt I einlivers konar fóstbræðralag um það að hindra það fylgislirun Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins og þá fylgisaukningu Sósíalista- flokksins, sem verið hafa megin- einkennin á stjórnmálahvörfun- um á íslandi undanfarin ár. • Þetta er mikill misskilningur, Visir góður! Það var stofnað til samvinnu vinnuveitenda og laun þega um stjórn landsins til þess að byggja atvinnuvegi lands- manna svo vel upp eða koma atvinnumálunum á það stig, sem bezt þekkist með öðrum þjóðum, svo að íslenzk þjóð geti orðið fyllilega fær til sam- keppni við aðrar þjóðir um mark aði fyrir þær vörur, sem við höfum eins góða eða betri mögu- leika til að framleiða heldur en aðrir. Og það er stofnað til þess- arar samvinnu hinna tveggja annars fjandsamlegu afla um þetta mikla mál, vegna þess, að á ÓTRÚLEGT, EN LÍKLEGA i SATT „K“ sltrifar Bæjarpóstinum: „Hvað er gert við ameríska smjörið sem skemmist í búðun- um? Vegna þeirrar ráðstöfunar stjórnavaldanna, að veita fólki úti í sveitum jafnan rétt til kaupa á ameríska smjörinu sem þeim er í bæjunum búa, þá hefur útkoman orðið sú, að ekki nægilegir skömmtunarseðlar hafa verið í umferð til þess að þetta smjör seldist. Sveitafólkið mun yfirleitt ekki hafa notað þennan rétt Útkom- an er svo sú, að þetta smiör ligg ur víða skemmt í búðunum. Þegar maður svo spyr hvað er gert við þetta skemmda smjör, þá er svarið þetta: „Við sendum það aftur til Mjólkursamsölunnr ar pg þar er það hnoðað upp að nýju, en að því loknu kemur það svo aftur út í búðirnar“. Þetta er lýgileg saga, en þó bendir allt til að hún sé sönn. Vill nú ekki Bæjarpósturinn vera svo góður og auglýsa ræki- lega eftir því hvort til sé nokk- uð hér í borginni sem heitir mat- væla- eða heilbrigðiseftirlit". SMURT BRAUÐ EN EKKI SÆTAR KÖKUR ,,Si“ skrifar: „Mér hefur oft gramizt, hve ó- víða er unnt að fá keypt sm-urt brauð hér í þessum bæ. Það má heita ógerningur fyrir fólk, sem stund-ar vinnu á hinum ýmsu vinnustöðum, að fá annað með morgunkaffinu sínu en einhverj- ar sætar kökur í brauðsölubúð- un-um og verð ég að segja mitt álit á því að,ég efast um að það sé betra en alls ekki neitt. Mjög mikið af þessu sætabrauði álít ég að sé hreint og beint skað- legt að leggja sér til munns auk þess er það dýrt og undantekn- ingarlítið mjög bragðslæmt svo að fólki með óbrjálaðan matar- smekk verður flökurt af því“. AÐEINS Á EINUM STAÐ „Flest einhleypt fólk hef-ur þannig aðstöðu að því er ekki því veltur ekki aðeins' framtíðar- afkoma annarrar stéttarinnar heldur beggja, þ. e. a. s. afkoma allrar þjóðarinnar um alla fram- tíð. Þetta ætti öllum að geta skil- izí og hefur trúlega öllum skil- izt nema Vísi. Og þá er einnig óhætt að ef- ast um, hvort nokkur annar en Vísir hafi nokkurn tíma verið svo vitlaus að ímynda sér, að með þessu sé samið um, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn liætti að gera tilraunir til að stöðva hinn öra straum, sem legið hefur frá þeirn nú um all- mörg ár, og Sósíalistaflokkur- inn h.ætti að veita viðtöku og örva þá stórkostlegu fylgisaukn- ingu, sem hann hefur átt að mæta á undanförnum árum. Því fer svo víðs fjarri. Allir þessir flokkar munu að sjálf- sögðu reyna að hafa sem allra mest áhrif á stjórn bæjarmála og landsmála, og mjög trúlega, án þess að spyrja Vísi leyfis eða leita ráða hjá honum um gagn- rýni og áróðursaðferðir. unnt að smyrja sína brauð- böggla heima. Það fer til vinnu t. d. í verksmiðju eða á aðra slíka vinnustaði kl. um 8 að morgni og fær svo sinn stutta kaffitíma um 16 leytið. Víða er nú hægt að fá kafíi hitað á vinnustöðum, en ekkert með því, nema það sem brauða- og mjólk- urbúðir hafa á boðstólum. Mai'g- ir myndu heldur kjósa að fá sér 1—2 brauðsneiðar með morgun- kaffinu eða miðdegiskaffinu sínu, en slíkt er næsturn hvergi fáanlegt. Hef ég aðei-ns séð smurt brauð á boðstólum í einni búð, en það er á fremur af- skekktum stað, en svo fallega er það tilreitt að mér kemur vatn í munn í hvert sinn er ég geng framhjá þessari verzlun". VERZLANIR ÆTTU AÐ SELJA SMURT BRAUÐ í PÖKKUM ,,Mér hefur dottið í hug hvort matardeildunum (eins og t d. KRON o. fl.) mundi ekki finnast tiltækilegt að hafa á boðsfólum böggla með smurðu brauði, líkt og áður var hægt að fá t. d. í Danmörku og er sennilega enn Bögglar þessir voru misstórir — 2 sneiðar með ágætu ofanálagi, eða 4 sneiðar í böggli. Smjör- pappír lagður á milli sneiðanna og utan um böggulinn, síðan hvít ur umbúðapappír vafinn yfír, svo engar óhreinar hðndur þyrftu að snerta á matnum eins og er því miður of algengt með flest allan soðinn mat, sem seldur er í verzl unum. Það er eins og það þyki .alveg sjálfsagt eða jafnvel nauð- synlegt að baeði búðarfólk og kaupendur hafi leyfi til að hand- fjalla soðinn mat bæði brauð og annað, velta því í lófum eða pota í það fingrum, og er það allt í senn: hættulegt, sóðalegt og ljótt“. FRAMLEIÐSLAN YRÐI AÐ FARA EFTIR STRÖNGUSTU IIREINLÆTISREGLUM „Eg er alveg sannfærð um að margir yrðu þakklátir fyri-r að get-a keypt sér, á leið til vinnu að morgni eða í matarhléi sínu, brauðböggul með nokkrum smurð um brauðsneiðum með t. d. kjöti, osti, eggjum, síld eða sal- ati ofan á, til að hafa með morg- un- eða miðdegiskaffinu eða te- inu sínu, í staðinn fyrir sæta- brauðið, sem maður er næstum því neyddur til að leggja sér til munns, og eitt er víst, heilsu- far fólks myndi áreiðanlega ekki bíða neitt tjón við það. — En auðvitað yrði framleiðsla smurða brauðsins að fara fram undir heilbrigðiseftirliti og eft- ir ströngustu hreinlætiskröfum". Tilboð um 800 kr. mánaðarieigu eftir Kumbaravog Á fundi bæjarráðs 16. þ. m. var lagt fram að nýju mat Sig. A. Björnssonar á hæfilegri leigu eftir Kumb- aravog, svo og mat Sigurö- ar Halldórssonar á leigunni. Bæjarráð ákvað aö gera til- boð um 800 kr. mánaðai;- leigu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.