Þjóðviljinn - 29.08.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.08.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur- 29. ág. 1945 ÞJÓS-V í L JINN 11 ■ ^ r ' ->■ ..m«i|r ■ Jón Rafnsson: Síldveiðikjörin IV. Sómi Sigurjóns eða hagsmunir sjómanna 20. júní sl. fékk ég skila- boð í síma um þaö, aö stjórn Sjómannafél. Reykja- víkur óskaði aö fá mig á fund til sín, þá samdægurs. — Eg hafði sem sé átt sam- tal yiö Sigurjón, þá rétt áð- ur og fundizt hljóöið í þeim gamla með skárra móti. Á tali Sigurjóns þóttist ég geta jafnvel ráöiö aö hann teldi samatarf viö Alþýöu- sambandið hugsanlegt, en hinsvegar vantreysti hann frásögn minni um það, að fulltrúar útvegsmanna gæfu til leyfis, aö samn- ingsuppkast hans yrði dreg- ið til baka til aö samræma þaö og tillögur sambands- ins, því að það mundi þýöa hækkaöar kröfur. Eg brást auövitað vel við fundarboði stjórnar S. R. og mætti á tilsettum tíma. Sig- urjón hafði mest orð fyrir þeim félögum og þóttist auövitað sjá margt því til fyrirstöðu aö samstarf gæti tekizt. Meðal annars virtist hann eiga erfitt meö aö hugsa til þess aö sitja fundi með vissum mönnum. Þá sá hann ýmsar grunsamlegar kynjasýnir, er á Alþýöu- blaösmáli eru kallaöar véla- brögö kommúnista, í þvi aö sameina fulltrúa sjómanna um .hagsmunamálin o. s. frv., en alít þetta skildist mér geta \ikiö til hliöar, ef nokkrir möguleikar væru á því, aö fá samningsupp- kast hans dregið til baka. Kvaöst hann hafa gengið úr skugga um, að mér hefði skjátlazt, er ég tjáði hon- um að-af hálfu fulltrúa út- vegsmanna væri ekkert til fyrirstööu, ef þá yrði hægt aö semja viö fulltrúá sjómanna í einu lagi, og vitnaöi í samtal sitt viö for- mann samninganefndar út- vegsmanna, máli sínu til stuðnings. Eg hringdi þá upp for- mann samninganefndar út- vegsmanna, Ingvar Vil- hjálmsson og spuröi hann, í áheyrn Sigurjóns og þriggja meöstjórnenda hans hvort ég heföi ekki rnátt hafa það eftir, að Alþýöu- sambandið og stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur mættu samræma uppköst sín, til aö geta mætt sam- eiginlega við' samningaborð- iö, án frekari skilyrða af hálfu útgerðarmanna, og játti Ingvar því fúslega. ið gamla máltækþ aö ekki r ein báran stök. Þegar hér er komið sögu snarast- formaður stærsta sjómannafélags landsins. fyrrverandi Aiþýðusam- bandsforseti (plús) Sigur- jón A. Ólafisson aö heyrn- artólinu og ávarpar form. samninganefndar útgeröar manna á þessa leiö: Hefurðu virkilega gert þér það ljóst, maður, að með því að leyfa okltur að samræma sainningsupp- köstin er beinlínis verið að hækka kröfurnar!! Af taii Sigurjóns hér eftir í símanum mátti vel ráöa, aö Ingvar Vilhjálmsson svar aöi í samræmi viö það, er hann haföi áöur sagt við mig, og má sannarlega viröa slíkt drengskapar- bragö af andstæöingi. Oröræöa Sigurjóns beind- ist nú inn á nýjar brautir og snerist mest um „heiður og sóma“ stjórnar Sjó- mannafélags Reykjavíkur. — Kvað hann, þegar öllu væri á botninn hvolft, gæti stjórn S. R. ómögulega „sóma“ síns vegna, fariö aö gera neinar breytingar á sínu fyrsta uppkasti, og eins og hann stundum orþ- aði þetta, aö „éta ofan í sig“!! Á meðan form. stærsta sjómannafélags landsins opnaöi þannig hjarta sitt í símanum frammi fyrir fuil- trúa gagnaöiljans, hlustuöu meöstjórnendur hans á, böglir og myrkir yfirlitum. Jæja, þaö var þá, þegar öll kurl komu til grafar sinn heljar mikill „sómi“ nokkurra stórra manna í ’.andi sem eining sjómami- anna átti aö stranda á. — Aö þao kæmi nokkuð viö ..sóma“ þessara valmenna, þótt þeir geröu mönnum á hafinu skaöa, fyr-st með asnaskap og síðan með þver giröingshætti, slí-'t var. þeim meö öllu óhugsanlegt. Eg gat nú ekki lenqr.r gengið þes dulinn, aö í vinnubrögöum þessara manna undanfarnar vikur, lá meira en réttur og slétt- ur kjánaskapur, heldur einnig ofsafenginn vilji til skemmdarverka. Eg hafði þreifað enn einu sinni á því aö sómi þessara manna og hagsmunir sjómannastétt- arinnar voru tvær ^stæröir, sem hvorug gat gengiö upp í hinni. auövitaö átti aö fjalla um síldveiöikjörin, voru mættir liölega 40 menn, og dróst þó fundarsetning um eina klukkustund, vegna tregöu á fundarsókn. Um helming- ur eöa liölega 'þaö voru mosagrónir landgarpar, — m. ö. o. hiö kunna land- varnarlið Alþýöublaösins í Sjómannafélagi Reykjavík- ur. — Mættir voru um 20 sjómenn úr Sjómannafélagi, er gefur upp á félagaskrá 1600 meölimi. Eg taldi það skyldu mína sem samninganefndar- manns og framkvæmdar- stjóra Alþýöusambandsins, aö mæta á þessum fundi til aö skýra honum frá gangi málanna. Hvaö sem grímu- mönnum Alþýðublaðsins þóknast aö segja um fram- komu mína á þessum fundi, er þaö mála sannast, aö þar skýröi ég afdráttarlaust en þó meö fullri hógværð frá því sem þá hafði fariö á milli fulltrúa Alþýðusam- bandsins og stjórnar S. R. — AÖ vísu. gekk ég ekki þess dulinn, aö hinn fá- menni hópur sjómanna, sem fund þennan sátu voru af öðru flokkslegu, sauöa- húsi en ég, en þeirn til sóma get ég boriö það, aö þeir sátu hljóðir og prúöir í sætum sínum, þótt hetjur landvarnaliösins ókyrröust nokkuö, þótt reynt væri aö draga ílokkaþrætur inn í umræöurnar og svara rök- um meö því að hafa hátt. Augljóst var, aö þessi fundur var eins og fundir í Sjómannafélagi Reykja- víkur hafa veriö aö jafnaöi sl. áratug, þ. e. aö hans vegna gat hiö rökhelda landkrabbalið Sigurjóns far- iö sínu fram, án þess aö hiö raunverulega Sjómanna félag, mennirnir, sem vinna á sjónum, gætu boriö hönd fyrir höfuö sér. — Tillaga Sigurjóns um aö fela stjórn- inni áframhald á sömu braut og áöur var auövitað samþykkt af landhernum, en hinir örfáu sjómenn, sem þarna voru, sátu hjá. Óynd'sspangól Alþýöublaös- ins út af komu minni á þennan fund er í fyllsta máta eölilegt, og ná vera hverjum heilskyggnum mæoni T>nVkur s^nnun þess, áö ég hef þar eftir atvikum haiaiö samvizkusamlega á málstaö sjómannastéttar- innar. Skemmdarverk af ráðnum buga Hvaö gat nú lengur verið því til fyrirstöðu, aö mann- leg yfirsjón þeirra Sigur- jóns fengi leiöréttingu og aö sjómannasamtökin gætu staöið einhuga um hags- munamálin, ,ef taka átti orö Sigurjóns, alva.rlega. — En þá kom fyrir sérstakt atvik er sannaði á þeim félögum Fundur í Sjómannafélagi Reykjavíkur Aö kvöldi sama dags mætti ég sem gestur (að vísu óboöinn) ásamt Sig- uröi Stefánssyni formanni Sjómannafélagsins Jötunn í Vestmannaeyjum, á fundi í Sjómannafélagi Reykjavík- ur. Á þessum fundi, sem Útvarpið í dag: 8.30 Morguníréttir. 10.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.30 Útvarpssagan: Gullæðið eftir Jack London 1 (Ragn- ar Jóhannesson). - 21.00Hljómplötur: Kling-kTang- kvintettinn syngur. 21.15 Erindi: Um mjaltavélar (Sveinn Tryggvason ráðu- nautur). 21.40 Hljómplotur: Tónverk eftir Sibelius'. Á MYNDINNl hér að ofan sjást bátverjar bq-ndaríkjakafbátnum Tang bjarga þrem flugmönnum, sem komizt höfðu í gúmmíbát, þegar Japanir höfðu skotið flugvél þeirra niður. VARÐSTAÐA. Þetta er innihaldsríkt orð, sem við hugleiðum sjaldan, sem ekki þekkjum af eigin raun þá abyrgð og þœr skyldur sem heraginn leggur varð- manninum á herðar. Ekkert má fram hjá honum fara. Svefnlaus verður hann að vaka. Yfirkominn af þreytu verður hann að standa teinréttur, stundum hreyfing- arlaus klukkustundum saman. Seremoníur! segjum við kannski. En minnast skyldum við þess, að árvekni varðmannanna, hundraða þúsunda einstaklinga, sem hlustað hafa á óteljandi stöðum um allan heim eftir hverri hrœringu óvinarins, eigum við ekki sízt að þakka það, að siðmenningin stendur nú yfir moldum villi- mennskunnar, en ekki öfugt. Á MYNDINNI sjást óbreyttir borgara á eynni Zamami í Rjúkjúeykjaklasanum lesa tilkynningu., er herstjórn Bandaríkjanna lét festa upp, þegar 10. hérir.n hafði algerlega náð eyjunum á sitt vald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.