Þjóðviljinn - 21.04.1949, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1949, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. apríl 1949. í> JÓÐVIL J I»N N Þetta er engin skáldsaga ekk ert fóstur ímyndunargáfunnar og engin leit í frœðum liðinna alda. Það er bernskuminning, r hálf-óljós, en þó í aðalatriðum l mér svo hugstæð, að" ég hefi ekki frið fyrir henni. Hvað eft- ir annað kemur hún fram í huga mínum og minnir mig á að festa sig á blað, einhvern tíma áður en það sé orðið of seint. En ég var svo ungur þá, að minningarnar eru ekki með öllu skýrar. Því bið ég þá afsök unar, sem betur kunna að muna, ef ég skyldi fara rangt með eitthvað. Að svo miklu leyti sem þetta er saga, þykir mér það leitt, að hún er ekki af íslenzkum manni, heldur útlendingi — dönskum skipstjóra á litlu dönsku skipi, sem ,,Christine“ hét og Gránufélagið þá átti. Eg hefði feginn viljað unna ein hverjum landa minna þess orð- stírs, sem þessf maður vann sér, en það gæti ég ekki nema taka hann írá þéim, sem á hann. Því fer þó betur, að marg- ir landar hafa unnið sér mik- inn orðstír, ef til vill meiri en þennan, en ekki verður nema frá einum sagt í einu. I. Það var vorið 1882. Vorið það og sumarið er eitt það allra bágasta sem komið hefur yfir Island í minni þeirra manna, sem enn lifa. Og þegar ég nú renni augunum yfir ár- bók þess árs í „Almanaki Þjóð- vinafélagsins", eins og hún er þó fáoro, gengur nærri því fram af mér. Snemma í apríl (á einmán- uði) rak liafísinn að landi. Is- breiðan náði frá Berufirði norð ur fyrir land og allt vestur að Horni. Allir firðir voru fullir, Cg ísbreiðan náði 15 til 20 danskar mílur út á haf, að því er haft var eftir sjómönnum. 23. maí á miðjum sauðburð- inum, hófst grimmasta stórhríð um allt Norðurland og stóð látlaust í 3 sólárhringa. Hörku frost fylgdi Og mikil veðurhæð svo að ísinn lamdist upp að landinu og fraus saman. Þá dagana kvöddu margir þennan synduga heim, bæði menn og málleysingjar. 21. júní var aft- ur stórhríð fyrir norðan, og enn þá 6. júlí. Nærri má því geta, hvernig um grasvöxtinn hefur farið. Lömbin hrundu niður jafnóðum og þau komu úr móð- urlífi, og víða hrundu ærnar niður á eftir. Ofan á þetta bættust misl- ingarnir, sem breiddust um mest allt landið um sumarið. Það var þetta sumar, sem skáldið og mannvinurinn Willi- am Morris hét á enska mannúð íslendingum til hjálpar, og sam skot voru hafin undir forust'u borgarstjórans í Lundúnum. Þannig er saga þessa hörm- ungasumars i fáum og skýrum dráttum. II. Eg- var ekki nema 9 ára, en mér líða sízt úr .minni bágind- “in, sem þá voru á Melr*kka- Jón Trausti: íslemlingar heilsa í dag sumri, þótt vetur virðist standa sem hæst, liarðasti vetur sem komið liefur hér á iandi í mörg ár. Þessi vetur hefur veitt bænd- um og 'ájómönrmm þungar búsif jar, og ]>ó er viður- eignin við vetrarhörkurnar barnaleikur nú lijá því sem áður var. Þjóðviíjinn birtir í dag frásögn eftir Jón Trausta um sumarkomuna 1882 og bregður hún upp skýrri mynd af liinni hörðu og óvægilegu lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu í þá daga. Frásögnin birtist fyrst í „Samtmingi“ sem út kom 1920. -blóðdropana í snjónum milli mannasporanna. En þegar neyðin er hæst, er hjálpin næst. Það fréttist til kaupskipa, sem lágu í íslausum sjó sunnan undir Langanesinu. Meðal þeirra var skipið til Rauf arhafnar. Hin skipin voru til Akureyr- súpa soðið með selakjötinu. j ar og Húsavíkur. Þar á meðal Ekkert kaffi var til að ylja sér „Grána,“ „Rósa“ og Ingeborg“ I H ■*« 1 sléttunni, Skrr.ginn var umflot- inn af ís, sem hvergi sá út yfir. Gaddur var yfir alla jörðina. Það, sem sólin bræddi á daginn — þegar hennar naut -—, hljóp i svell á nóttunni. En sólarinn- ar naut iila. Þótt heiðríkt væri yfir, lá jafnan einhver frost- móða yfir jörðinni og yfir ísn- um, sem gerði geislana daufa. Rigning kom aldrei þýðviðri kom aldrei. Stundum sló yfir nvarta þoku. En það var ekki hin milda, hlýja vorþoka, sem safnar í sig sólargeislum og bræðir snjóinn, svo að hjarnið drafnar niður. Nei, þessi þoka var full af beittum ísnálum, sem hörundið sveið undan. Rindana með sjónum og hól- ana í túnunum, sem fyrst komu upp úr fyrir sólbráðinni, kól undir eins, svo að engin von var þar um stingandi strá næstu árin. Svo kom þriggja daga stór- hríðin, sem áður er getið, og slétti vandlega yfir alla þessa auðu og köldu bletti — og hræ- in af öllu, sem þar hafði krókn- að. Æðarfuglinn var þá byrjaður að setjast upp í hólmana — þessa yndislegu hóima, sem eru höfuð-prýði Sléttunnar. Kollurnar hreiðruðu sig á kiak- anum, settust á eggin sín og létu skefla, yfir sig. Þar sátu þær í snjóhúsi, sem skapaðist af ylnum upp af þeim sjálfum; það bjargaði sumum þeirra. Hinar fundust dauðar á hreiðr unum_ frosnar í hei. Mestur hluti eggjanna varð að fúleggj- um. Um manneskjurnar ætti ég sem fæst að taia. Ef ég segði allt, sem satt er, mundu fáir trúa mér. Þar að auki mundi Fátæklingamir flosnuðu upp hópum saman. Heilar fjölskyld- ur fóru á sveitina eða vergang- inn — sem eiginlega var eitt og hið sama. Eg man eftir, þeg ar þessir aumingjar voru að dragast bæ frá bæ, bláir í fram an af megurð og máttleysi með skyrbjúginn í tannholdinu og sinakreppuna í hnésbótunum — þar til þeir lögðust fyrir á ein- hverjum bænum, komust ekki lengra. Þar urðu þeir að deyja eða hjarna við. Flestir hjörn- uðu við og — voru sendir til Ameríku um sumarið. Engin björg fékkst, nema fá- einir gamlir, ólseigir landselir,1 sem skriðu upp á ísinn og voru rotaðir þar. Kjötið af þeim var svart eins og tjara og gat aldrei soðnað. En það þótti gott samt, því að það var þó nýtt. Saltkjöt ið, sém menn áttu frá vetrin- um, brenndi menn í munninum og hangikjötið gátu menn ekki melt, þótt til væri, því að allir voru í raun og veru orðnir veik ir af harðréttinu. Og svo var þetta ekki til nema hjá þeim, sem bezt bjuggu. Hinir urðu að láta sér nægja að sleikja um beinin á skepnunum, sem þeir misstu, eða leita sér saðningar í skemmdum eggjum eða seigu selakjöti. Kaupstaðurinn var allslaus — enginn kornmatur af neinu tægi, ekkert kaffi, eng j inn sykur. Ekkert, alls ekkert i sem fólkið þarfnaðist, ekki svo' mikið &em saltlúka til að sá í matinn. Ekkert brennivín held- ur eða tóbak. Það þykir ef til vill goðgá að minnast á tóbak og brennivín í þessu sambandi. En ég held þó, að ekki hefðil mörgum manninum veitt af þeirri hýrgun, sem þetta veitir hvorttveggjá, því að ekki var ástand sálarinnar stórum betra mér verða borið á brýn, að ég en líkamans. Þunglyndi, deyfð a a morgnana, acur en menn fóru út í ískalda súldina til að sinna skepnunum. Kýrnar stóðu steingeldar á básunum, því þær fengu ckki hálfa gjöf, til að treina sem lengst lífið í þeim. Það sem togaðist niður úr spenunum á þeim kvölds og morgna var bláþunn glæta, sem varla líktist mjólk; samt var verið að gefa það börnun- um. Fullorðnir fengu ekkert. Svo kom þessi algengi fylgifisk ur harðréttisins til sögunnar: blóðsóttin. Vinnufólkið, sem stunda þurfti erfiða vinnu, var sumt miður sín af henni, þótt það harkaði af sér og kvartaði ekki. Það er ek«í „fínt“, en samt verður það að segjast: Það var ekki dæmalaust að sjá — nöfn, sem þá höfðu líkan hljóm í eyrum mínum eins og „Mauritania“, „Aquitania“, „Vaterland" og „Imperator“ hafa nú. — Með öðrum orðum: Skip, sem voru svo fræg fyrir dirfð og dugnað skipstjóra sinna, að ekkert þótti þeim ó- fært. Þegar ekki þótti fært að sigla þeim inn í ísinn, var ekki mikil von um, að „Kristín litla“, Raufarhafnarskipið, kæmist langt. En mikil var þráin eftir skip inu, sem hafði allt það innan- borðs, sem menn þörfnuðust svo sárlega, mönnum og skepn- um til bjargar. Einkum voru það skepnurnar, sem lífið lá á að bjarga, ef í kornmat næðist. Framhald á 8. síöu níddi landið og gerði of mikið úr harðindunum. Enginn veit til fullnustu, hvað það er að eiga bágt, nema sá, er sjálfur hefur reynt það. Hjá þessari móðursjúkuiþjóð má ekkert sátt segja — um að gera að dylja-all an sannleika sem niönnum finst sár í svipinn. Því fer margt sem það fer. Eg hefii þó ekki þagað. Það, sem læknirinh segir í sögunni „Þorradægur", stendur á dýrkeyptri reynslú írá þossuin árum. *•. . o" vonleysi fylgja ætíð harð- rétti og skyrbjúg. Menn geta nú sjálfir hugsað sér ástandið: enginn biti af brauði -— síðasta brauðið var víða blandað meira en til hálfs með marguppsoðnu kaffigromsi, sem enginn næring var í, til að spara mjölið. Svo þraut, bæði mjölið og gromsið, og þá var ekkert ,,brauð“ leng ur. Enginn grautur var tii, því að ehgin grjón voru til að búa Jhann til úr og ekkert mjöl til khsta-út -á liann, menn-urðu a4 ARNOLD LJUNGDAL: Áivarp vegna Vorsins Nei, nú finnst oss komið nóg af svo góðu! Handtakið horngrýtis Vorið! Dragið fyrir sólina, að vor döpru augu horfi ekki á hneyksli slíkt! Því þetta er bylting og ekkert annað en bylting: ísinn er króaður lengst inni í húsasundum, sólarlagsskýin sveifla blóðrauðum fánum, syngjandi vindar flugblöðum dreifa á daginn og hvísla uppreisnarorðum með aftanblænum, straumar og leysingar harnast á vetrarins virkjum, unz þau hrynja með hergný! (Hneyksli, fullkomið hneyksli, — og hvað skyldi annars okkar heiðarlega alþýða halda um þá aðferð, sem beita skuli, ef hér yrði farið að hrófla við högum og lögum, með dæmi slíkt fyrir augum?) Því hrópum vér á yður, herra lögreglustjóri: Gefið Vorinu gætur! Vér heimtum víðtækar varúðarráðstafanir og allsherjar umsátursástand! Vér krefjumst þess þegar: að lögregluliðið sé aukið og vopnuðum varðmönnum f jölgað, að strax séu handteknir allir æsingaseggir, einkum þó vindar, regnský, geislar og straumar, svo stofnanir lands vors og lög þess haldist í gildi, og vetrarins þrautreynda veldi vari um eilífð ÞjQl ÁSGEIRSSON þýddi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.