Þjóðviljinn - 21.04.1949, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1949, Blaðsíða 10
10 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. apríl Í349. GleSilegt sumar! SMimar! Belgjagerðin h.f. GleSilegf sumar! Skipaútgerð iríkisins. sumar; EINARSSON & ZOEGA 4&l@ðilegt sumarl Á. Einarsson & Funk — Nora Magasin Gíeðilegt sumar! Slippfélagið í Reykjavík GleSilegf sumar! Sölufélag garðyrkjumanna GleSilegf sumarí Miðgarður Þórsgötu 1. ; > '*!i'UHHÚHUIIIM t ;I<i: fí íi)! EVELYN WAUGH: 10. DAGUK. ÁSM, JONSSON þýddi. „Vitið þér þá ekki, hvar keisarínn er?“ „Það getur vel verið að hann sé þarna yfir í virkinu — hann var að minnsta kosti þar í gær. Þessi ungi fábjáni slær upp allskonar tilkynning- um í borginni. Eg hef annað að gera en hafa áhyggjur af Seth hinum unga. En reynið þér að halda vinnumönnunum yðar í hæfilegri fjarlægð frá trúboðsstöðinni okkar — annars verð ég að grípa til minna ráða. Eg hef heilan hóp af okkar fólki í tjaldbúðum hér, til að halda þeim frá sollinum, og ég vil ekki að það verði fyrir neinum hreilingum — verið þér sælir herforingi.“ Connolly herforingi hélt áfram. Það var eng- inn lífvörður sjáanlegur við virkið. Garðurinn var auður, að undanteknu líki Alís, sem lá þar á grúfu í rykinu. Snærið, sem hann hafði verið hengdur í, var enn rammsnúið um hálsinn. Connolly velti líkinu við með fætinum, en þekkti ekki bólgið og svarblátt andlitið. „Jæja — hans hátign hefur dregið huliðshjálm yfir sig.“ Hann skimaði inn í tóma varðstofuna á neðstu hæð virkisins. Síðan brölti hann upp vindustig- ann, sem lá til herbergis Seths, og þar lá keis- arinn af Azaníu þversum í hermannarúmi klædd- ur silkináttfötum, sem hann var rétt búinn fá frá Place Vendome. Hann svaf fast eftir efa- semdir og skelfingar næturinnar. Seth vildi ekki hlusta á í rúminu nema rétt undan og ofan af sigurfréttunum. Síðan sendi hann herforingjann burt, og með aðdáunarverðri sjálfstjórn fór hann að búa sig eftir öllum kúnstarinnar reglum og af mikilli listfengi, áður en hann kynnti sér ástandið nánar í smáatrið- um. Þegar hann loksins kom niður stigann klæddur blettlausum hátíðaeinkennisbúningi riddaraliðsins, var honum talsvert niðri fyrir. „Þarna sjáið þér, Connolly“, sagði liann og greip hönd hans hrærður, „ég hafði rétt fyrir mér •— ég vissi, að við gátum ómögulega beðið ósig- ur. „Það var nú samt fjandans nærri því nokkr- um sinnum“, sagði Connolly. ,Bull, kæri vinur. Við erum framfaramennirnir — nýi tíminn. Ekkert getur stöðvað okkur — getur yður ekki skilst það? Heimurinn er þegar á okkar valdi, það er okkar heimur, því við erum nútíminn. Seyid og villimanna- og ræn- ingjahjarðir hans eru fortíðin — svartasta villi- memiska. Þeir eru eins og köngulóarvefur í horni, eins og lágt og ámátlegt hvísl í dimmum og sólarlausum helli. Við erum Ijósið og hraðinn og krafturinn, stálið og gufan, æskan, dagurinn í dag og morgundagurinn er okkar. Skiljið þér ekki, að sigur okkar vannst á öðrum vígstöðvum fyrir fimm hundruð. árum síðan?“ Það Var for- kláraður ljómi yfir svip hins unga blökkumanns, - > U—--—Á-A------------------- . ■ þar sem hann stóð þarna. Augu hans ljómuðu. Hann hóf höfuðið — hann var ölvaður af eigin orðaflaumi. Hvíti maðurinn sló úr pípunni sinni á skóhælnum og þreifaði ofan í jakkavasann eftir tóbakspungnum. „Eins og yður þóknast, Seth. Það sem mig varðar mestu er, að þessi sigur minn vannst í gær með tveim æfagömlum vopnum — lygum og lagspjót- um“. „En skriðdrekinn minn -—- var ekki sigurinn honum að þakka?“ , Pjáturbaukurinn hans Marx? Jú — það var dálaglegt gagn að honum. Eg sagði yður, að það væri sama og að kasta peningunum í sjóinn, en þér vilduð endilega fá þetta apparat. Það heppi- legasta, sem hægt er að gera við hann úr því sem komið er, er að gefa Debra-Dowaborg hann sem stríðsminnismerki — ef nokkur leið væri að flytja slíkt verkfæri til í þessu landi og í slíku sólskini. Eftir tíu mílna akstur var hann orðinn rauðglóandi, og Grikkjaræksnin, sem áttu að aka honum voru með óráði. Jæja — hann kom nú samt að notum áður en lauk — við notuðum hann fyrir tugthús, og það var í rauninni eina refsingin, sem þessir svörtu skarfar óttuðust. Það er gott og blessað að tala fagurlega um framfarir og tækni og allt það, þegar hættan er liðin hjá — það sakar engann. En eigi ég að segja yður allan sannleikann, þá er hann sá, að í síðustu viku voruð þér ákaflega nálægt því, að fara í hundana með allt draslið. Vitið þér, hvað þrælbeinið hann Seyid gerði ? — Hann náði í mynd af yður í Oxfordstúdenta skykkju og húfu og öllu því drasli, og lét prenta nokkur þúsund eintök og dreifði þeim út á meðal hermannanna, Hann sagði þeim að þér væruð búinn að svíkja ensku kirkjuna_ og þarna gætu þeir sjálfir séð yður í hátíðarskrúða múhameðstrúarmanna. Allir her- mennirnir, sem höfðu verið á trúboðsskóla bitu á agnið. Það stoðaði ekkert að reyna að koma vitinu fyrir þá -— nóttina eftir gengu þeir hundr- uðum saman í lið með óvinunum. Eg var dauð- ans matur — ég gat ekkert aðhafst. Þá datt mér dálítið í hug. Þér vitið, hvaða töframátt nafn Amuraths hefur meðal viltu ættflokkanna. — Jæja — ég kallaði á ráðstefnu alla höfðingja Wandanna og Sakuyanna, og stakk að þeiin góðri lygasögu. Eg sagði þeim að Amurath væri alls ekki dáinn — og það var nú líka sann- færing flestra þeirra — hann hefði bara brugðið sér yfir hafið, til að ráðgast við anda forfeðr- anna, og þér væruð Amurath í eigin persónu, sem væri kominn aftur — bara í öðru gerfj en áður. Þeir gleyptu þetta glóðvolgt. Þér hefðuð bara átt að sjá smettin á þeim — um leið og ^ t sögunni var lokið, vildu þeir óðir ráoast á Séyid DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.