Þjóðviljinn - 18.12.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 18.12.1954, Side 6
f JB) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. desember 1954 þióoyiuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Grnnnkanpshækknn ríkisstjórnarinnar Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin hefur lýst yfir því í verki að grunnkaupshækkanir séu nú óhjákvæmilegar sökum sívaxandi dýrtíðar. Stjórnarflokkarnir hafa lagt fram á þingi tillögu um grunnkaupshækkanir til opinberra starfs- manna, og voru þær samþykktar í gær. Þá er það ekki síður athyglisvert að stjórnarflokkarnir telja að háttsettum embættis- mönnum, sem undanfarið hafa haft um 70.000 kr. föst árslaun, veiti ekkert af 5500 kr. í viðbót. Verður þetta að sjálfsögðu ágætt fordæmi fyrir verkalýðssamtökin, og auðvitað verða eng- in rök færð gegn því að verkamenn, sem nú hafa aðeins 30.000 kr. árslaun- líti á slíka uppbót sem algert lágmark fyrir sig. En þótt röksemdirnar skorti eiga stjórnarflokkarnir óskert- p.n fjandskap sinn til láglaunafólks, og kemur það mjög glöggt í ljós af tillögunum um grunnkaupshækkanir til opinberra ttarfsmanna. Bæturnar eiga sem sagt að margfaldast eftir því hvað starfsmennirnir hafa há laun fyrir. Þeir sem fá kaup samkvæmt 10—15 launaflokki eiga að fá 3% uppbætur á grunn- laun; 5.—9. flokkur fær 5%; 4. flokkur fær 8%, en 1.—3. flokk- ur 10%. Samkvæmt þessu verður uppbótin til hinna lægst- launuðu 300 kr. á ári, en til mestu hálaunamannanna 5500 kr. •— eða rúmlega átjánföld sú upphæð! Þetta er mjög gott dæmi um afstöðu stjórnarflokkanna til lífskjara almennings. Þeir hafa lagt á það ofurkapp að auka sem mest misrétti í þjóðfélaginu. Hvers konar brask og spá- kaupmennska er verðlaunuð og efld með margskyns ráðstöf- unum; milljónörunum fjölgar með hverju ári en hlutur alþýðu- fclks af þjóðartekjunum fer minnkandi. Nú er á sama hátt verið að fleyga opinbera starfsmenn í sundur enn meir en verið hefur. Fyrir samtök opinberra starfsmanna eru þetta mjög at- hyglisverð tíðindi. Þau hafa nú um alllangt skeið lotið for- ustu íhaldsdindla, eins og Ólafs Björnssonar prófessors, sem ævinlega er reiðubúinn til að bera fram falsrök gegn kröfum verkalýðssamtakanna um mannsæmandi kjör. Ólafur Björnsson og félagar hans hafa haldið samtökum opinberra starfsmanna niðri, þau hafa haft sig mjög lítið í frammi árum saman, og Ólafur Björnsson hefur látið óspart í það skína að hann myndi í fyllingu tímans tryggja opinberum starfsmönnum verðugar bætur, ef þeir væru nægilega lágmæltir og hógværir í fram- komu. Nú eru efndirnar komnar í Ijós. Ólafur Björnsson íær að vísu allgóðar bætur sjálfur — auk þess sem hann hefur drjúgar aukatekjur af því að skrifa greinai' gegn verka- lýðssamtökunum — en allur þorri opinberra starfsmanna fær auvirðilegar smánarbætur, og það þeir seAi mest þurfa á kauphækkun að halda. Það er ærin ástæða fyrir opinbera starfsmenn að endur- gkoða skipulag og forustu samtaka sinna. Allur þorri þeirra á fceina hagsmunalega samstöðu með verkalýðssamtökunum, og það er andstætt hagsmunum þeirra að láta agenta stjórnar- flokkanna hafa forustu fyrir sér. Ef Ólafur Björnsson og fé- lagar hans eiga áfram að stjórna B. S. R. B. verður haldið áfram á sömu braut, rangsleitnin aukin og misréttið magnað. NÆL0N Þ0RSKANET Útvegsmenn — skipstjórar, athugið Eigum íyrirliggjandi: Nælon þorskanetjaslöngur í eftirtöldum stærðum: Garn nr. 18. Möskvi 95 mm. Dýpt 22 möskv. Verð kr. 435,00 j Garn nr. 18. Möskvi 100 mm. Dýpt 26 möskv. Verð kr. 535,00 j Garn nr. 21. Möskvi 95 mm. Dýpt 22 möskv. Verð kr. 525,00 j ■ ■ ■ Verðið miðast við 60 faðma langa slöngu. Þessi net j hafa reynzt sérstaklega veiðin og sterk, að dómi skip- j stjóra á netjabátum við Faxaflóa að undanfömu. ■ Birgðir mjög takmarkaðar. KflUPFÍLAG HAFNFIBÐINGA Sími 9292. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■• Vörur á verksmiðjuverði Beztu jólabækurnar handa börnunum eru þessar: Ævintýri litla tréhestsins °g Leitin að Ljúdmílu fögru MÁL 0G MENNING HEIMSKRINGLA Bronce- . vegglamparnir frá okkur kosta frá kr. 57.00 Ödýr og góð JÓLAGJÖF. *' Málmiðjan hi. Bankastræti 7, sími 7777. | ÞÆTTIR ÚR ÆVISÖGU JARÐAR Úr blaðaumsögnum um bóklna: j ALÞÍÐUBLAÐID; Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri. — — — Bókin bætir úr j brýnni þörf' gefur svör við fjöl- mörgum spurningum og vekur j til umhugsunar um margt ann- j að en það, sem hér er fjallað um, því að óneitanlega er stiklað j á stóru. En bókin er ekki aðeins j góðra gjalda verð. Hún er við- ■ burður í íslenzkri útgáfustarf- j semi. Efnið er fræðilegt, en svo ljóst og skipulega fram sett, að bókin er prýðilega við al- þýðu hæfi.------------- MORGUNBLAÐED: Björn L. Jónsson, veðurfræðingur. S --------og hvort sem mönnum er efnið meira eða minna kunnugt fyrir, munu fáir j sleppa henni fyrr en að loknum lestri. Hér er skyggnzt um í fortíð og framtíð, mill- • jónir alda fram og aftur í tímann. Og hver er svo andlega volaður, að hann fýsi ekki : að afla sér vitneskju um aldur og uppruna sólar, jarðar og sólkerfis, myndun berg- ■ laganna undir fótum sér, jarðhitans, sem brýzt út úr iðrum jarðar, úthafanna og j andrúmsloftsins ? Hver vill ekki þekkja uppruna hins trygga förunauts okkar — s tunglsins —, örið sem það skildi eftir er það yfirgaf móðurhnöttinn, væntanlegar S breytingar á lengd sólarhringsins og fjarlægð tungls frá jörðu, líkurnar fyrir því að j líf þróist á öðrum hnöttum, eðli og orsakir ísalda, o.s.frv. Allan þennan fróðleik finnum við í þessari litlu bók, Þáttum úr ævisögu jarðar, sett- s an fram á svo ljósu og lipru máli, að hverjum skóladreng er auðskilið. — -------- VÍSIR: Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður. —--------Það tvennt hefur sjálfrátt eða ósjálfrátt verið í vitund hverrar hugsaiídi j veru, að hún skuli leita sannleikans og æ meiri og fullkomnari vizku. Nú ber svo' : vel í veiði, að þessi bók Hjartar Halldórssonar færir mann nær þessu marki — og i gerir það á svo Ijósan og skilmerkilegan hátt, að öllum, sem á annað borð íeiða hug j að þessum efnum, er vorkunnarlaust að skilja og hafa bókarinnar full not. — — — ÞJftDVILJINN: Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur. —--------þá lyftu spendýrin fyrst höfði á jörðunni, öll ósköp smá, lítið stærri en ■ rottur vorra tíma, og sú ættkvísl hefur síðan ríkt á hnettinum, á ýmsu oltið um j stjómarfarið unz forfaðir mannsins leit til sólar og varð svo mikið um, að hann og j niðjar hans hafa allir gengið á afturfótunum síðan. Þættir úr ævisögu jarðar segja okkur þe tta dásamlega æfintýri tilverunnar á svo s ljósan og skemmtilegan hátt, að vart verður á betra kosið. Og þessi bók segir oss j líka hvað við tekur — eftir svo sem 10 þúsund milljónir ára er eldurinn slokknar á j ami okkar tilvem, og „sólin dregur hið síðasta, mikla andvarp," eins og Hjörtur j Halldórsson kemst að orði. — — — Hjörtur Halldórsson skrifar gullfallegt mál og : framsetningin er skýr og skipuleg. Hann greinir frá síðustu niðurstöðum ngttúmvís- indanna um aldur og uppmna jarðar — niðurstöðum sem enn em ekki orðnar almenn- ■ ingseign. Hann sýnir þar enn einu sinni, hve vel honum er sú list lagin, að túlka vís- indalegt efni á alþýðlegan hátt, þannig að hvomgt saki, vísindalega festu eða einfald-': j leik í skýringu.-------- . . \ v Vitnisburður þessara þjóðkunnu manna ber bókinni bezt vitni. I Hiin er vissulega jólagjöi fyrir þá sem vilja lesa og draga [ áJyktanir af því, sem lesið er. Ctgefandi I ; \ •■■■••"••••••■■•■•■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■í■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■••■■■■■■•■••■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■B«Bg>B>-,ÍBBBBM-jj^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.