Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN ■— Simnudagur 3. janúar 1960 Skámeistaramót Vestur- Þýzkalands fór fram í Núrn- Tberg dagana 8. til 25. október sl. Þátttakendur voru 16, og • ;voru þar flestir sterkustu skákmenn Vestur-Þjóðverja saman komnir. Þlelzt saknar maður Darga, en hann gat af eðlilegum ástæðum ekki tek- ið þátt í mótinu, þar sem ■hann var aðstoðarmaður Frið- . riks Ölafssonar á kandídata- mótinu um þær mundir. Þá vár Fesehner ekki heldur með- al þátttakenda. Sigurvegari og skákmeist- ari V estur-Þýzkalands árið 1959 varð Unzicker, sem hlaut lV/2 vinning (af 15). Er það ’í 5. sinn, sem hann vinnur þann titil. Annar varð hinn nýi stórmeistari Schmid með 11 vinninga. Schmid var efstur á mótinu þar til und- ir lokin. I þriðja sæti var Dr. Lehmann með 9 ]/2 vinn- ing, en í 4,-—5. sæt.i voru jafnir fyrrverandi titilhafi Dr. Tröger og Pfeiffer með 9 vinninga hvor. Aðrir minna. Við skoðum að þessu sinni skák frá mótinu, milli fyrr- verandi t;tilhafa Dr. Trögers '"og sigurvegarans Unzickers. Hvítt: Tröger. Svart: Unzicker. CoIIe-byrjun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rb-d2 d5 (Einnig kom til greina 3 — d6 eða 3 — Bg7. Hinum leikna leik er ætlað að hindra hvít- an í að ná sterku peðamið- borði, en helzti ókostur hans er sá,. að hvítur fær allsterk tö'k á reitnum e5). 4. e3 Bg7 5. Bd3 Rb-d7 6. c3 0—0 7. De2 c5 8. 0—0 Dc7 9. e4 (Ef hvítur frestar lengur að leika e4 gæti svartur leikið — e5 með góðri von um að ná frumkvæðinu). 9. — — dxe4 10. Tixe4 cxd4 11. RxfS Rxf6 12. Exd4 (12. cxd4 mundi færa hvítum stakt peð á opinni línu og lít- ið þv'í tii mótvægis). 12. ---------------e5 13. Rb5 Db8 ' 14. f4! (Tröger þvingar and.stæðing sinn til að taka þegar í stað ákvörðun um, hvort hann vill leika — e4 og gefa hvítum þar með yfirráð yfir reitnum d4, eða leitast við að halda 1 spennunni á miðborðinu, Un- zicker velur síðari kostinn). 14. -------------Rh5 15. f5 (Hvítur stefnir að því að veikja kóngsstöðu andstæð- ingsins og blása til sóknar þar við tækifæri). 15. -------------afi 16. Ra3 b5 [ 17. Be4 Unzieker (Þennan leik gagnrýnir Trög- er sjálfur og telur að rétt hefði verið að færa riddarann á a3 þegar í stað í virkari stöðu, væntanlega um reitinn c2. Með leik sínum hugðist Tröger ná uppskiptum á hvítu biskupunum, en Unzicker snið- gengur þá fyrirætlan). 17. --------Ha7! 18. Be3 Hd7 19. Ha-el Rf6 20. Bc2 Bb7 (Nú verður þessi biskup svarts mjög áhrifamikill). 21. Rbl Rd5 22. Bc5 Hf-d8 23. g3?! (Þessi leikur er sjálfsagt ekki góður frá hlutlægu sjón- armiði. Hins vegar felur hann í sér gildru, sem Unzicker gengur í. Hvítur stendur heldur ver, og var því rétt hjá Unzicker að halda áfram rólegri stöðuþróun, þar sem allar líkur benda til að tím- inn ynni með honum. 1 þess stað hyggst hann notfæra sér veikinguna á kóngsstöðu hvíts þegar í stað og vinna snögglega). 23. --------Dc7 24. b4 Rxc3! ? (Gengur í gildruna! Tröger hafði séð þessa -fórn fyrir og búið sig undir að mæta henni) 25. Rxc3 Hd2 Svart: Unzicker ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Tröger (Nú efu horfur ekki bjartar fyrir hvítan, þar sem drottn- ingin er lff'pur vegna hótun- arinnar á g2. En Tröger læt- ur engan bilbug á sér finna, enda hafði hann séð þetta fyrir, er hann lék 23. g3 og lengra þó). 26. fxg6! (Fyrir drottninguna fær hann hrók og riddara og nær auk þess að veikja mjög kóngs- stöðu svarts). 26. --------Hxe2 (Unzicker taldi eftir skákina betra að fresta því að taka drottninguna og leika þess í stað 26 — hxg6. Hvítur leikur þá 27. Hxf7!, Dxf7 28. Bb3, en eftir 28.------Dx b3- 29. axb3. Hxe2. 30. Hxe2 o.s.fr. er endataflið hagstætt svörtum. En varla verður honum láð, þótt honum, þætti hvíta drottningin girnilegri í hita baráttunnar). 27. gxf7 + Dxf7 (Unzicker stillir einnig sinni drottningu x dauðann, en það er þó fremur sýnd veiði en gefin, þar sem svartur ætti skiptamun yfir í hættulausri stöðu eftir 28. Hxf7, Hxelf 29. Kf2, Kxf7. 30. Kxel o.s.frv. 28. He2 Dc7 29. IIe-f2 (Nú hefur hv’ítur hinsvegar ágætt sóknarfæri). 29. -------------- e4 (Til þess að gera kóngsbiskup sinn að virkari manni. Leikur- inn er þó tvíeggjaður). 30. Rxe4 DcG (Unzicker var hér í miklu tímahraki, en neytir þó vel allra færa). 31. g4 He8 32. Rg3 (Riddarinn stendur hér vel til varnar og gæti einnig þjónað vel væntanlegri sókn af hvíts hálfu). 32. --------------KK8 33. g5? (Hér er Tröger of bráður á sér og hyggst notfæra sér tímahrak andstæðingsins. Hann bendir sjálfur á leikina h3 og síðan Kh2 sem góða leið, einkum til að koma skák- inni í Kxð og vinna siðan úr stöðunni við heimarannsóknir. Nú tekst Unzicker hinsvegar Framhald á 11. síðu. ® Aí góðu tileíni Pósturinn byrjar nýja árið með þv'í að birta bréf, sem honum barst rétt fyrir ára- mótin. Bréfritara, sem nefnir sig Eyðslukló, farast orð - á þessa leið: „Það mun vera öllum almenningi gleðiefni, þegar eitthvað gerist, sem horfir til framfara hér á landi, en það, sem gefur mér tilefni til að skrifa þér, bæj- arpóstur góður, er, að nú hef- ur okkur bætzt enn ein flug- vél af fullkomnustu gerð í ís- lenzka flugflotann, þannig að nú sem fyrr munu íslenzku flugfélögin vera samkeppnis- fær á heimsmælikvarða.“ ® Að ,,liía um efni fram” ,,Við launþegar, sem höfum 50—60 þúsund króna árs- laun og liggjum undir þeirri þungu ákæru að hafa lifað um efni fram á undanförnum ár- um, höfum að vísu: e’kki haft efni á að nota þessa farkosti tij að skreppa til útlanda í sumarfríinu. Við höfum þvert á móti stundum unnið fríið okkar til þess að geta greitt hverjum sitt, og við sjáuirt fram á, að athafnir núver-< andi stjórnar SjálfstæðiS- flokksins og Alþýðuflokksins munu enn rýra möguleikana á, að við getum leyft okkur þann munað. Aftur á móti vitum við, að allir þeir með tölu, sem nú eru að reyna að komast að niðurstöðu uniy hverntg eigi að kenna okkur að evða aðeins 'í hófi, siglá og fljúga og sumir á hvei’ju ári til annarra Ianda. Þeir ka.lla það að v'ísu stundum, að að þeir þurfi að sitja ýmis konar ráðstefnur til þess að ríkíð borgi brúsann, þó marg- ir þeirra hafi það miklar tekj- ur, að skattar þeirra nema árstekjum okkar, sem lifum um efni fram að sagt er.“ ® Geta þeir sannað það? „Það mun vera regla, þeg'- ar menn eru bornir sökum, að ákærandin er skyldur að sanna sökina. Væri nu ekkx rétt að biðja háttvirta alþing- ismenn Alþýðuflokksins, Framsó'knarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins að sanna okk- Framhald á 11. síðu. Á nýársdag hóf Kópavogsbíó sýningar á frönsku kvikmyndinni „Glæpi og refsingu“. Er mynd' þessi fárra ára, víðkunn, og byggð á hinni frægu skáldsögu rússneska skáldsins Fjodors Dostojevskís sem komið hefur út í ís- lenzkri þýðingu. Nokkrar kvikmyndir hafa áður verið gerðar eftir skáldsögu þessari og hef- ur söguþráðurinn þá verið Iátinn halda sér og atburðirnir látnir gerast í St. Pétursborg á nítjándu öldinni. í þessari nýju, frönsku mynd er efnið tekið allt öðrum tökum. Atburðirnir eru látnir gerast í Frakklandi á ár- inu 1956. Nöfnunum er breytt, en söguþráðurinn látinn lialda sér í aðal- atriðum. Aðalleikendurnir eru Jean Gabin, Robert Hossein, Bernard Blier, Marina Vlady og Ulla Jacobsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.