Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. janúar 1860 — ÞJÓÐVILJINN — (S RITSTJÓW Sagt írá aðalíundi KR K.R. hélt aðalfund sinn í fé- lágsheimilinu víð Kaplaskjólsveg mánudaginn 7. des. s.l. Fund- arstjóri . var kjörinn Haraldur Guðmundsson og fundarritari Sigurgeir Guðmannsson. f upphafi fundarins minntist 'formaður Lúðvíks heitins Ein- arssonar, málarameistara, en hann var heiðursfélagi KR. Aðalstjórn félagsins gaf skýrslu um starfsemi þess og iesnir voru upp reikningar fé- iagsins og þeir samþykktir. KR varð 60 ára á starfsárinu og vo'ru í því tilefni haldin afmæl- ismót í knattspyrnu, frjálsum íþróttum og sundi, en afniælis- hóf var haldið í Sj.íÍLu eðisúú.s- 'inu þann 7. r irz. Félagið gaf út veglegt afmæl- isrit, en um það sá sérstök blaðnefnd og voru í henni þeir Sigurgeir Guðmannsson, I-Iar- aldur Gíslason, Þórður B. Sig- urðsson og Hörður Óskarsson. f afmælishófi félagsins voru Einar Sæmundsson og Georg Lúðvíksson sæmdir heiðurs- stjörnu KR. Tveir fyrrverandi formenn KR hafa verið gerðir heiðurs- félagar á þessu' ári; en það eru þeir Kristján L. Gestsson og Gunnar Schram. fþróttakeppni Á íþróttasviðinu var félagið sigursælt. Flokkar frá KR tóku þátt í 28 knattspyrnumótum og varð KR sigurvegari í 12 þeirra og hefur KR því unnið flest knattspyrnumót sumarsins þar sem næsta félag hefur unnið 11 mót. Meistaraflokkur KR sigraði í Islandsmótinu með mikium yf- irburðum. Alls lék meistaraflokkurinn 18 leiki og gerði 60 mörk gegn 7 og tapaði engum leik í knatt- spyrnumótum sumarsins. Annar flokkur félagsins, A-lið, lék 11 leiki og vann þá alla með 32 mörkum gegn 2. Einnig var frammistaða 4. fl. framúrskar- andi góð. Leiknir voru 109 leikir í þeim 28 mótum sem félagið tók þátt í og vann KR 63, gerði 17 jafn- tefli og tapað 29, en gerði 247 mörk gegn 125. KR fékk 11 íslandsmeistara í frjálsum íþróttum og af 14 íslandsmetum sem sett voru á árinu hafa KR-ingar sett 11. Á Reykj avíkurmeistaramótinu hlaut KR 213 stig og titilinn ,,Bezta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur". f sundi fékk KR 1 íslands- meistara og 2 Reykjavíkurmeist- 3ra. Viðeyjarsund syntu 2 KR- ingar á árinu. í handknattleik var félagið mjög sigursælt. Meistaraflokkur kvenna hefur unnið alla leiki síðan 6. des. 1958, alls 14 leiki, og eru KR-stúlkurnar fslands- meistarar bæði í úti- og innan- hússhandknattleik. Meistaraflokkur karla vann Reykjavíkurmeistaramótið en varð nr. 2 í íslandsmeistaramót- inu. Sýningar og keppnisferðir Fimleikaflokkur ‘ KR fór til Danmerkur og sýndi 8 manna flokkur undir stjórn Benedikts Jakobssonar á 60 ára afmæli danska Fimleikasambandsins í Odense. Auk þess sýndi flokkur- inn á Akureyri, Húsavík, Vest- mannaeyjum og Álfaskeiði. Meistaraflokkur karla í körfu- knattleik ■ fór i heimsókn til Laug- arvatns og var keppt þar við menntaskólanema. Meistaraflokkur knattspyrnu- manna fór í keppnisferðalag til Danmerkur og annar flokkur fór í keppnisferðalag til Dan- merkur og Þýzkalands, auk þess fóru margir knattspyrnumenn utan með landsliði íslands en í því liði átti KR flesta leikmenn. Sex frjáisíþróttamenn kepptu erlendis, í Bandaríkjunum, Pól- landi, Þýzkalandi, Svíþjóð og Danmörku. Heimsókn erlendra iþrótta- manna á vegum KR Sænsku sundfólki, 2 körlum og 1 konu var boðið hingað til keppni á afmælismóti KR í Sundhöll Reykjavíkur í marz s.l. í júní fór fram afmælismót KR Í frjálsum íþróttum og var boðið til þess 4 íþróttamönnum, 2 sænskum og 2 dönskum. Knattspyrnudeildin fékk til Reykjavíkur danskt knattspyrnu- lið frá J. B. U. Kennaralið KR Láta mun nærri að 17 kenn- arar starfi hjá félaginu, en flestir þeirra vinna sitt þjálfun- arstarf í sjálfboðavinnu. Hinu mikla og góða þjálíaraliði á KR sína velgengni í íþrótta- keppni mest að þakka. Skíðaskálinn Hinn veglegi sldðaskáli fé- lagsins í Skálafelli var vígður síðastliðið vor og hefur þar verið unnið mikið þrekvirki undir st’jórn Georgs Lúðvíksson- ar formanns byggingarnefndar skíðaskálans. Aðrir í nefndinni voru Þórir Jónsson, Haraldur Björnsson; Karl Maack og Jens Kristjánsson. Meðlimir Skíða- deildar KR hafa lagt af mörkum mikia sjálfboðavihnu við skála- bygginguna. Stjórn félagsins KR starfar í 7 íþróttadeildum, sem hver hefur sína 5 manna stjórn. Aðalstjórn félagsins er skipuð 7 mönnum og hússtjórn 8 þannig að í stjórn KR eru 50 menn og konur, auk starfandi nefnda á vegum félagsins. Virkir félagsmenn munu nú vera um 1300 jafnt konur sem karlar. Aðalstjórn KR skipa nú: Ein- ar Sæmundsson form., Sveinn Björnsson varaförm., Gunnar Sigurðsson ritari, Þorgeir Sig- urðsson gjaldkeri, Hörður Ósk- arsson fundarritari, María Guð- mundsdóttir spjaldskrárritari og Aðalstjórn Knatóspyrnufélags Reykjavíkur og stjórnir einstakra íelagsdeilda. Myndin var tekin í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg. | Yiir hundrað þús. uztglingar koma í íþróttahús KR árlega 180 fermefra viSbófarbyggingin fekin / nofkun nú um þessi áramóf Stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur efndi í fyrrakvöld til manxrfagnaðar í heimili fé- lagsins, fyrir félaga sína, for- ráðamenn ráða sem KR er að- ili að, fréttamenn og fleiri, og var tilefnið að nú um áramótin verður tekin í notkun viðbygg- ing, sem verið hefur í smíðum undanfarið. Gaf formaður fé- lagsins nokkra lýsingu á verki þessu um leið og hann bauð gesti velkomna og þakkaði fram- kvæmdanefndinni framúrskar- andi dugnað og framsýni. Qestir skoðuðu framkvæmd- irnar og þótti mikið til koma, enda allt vandað og smekklega útbúið, en aðaldriffjöðrin, eins og Einar Sæmundsson komst að orði, var Gísli Halldórsson arkitekt. Fer hér á eftir lýsing á aðdraganda að byggingum þarna við Kaplaskjólsveginn, og hixrum nýju vistarverum: Á vori komanda, eða nánar til tekið hinn 15. apríl 1969 eru 10 ár liðin síðan fyrsta skóflu- stungan var tekin að félagsheim- ilinu. Þremur árum áður eða vorið 1947 hófust framkvæmdir við sjálían leikvanginn, sem gengu frábærilega vel, svo að á miðju sumri árið 1951 voru knattspyrnuvellirnir tilbúnir til Gísli Halldórsson form. Hús- stjórnar. Formenn íþróttadeilda eru sem hér segir: Knattspyrnudeild: Sig- urður Halldórsson. Frjálsíþrótta- deild: Sigurður Björnsson. Sund- deild: Jón Otti Jónsson. Skíða- deild; Þórir Jónsson. Fimleika- deild: Árni Magnússon. Körfu- knattleiksdeild: Helgi Sigurðsson og Handknattleiksdeild: Sigurgeir Guðmannsson. Endurskoðendur félagsins eru Georg Lúðvíksson og Eyjólfur Leós. notkunar, hlaupabrautin var fullgerð og landið hafði verið girt. Fyrsti áfangi félagsheimilisins var fullgerður i síðari hluta maímánaðar 1951 eða rúmu ári frá því að framkvæmdir hófust við það. í þessum fyrsta áfanga voru tveir fundarsalir, skrif- stofa, afgreiðsla, tvö búnings- herbergi ásamt baði og geymslur og var byggingin 335 fermetrar. Haustið 1951 hófúst bygging- aríramkvæmdir við íþróttaskál- ann og var .þá grafið fyrir und- irstöðúm og þær steyptar, en vorið eftir var haldið áfram af fullum krafti og byrjað á því að reisa hina miklu steinboga sem bera* þakið uppi. Til gamans má geta þess að hver bogi veg- ur 7 smálestir, en þeir . eru 7 talsins. Skálinn er 512 fermetrar að flatarmali en 3800 rúmmetr- ar. B.yggingunni var að fullu lok- ið í febrúar 1953 og hún tekin í notkun. Það kom brátt í -íj’ós að bún- ingsherbergi þau og bað, sem byggt var í fyrra áfanga voru allsendis ónóg, vegna þess mikla fjölda sem sótti íþróttaæfingar. Bar því brýna nauðsyn til að byggja fleiri búningsherbergi með böðum og hraða þeim íramkvæmdum sem unnt væri. Það hefur því verið eitt af að- alverkefnum félagsheimilisstjórn- arinnar að undanförnu, sam- fara daglegum rekstri, að hrinda þessu máli í framkvæmd. Haust- ið 1956 var sótt um fjárfesting- arleyfi fyrir fyrirhugaðri bygg- ingu, en leyfið íékkst þó eigi fyrr en að áliðnu vori 1958 og var þá strax hafizt handa. Byggingu þessari er nú lokið og hún verður tekin í notkun nú með nýju ári og er þá að- staða þeirra sem iðka íþróttir í þessu íþróttahúsi eins góð og frekast verður á kosið. í þess- ari viðbótarbyggingu eru tvö búningsherbergi, tvö böð, h xr- bergi fyrir kennara og dómara. Þá eru geymslur, gangar og sér- stakur inngangur fyrir þá sem stunda íþróttir úti á leikvangin- um. Frágangur allur er sa n- kvæmt ströngustu nútímakröf- um. Jafnframt þessari nýbyggin gu fór fram gagngerð breyting á eldri búningsklefunujn og b ð- inu til samræmis við hið ný;a. Viðbótarbyggingin er 180 f?r- metrar að flatarmáli og kostar fullgerð ásamt breytingum og endurnýjun á eldri mannvirkj- um kr. 500.000.00. Á undanförnum árum heíur íþróttaheimilið verið mikið sótti dag hvern, en árlega koma í það um 70—75 þúsund unglingar,. auk skólaæskunnar sem notar húsið fyrir iþróttaæfingar sínar alla virka daga. öíafer Thors Framh. af 1. síðu inn og mjög fáfróður um kjör almennings. Hann komst rr.,a. svo að orði að almenningur hefði á undanförnum árum lifað ,,í vellystingum praktuglega"! Þau ummæli eiga við Ólaf Thórs og: stéttarbræður hans, en þau eiga. ekki við almenning; — vill Ólaf- ur Thors cf til viil taka að sár að sýna hvernig hæg't sé að lifa í „vellystingum praktuglega*11 fyrir kaup Dagsbrúnarmanna og Iðjuverkafólks? Er vægast sagt hart að þjóðinni skuli boðið upu á að hlusta á slíkt endemisblað- ur um flest áramót, og hámarki sínu náði smekkleysið þegar ( !- afur Thórs dirfðist að óska landsmönnum gleðilegs nýárs eftir hótanir sínar og formrel-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.