Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 7
6) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. janúar 1960 Sunnudagur 3. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN (7J úðviuinn Útgefandi: SameiningarfíokK'ur alþýðu — Sósífliistaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- st.ióri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðia Þjóðviljans. Yansæmdarbandalag ¥ áramótagrein fer Hermann Jónasson hörðum orð- um um framkomu ríkisstjórna Breta og Bandaríkja- manna í garð íslendinga í landhelgismálinu, og segir svo: „Ég fullyrði að réttlætiskennd íslendinga ög tilfinning þeirra fyrir sæmd þjóðarinnar ris gegn því að vera til lengdar í varnarbandalagi við þjóðir, sem þannig koma fram“. Og fram kemur í greininni að Hermann hefur reyndar lesið í er- léndu tímariti skýr rök fyrir því „mótsagnakennda ástandi“, að íslendingar skuli vera í hernaðarbanda- lagi við ríki er koma jafn illa fram við Íslendinga oct Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert. Og rök- semdafærsla hins erlenda rits var svo skýr, að Hermann hafði aldrei lesið hana jafnskýra í ís- lenzku blaði, og telur „skömm frá að segja“. l/"e 1 má vera að Hermann Jónasson hafi ekki les- ið í blöðum Framsóknarflokksins skýr rök fyr- ir því að íslandi sé vansæmd að því að vera í hern- aðarbandalagi við Bretland, eftir hernaðarárás þess á íslenzka landhelgi, og ekki sé sæmandi að vera í hernaðarbandalagi við Bandaríkin, eftir þá fram- komu bandarísku ríkisstjórnarinnar í landhelgis- málinu sem meira að segia Morgunblaðið taldi jafngilda rýtingsstungu í bak íslendingum. En ég held að honum hafi verið vorkunnarlaust að finna skýr rök fyrir þeirri afstöðu í Þjóðviljanum og í ræðum þingmanna Alþýðubandalagsins undanfarin ár. Fjöldi manna um allt land, menn úr öllum stjórnmálaflokkum, heil félagasamtök, hafa dregið þessa ályktun, að íslandi sé vansæmd að því að vera í hernaðarbandalagi við ríki sem komi þann- ig fram gagnvart íslenzku þjóðinni. En forysta Framsóknarflokksins hefur verið heldur heyrnar- sljó og tornæm á þau skýru rök. Oermann ymprar enn á þeirri afsökun fyrir her- náminu 1951, að þá hafi vofað yfir heimsstyrj- öld vegna átakanna í Kóreu. Farið hefur verið með það sem mannsmorð hvað raunverulega gerðist á klíkufundunum í Alþingishúsinu vorið 1951, er þrír stjórnmálaflokkar tóku þá ákvörðun að brjóta stjórnarskrá íslands og leyfa erlendum her afnot af íslenzku landi, án þess að Alþingi væri til kvatt. Talað hefur verið utan að því í þingræðu, að þar hafi verið flutt frá Bandaríkjastjórn hin furðuleg- asta æsingafregn um heimsstyrjöld, er hæfist þá næstu daga. Þessari furðulegu lygasögu hafi Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson og forvígismenn Alþýðuflokksins gleypt við og hrætt og neytt þing- menn þríflokkanna tjl að vinna óhæfuverkið. fjingmönnunum mun hafa skilizt strax næstu daga, að þeir höfðu verið ginntir eins og þursar. Þeir sáu að herinn sem Bandaríkjastjórn sendi hingað var ekki miðaður við yfírvofandi heimsstyrjöld, heldur var leikurinn gerður til þess að ná tangar- haldi á íslandi fyrir frambúðarherstöð. Þeir sáu að þeir höfðu látið flokksforingjana hafa sig að fífl- um, og kenndu ýmist um þekkingarleysi þeirra eða fantaskap- En hvorki þá né síðar var fram- bærileg lygasagan sem Bjarni Benediktsson flutti sem skilaboð frá Bandaríkjastjórn inn á klíkufund þríflokkanna vorið 1951. Lægra ris mun sjaldan hafa verið á íslenzkum alþingismönnum en þeir skýldu ana í þá gildru. C*kýr rök voru flutt gegn því að ísland gengi í ^ hernaðarbandalag og leyfði erlendar herstöðvar. Skýr rök eru fyrir því, að ganga úr Atlanzhafsband- laginu, ekki sízt eftir flotaárás Ðreta og rýtings- stungu Bandaríkjamanna og fleiri bandalagsríkja í landhelgismálinu. Hermann Jónsson hefði þurft að skilja þau rök fyrr og sýna þann skilning í verki. — s. LúSvlk Jósepsson: iiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimmiiE Þvílíkur svartnættisboðskapur er íluttur þjóðinni nú um áramótin um. efnahagsmálin. Þjóðin er að steypast fram af hömr- um, óð verðbólga er á næsta leiti,. lifað er um efni fram, allir verða að: fórna, þannig er söngurinn hjá stjórn- málamönnum, sérfræðingum og ráðu- nautum. Og við þetta bætir svo for- sætisráðherrann því í áramótaboðskap* sínum, að við þjóðinni blasi „gjald- þrot út á við" og „upplausn inn á við"‘ og secrir, að þjóðin hafi á undanförnum árum lifað á erlendum lánspeningum og „eytt" 1000 milljónum króna á. s.l. 5 árum umfram árlegar tekjur sín- ar. Lýsingin er í stuttu máli þessi: ís- lendingar hafa verið bónbjargarmenn., Þeir hafa ekki unnið fyrir mat sínum.. Aðrar þjóðir hafa hlaupið undir bagg- ann eg nú er svo komið að hjálpsemi þeirra er á þrotum. En hvað eiga allar þessar hrelln- ingar lýsingar að býða? Hvers vegna. er allur þessi svartnættisboðskapur fluttur? Stendur eitthvað voðalegt til? Á kannski að fara að gera eitthvað ljótt? Eitthvað bannig ljótt, að það geti orðíð viðunandi eða jafnvel fallegt í hugum þeirra, sem hrollvekjan hefur náð fullum tökum á? Efnahagsmálin eru marg- þætt og flókin og l’ítill vegnr að gera þeim málum viðhlít- andi skil í stuttri blaðagrein, þegar jafnmörgu og jafnmiklu hefur verið snúið öfugt í hiál- flutningi og raun er á hér hjá okkur. í grein þessari mun ég í örstuttu málj víkja að nokkr- um þýðingarmiklum þáttum efnahagsmála okkar, ef verða mætti til þess að hjálpa þeim, sem um þessi mál hugsa. að átta sig á því hvað raun- verulega er að gerast í at- vinnumálum okkar og hags- munamálum almennings. Um nokkurra ára skeið hef- ur ríkisvaldið samið um hver áramót við fulltrúa útgerðar- manna um rekstursgrundvöll fyrir útgerðina. Fulltrúar útgerðarinar hafa jafnan krafizt aukinna bóta, eða fríðinda og borið við hækkandi reksturskostnaði. Þessir samningar hafa allt- af verið notaðir, sem höfuð- röksemd þess að leggja yrði á nýja tolla, eða nýja skatta, hagsmálunum“ nú ekki fyrir hendi. Nú er ekki um að ræða nýjar kröfur frá útgerðinni, nú er ekki um að ræða nýj- ar bætur til útgerðarinnar, nú er ekki um taprekstur út- gerðarinnar að ræða. En hvað er þá að gerast, sem er að setja allt á höfuð- ið? Útflufnings- s/oöt/r Fyrrverandi og núverandi sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, hefur marg- sinnis lvst yfir bví á s.l. ári — 1959 —, að liagnr Ut- flutningss.ióðs vær; ineð be:l'a móti og að hiá honum væri ekki um neina skuldasöfnun að ræða. Og eitt er víst, og verður ekki dei’t um, að íltflutnings- sjóður hefiy staðið fullkom- lega í skilum með allar sínar greiðslur árið 1959. Hann hefur svo að segja greitt allar útflutningsuppbætur jafnóðum og þær hafa g.iald- fallið. Auðvitað á Útflutnings- sjóður eft.ir að greiða miklar útflutningsbætur enn, vegna óútfluttrar framleiðslu. En þess ber líka að gæta að ó- því verði „eitthvað að gera“ fyrir hann. En leit slíkra manna að nýjum og nýjum tylliástæðum til þess að koma fram kaup- lækkunaráformum s'ínum, breyta hér engu um þá stað- reynd, að Útflutningssióður liefur staðið í fullum skilum og hann ætti því að geta stað- ið áfram undir óbreyttum bótagreiðslum. Rikhs'jóÓur En hvað er þá að segja um fjárhag ríkissjóð? Þarf hann ekki nýjar tekjur eins og vant er? Ríkissjóður hef- ur haft mjög rúman fjárhag um nokkurra ára skeið. Tekjuafgangur á reksturs- reikningi hefur t.d. verið þannig: 1954 1955 1956 1957 98 millj. kr. 133 millj. kr. 99 millj. kr. 62 millj. kr. Beinn greiðsluafgangur hef- ur numið 50—60 milljónum króna flest árin, nema 1957, en þá varð greiðsluhalli, sem nam 23 milljónum króna. Það ár brást afli mjög og nokkuð þrengdi að í bráð. Erfiðleikarnir 1957, sem þó voru auðsýnílega tímabundn- ir og miklu minni, en af var nema um 43 milljónum króna, en lækkuðum tekjum sem nema um 55 milljónum króna. Augljóst er að tekjur eru áætlaðar Iægri í ýmsum grein- um en þær munu reynacú ár- ið 1959 og alls ekki reiknað með eðlilegri hækkun tekna i öðrum tilfellum. Það er eins og jafnan áður talið heppi- legt að ásetla tekjur ,,varlega“ en heimta þers í stað nýja tekjustofna, því seint fá þeir, sem ráða ríkiskassanum of mikið 'i hann. Það er annars alvarlegt umhugsunarefni, að allir þeir, sem stiórna ríkisfjármálun- um skuli alltaf komast upn með þá le’ð, að krefjast í sífellu hærri og hærri tekna í rí'kissjóð til þess að stand- ast vaxandi eyðslu. Það er eins og sparnaður í rekstri ríkisins geti alls ekki komið til mála, Ár eftir ár stnnda algiörlega óþörf út- gjöld í ýmsum tilfehum sem óumbreytanleg á reikninaum r’ík:sins, en embættisbáknið vex svo jafnt og þétt. Þær upplýsinga.r, sem fyrir liggja um hag ríkiss.jóðs gefa á en.gan hátt tilefni til ör- væntingaskrifa ura efnaliags- mál landsins og óhaút er að fullyrða að auðvelt væri að tryggja liallalausan rekstur ríkissjóðs á næsta ári, án Sementsverksmiðjan var að mestu byggð fyrir erlent Iánsfé, en hún sparar líka 50 milljónir króna í gjaldeyri á hverju ári. eða til þess að lækka þyrfti gengi krónunnar. Nú um þessi áramót eru engar nýjar kröfur uppi frá út,gerðinni. Bætur þær, sem samið var um til handa út- gerðinni um s.l. áramót 1958 —59 standa Því óbreyttar fyrir næsta ár, enda hefur engin sú brevting orðið á reksturskostnaði útgerðarinn- ar að ástæður séu til þess að brevta bótagreiðslunum nú. Eg hygg að það sé rétt, sem núveranöj sjávarútvegs- málaráðherra, Emil Jónsson, segir í áramótaskrifum sín- um, að afkoma bátaútvegsins muni yfirleitt hafa verið góð á árinu 1959. Eins og sjá má af þessu, er sú gamla höfuð-ástæða, sem jafnan áður hefur verið færð fram fyrir því ,,að gera þurfi nýjar ráðstafanir í efna- útfluttar birgðir af gjaldeyr- isvörum munu nú vera um 400 milljónir króna og ÍT- flutningssjóður á eftir að fá sínar tekjur af þeirri gjald- eyrissölu. Engar sérstakar ástæður eru því til þess, að mála skrattann á vegginn vegna stöðu Útflutningssjóðs. Sjóðurinn ætti að geta stað- ið undir jafnháum bótum á næsta ári og þeim sem gilt hafa 1959, án nýrrar tekju- öflunar, nema einhver sér- stök óhöpp komi til. ■ Eg veit að vísu, að þeir menn, sem alltaf eru í leit að einhverjum „röksemdum“ til þess að sanna, að enn , þurfj að Ieeaia á nýja s'katta, eða að lækka verði kaupið, munu nú revna að halda því fram, að hagur Útflutnings- sjóðs sé ekki nógu góður og látið, voru svo notaðir til þess að knýja fram 55% yfirfærslug.ialdið 1958 með til- heyrandi afleiðingum. En 1958 gjörbreyttist á- standið aftur með stóraukn- um afla. Tekiur ríkissjóðs á rekstursreikningi fóru á ann- að hundrað milljóna króna fram úr gjöldum, og bejnn greiðsluaf.gangur mun hafa numið um 70 mill iónum króna. En hvað um fjárhag ríkis- sjóðs árið 1959 ? Samkvæmt upplýsingum fyrrverandi fjár- málaráðherra, Guðmundar I. Guðmundssonar, má telja ör- uggt að ekki verði neinn greiðsluhalli á því ári. I fjárlagafrumvarpinu fyr- ir 1960, sem liggur fyrir Al- þingi, er þetta undirstrikað sérstaklega. í því frumvarpi er gert ráð fyrir hækkuðum útgjöldum ríkissjóðs, sem þess að gripið verði til óynd- isúrræða í el’nahagsinálunum. G}aldeyri§- málin En er þá ekki ástandið í gjaldeyrismálunum alveg háskalegt? Og eru ekki er- lendu skuldirnar alveg að ríða öllu á slig? Það er rétt að athuga þenn- an þátt sérstaklega, því ljóst er, að þeir, sem þykjast sjá fram af hengifluginu og vita um óða verðbólgu á næsta leiti, leggja höfuðáherzlu, að þessu sinni, einmitt á gjald- eyrismálin og erlendu skuld- irnar. Það er rétt, að gjaldeyr- isnotkun þjóðarinnar hefur verið nokkru meiri nú um skeið, en gjaldeyristekjurnar. Þannig hefur greiðslujöfnuð- urinn við útlönd verið þessi undanfarin ár: 1953 .... 103 millj. kr. halli 1954 . . 23 — — — 1955 .... 142 — — 1956 .... 162 — — — 1957 .... 166 — — — Árið 1953 var ha'linn jafa- aður með erlendu gjafafé, en úr því hefur vandinn verið okkar sjálfra. Þegar vinstri- stjórnin tók við völdum á miðju ári 1956 var henni full- ljóst að ráða þurfti bót á þessum vanda. Sú leið, sem hún vildi fara, var leið aukinnar gjaldeyr- Sé þessi aukning á birgðum tekin með og bætt við aðrar gjaldeyristekjur ársins 1958, kemur í ljós, að heildar gjald- eyristekjur og heildar gjald- eyrisú'igjöld hafa svo að segja sLaðizt á. Uppgjör ársins 1959 ligg- Ur enn ekki fyrir nákvæmlega. Gjaldeyrisútgjöldin munu verða nokkru hærri, en gjald- eyristekjurnar, þegar fullt til- lit er tekið ‘lil birgða, hafa líka orðið hærrj en 1958. Heilderaflinn 1958 mun hafa nunfð um 511 þúsund tonnum, en sennilega 540 þúsundum 1959. Undanfarnar vikur hafa nýsmíðuð fiskiskip streymt til lands- ins. „Eyjaberg“ var íyrf f af nokkrum 95 lesta stálbátum frá Austur-Þýzkalandi. Talið er að í smíðum hafi verið um ára- mótin milli 50 og 60 fiskibátar, alls um 3000 rúmlestir. Þessi vaxandi fiskiskipastóll er undirstaðan að aukinn; gjald- eyrisöflun. isöflunar, framleiðsluaukning. Þannig var hafizt handa um uppbyggingu sjávarút- vegsins, um aukna nýtingu framleiðslutækjanna og vernd fiskimiðanna við landið. Strax árið 1957 varð 20% meiri þffttaka f'skiháta í vetrarvertíðinni og 25% meiri þátttaka í sumarsíldveiðun- um. Mikill aflabrestur árið 1957 kom þó í veg f.yrir fram- leiðsluaukninsu það ár, en ■hin aukna þátttaka kom í veg fyrir minrikandi framleiðslu, sem annurs hefði orðið Árið 1958 kom framleiðslu- pukoingin affur á móti. Það ár iókst gialdeyrisöflunin um 200 milljónir króna. Nú liggur fyrir gialdevris- uppgjör ársins 1958. Sam- kvæmt. nóvemberhefti Haetíð- i^da vnru gialdeyrisviðskipti v’ð útlönd þessi: Öll gjaldeyrisútgjöld kr. 1626.9 millj. Allar gjaldevristekiur kr. 1536.1 millj. eða greiðsluhalli kr. 90.8 millj. En við þetta ber svo að bæta því. að birgðaaukning á útflutningsvörum varð á árinu 86 milljónir króna (70 milljónir innan lands og 16 millj. erlendis). Ég hygg því, að árið 1959 hafi einnig staðið u::dir sér gja’deyrislega séð. Það er að vísu rétt, að bet- ur þarf að gera, en að tekjur viðkomandi árs standi á móti gjöldum. Greiða þarf um- samdar afborganir af erlend- um lánum, og bæta þarf gjaldeyrlsstöðuna. En aðal- atriðið er að við séum á réttri braut og gerum ekki ein- hverja þá skyssu í efnahags- málunum, sem eyðileggur þann árangur, sem er að nást. Fjárfestingin En lítið vit er í að horfa svo einhliða á tekjur og gjöld gjaldeyrismála, að ekki sé um le:ð íhugað hvað orðið hefur um gjaldeyrinn. Við höfum sannarlega ekki ,,eytt“ öllum þessum gjaldeyri, eða „étið“ hann upp, eins og helzt er að skilja á sumum mönnum. Af heildar gjaMeyrisút- gjöldunum hefur þjóðin ráð- etafað miklu til fjárfesting- ar, eða til varanlegra eigna- myndunar í landinu. Sum ár- in hefur þetta auðvitað verið minna, en önnur meira. Það er að vísu rétt að ár- in 1950 — 1955, eða árin Framhald á 10. síðu. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiðiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.