Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.03.1960, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (S ’^SOf Hl! Hjl |5 , Í3 p Ritstjóri: Frímann Helgason fíandknattleiksmót íslands: Ármann vann Yal i meist- Á laugardaginn var beðið með mikilii eftirvæntingu leiksins miili Ármanns og Vals í meist- araflokki kvenna. Valur hafði unnið KR fyrr í mótinu og ef þeim hefði tekizt að vinna Ár- mann hefðu þær unnið mótið. Hinar ungu og efnilegu stúlkur Vals hafa ekki enn gengið í gegn- um þann keppniseld sem til þarf að standa í úrslitum; það reyn- ir á taugarnar, og þær fóru ekki varhluta af þeirri raun. Ármannsstúlkurnar höfðu Skoblikova átti t nóg af peningum! Rússneska skautakonan Lidija Skoblikova, sem var með al keppenda í Squaw Valley er fögur og glæsileg kona og ekki nóg með það, hún átti nóga peninga. Skoblikova sem vann tvo gullpeninga sem kunnugt er, upplýsti, eitt sinn er hún sat að kaffidrykkju með banda- riska skautafólkinu, að hún Jfifði á sérstökum hiólaskaut- um allt árið. Bill Disney var þá ekki seinn að panta eina, en þá bauðst hún til að senda öll- um skautahlaupumm Banda- rikjamanna sem þarna voru eitt par hverjum. En ég vil fá að borga fvrir þá, sagði Disney. og greip til pyngju sinnar sem var full af dollurum. Það kem- ur ekki til mála sagði Skoblik- ova, í mótmælatón, ég á nóga peninga heima! Hún er „kapítalisti" sagði ianda hennar hlæjandi’. miklú meira jafnvægi í leik sin- um og þær stóðu þétt saman, bæði í sókn og vörn. Þær not- uðu sér líka óróleika Valsstúlkn- anna, sem sérstaklega kom fram í byrjun leiksins, og höfðu Ár- mannsstúlkurnar skorað 4 mörk áður en Valsstúlkunum tókst að skora fyrsta mark sitt. í hálfleik stóðu leikar 5:3 fyrir Ármann. Það má því kalla vel af sér vik- ið að vinna þetta svo upp í síð- ari hálfleik að aðeins ein.u marki munaði 7:6, en þá var eins. og Valsstúlkurnar gæfu eftir og leikurinn endaði með 9:6. Það sem réð fyrst og fremst baggamuninn var skotöryggi Sig- ríðar Lúthersdóttur, sem hvað eftir annað slapp laus, og þá var ekki að sökurh að spyrja. Hún skoraði 5 af þessum 9 mörk- um. Annars var leikur Ár- mannsstúlknanna samfelldari og betri en hann hefur verið oft undanfarið, og að þessu sinni kom þeim leikreynslan að góðu haldi. Vörn þeirra var betri og öruggari. Takist þeim eins upp í úrslitaleiknum við KR má KR g'æta sín, því sennilega munu KR-stúlkurnar hafa verið tald- ar líklegastar til sigurs. Þó Valsstúlkurnar töpuðu leiknum verður ekki annað sagt en að frammistaða þeirra í mótinu hafi verið mjög góð, þeg- ar tillit er tekið til þess að þessi flokkur var varla til fyrir tveim árum. Leikurinn var allan tím- ann „spennandi1 og nokkuð tví- sýnn um skeið. Kapp var mik- ið í þáðum liðum og leyfði dóm- arinn þeim fullmikið; hefði hann mátt ver.a strangari í dómum sínum, en dómari var Böðvar Böðvarsson. KR-stúlkurnar áttu erfitt með Þrótt, en unnu að lokum 9:6 Þó að ákafinn og harkan hafi ekki verið eins mikil í leik KR og Þróttar og var í fyrri leikn- um, þá hélzt „spenningurinn" ekki síður, því að Þróttur byrj- aði mjög vel, og skoraði tvö mörk áður en íslands- og Reykjavíkurmeistararnir komust að. Þær höfðu þó jafnað á 2:2. En Þróttur tekur enn forustuna og í hálfleik standa leikar 3:2, og Þróttur bætir við eftir hlé 4:2. Enn standa leikar 5:3 fyrir Þrótt, og þótti áhorfendum þetta æði skemmtilegt. Þróttarstúlk- urnar höfðu leikið með ágætum hraða og leikur þeírra verið árangursríkur. Nú tók heldur að drag úr þeim, en KR-stúlkurnar létu engan bilbug á sér finna og þær jafna á 5:5 um miðjan síðari hálfleik, og eftir það tóku þær leikinn í sínar hendur. í lokasprettinum skoruðu þær 4 mörk en Þróttur aðeins 1. Leikurinn var oft léttilega leikinn og skemmtilegur, og með meira úthaldi Þróttar hefðu leikar getað orðið tvísýnir. Að sjálfsögðu hafði ijarvera Gerðu Jónsdóttur úr liði KR oft sín áhrif, en hún lék ekki með að þessu sinni. Hún er sú sem er marksæknust í liði KR og veld- ur bæði skotum af línu og langt að. En Erla og Perla fylltu nokkuð skarð hennar með skot- um sínum. María, hinn ágæti fyrirliði KR, stjórnaði liði sínu með festu og einkanlega er á leið, spannst oft í kringum hana skemmtileg- ur og hraður samleikur sem setti Þróttarstúlkurnar út af laginu. Þróttarstúlkurnar byrjuðu vel og hafa þær tekið miklum fram- förum í síðustu leikjum en allt bendir til þess að þær séu ekki í nægilegri þjálfun ennþá. Bezt var Katrín, og enda Kristín. Erla er allskæð á línunni, en hún hef- ur hana þó ekki á ,,tilfinning- unni“ sem skyldi, steig um of á hana. ' fBEsfÍæwGp Fram átti erfitt með hinar ungu Víkingsstúlkur, en vann að lokum 11:8 Það var mikill stærðarmunur þegar kvennalið Vikings og Fram komu.til leiks. Við það bættist að flestar .Framstúlkurn- ar höfðu langan keppnisferil að baki og sumar í landsliði. Það kom því eiginlega ekki á óvart þegar Fram hafði skor- að 2 mörk en Víkingur ekkert. En Víkingsstúlkurnar voru ekki á því að gefast upp, og með stuttu millibili tek^t fyrirliða Víkings að jafna nokkuð sakirn- ar með tveim mjög góðum skot- um (3:2.) Þetta gaf þeim byr undir báða vængi og áður en varði höfðu þær náð jafntefli 3:3, og enn gera þær tvö mörk, og standa því leikar 5:3 fyrir Víking. í hálíleik höfðu Fram- arar þó jafnað sakirnar, 6:6. Fram skoraði fyrsta markið eftir leikhlé, en Vikingsstúlk- urnar jöfnuðu enn 7:7. Sennilega hefur leikreynsla Fram-stúlkn- anna komið þeim að góðu haldi þegar á leið, því að í endaspretti leiksins skora þær 4 mörk en Víkingar aðeins eitt. Fram-stúlk- urnar sýndu við og við allgóðan leik, en það er eins og manni finnist að þessar stúlkur eigi að geta meira. Víkingsstúlkurnar lofa vissu- lega góðu og þær sýndu á köíl- um, sérstaklega í fyrri hálfleik góð tilþrif, sem sannarlega spá •VLik-. . \ ,, ; U þeim góðri framtíð, enda ekki Ein af Ármannsstúlkunum liefur brotizt gegnum vörn Vals oí skorað. — (Ljósm, Sv. Þ.) við því að búast að þær séu þeg- ar fullnuma, þær hafa tímann fvrir sér, aðeins að halda sam- an, eldast og æfa. Óskar Einarsson dæmdi leik- inn yfirleitt vel. Fram sýntli yfirburði í 3. fl.B, vann Ármann 19:6 Ef Fram á A-lið í þriðja fl. sem er miklu betra en það sem kom þarna fram, þarf félagið ekki að kvíða framtíðinni hvað handknattleikinn snertir. Þar voru drengir sem mundu sóma sér í hvaða A-liði sem væri, bæði hvað leikni snertir og skot. Ármenningar byrjuðu vel og áttu fyrsta markið, og héldu jöfnu út í miðjan hálfleikinn, er leikar stóðu 3:3, í hálfleik stóðu leikar 7:4 fyr- ir Fram. f síðari hálfleik voru það Framþiltarnir sem tóku leik- inn algerlega í sínar hendur og skoruðu 12 mörk en Ármann að- eins 2. SBR sigraði Val í „spennandi“ leik Sá leikurinn sem áhorfendur munu hafa skemmt sér bezt við á laugardagskvöldið var leikur milli Vals og „gestanna11 SBR. Fyrirfram var við því búizt að SBR mundi tapa, aðeins eftir að vita með hve mörgum mörk- um þeir mundu tapa. Og þetta lét ekki á sér standa. Valsmenn taka til óspilltra málanna og komin eru 2 mörk. En hvað skeður, Danskir jafna, og ekki nóg með það, þeir bæta 2 við, 4:2 fyrir Dani. Hvað var eigin- lega að ske? Danir höfðu kom- ið með markmann sem þaut hornanna á milli og varði það ótrúlega, og auk þess komu þeir með skyttu sem skoraði eftir ,,behag“. Með því að leggja sig fram tókst Valsmönnum að vera í vinning í hálfleik, og unnu þar með fyrri hálfleik. Hófst nú eitt æðisgengið kapphlaup um það að skora mörk, en mest bar þó á markmánni SBR, sem hvað eftir annað fékk lófatak fyrir vörn sína. Hér kemur sýnishorn af hín- um jafna leik: 6:6, 7:7, 8:8. 9:9, 10:10, en nú eyða Valsmenn síðustu kröftum sinum til þess að knýja fram úrslit og nú var allt í lagi 13:10. En danskir voru ekki af baki dottnir. Þeir voru bara að sækja i sig veðrið. Og hófst nú mikil „bombarderíng“ á mark Vals sem hvorki vörn né markmaður fékk staðizt, og auð- vitað linntu þeir ekki látum fyrr en þeir voru komnir einu marki yfir 14:13! Þá fyrst áttuðu Vals- menn sig og á^ síðustu mínút- um tekst þeim að skora, 14:14, og þar með að bjarga því sem bjargað varð, úr því sem komið var, jafntefli var ekki sem verst. En Danir vildu sýnilega ekki nein h'elmingaskipti, og hófu enn ákafa hríð að Val, sem Vals- menn fengu ekki staðizt, og skor- uðu sigurmarkið augnabliki áð- ur en tíminn var búinn, 15:14. Danir verðskulduðu sigur, sigur liðs sem barðist allan tímann með fyrirfram tapaðan leik. Hér endurtók sig gamla sag- an um það, að unnið áður en leikurinn hefst, það hefnir sín oftast. Dómari var Daníel Benja- mínsson og dæmdi vel. Tók hann upp þá aðferð sem á var bent hér um daginn að láta mark- dómarana ekki vera báða við sömu hlið, og lét hann annan fylgjast með markatilkynningun- um. Sjálfur var hann meira á hreyfingu fyrir aftan sóknina og sneri andliti að markdómara og því sem var að gerast við hringinn fjær. og virtist þetta fara mjög vel. MINNINGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS, Vestur- veri, sími 1-77-57 — Veiðar- færav. Verðandi, sími 1-3787 — Sjómannafél. Reykjavik- ur, sími 1-19-15 — Guð- mundi Andréssyni gullsm., Laugavegi 50, sími 1-37-69 Hafnarfirði: Á pósthúsinu, sími 5-02-67. SAMÚÐAR- KORT Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. f Reykjavík í hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6. Verzl- un Gunnþó'Onnar Halldórs- dottur, Bókaverzluninni Sögu, Langholtvegi og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgréidd í síma 1-48-97. Heitið á Slysavarnafélagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.