Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1960, Blaðsíða 9
SX — ÖSKASTUNDIN S n j ó k a r I i n n (Númí — Árni ísleifs) Komdu með mér út, allt er hvítt af snjó, hér í stærðar lms, höfum efni nóg'. Gröfum inn í skafl, göng og reisum þak, þar við höfum skjól, það er fyrirtak. Húsið okkar verður háreist og hvítt, húsið okkar verður rúmgott og hlýtt. Húsið okkar verður hreinlegt og bjart, og hér við getum skrafað margt. Ef þú kemur út, allt er hvítt af snjó, hér í stærðar hús, höfum efni nóg. Eitthvert annað kvöld, eflaust gætum við, búið snjókarl til, hérna út við hlið. Sterklegur og stór stæði hann þá vörð, meðan hvítur snjór, hylur græna jörð. Snjókarlinn er sætur, svört augu með Snjókarlinn um nætur margt getur séð Snjókarlinn hann grætur er sólin skín, og þá liann missir augun sín. I Sterklegur og stór, stendur hann þá vörð, meðan hvítur snjór hylur græna jörð. v.___________________________________________________/ Ég sendi þér mynd af karli og vona að hún verði birt. Björgvin, 10 ára R.vík. Frímerkjasafnari Komdu sæl Óskastund! Ég er 12 ára frímerkja- safnari. Mig langar að biðja þig um utanáskrift eins blaðs í Noregi og eins blaðs í Danmörku. Hvernig er skriftin? Með fyrirfram þakk- læti, 12 ára Reykvíking- ur. Skriftin þín er þokka- leg en ekki góð. Þú gæt- ir náð betri árangri í skrift með því að æfa þig og skrifa æfinlega vaudlega. Það er spurs- mál um þolinmæði. Hér eru nöfn tveggja blaða: FRIHETEN Grönlandsleret 39 OSLO Norge. ---- og LAND og FOLK Dronningens Tvær- gade 3 Köbenhavn, DANMARK. Ritstióri Vilborg Dagbjartsdóttir — Útgcfandi Þjóðviljinn i skrítlusam- keppnina Kæra Óskastund! Ég' þakka þér kærlega fyrir alla skemmtunina á liðna árinu. Hér með sendi ég fjórar skritlur, sem ég hef sjálf gert. Þegar ég' sá í einu blað- inu að engin frumsamin skrítla hefði borizt, þá datt mér í hug að senda þessar. Vertu blessuð og sæl. Guðríður Guðmundsdótt- ir, 13 ára, Brekkuvelli, Barðaströnd. Skrítlurnar: I. Kennarinn: Börnin góð, munið að veg'urinn til lífsins er illur yfirferð- ar, en vegurinn til glöt- unar er greiðfær. Lítil stúlka; Er vegur- inn yfir Vaðlaheiði þá til lífs, hann er nefni- lega illfær? Kennarinn (vandræða- Iegur): Ja, það fer eft- ir því hvort er vetur eða sumar. II. Mamma: Heyrðu Lilla mín, hvar léztu lykilinn að kommóðuskúffunni? Lilla: É át hann. Mamma: Guð minn al- máttugur hjálpi mér! Áztu lykilinn? Lilla: Þa gerir ekkert til, sjáu bara, þeþþi lyk- ill paþþar í kúffuna. III. Kennarinn styður hend- inni á landakortið: Siggi Framhald á 2. siðu • Titanic • • • Kæra Óskastund! * • Ég hlakka alltaf til • • þegar þú kemur út. * • Ég hef alltaf ætlað að • • senda þér. mynd, en • • aldrei orðið úr því. • • nú sendi ég þér mynd » • af Titanic. • • Svo óska ég þér • • góðra stunda og • • langra lifdaga. • • • • Guðmundur Tegeder • • 10 ára, • • Brekkustíg 35, Vest- • • mannaeyjum. • • • • • • Laugardagur 12. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Ritstjóri: Frímann Helgason Um þessa lielgi fara 17 leikir fram: 3 kvennaleikir í kvöld Anne Heggtveit hef ur ákveð- iSað hœtta skíðakeppni Um þessa helgi verður, mikið um að vera í handknattleiks- mótinu, því að hvorki meira né minna en 17 leikir fara fram. í kvöld verða þrír kvenna- leikir og keppa fyrst KR og Vík- ingur. Ætti KR ekki að lenda í vandræðum með að vinna þann leik í þetta sinn, en vafalaust verða þessar ungu Víkings- stúlkur erfiðari þeim síðar. Það er líka sennilegt að Þrótti takist ekki að hefta sigurgöngu Ármanns í þessum flokki. Á móti KR stóðu Þróttarstúlkurnar sig vel til að byrja með, en út- haldið var ekki nóg. Fái Sigríð- ur Lúthersdóttir að leika laus- um hala verður Ármanni ekki skotaskuld að vinna. Þetta get- ur orðið skemmtilegur leikur ef Þróttarstúlkunum tekst vel upp. Valur leikur svo við FH og getur það líka orðið skemmti- legur leikur. Valur er í stöðugri framför og þær hafnfirzku hafa fengið meira sjálfstraust en í byrjun mótsins og leika góðan handknattleik og hafa náð leikni, en hætt er við að enn þurfi að bíða eftir sigrum. Spurningin er aðeins hve lengi. Leikið um miðjan dag á morgun og annað kvöld Á morgun fara fram 9 leikir Éíðdegis og byrjar keppnin kl. 4. Af þeim eru fjórir í 1. flokki karla og þar keppir SBR sem vann Val um daginn, en leikur nú við ÍR. Annars verður keppt í þess- um flokkum: 1. fl. kv. KR — Ármann. 3. fl. k. A.b. Fram — KR. 3. fl. k. A.b. Víkingur — Valur. 3. fl. k. B.b. ÍR — FH. 1. fl. k. A Þróttur — KR. 1. fl. k. A. FH — Fram. 1. fl. k. B. SBR — ÍR. 1. fl. k. B. Valur — Víkingur. Annað kvöld fara fram þrír leikir, og eru tveir þeirra í fyrstu og annarri deild. Þróttur leikur við SBR, sem er gestur í mótinu, og' eru miklar líkur til að Þróttur vinni, nema SBR fari að dæmi B-Iiðsins á móti Val! Til þess eru raunar ekki miklar líkur. Leikurinn i fyrstu deild er á milli FII Og Ármanns. Litlar lík- ur eru til þess að svo kunni að fara að Ármann ógni FI-I, því að sennilega hafa Hafnfirðing- ar aldrei verið liklegri til að vinna mótið en einmitt nú. Fyrsti leikur kvöldsins er í 3. fl. karla B.b. og keppa Hauk- ar og ÍR. Leikstaðan Hér fer á eftir skrá yfir meist- araflokkanna í fyrstu og ann- arri deild og einnig yfir meist- araflokk kvenna. Eins og fram kemur af skránni hafa liðin t. d. í 1. deild sum leikið 4 leiki en önnur 2. Fyrsta deild 1 KR 3 3 0 0 — 6 st. 2. ÍR 3 2' 0 1 — 4 st. 3. FH 2 2 0 0 — 4 st. 4. Valur 4 2 0 2 — 4 st. 5. Afturelding' 4 1 0 3 — 2 st. 6. Ármann 4 0 0 4 — 0 st. Önnur deild: 1. Fram 3 3 0 0 — 6 st. 2. Víkingur 3 3 0 0 — 6 st. 3. Þróttur 3 1 0 2 — 2 st. 4. Akranes 2 0 0 2 •— 0 st. Meistaraflokkur kvenna 1. Ármann 3 3 0 0 — ■6 st. 2. Valur 4 3 0 1 — -6 st. 3. KR 3 2 0 1 - -4 st 4. Þróttur 4 2 0 2- 4 st. 5. Fram 4 1 0 3- -2 st. 6. FH 3. 0 1 2 — -1 st. 7. Víkingur 3 0 1 2- - 1 st. Það hefur ekki komið svo lítið á óvart, að Anne Heggtveit frá; Kanada hefur ákveðið að hætta. skiðakeppni. Hún vann sem. kunnugt er svigkeppnina í Squaw Valley og varð heims- meistari í sameinuðu bruniv svigi og stórsvigi. Það stóð til að hún kærni á; Holmenkollenmótið nú bráðlega* en úr því verður ekki. Faðir Önnu, sem er af norsk- um ættum, skýrði frá þessari' ákvörðun dóttur sinnar að hún væri steinhætt keppni í alpa- greinum, annars heldur hún sig ei'tir sigurinn í Squaw Valley í Pasadena í Kalííorníu, og lætur sér líða vel. Skildu jafnir Fyrir stuttu háðu unglingalið Englands og Skotlands landsleik í knattspyrnu og fóru leikar svcb ■að jafntefli varð: 4:4. Aldur leik- manna var undir 23 árum. Skotland hafði forustuna f híilfjeik 3:1, og leit út-fyrir aðs* Skotarnir ætluðu að sigra glæsi- Ieg'a. En þá kom hinn efnilegi innherji Chelsea, Jimmy Graves,. til skjalanna og skoraði tvö' mörk með stuttu millibili tiT viðbótar við það sem hann skor- aði í fyrri hálfleik. Annar út- herjinn, Georg Eastham að nafni^ jafnaði á 77. min leiksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.