Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 5
 Miðvikudagur 30. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Tilraun sem markað getur | tímamót í lœknisvíssndum ! iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiii Eftir nokkrar vikur koma saman í einu úlhverfi Belg- rad kjarnorkufræðingar og læknar írá mörgum löndum. Þeir munu setja í gang kjarnaofn og haga því þannig að helgeislar frá honum hitti átta „mannlíkön“ úr plasti og gleri. Tilgangur þeirra er að ganga úr skugga um hvort frönskum lækni hafi tekizt aö finna aðferð' til að lækna sjúklinga sem áður voru taldir ólæknanlegir, þ.á. m. hvítblæðisjúklinga. Þessi tilraun er talin geta markað t'mamót í sögu læknis- fræðinnar. Ætlunin er að endur- taka með sem mestri nákvæmni það sem gerðist þarna árið 1958 þegar mistök ollu því að nokkr- ir júgóslavneskir vísindamenn urðu fyrir banvænni geislun, en hlutu aftur heilsuna með lækn- ingaraðferð sem hafði áður aldrei verið reynd. Það var 15. október 1958 sem kjarnorkuofn í rannsóknarstöð- inni Vinca við Belgrad fór úr skorðum af því að ýtt var á skakkan hnapp. Átta vísinda- menn voru þá að vinnu sinni við ofninn og urðu einskis varir fyrr en þeir fundu lykt af ozon í loftinu. Þá varð þeim þegar ljóst að ekki var allt með felldu, — en það var þá um seinan: Þeir höfðu orðið fyrir nev- trónu- og gammageislum í 2—3 mínútur áður en hægt ®var að loka fyrir ofninn. Þeir voru lagðir á spítala í Belgrad og þar kom í ljós að tveir þeirra höfðu sloppið með ^tiltölulega væga geislun, en sex þeirra höfðu fengið svo stóra geislunarskammta að engin ráð voru þar að hjálpa þeim. Það var aðeins um einn stað að ræða: Curie-sjúkrahúsið í Paris. Flogið tii Parísar Daginn eftir var flogið með þessa sex til Parísar, en bar hafði yfirlæknirinn við Curie- sjúkrahúsið, Prófessor Henri Jammet, þegar undirbúið komu þeirra með því að gera boð eftir sjálfboðaliðum sem fúsir væru að gefa merg úr beinum sínum. iiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiii Rannsókn sem gerð var eft- ir slysið lciddi í ljós að vís- indamennirnir hefðu orðið fyrir geislun sem taldist hafa verið 680 einingar af nev- trónu- og gammageislum. 4—500 eininga skammtur hef- ur verið talinn banvænn. Það er þó engin vissa fyrir því hve mikil geislunin var. Sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að friðsamlegri hagnýt- ingu kjarnorkunnar og hefur: aðalstöðvar í Vínarborg fór því ’ fram á að mega gera þá tilraun sem áður var lýst, en hún á að ; leiða í Ijós hve mikill geisla- skammturinn var. Alþjóðlegt samstarf Vísindamenn frá mörgum þjóð- um taka þátt í tilrauninni. Þjóð- verjar leggja til sex og hálfa lest af þungu vatni. Frakkar koma með ýmsan útbúnað. Frá Bandaríkjunum koma mannslik- önin með innbyggðum mælitáekj- um. Þeim verður komið fyrir ná- kvæmlega þar sem vísindamenn- irnir átta stóðu þegar slysið varð. Búizt er við að tilraunin verði gerð í fyrstu viku maímánaðar. Hinir hryllilegu Dlburðir sem undanfarið hafa verið að gerast í Suður-Afríku liafa vakið viðbjóð manna um allan heim á því stjórnarfari sem ríkir í þessu brezka samveldislandi. í London hafa verið haldnir miklir mótmælafundir, m.a. á Traf- algartorgi, en við það stendur Hás Suður-Afríku. Þar voru framarlega í flokki menn úr brezkum nýlendum. Lögreglu vac slgað á mannfjöldann og margir voru handteknir, þ.á.m. tveir s'ijórnmálaleiðtogar, Linden Burnham og Jai Narinesingh, frá Brezku Guiana og sjást þeir hér á myndinni. Þeir eru í London til viðræðna mn nýja stjórnarskrá fyrir nýlenduna. [Lagt til að Danir hætti að hafa ambassador á Islandi „Gerðu svo vel hér er lykillinn“ Síðasta kvikmynd ítalska kvikmyndastjórans Fellinis, Hið ljúfa líf, hefur hneykslað borgarablöð á Italíu, en hann lísir þar spillingu yfirstéttar- innar og dregur ekkert undan. I myndinni koma fyrir ýms atvik úr lífi „fína fólksins" á Italíu sem orðið hafa á undan- förnum árum og skýrt frá í blöðum um allan heim. Þar er m.a. um að ræða veizluna þá hina frægu þegar sænska leik- konan Anita Ekberg dansaði berfætt en önnur stúlka ber- háttaði. Pellini fékk Anitu til þess að leika sjálfa sig í kvik- myndinni, og hafa nú sum borgarablöð ráðizt heiftarlega á hana til þess að ná sér niðri á Fellini. í blaðinu II Europeo lýsir blaðakona að nafni Oriana Fallaci Anitu á heldur ófagran hátt- Hún segir að það sé alls ekki hægt að tala við hana því að and’egur þroski hennar sé ekki meiri en 12 ára telpu. Hún hefur eftir leikara sem leikið hefur á móti Anitu: „Komi hún auga á eitthvað sem hana langar í, tekur hún það, hvort sem það er karl- maður eða salamipylsa". Eftir öðrum: „Anita er ekki kost- bær. Það finnst henni sem öðr- um norrænum konum vera bæði tilgerðarlegt og óþolandi. Ef þú vilt, þá vil ég — hvers vegna þá að draga það á lang- inn? Karlmanni sem reynir að fá Anitu til við sig fer líkt og innbrotsþjófi sem staðinn er að verki af húsráðanda sem segir við hann: Gerðu svo vel, hér eru lyklarnir". Anita hefur að sjálfsögðu reiðzt þessum ummælum og hefur hún stefnt blaðakonunni fyrir meiðyrði. Margir gáfu sig fram, þeir voru svæfðir og soginn mergur úr bringubeinum þeirra. Einum þessará sex nægðu blóðgjafir. En í hinum hafði geislunin valdið slíkum truflun- um á myndun hvítra blóðkorna í mergnum, að lítil von virtist til að þeim yrði bjargað. Dr. Jammet hafði áður dælt heilbrigðum beinmerg í bein geislunarvcikra tilraunadýra, og nú gerði hann það í fyrsta sinn við menn, — það var eina von- in. Hinum heilbrigða merg var dælt inn í bein Júgóslavanna sex og nær þegar í stað fór þeim að batna, þ.e. öllum nema ein- um sem hafði orðið fyrir mestri geislun. Hinir urðu heilir heilsu og eru löngu komnir heim. Meðal þeirra var ung kona sem nýlega hefur gengið í hjónaband. Hún má þó ekki eignast börn. því að mikil hætta er á að þau yrðu vansköpuð. Kjarnorkuofninn sem hefur ver- ið innsiglaður síðan slysið varð verður settur í gang og hel- geislar frá honum látnir fara gegnum líkönin. Komi það í ljós, sem líklegt hefur verið talið, að um hafi verið að ræða banvæna geislunarskammta, þá hefur það verið endanlega staðfest að með lækningaraðferð dr. Jammet er hægt að bjarga lífi þeirra sem áður voru taldir dauðans matur. Þá eru einnig allar líkur fyrir því að fundizt hafi ráð til að lækna marga aðra blóðsjúkdóma, sem lýsa sér á svipaðan hátt og sá sem helgeislar valda, þótt orsakir þeirra séu aðrar. . í skýrslu frá Kjarnorkustofn- un SÞ segir þannig að merg- innspýtingin „kunni að koma í veg fyrir ýmsar óheppilegar I aukaverkanir af notkun röntgen- i geisla til lækningar á krabba- , meini, en það myndi auka stór- lega Iækningarinátt þeirra geisla.“ Það er víðar en hér á landi að raddir eru uppi um nauðsyn þess að draga úr, kostnaði í ut- anrikisþjónustunni. Dönsku borg- araflokkarnir, Vinstri flokkurinn og íhaldsmenn, sem eru í stjórn- arandstöðu, hafa þannig lagt til að fækkað verði sendiherrum og sendifulltrúum og þannig sparað- m 1111111111111111111111111111111 ii 1111111111 ii E Mannþröngin var svo mik- E = il á götum Parísar daginn E E sem Krústjoff kom þangað E E að langflestir hefðu ekki E E getað komið auga á hann E E og föruneyti hans ef þeir = E hefðu ekki liaft kíkja eins S og þá sem sjást á mynd- = inni, sem tekin er við Sig- ~ urbogann. = ar 5 milljónir danskra króna. Helztu tillögur þeirra eru þessar: 1. Sendiherrastöðurnar í Sví- þjóð, Noregi og á íslandi verði lagðar niður. . 2. Einum sendiherra verði fal- in störf þeirra þriggja sem nú starfa í Paris hjá Efnah'ags- samvinnustofuninni, Atlanzhafs- bandalaginu og í Frakklandi. 3. Einn sendiherra komi í stað tveggja í Beneluxlöndunum. Auk þess er lagt til að þessar stöður verði lagðar niður: sendi- herra hjá SÞ, sendifulltrúi í Austurríki, aðalræðismaður í Bretlandi, verzlunarfulltrúar í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, blaðafulltrú- ar í Noregi og Svíþjóð. Þá er einnig lagt til að lækk- uð verði fjárveiting til starfs- mannahalds í ýmsum löndum, m.a. á íslandi. Bandarískt olíufélag hefur á- kveðið að hefja leit að ol’u á Svalbarða, að sögn norska blaðs- ins Aftenposten. Leitin hefst sennilega í sumar. Samkvæmt hinum svonefnda Svalbarðasamningi hafa samn- ingsaðilar, þ.á.m. Bandarikin, jafnan rétt til hvers konar frið- samlegra framkvæmda á eynni. Brezkur jarðfræðingur , sir James Wordie, hefur rannsakað jarðlög á austurströnd eyjarinn- ar og komizt að þeirri niður- stöðu að mjög miklar líkur séu I á því að þar sé olíu að finna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.