Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 9
 Miðvikudagur 30. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Landsliðs- menn æfa Sl. laugardag voru Jieir knattspyrnuinenn, seni vald- ir hafa verið til landsliðsæf- inga, að æfingu á gamla Melavellinum hér í Keykja- vík. ÓIi B. Jónsson lands- liðsþjálfari stjórnaði æfing- unni 'og sýndi liðsmönnunum enga miskunn. Guðjón Ein- arsson tók þessa mynd er nokkrir knattspyrnumann- anna voru að þolæfingum frainan við vallarstúkuna. Voru æfingar þessar fólgnar í þvl að knattspyrnumenn- irnir beygðu og réttu úr baki -með einn félaga sinna íélaga á herðunum. — Á myndinni má m.a. sjá lengst til hægri þá Þórólf Beck og Örn Steinsen. í miðið er Helgi Daníelsson. Tvísýn og hörð keppni á undmóti KR-inga í kvöld Sundmót KK verður háð í Sundhöll Keykjavíkur í kvöld ög hefst ld. 8.30. Þátttakendur eru frá Keykjavík, Akranesi, Keflavík og Hafnarfirði og meðal þeirra flestir beztu sundmenn landsins. Keppt verður í sex sund- greinum fullorðinna og fimm unglingasundum. í 100 metra bringusundi karla keppa þeir meðal ann- arra Sigurður Sigurðsson af Akranesi og Hörður Finnsson Úr Keflavík. I 200 m bringusundi kvenna verður vafalaust hörð keppni milli þeirra Hrafnhildar Guð; mundsdóttur og Sigrúnar Sig- urðardóttur. Guðmundur Gísla- son er sigurstranglegastur í 200 m skriðsundi karla en þó talið að Hörður Finnsson úr Keflavík geti veitt honum keppni. Guðmundur keppir einnig í 100 m baksundi karla. Byggingarlistm í nýjum búningi Byggingarlistin, tímarit Arkitektafélags Islands, hefur nú hafið göngu sína að nýju í glæsilegum búningi. I ritnefnd eru Gunnlaugur Halldórsson, Hannes Kr. Dav- íðsson, Skarphéðinn Jóhanns- son og Skúli H. Norðdah!, en framkvæmdarstjóri útgáf- unnar er Hörður Ágústsson listmálari. Hefur Hörður séð um uppsetningu ritsins, sem er eins og fyrr segir mjög skemmtrleg. Er ætlunin að rit- ið komi út tvisvar á ári hverju og verður áherzla lögð á að birta myndir með lesefninu, sem bæði verður af innlendum og erlendum toga spunnið. M.a. mun birtast í hverju hefti grein um gamlar íslenzkar byggingar, sú fyrsta — í ný- útkomnu hefti — fjallar um Keldur á RangárvöIIum. Af öðru efni þessa heftis má nefna minningarorð um látna félaga A.I., grein um Neskirlfcju, önn- ur um íslenzka listiðn, Nesti hf., grein eftir Whlter Gro- pius og sitthvað fleira. í 100 m skriðsundi kvenna r Ágústá Þorsteinsdóttir meða keppenda. Þrjár sveitir drengja og þrjár sveitir fullorðinna keppa í 4x50 m bringusundi karla. Má búast við að þar verði keppni mjög jöfn og tví- sýn milli sveita iR, Akraness og Ármanns. í 100 m bringusundi karla er nú keppt í sjötta sinn um svonefndan Sindrabikar, er tEinar Ásmundsson forstjóri vélsmiðjunnar Sindra h.f. gaf á sínum tíma. Þá er nú keppt í tólfta sinn um Flugfreyjubik- arinn í 100 metra skriðsundi kvenna. Röngvaldur Gunn- laugsson gaf þann bikar til minningar um systur sína, Sig- ríði Báru, fyrstu íslenzku stúlk- una sem lagði stund á flug- freyjustörf, en hún fórst í flug- slvsinu í Héðinsfirði 29. maí 1947. . Fyrir bezta afrek sundmóts KR í kvö’d verður Afreksbikar Sundsamband íslands veittur i annað sinn. Ágústa Þorsteins- dóttir vann bikarinn í fyrra. Sýning vatns- litamynda Jóhannes Jóhannesson list- málari opnaði 'í gær sýningu á 15 tempera og gouache-mynd- um ’í málverkaverzlun G. Árna- sonar að Týsgötu 1. Jóhannes er einn af yngri málurum okkar. Hann hélt síð- ast sjálfstæða sýningu árið 1957 hér í Reykjavík. Jóhann- es hefur tekið þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Sýning hans verður opin næstu daga frá klukkan 9 til 6. Myndirnar á sýningunni eru allar gerðar undanfarna mán- uði og til sölu á sýningarstað Grisjin, heimsmethafi í 500 km skau*talilaupi ZT7. 6» 1 í;i m _ r Islenzk tónverk flutt á tón- leikum í Austur-Þýzkalandi Á nokkrum tónleikum, sem haldnir hafa verið í Þýzka lýðveldinu (Austur-Þýzkalandi) að undanförnu, hafa tón- verk eftir íslenzka höfunda verið flutt. Á tónleikum fílharmonísku hljómsveitarinnar í Dresden var 15. janúar sl. flutt hljómsveit- arverkið ,,pastoral-tilbrigði“ op. 8 eftir Jón Leifs við tema eftir Beethoven. Stjórnaði Heinz Bongartz Generalmusik- direktor hljómsveitinni við beztu undirtektir. Annað verk eftir Jón Leifs e.r á dagskrá Hándel-hátíðar- innar í Halle 25. apríl n.k. Verður þá minnzt 275 ára af- mælis Hándels. Fluttur verður strokkvartett Jóns Leifs op. 36 nr. 2. Á sömu efnisskrá er kvartett eftir sovézka tónskáld- ið Dimtri Sjostakovitsj. Einn bezti kvartett Þýzkalands, Schuster-kvartettinn, leikur. I febrúar lék Janka Wein- kauff píanisti frá Dresden 2. píanósónötu Hallgríms Helga- sonar ásamt verkum eftir Hán del og Brahms á hljómleikum í Hannover og í Rínarlöndum. Blaðaummæli um sónötu Hall- gríms segja m.a. „Þetta verk, sem var síðast á efnisskráni, er djúpt 'í tjáningarformi. Þar kom í ljós ríkuleg kontrapunkt- ísk fegurð með sterkum og göfugum svip.“ — Janka Wein- kauff hefur haldið hljómleilca víða i Þýzkalandi og á Norð- urlöndum, m.a. leikið d-moll konsert Brahms undir stjórn. próf. Hermann Abendroth í Gewandhaus í Leipzig. 14. marz lék liljómsveit út- varpsins í Leipzig íslenzka, svítu eftir Hallgr'ím Helgason undir stjórn Dietrich Knothe á norrænum liljómléikum. Aðrir skandinavískir liöfundar á efn- isskránni voru Sibelius og' Grieg. I skýrslum þeim, sem hingað hafa síðast borizt frá erlend- um höfundarréttarstofnunum, sést, að verk Hallgríms Helga- sonar hafa verið margfalt meira flutt erlendis en verk eftir önnur ’íslenzk tónskáld á seinasta ári. Kjörgarður Laugavegi 59 <r tírvalið mest Verðið bezt Karlniannafatnaður allskonar Últíma ■mÆUAVINNUSTOTA OC VUUUASALA Laufásvegl 41a. Sími 1-36-78 :*r- íslenzk tónlisf ó norrœnni hótíð Samnorræn dómnefnd skipuð fulltrúuin allra Norðurlandanna hefur valið þrjú íslenzk tónverk. til flutnings á norrænni tónlistar- hátíð, sem haldin verður í Stokkhólmi 8.—11. september n.k. Átti Páll Kr. Pálsson sæti dómnefndinni fyrir íslands liönd. Verkin, sem valin hafa verið til flutnings eru þessi: Fimm skitsur fyrir píanó eftir Fjölni’ Stefánsson, Íónísatiónir fyrir orgel eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson og Intrada og Kanzóna fyrir strokhljómsveit eftir Hall- grím Helgason. Verður síðast- * talda verkið flutt á fyrstu si:i- fónisku tónleikum hátíðarinnar. Þá hefur Magnús Blöndal Jó- hannsson sent elektróniskt mús- íkverk til flutnings í sambandl við hátíðina í boði sænska út- varpsins. Þeir Magnús Blöndal Jóhanns- son og Fjölnir Stefánsson eru báðir ungir menn, sem nýlokið hafa tónlistarnámi erlendis og eru nú að hefja kynningu á verkum sínum. PJtsfjóri: Frímcmn Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.