Þjóðviljinn - 15.09.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. september 1960 HSý vefrarpeyso é Efni: um það bil 600 gr af meðalgrcfu garni, prjón- ar nr. 2y2 og 3. Brjóstvídd: 84—87 sm. 14 L í mynztri á prjóna nr. 3 --- 5 sm. Ba'kstykkið: Fitjið 128 lykkjur upp á prjóna nr. 2%, prjónið strax- mynztur (alpaprjón). 1. prjónn: 2 sn ” 1 r, 2 sn”- endurtakið frá ” til ” út prjóninn. -— 2. prjónn: 2 r ” 1 sn, 2 r”-endurtakið frá ” til ” út próninn. — Þessar tvær umferðir mynda mynztrið. Prjónið fyrstu fjóra sm á prjóna nr. 2yt, skiptið síðan yfir á prjóna nr. 3. Prjónið á þennan hátt, þar til stykk- ið er 34 cm langt. Takið þá 3 L úr í hvorri hlið, — og síðan er tekið úr fyrir laskae-'mum á þennan hátt: 1. prjónn (réttan) 2 sn, takið 1 L óprjónaða af, prjónið 1 r L cg dragið ó- prjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna, sem síðast var prjónuð. Prjónið síðan eins og venjulega, þar til fjórar L eru eftir á prjóninum, þá eru 2 L teknar saman og endað á tveim sn. — 2. prjónn: (rangan) 2 r, 1 sn, prjónið mynztur að þrem síðustu lykkjunum en þær eru prjónaðar 1 sn, 2 r. — Endurtakið þessa r 2 prjóna þar til 32 L eru eftir, fell- ið þá af. Vinstra fnunstykki: Fit.jið upp 71 L á prjóna nr. 21/2 og prjónið fjóra sm mynztur. Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og haldið á- fram með mynztrið, þar til stykkið er 34 sm að lengd. Takið 3 lykkjur úr í hlið- inni og takið síðan úr fyr'r laskaermum, eins og á bak- stykkinu. Þegar stykkið er 46 cm langt er tekið úr fyi- ir hálsmálinu þannig: 1 L tekin úr annan hvern prjón þar til engar eru eftir. Ganga vel frá síðustu lykkj- unni. Hægra framstykki: Prjónað eins og vinstra framstykki og 8 hnappagöt prjónuð í framanvert stykk- ið. Merkið fyrst fyrir hnöppunum á vinstra stykkinu. Fyrsta hnappa- gatið prónað, þegar skipt er yfir á prjóna nr. 3 neðst á stykkinu. Hnappagat: prjónið 4 L, takið 2 úr og prjónið síðan prjóninn út. I næstu umferð er tveim lykkjum aukið í, yfir lykkj- unum tveim, sem teknar voru Ú2' í fyrri umferð. Ermar: Fitjið upp 49 L á prjcna nr. 2y2, prjónið brugðið 6 sm, skiptið yfir á prjóna nr. 3 og byrjið á mynztrinu, um leið er auk- ið út um tvær lykkjur í hverri rangri umferð, þar til lykkjurnar eru 74 alls. Haldið áfram með að auka út um 1 L í hvorri hlið tí- unda hvern prjón, þar til þær eru 104 alls. Prjónið þar til ermin er 43 sm að lengd. Takið 3 L úr í hvorri Koneó hlið og takið síðan úr laskaúrtöku eins og á bak- stykkinu, þar til 8 L eru eftir, fellið af. Kraginn: Fitjið 168 L upp á prjóna nr 2y2 og prjónið 20 sm mynztur, fellið af. Frágangur: Pressið stykkið vel. Saum- ið saman og festið kragann á. Setjið hnappana á. Hér duga ekki... Framhald af 7. síðu. hefja baráttu fyrir að losna við hinn erlenda her úr land- inu. Aðrir myndu hinsvegar una fundínum og ákvörðunum hans illa. Það væru þeir sem misstu spón úr aski sínum, ef hersetunni létti. Það sé ætíð sama sagan þegar mammon karl nái tökum, þá sé ekki góðs að vænta. Sigurður sýslumaður minnti á árásarhættuna sem herstöðv- arnar kalla yfir þéttbyggðustu héruð landsins ef til ófriðar kemur. Raddir hinna fremstu kunnáttumanna víða um heim boða mönnum að hafa fullkom- inn andvara á sér vegna geisl- unarhættu af hagnýtingu kjarnorkunnar á friðartímum, og nærri má þá geta hvílíkur háski væri búinn í styrjöld. Ekki kvaðst ræðumaður ótt- ast rússagrýluna, sem nú væri haldið að Islendingum af svo mikilli kostgæfni. Ekki sé hægt að benda á neinar athafnir Rússa sem gefi til kynna að þeir hafi hug á að hertaka ís- iand, en eins og hernaðartækni sé nú lýst megi búast við að kjarnorkustyrjöid milli Rússa og Bandaríkjamanna myndi bitna á herstöðvum á fslandi. — Það er að mínu viti óþarfi að gera of mikið úr rússagrýl- unni, sagði Sigurður, en éj| minnist á hana vegna þess að hún gamla grýla er alls ekki dauð, hún gengur um á meðal okkar og mun áreiðanlega dansa á hólunum næstu daga. Ræðu sína flutti Sigurður sýslumaður af eldmóði, og vakti hún hrifningu fulltrúa á Þingvallafundi sem klöppuðu óspart lof í lófa. <í>- Hvað lengi . . . Framhald af 7. síðu. fjötri, sem foreldrarnir sjálf- ir hjálpa til við að læsa ? Á það að koma í stað þess, sem vonir gáfust svo glæstar um fyrir 16 árum síðan að menntuð og sókndjorf alþýða yrði æsku landsins það afl, sem mætti gera hana frjálsa og sterka? Það er gumað af því að engin þjóð í heimi fái slík- an afla á hvem einstakling sem íslenzki sjómaðurinn færði þjóð sinni. Það er líka vitað að landbúnaður okkar og iðnaður er í örum vexti. Og varla liða svo mrag- ir mánuðir að ekki séu veg- leg og risnumikil hátíðahöld af tilefni nýrra stórfram- kvæmda í landi o*kkar: komu nýrra skipa, opnun stóvra verksmiðja, að ógleymdu því sem aflið gefur og mestan auðinn: raforkuverunum. En vinnudagur íslenzkra verkamanna Iengist með hverri nýrri tækniframkvæmd og kaup okkar er orð'ð að smánarpeningi. Hvemig stendur á þvi, og hvað lengi á það að standa ? Félag íslenzkra rafvirkja Ákveðið hefur verið að kjör fulltrúa F.I.R. á 27. þing A.S.Í. fari fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Hér með auglýsist því eftir tillögum 4 aðalfulltrúa og jafnmargra til vara. Tillögum ásamt meðmælum 35 fullgildra félagsmanna skal skilað í skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 17. þ.m. — STJÓRNIN. Náítiirulækningafélag Islands Viljum ráða nokkra menn til að selja happdrættis- miða í bænum. Upplýsingar i síma 1-63-71, frá kl. 2 til 4 næstu daga og í skrifstofunni, Austurstræti 12. STCINPdifrl Trúloíuuarhringir, Steln hrmgir, Hálsmen, 14 og i3 kt ^ull Bokaútgefendur Tek að mér prófarkalestur. | Upplýsingar í síma 2-36-93. Frárnhafd af 12. síðu. fylgjast með umræðum setu á fundi þess, eða hvort bánna skyldi báðum. Fulltrúi Sovétríkjanna, Sor- in, hafði krafizt þess að nefnd Lúmúmba ein fengi að sitja. fundinn þar sem hún ein væri fulltrúi löglegrar stjórnar Kongó. Fulltrúi Bandaríkjanna, Wadsworth, vildi hins vegar útiloka báðar nefndirnar. Áheyrnarfulltrúi Gíneu á. fundinum en hann er þar fyr- ir hönd Afríkuríkjanna vildi fá að segja álit sitt á þessu máli. Urðu miklar deilur um það hvort leyfa skyldi honum að ; taka til máls og lyktaði þeim. | með því að ráðið samþykkti til- lögu vesturveldanna að liann íengi ekki að tala. Þegar síð- ast fréttist hafði ráðið ekki ákveðið enn hvor nefndin skyldi fá að sitja fundinn, — . og e,t.v. á það nú von á enn einni nefnd frá Mobúto. Kongóþing vottaði Lúinúmba traust Eins og áður segir vottaði Kongóþing stjórn Lúmúmba fullt traust sitt í fyrrakvöíd óg það nær einróma, með 88 at- kvæðum gegn 2. Þingið fól stjórn Lúmúmba alræðisvald, og er þetta mesti sigur sem hann hefur unnið í átökunum við Kasavúbú forseta. Ætlun- in var að þingið kæmi aftur saman á fund í gærkvöld og lá fyrir þeim fundi tillaga um að forseti skyldi ekki hafa vald til að skipa ráðherra nema að samþykki þingsins kæmi til. Seint í gæTkvöldi hafði ekki enn frétzt af þessum fundi. Barizt í Iíatanga Mikið mannfall hefur orðið í átökum í námabænum Manono í Katanga, um 650 km fyrir norðan Elizabethville. Fregnir hei’ma að andstæðing- ar Tshcmbe hafi ráðizt þar gegn lögregluliði hans og hafi um 70 menn fallið i bardagan- um. Lögreglumenn eru sagðir hafa leitað á náðir fámenns flokks írskra hermanna úr gæzluliði SÞ sem þama er og Evrópumenn i bænum um 100 talsins hafa búizt til varnar í gistihúsi einu. Bærinn er sagð- ur standa í Ijósum loga og sænskir hermenn úr liði SÞ munu vera á leið þangað frá Elizabetliville. Áhaldahúsið Framhald af 12. síðu. beðinn um að hefja vinnu með „festingabyssu“, en með slík- um verkfærum eru stálnaglar festir í steinveggi. Vinna með verkfærum þessum þykir ekki hættulaus, enda dæmi þess að alvarleg slys hafi af hlotizt. Jón fór því fram á að þessi vinna yrði greidd með hærra kaupi og neitaði síðan að vinna með ,,byssunni“ þegar verk- stjórinnn, Reyoir Þórðarson, féllst ekki á þessa kröfu hans. Srgði verkstjórinn Jóni þá upp störfum frá 1. nóvember n.k. að telja. Þess má geta að Reynir Þórðarson tók við verkstjóra- störfum í trésmiðju Áhalda- húss bæjarins í sumar. Veðurhorfurnar Veðurspáin í dag er syohljóð- andi: Norðaustan kaldi, skýjað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.