Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 3
 • & Samkvœ.mt upplýsingum veðurstolunnar, er veður hér held- ur kólnándi. Horfur eru á norðaustan átt, en ekkert bendir til þess að um illviðri verði að ræða. Norðanlands gæti snjóað eitt- íivað, en þar er jörð flekkótt af snjó. Hér sunnanlands er allstaðar alautt og ekki líkur tit að snjói neitt og verða hér því að öllum líkindum rauð jól. £ Glaöværö og ánægja skín af hverju andliti. r I SKÓLANUM Eftirvænting' ríkti í gangiri' um á ísaksskóla þegar við komum þangað sl. mánudags- morgun. Hópur prúðbúinna barna stóð í röðum og beið eftir að jólaskemmtunin hæí- íst. Strákamir voru komn- ir í jakkaföt eða fínar peysur og búnir að vatnsgreiða sér. Öðru hverju stjaka Þeir hver við öðrum eða stelpunum, en allt í mesta gamni. Stelpurnar eru stilltari, sumar með krull- ur i hárinu og pilsin standa um þær eins og krínólín. Þær tala saman eins og kvenfólki er eiginlegt: — Nei sko, þú ert á alveg eins skóm og ég, Jónína. — Guð, hvað hárið á þér er fint. Hver setti í þig? — Mamma. Finnst þér ég ætti að vera i sokkabuxunum eða háleistunum? — Skjörtið stendur niðr- undan á þér. — Je minn! — Og pilsinu er sveiflað upp fyrir höfuð og skjörtið hysjað upp. — En núna? . . . . og svo fram- vegis. Það er víst sama hver aldurinn er. Eitt jólaalmanakanna sem börnin hafa búið til sjálf. Já, ckki er hún bcinlínis frýnileg hún Grýla gamla. Við hittum ísak skólastjóra að máli og spyrjum hvort við megum taka nokkrar myndir á skemmtuninni. Það er auðsótt mál. Hann bendir okkur á stór jólaalmanök sem hanga á veggjunum í gangin- um. Þau eru eins og jólatré, bjöllur og stiörnur í laginu og á hverju þeirra eru 24 op með myndum undir. Eitt var opnað á dag fram að jólum en nú er búið að opna öll. •— Þetta hafa börnin búið til sjálf undir leiðsögn kenn- iara sinna, segir ísak. — Það sem gefur þessu ef til vill mest gildi er félagsvinnan. Það á hvert barn sinn hlut í almanaki bekkjarins. Skólastofurnár eru einnig' margvísiega skreyttar af börn- unum og kennurunum. Það hefur verið opnað á milli tveggja þeirra og þar fer skemmtunin fram. Það er dansað kringum tvö jólatré, tvöfaldur hringur um hvort. Þetta er þó aðeins hluti barrt- atjna sem eru í skólanum. Við spyrjum einn kennarann hvað margar skemmtanir verði í skólanum og íáum að vita að þær verði alls fimm, börnin séu um 600. Allt í einu kemur mislitur hópur inn og stillir sér upp við einn vegginn. Þarna er hún Grýia gamla komin ljós- lifandi og með henni jóla- sveinar og fleiri verur sem við kunnum ekki að nefna. Heldur eru þau nú smávax- in, öll, en er tekið með kost- um og kynjum af skóiasyst- kinum sinum. Þetta er talkór og hann flytur fyrst ..Grýla kallar á börnin sín“ og síðan ,,Það á að gefa börnum brauð“. Fögnuður áhorfenda er gífurlegur þegar Grýla dettur steindauð á gólfið og ekki er hann minni þegar hún stendur upp aftur og hneigir sig á heldri manna vísu að kvæðinu loknu. Síðar koma jóiasveinar í heimsókn. Þeir tala við krakk- ana og syngja með þeim. Skelfing eru þeir nú orðnir gamlir. Ketkrókur segist vera orðinn 932 ára og Pottasleik- ir hvorki meira né minna en 2052 ára. Síðan er dansað meira kringum jólatréð og seinast fá börnin að sjá kvikmynd. Þau koma glöð og ánægð heim til sín og jólafríið er byrjað. • vh Blaðið hafði í gær tal af Jak- obi Jakobssyni íiskifræðingi um smásíldarveiðina. Hann kvað ekki ástæðu til að óttast um stofninn ennþá. svo mikið magn væri . ekki komið á land. Hins- vegar væri það mál útgerðarinn- ar, hvort hún veiddi bessa sild nú, sem bræðslumat, eða geymdi sér hana i 2 ár. en þá má ætla að hún verði orðin söltunarhæf. — Torfurnar þyngjast ekki, heldur fækkar einstaklingum í þeim jafnóðum og hinar fitna. — Við förum ekki útí að banna þessar veiðar, fyrr en við teljum að stoíninum sé hætt, þó okkur þyki að sjálfsögðu jafn leitt og öðrum að svo mikið skuli vera veitt af þessu. Loks spurði blaðamaðurinn Jakob, hvort hann teidi sildina við Jökul vera á útleið: Það held ég ekki. Þessi sild sem heldur sig langt úti, er lík- lega ný ganga, hin er farin. Ég vonast eftir þessari sild hérna við Reykjanesið áður en langt líður. Eldur í vélbáti við Grandagarð Um kl. 10.40 í gærmorgun kom upp eldur í vélbátnum Valafelli. þar sem hann lá við Grandagarð. Hafði kviknað í þili út frá eida- vél. Um klukkutíma tók að ráða niðuriögum eldsins og urðu talsverðar skemmdir á bátnum. Tvær íslenzker flugáhafnir um jél í Grænlandi Undanfarna daga hefur mikið verið flutt loftleiðis innanlands, en i gær torveldaði þokan í Reykjavík flugið. Tvær flugáhafnir Flugfélags íslands dveljast í Grænlandi um jól og áramót. í Narssarssuaq er áhöfn ,.Sólfaxa“, flugstjóri' Aðalbjörn Kristbjarnarson, og í~ Syðri-Straumfirði er áhöfri ,.Ný- faxa“ (leiguflugvélar Flugfélags fslands), flugstjóri Jón Jónsson. Þessar flugvélar eru báðar vænt- anlegar heim eftir áramótin til skoðunar og áhafnaskipta. Jeppa stolið í fyrrinótt eftir kl. 2 var jeppabifreiðinni M - 369. sem er ijósblár Willýsjeppi. stolið frá Hjarðarhaga 24. Var hann enn ófundinn síðdegis í gær, er blað- ið hafði samband við lögregl- una. Jóla- boðskapur Hinir miklu leiðtogar vest- rænnar menningar, Kennedy og Macmillan, hafa haldið ráðstefnu og birt jólaboðskap sinn. Þar tilkynntu þeir eft- irvæntingarfullu mannkyni meðal annars að þeir hefðu ákveðið að undirbúa nýjar kjarnorkusprengingar í and- rúmsloftinu. Bauð brezki for- sætisráðherrann hinum bahdá- ríska vini sínum að prófa næstu helsprengjurnar yfir e.vju einni í Kyrrahafi. enda hafa vestrænir visindamenn nú komizt að þeirri niður- stöðu að strontíum 90 sé mik- il beinabót. og því þykir sjálfsagt að láta vannærðar og frumstæðar þjóðir njóta blessunarinnar öðrum fremur. Og þar sem Maemillan og Kennedy eru sanrikristnir menn völdu þeir eyjuna ekki af handahófi; J'ólaey skal hún heita. Varla hefðu Morgunblaðs- menn g'etað fengið gleðirík- ari boðskap á þessum jólum. Þeir hafa lýst yfir því að þeir „fagni“ kjarnorkutil- raunum Bandaríkjamanna. Því geta þeir nú bætt við jólabænir sínar um dýrð guðs í upphæðum og frið á jörðu helsprengjubæninni banda- rísku, þeirri sem fylgdi flug- mönnunum er köstuðu kjarn- orkusprengjunni á Hírósíma, ekki' ýkj'alahgt frá Jólaey: ,.Almáttugi Guð faðir sem heyrir bænir þeirra sem elska þig, við biðjum þig að vera nálægur þeim sem leggja líf sitt í hættu uppi í himni þinum til þess að heyja bardagann í heimkynn- um óvinanna. Varðveittu þá. Verndaðu þá. Við btðium þig að gæta þeirra meðan: þeir Ijúka ætlunarverki sínu. Varðveittu heila á húfi af miskunnsemi þinni bá sem fljúga í nótt. Amen.“ , — Auslri. 'ff Sunnudagur 24. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3 l"' *v: t i", r ' , ■ ’ , . . . rae r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.