Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 12
Gisli T. Guðmundsson: Nokkur orðc til „AuU er í sölum, æviskeið runnið. Horfin sól bak við höf og lönd. Síðustu kveðjur, Síðustu þakkir reika hljóðar á heljar strönd.“ Móðir góð — nú ertu farin. Lífi þínu er lokið — lífi sem ekki var þér alltaf léttbært eða líkja mætti við sífellt sólskin eða vor. Þinn burtfarardagur var áttundi marz s.l., rúmum fimm mánuðum á eftir eldri syni þínum. Með þeim, sem stóðu ykkur næst, lifir svo minning- in. Og minninguna um iþig, móðir góð, á ég einn, — að því leyti til að ég er eini sonur þinn, sem á lífi er. — Þú óskaðir þess, móðir, að nafns þíns yrði ekki getið nema í dánartilkynningu — og eftir því verður farið — og hef- ur verið farið af minni hálfu. En það sem ég skrifa hér, skrifa ég vegna þín, en fyrir mig, til þess að mynd þín, eins og hún var mér, verði sterkari í vitund minni. Árið 1878, 19. ágúst, fáeddist þú, móðir góð, að Sandi í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Sá toær stendur við ósa Skjálf- andafljóts að austanverðu — ■neðan Aðaldalshrauns, við op- xð haf. ;. Um iþetta æskuheimili þitt veit ég næsta lítið, því þú ■várst ekki margorð um það. En pú kunnir mikið af lausavís- um úr umhverfi þínu og munu þær hafa verið sterkur þáttur 'í skemmtilífi æskustöðva þinna, sem og víðar í þá daga. Á æskubæ þínum er fagurt útsýni, það sá ég þegar ég kom : þar sem gestur, og þar eru veðrabrigði allsnögg. í vestur frá þænum ganga Kinnarfjöll í Sjó fram. í norður opið haf. í austur í allmikilli fjarlægð Reykjaheiði með Húsavíkur- fjalli að séreinkenni. Inn til landsins í suðurátt eru heiðár í fjarska — oft á tíðum sveip- aðar blámóðu. Á milli þeirra ,eru daiir sem skerast inn í ör- nevin. 1 þessum sjónhring áttir þú æsku þína og þar mótaðist 'þú í stórum systkinahóp. Og þó að gustaði stundum köldu af ■Skjálfandaflóa, gat sólin og >. landáttin bætt það upp. Að sögn var oft mannmargt á heimili þínu, meðan foreldr- ar þínir, Friðjón og Helga, voru við stjórn. Einnig mikill sam- gangur milli þeirra þriggja bæja, sem eru neðan hraunsins, auk þess sem gesti bar oft á , tíðum lengra að. Þegar fullorðinsárin gengu ' þér í hönd, fór þér, eins og ■ mörgum fyrr og síðar, að þú ) vildir sjá meira en það sem bernskuhóllinn bauð — hafið og heiðar blámóðunnar. Því lagðir þú eitt sinn leið þína yf- ir Kinnafjöl'lin — allt til Akur- eyrar og hugðist vinna þar á saumastofu. Þegar til átti að , taka, var þar fullsetið. Milli- göngumenn höfðu ekki nógu vel um hnútana búið. Nú vild- ir þú ekki fara heim við svo búið og þú fórst að stunda ým- iss konar vinnu sem til féll og líkaði misjafnlega, enda skap- lynd.i þínu þannig varið, að þú vildir ekki lúta í öllu, ekki sízt ef þér fannst gengið á rétt þinn. Þegar þú kvaddir Eyjafjörð, lá leið þín heim á æskustöðv- ar á Sandi, og dvaldir þú þar um tveggja ára skeið. Um þann tíma hefur þú ekki verið margorð. En þar fæddist eldri sonur þinn 6. nóvember 1906 og hlaut skírnarnafnið Karl Isfeld, sá er síðar varð landskunnui’. Þú munt hafa átt í nokkrum erfiðleikum um þessar mundir, móðir góð, og þú afréðst að koma syni þínum í fóstur í he'mabyggð og kvaddir hann og bernskuheimilið þitt einn hrímkaldan haustdag, — án þess að vita hvort þú myndir nokkurn tíma sjá hann meir, sem tþó varð nær tveim áratug- um síðar. Nú lá leið þín suður til Reykjavíkur, í fyrsta og síðasta sinn, því þú heimsóttir ekki Norðurland þau mörgu ár, sem þú áttir eftir að lifa. En höfuð- borgin hafði ekki margt að bjóða í þá daga, er iandinn galt „I)ananum“ skatt. Enda varð lffsbarátta þín hörð í hinu nýja umhverfi — og ef þér fannst að þú hefðir eitthvað umfram, sendir þú syni þínum við Skjálfandaflóahn einhverja glaðningu og • það rfkulegi’i en efni stóðu til, .en það var þitt stolt. 'Svona var líf þitt, móðir, þar tií þú kynntist Gísla Þorkels- syni, sem reyndist þér sannur vinur. Þið reistuð ykkar heim- ilj og gegndir þú húsmóður- stöðu í nær sex ár. ' sEn sorgin knúði á dyr heimil- ÍS þíns. Eitt.sinn þegar bóndi þínn kom heim að kvöldi, var hann obðinn mjög veikur, kald- samt hafði ‘Verið um daginn. — Um nóttina var hann kominn með svæsna lungnabólguj og þó karlmenni væri, reis hann ekki úr rekkju eftir það. Nú varstu aftur orðin ein; aftur hófstu lífsbaráttu þína með eigin höndum. Árið 191§ í marzmánuði köm sá í heiminn, er þetta ritar. Þá veiktist þú svo mikið. móðir, að óvíst er hvernig farið hefði ef móðir hans Erlendar í Unu- húsi, sú er Una var nefnd, hefði ekki rétt þér hjálparhönd. — Gott fólk tók mig í umsjá sína og kom mér norðu.r í ættar- byggð þína — til elzta bróður þíns, Sigurjóns, og konu hans, Kristínar, sem búsett voru í ein'um þessara .gróðursælu dala,. ■' Sern liggja’á miíll' þeirfa heiða, er þú eygðir af bernskuhólnum. Ég minnist þess fyrst, er ég var nær 5 ára, að ég lék mér að . íagurmáluðu tréhúsi, sem háfði inhahborðs ’ mehn og dýr úr líku efni. Mér var sagt að þetta væri „örkin hans Nóa“ og móðir mín fyrir sunnan hefði sent mér hana, og" svona leikföng hafði 'enginn séð þar í afdalnum. Þó varð stolt mitt enn meira, er ég var á sjöunda árinu, og iþú sendir mér „dönsku skóna“ og ég fór fyrst í þá á aðfangadag jóla og dansaði svo á baðstofugólfi, að undir tók. Já, svona var lífið í þá daga, móðir góð, að þú ollir mér ým- iskonar heilabrotum. Þama í dalnum vissi ég ekki til að nokkur ætti mömmu fyrir „sunnan". Á vetrarkvöldum, er búið var að kveíkja ljós, og heimilisfólk farið að vinna að tóskap og einn las upphátt, sem kallað var þá, — fór ég stundum að suðurglugga baðstofunnar og lét tjaldið sem fyrir var falla á herðar mínar, svo ég sæi betur út. Stundum sá ég aðeins snjó og hríðarkóf — svo ég greindi hvorki himin né jörð. Þegar heiðsktrt var, ■ sá ég fell- ið sem lá fyrir dalinn, heiman- að séð. í geimnum yfir því blikuðu stjömur, tþegar bezt lét og þær sem daufastar voru og í mestri fjai’lægð, að mér fannst, var ég alveg viss um að tíndruðu yfir borginni þinni. Svona snéiist hugur minn um þig frá því fyrst ég man. Árin liðu. Tírhamir tóku breytingum. Ég.fór að skilja aðstæður mínar betur og þó mér þætti vænt um fólkið og umhverfið sem ég var í, var alltaf eins og ég væri dáUtið ...skiptur — og fann ég það jafn- vel bezt á haustin þegar svafl- irnir flugu suður yfir heiðar. — Og þegar ég var fullra 25 ára, lagði ég a£ stað yfir heið- arnar — til þín. Því skal ekki neitað, að fyrsti fuhdúr okkar var með nokkrum öðrum blæ en ég hafði hugsað mér, að minnsta kosti sem lítiíl dreng- ur. En vel tókstu mér, þó mér virtist í fyrstu framkoma þín nokkuð hrjúf — svo gerði ég mér þegar ljóst, að æskuljómi þi.nn var horfinn — rúmir sex áratugir voru þér að baki. En þrátt fyrir það vár gott að koma til þín í „vésturbæ- inn“, þó íbúð þin væri hvorki stór né auðug af lífsþægind- um nútímans. Og við aukin kynni yárð ég þess var, þó að framkoma þín ■ gæti ‘stundum orðið dálftið snögg, að bak við þann 'hjúþ sló heitt móður- hjarta. Síðustu ‘. mánuði - lífs þíns dvaldist þú á hæli og síðustu sex vikurhar varstu rúmföst. Það virtust ekki mikll veikindl og datt mér raunar ekki í hug, að þetta væri þitt síðasta, enda kvartaðir þú ekki — það átti ekki heldur við þig. Daginn 7. jnarz s.l„ er ég kom til þín síðast, fannst mér þú raunar fámálli en þú áttir að þér. Ég áleit að þetta væri foara einhver deyfð, af því að ég .vissi að þér voru það all- þung spor er þú fórst á hælið, af því þú varst orðin því svo vön að hugsa um þig sjálf. Þú baðst m>g aðeins að sitja hjá þér, en tókst það fram, að við skildum ekki ta'a mikið, þvf hú .ættir ’ orðið erfitt með það/ Ég tók bað til greina og fór að lesa í bók, 'sem lá á borðinu, En fór þó að hugsa um það. að það væri víst mikil breyting fyrir fólk að fara á hæli — þó aldurhnigið væri. Þegar ég fór, hrökk einhvern vegin af vörum mínum: „Jæja, móðir mín, nú er farið að lengja daginn, og bráðum fer að vora:“ Þú leizt á mig og mér fannst einhvem veginn augnatillit þitt ööruvísi en áður og þú sagðir ekkert fvrst í stað, en svo kom það: „Vertu sæll góði. ég bið að heilsa honum litla „kút“ þín- um“. Og það voraði, en á annán hátt fyrir þig, en ég átti við. Daginn eftir, að morgni þess áttunda, fór ég til vinnu. Þáð var bjart yfir Reykjavík, him- inninn heiður. Ég var nýbyrj- aður að vinna, þegar síminn hringdi. Það var frá hælinu — það var verið að tilkvnna mér, að bá um morgunin hefðir þú, móðir góð, flutt yfir landamær- in miklu. til fjalla eilífa lands- ins, sem hulin eru miklu meiri blámóðu en bau sem þú eygðir af bernskuhólnum — neðan hraunsins við hafið — á morgni lífs þíns. Gísli T. Guðmundsson. •M.-tn Skipstjóra- og stýrimannafélagið Áldan •. ! og Stýrimannafélag Islands halda jólatrésfagnað sinn í Sjálfstæðishúsinu laugardag- inn 30. desember kl. 3 e. h. Dansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 9 e. m. Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum imönnum: Guðjóni Péturssyni. Höðavík, sími 15334. Jóni B. Einarssyni, Laugateig 6, sími 32707. Kotbeini Finnssyni, Vesturgötu 41, simi 13940. Þorvaldi Árnasyni, Kaplaskjólsv. 45, sími 18217. Herði Þórhallssyni. Fjölnisvegi 18, simi 12823. Jóni Strandberg, Stekkjarbraut 13, Hafnarf., sími 50391. Félag íslenzkra iðnrekenda óskor viðskiptavinum félagsfyrirtœkja sinna ra • r ■■■ ..'«yW!Wi • v:';-r H •ilHTÍCf •'! X Skrásett heíur Séra Jón Guðnason Dalamenn og aðrir áskrifendur vitji bók- anna sem fyrst í Bókaútgáfuna Feykishóla, Austurstræti 9, sími 22712. ATH.: Síðustu eintökin af Æviskrárritinu Strandamenn fást þar einnig. [|2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.