Þjóðviljinn - 08.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1962, Blaðsíða 4
 íslenzks þjóðfélags Við höíum liíað í þessu landi á elleita hundrað ár sem sérstök þjóð. Forfeður okkar eru komnir að staersta hluta frá Noregi, en að nokkru frá öðrum Norðurlöndum og írlandi. f þessari búsetu okkar hér sem sérstök þjóð hafa skipzt á skin og skúrir, góðæri og harðindi. Hér voru skráðar sagnir og skáldskapur á með- an slík andleg mennt var lítið þekkt meðal nágranna okkar á öðrum Norðurlönd- um. Við höfum því rutt okk- ur braut á heimsmælikvarða sem menningarþjóð. Það var þetta ævintýri forfeðra okk- ar, sem var íslenzku þjóð- inni „langra kvelda jólaeld- ur“ cg vörn hennar og styrk- ur gegn erlendri áþján, ásamt ná’tturu þessa lands. Og þess- vegna komum við fram í dag á alþjóðavettvangi sem sér- stök þjóð. Og hvað er það svo sem hefur verið styrkur á efnahagssviðinui. og staðið undir andlegri reisn okkar sem þjóðar? Landbúnaður og sjávarút- vegur hafa verið hinar efna- hagslegu stoðir, sem gert hafa þjóðinni kleift að lifa í land- inu sem menningarþjóð um margar harðar og myrkar ald- ir. Stundum brást önnur þess- ara stoða, þegar fastast kreppti að, en aldrei brugðust þær báðar. Þetta er í fáum dráttum okkar saga, og okkar líf í þessu landi. Og ef við viljum verða langlífir í. land- inu, þá ber okkur að vera minnugir á þessa hluti, og taka ákvarðanir samkvæmt fenginni reynslu. /ðnoður og verzlun Iðnaður og verzlun á ís- landi eiga upptök sín í þeim tveimur atvinnuvegum sem nefndir eru hér að framan. Án sjávarútvegs og landbún- aðar væri hér heldur ekki iðnaður né verzlun, því án hinnar tryggu og varanlegu undirstöðu hefði þjóðinni fyr- ir löngu blætt út, og hún vóeri nú ekki til. •- og EBE Á hinum miklu upplausnar- árum sem komu hér í kjöl- far síðustu heimsstyrjaldar, virðist mörgum hafa yfirsézt þessi sannindi cg hagað sér samkvæmt því. Nú er svo komið, sökum þessarar vit- leysu, að §jálf ríkisstjórnin og Alþingi tala jafnvel um, að þau séu að bjarga landbún- aði og sjávarútvegi, þeim at- vinnuvegum sem allt frá upp- hafi Islandsbyggðar hafa stað- ið undir öllum framförum í landinu og bjargað lífi fólks- ins frá einni öld til annarrar. Undirstaðan hefur um aldirn- ar verið landbúnaður og sjáv- arútvegur. Hvaðan ætti svo björgunin að koma, þegar u.ndan er skilið gjafafé sem engum bjargar til lengdar, en blekkir þá sem grunnir eru í hugsun og vanþroska á ein- hvern hátt? Sjávarútvegur og landbúnaður eru þær styrku stoðir sem okkar þjóðarbú- skapur er reistur á. Frá þess- ari undirstöðu er auðlegð okkar og velge.ngni fengin. Iðnaður og verzlun s.tanda og falla með hinum fyrrgreindu undirstöðu-atvinnuvegum. — Allt annað er bl.ekking. Hins- vegar ber engan veginn að vanrpeta iðnað og verzluq, því þær tvær greinar geta verið færar um að margfalda afrakstur sjávarútvegs og landbúnaðar, ef vel og vitur- lega. er stjórnað. Þegar vel er st}órnaS Það er óbrigðult vitni þess hvort vel eða illa er stjórnað landinu, hvernig undirstöðu- atvinnuvegunum vegnar. Sé illa stjórnað og heimskulega án nægrar þekkingar á grunn- lögmálum, þá búa landbún- aður og sjávarútvegur við miður góð kjör og kosti þeirra ér þrérigt á marga lund. Fólk- ið sem ber uppi þessa undir- stöðu-atvinnuvegi, er þá í augum valdhafanna skoðað1 sem annars eða jafnvel þriðja flokks fólk, og er meðhöndlað sem slíkt svo lengi sem það ekkj rís upp og kennir þeim sem með stjórnina fara aðra siði. En sé vel stjórnað, þá er reynt frá valdhai'ans hendi að gera undirstöðu-atvinnuveg- unum sem léttast undir fæti. Þá vex alþýðunni ásmegin og hún finnur styrkinn í sjálfri sér, til athafna og framþróun- ar. Þá vaxa líka iðnaður og verzlun, því sá þjóðhagslegi akur sem þau eru vaxin úi er blómiegur og í fullri grósku. Þetta eru þau sann- indi sem alþýðan á íslandi verður. að tileinka sér í dag ef hún vill cg ætlar að lifs áfram frjáls í þessu landi. ÞaS . sem á -skortir Það sem á skortir í at- vinnuháttum okkar, er fyrsf og fremst það, að við höfuro ekki notfært okkur nema að litlu leyti þá geysilegu mögu- leika til gjaldeyrisöflunar sem liggja í fullvinnslu þeirra hráefna sjávarútvegs og land- búnaðar sem þjóðinni falla í skaut árlega. Hér eru fyrst og fremst verkefni til úrlausnar fyrir íslenzkan iðnað og ís- lenzka verzlun. Við eigum að hlaupa frá þessum aðkall- andi verkefnum óleystum yfir í aðrar tegundir iðnaðar, því slíkt væri óráð. Hinsvegar er röðin komin að 'öðrum iðn- aði, þegar við höfum leyst af höpdum þau verkefni sem nú beinlínis kalla á athafnir i sjávarútvegi okkar og land- búnaði. Efnahagsleg uppbygg- ing þjóðfélagsins lýtur sömu iögmálum og húsbygging. Fyrst er að. ganga frá undir- stöðurmi, síðan að hefja bygg- inguna neðan frá og halda upp á leið. Sá húsameistari sem hyggðist hlaupa yfir ein- hverja hæðina í byggingunni, hann væri ekki talinn meö í'éttu ráðij. og væri það heldur ekki, því sú hæð sem hann hyggðist þá byrja á, hún svifi í lausu ' lofti. EBE og Is- lendlngar Það er á dagskrá hjá stjórn- málaflokkunum hér, að koma íslandi með einhverjum ráð- um inn í Efnahagsbandalag Evrópu. Enn sem komið er vinna þessir flokkar aðallega að málinu bak við tjöldin á ýmiskonar makkfundum inn- anlands og utan. En þegar al- menningi er sagt eitthvað frá þessu máli, þá er látið í veðri vaka að innganga Islands komi ekki til greina nema við losnum undan aðalákvæðum Hómarsamþykktarinnar sem er einskonar stjórnarskrá Efnahagsbandal, og stefnir markvisst að því að gera úr Efnahagsbandalaginu ekki að- eins einfallt tollabandalag milli þjóða heldur fyrst og fremst sterkt rtkjasamband, á sviði efnahagsmála, stjórn- mála og hermáia. Samkvæmt Rómarsamþykktinni er hvergi gert ráð fyrir, að þjóð geti losnað þaðan aftur, hvað ó- ánægð sem hún kann að vera, ef hún hefur einu sinni geng- ið þar inn. Ef ísland gengi inn í Efnahagsbandalag Evr- ópu s.em fullgildur aðili, þá er um leið búið að veita öll- ura aðildarríkjum og borgur- um þe.frra, jafnan cétt á yið Isiendinga sjálfa hér á landi til hverskcnar athafna, bæði á landi og sjó. I staðinn fá- um. við. svo sams.konar rétt í þei.rra Ipndum. I^ér er því um að ræða hreina innlimun í ríkjasámsteypu, sem gleipa mundi og tortíma á skömm- um tí.ma sl.íkri smáþjóð sem við íslendingar erum. Til hvers, vay þá barizt tii sjálf- stæðis, ef þetta ætti að verða endirinn? En þeir sem. tala nú fjálglegast um inngönguna af íslands hendú þeir segja áð við getum ekki gengið inn neraa okkui’ verði veitt und- anþága frá grundvallarlögum Efnahagsbandaiagsins, það er að segja aðafákvæðum Róm- arsamþykktarinnar. Þ.eir sem fróðastir eru um Efnahags- band.a.lagið og Rómarsam- þykktina, þeir fullyrða að. þó ríki yæri veitt undanþága frá ýmsum, á.kvæð.um grun.dvall- arlaga bandalagsins við inn- göngu, þá geti stjórn Efna- hagsbandalagsins með. ein- faldri meirihlutasamþykkt — tekið slíkar undanþágur aftur, en viðkomandi ríki sæti fast í bandalaginu og yrði nauðugt eða viljugt að gangast undir allar skuldbindingar. Þessi áróður nú fyrir inn- göngu Islands í Efnahags- bandalagið minnir óneitan- lega mikið á samskonar áróð- ur fyrir inngöngu Islands í Atlanzhafsbandalagið. Þá kom ekki til greina að ganga að því að herstöðvar yrðu hér á friðartimum, og undirþága frá því, var veitt. En svo einn góðan veðurdag kom hei'inn, og nú berjast þeir opinskátt fyrir varðveizlu herstöðanna, sem áður sóru við guð sinn að hér yrðu aldrei leyfðar herstöðvai' á friðartímum. Það fólk sem ekkert getur lært af þessari reynslu, því verður trauðlega bjargað. AS bjarga útveginum Við hverja einustu gengis- fellingu sem gerð hefur verið hér á landi hefur það verið látið klingja að þetta væri gert til að bjarga sjávarútveg- inum. Nú er það ein af höf- uðforsendum fyrir nauðsyn þess að Island gangi í Efna- hagsbandaiagið samkv. túlkun stjórnarflokkanna, að með því sé sjávarútveginum bjargað. Sannleikurinn er sá, að með inngöngu Islands í Efnahags- bandalagið yrði, engu bjargað, hvorki sjávarútvegi né öðru, heldur yrði öllu sem íslenzkt er í dag, á þessu landi tor- tímt á fáum áratugum. Að öllum líkindum yrði það ís- lenzkur sjávarútvegur sem fyrst yrði gleyptur af erlend- um auðfélögum og hákörlum þeirra. íslenzkir útgerðarmenn og fiskstöðvaeigendur hefðu ekkert bolmagn þar á móti. Barátta Islendinga gegn inn- göngu í EXnahagsbandalagið verður strax aö hefjast. Hér verður teflt um líf eð,a dauða íslenzku þjóðarinnar. I Noregi hefur andspyrnuhreyfingunni innan, allra stjórnmáiaflokka gegn inngöngu Noregs í Efna- hagsbandalagið vgxið fiskur um hrygg síðustu mánuði. Þar hafa fpringjar flokkanna orð- ið að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, áður en frá. því verði gengið bind- andi á nok.kurn hátt af stjórn- arvöi.dum. fslendingar, verum nú vakandi og samtaka í and- stöð.iinni hvar í flokki sern við stöndum, þetta er mál okkar allra jafnt, ef við viljum lifa áfram sem sérstök íslenzk þjóð í landinu. mKMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld eru tœknilegt vondamál ’ tfið umræðurnar í borgarstjórn S fyrrdag um gatnagerðaráætlun- ána talaði Alfreð Gíslason og Sþafði framsögu fyrir viðaukatil- 4ögum frá borgarfulltrúum Al- fjýðubandalagsins, yið ályktunar- tillögur borgarráðs, Eru viðauka- iillögurnar svohiljóðandi: „Það. er skoðun borgarstjórnar, j&ö vandamál gatnagerðar í :ýæmni í vinnubrögðum og síður en fjáTWSÍgsregSY'ÞefS’^gHá'j^aiiknum sparnaði. Þykir borg- íelur hún borgarverkíræðingi að láta fram fara nákvæma endur- skopun á þeim hetðbundnu að- Íerðum, sem notaöai' hafa^ verið til ' þessa Við gátnageröina, og gera. síðar á grundvelli þeirrar endurskoðunar tillögur ura þreyt- ingar, er raiði að aukinni hag- arstjórninni í þessu sambandi rétt að benda sérstaklega á nauð- syn þess. 1) að skipulagningu nýrra bórgarhverfa verði framvegis hágað þannig; að gatnakerfið lengist ekki umfrarn það, sem tjiilitið til þæginda borgarbúa og .ájmennra holfustuhátta heimtar, •- ÓSÚ ■ .. v: riri'í j. | 2) ,að nákvæmar . jarðvegsrann-, sóknir séu gerðar ráður en, götU" æiæði er endanlega ákveðið, 3) ,að gatngerð í nýjum hverf- um sé jafnan lokið’, að "öðru leyti ■jen ..pjalbikun og eang^téttai^ggp- íngu, og öllum lögnum og leiðsl- úm komið fyrir í götum áður.en bygging liúsa hetst. og, 4) að gatnadeild. sé jafnan ítryggður nægilegur fjöldi sér- fróðra yerkfræðinga og tækni- jfræðinga og verkstjórum veitt jjneð námskeiðum eða á annan hátt nægileg þjálfun undir starf tsitt“. j, f I framsöguræðu sinni fyrir við- láukatillögunum lagði Alfreð á-' herfju á það, áð gatri.aggrðar- ) „r* ÞJÓÐVI1>JINN„t-» Þriðjudagur. 8..xaaí Jj962 '• *■ *'■■■' ...... * * -hYr 'i í»* V li Ý‘i J í yand.amálið væri tvíþætt, það yæri ekki; . aðeins f járhagslegs eþlis, heldur og tæknilegs. Benti hann á, að vinnutarögð við gatna- gerð hér í Reykjavík héfðu ára- tugum saman verið fyrir neðan all.ar, .lyellur. tæknilega; séð. og þyrftu enn umbóta þótt nokkuð þefðu .þau. þatnað up á síðkast-. ió. d á •. -■ . . :■■, Alfreð drap síðan stuttlega. á einstök atriði ,í tillögum AI- ~ bandalagsmanna. Benti hann á nauðsyn þess að öll nýbvggð yrði skipuíögð fyrirfram, þannig að gatnakerfið yrði ekki lengra én.: nauðsyn krefði, en . á iþéssu ; hefur eimriitt verið mikill mis- bréstur á 1 undanfömum . árum. •■ . Framhald á fQ. síðu. • •■• < ill— ! h’ú JIT ° n,M" ríy,sv ðijíá’rt j 5í ::i my rnusI'K nta.,ít1 >! ‘TBilbUi . cns. bcíóí íVSUt (Tpr ;í!í:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.