Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 6
•«ra |)IÚÐVILIINN fJtgefandi Sameiningarilokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torii Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsing^r, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 65,00 á mánuði. Á verði gegn innlimun ritt merkið um sívaxandi andstöðu þjóðarinnar gegn áformum stjórnarflokkanna um innlimun íslands í Efnahagsbandalag Evrópu er það, að innlimunarpost- ularnir fara sér nú hægar á yfirborðinu, og vefja á- róður sinn meira og meira í fyrirvara og umbúðir. Samt er stefnan hin sama, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa ráðið það við sig, að ísland skuli innlimað í þetta nýja stórveldi í Evrópu, þótt það kosti að íslendingar varpi frá sér sjálfstæði sínu og ákvörðunarrétti um hin mikilvægustu framtiðarmál íslenzku þjóðarinnar, og verði eins og ósjálfráða hrepp- ur í heildarríki, þar sem hinir öflugu auðhringar Vestur-Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu verða enn um langt skeið ákvarðandi aðilar um þróun efnahagsmála og stjórnmála. ★ ★ ★ C'ins og fyrri daginn þegar um erlenda ásælni hefur verið að ræða hafa innlimunarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, reynt að láta öskur um baráttu gegn kommúnismanum, kjörorð Göbbels og MaCarthys, koma í stað upplýsinga og rök- semda um málið. Það er ekki sízt Alþýðusambandinu að þakka og fulltrúa þess í upphaflegu nefndinni um Efnahagsbandalagsmálið, að ríkisstjórninni tókst ekki að vaða áfram og sækja um aðild að gjörsamlega óat- huguðu máli þegar í fyrra. Fulltrúar annarra félaga- samtaka höfðu þá tekið jákvæða afstöðu sem í mörg- um tilfellum byggðist á algerlega ónógum upplýsing- um. En fulltrúi Alþýðusambandsins og Alþýðusam- bandsstjórn gáfu sér tíma til að rannsaka málið og tóku afstöðu til þess frá því sjónarmiði, að ísland ætti áfram að vera sjálfstætt og fullvalda og ráða sjálft málum sínum. Þau sjónarmið hefur Alþýðusamband- ið nú i sumar lagt áherzlu á að kynna landsmönnum, í hinum rökfasta og vel skrifaða bæklingi Hauks Helga- sonar hagfræðings um ísland og Efnahagsbandalagið, en Haukur var fulltrúi ASÍ í nefndinni. jffcg fleiri og fleiri aðilar hafa komið til, félagasam- ^ tök og þjóðkunnir einstaklingar, menn fylgjandi öllum stjórnmálaflokkum landsins og utanflokkamenn, sem varað 'hafa við innlimun íslands d Efnahagsbanda- lagið og unnið að kynningu á því hvað biði íslend- inga, ef þeir létu ánetjast af áróðri innlimunarmanna. Það hefur til dæmis mjög skýrzt fyrir mönnum hvað biði sjálfsíæðra atvinnuvega íslendinga, ef þjóðir sem samanlagt hafa á annað hundrað milljóna íbúa ættu að fá algjört jafnrétti við íslendinga til fjárfestingar og atvinnureksturs á íslandi, og heimilt yrði að flytja ótakmarkaðan fjölda erlends verkafólks til varanlegr- ar búsetu hér á landi. Norska stjórnin, sem sótt hefur nú þegar um aðild að bandalaginu, hefur neyðzt til þess að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um endanlega á- kvörðun í málinu. Og valdamenn bandalagsins hafa sagt Norðmönnum alveg afdráttarlaust að landhelgi Noregs yrði að vera opin og aðgangsfrjáls öllum banda- lagsþjóðum eins og Norðmönnum sjálfum, að undan- ■gengnu nokkurra ára ,,aðlögunartímabili“, sem gæti þó undir engum kringumstæðum orðið lengra en átta ár., Tjað er eitthvað svipað sem innlimunarmennirnir ís- lenzku eru að stefna að. Þeir einblína svo á gyll- ingar hinna „vestrænu" vina sinna, að þeir gæta í engu hagsmuna íslenzku þjóðarinnar, en vilja í blindni sinni stuðla að því, að hún týnist í þann svelg auð- hyggju og mannhafs sem Efnahagsbandalaginu er ætl- að að verða. Getur ekki verið langt að bíða... „Ég þori ekki að hengja mig upp á það, að þeir kunni ekki að sprengja upp j(|rðina áðhr $■ Rætt við en langt um líður, en ég geri ekki ráð fyrir því ■......... að þeir komi því í verk. Gunnar í Frumsképm sjötugan Og ef jörðin fær að hanga saman og lífið að lifa samkvæmt sínum lögmálum getur ekki ver- ið langt að bíða þess að mannkynið gangi í einni samhuga fylkingu brautir sósíalismans. Auðvaldsskipulagið er á grafarbakkanum á heimsmælikvarða.“ Hveragerði, bær blóma og . skáida! Blóm hafa aldrei verið þar fleiri en nú, en liðin er sú tíð þegar þar bjuggu í röð sr. Gunnar Benediktsson, sr. Helgi Sveinsson og Kristmann Guðmundsson og handan göt- unnar Jóhannes úr Kötlum gegnt Kristmanni og Kristján frá Djúpalæk gegnt Gunnari. Nú er Kristmann horfinn úr rósagarðinum, Kristján lýsir á himni Akureyrar og Jóhannes hefur þokazt hálft hundrað km nær uppruna sínum. En „skáld koma og fara — og koma aft- ur“ segir Gunnar. Og enn er elskað, ort og málað í Hvera- gerði, þótt ekki stilli þeir út sinni elskuðu með augun í naflastað og brjóstin á tánum. Sá regin-kennimaður og kommúnisti, Gunnar Bene- diktsson, er sjötugur í dag. Fæddur á Viðborði við rætur skaftfellsku jöklanna; og er ekki annað svæði svipmeira á landi voru en vestur frá Eystra horni og vart mun finn- ast elskulegra fólk á öðrum stöðum. En í stað þess að rækta jörð sunnan Vatnajökuls gerðist Gunnar um skeið sáð- maður á akri kristninnar norð- an jökuls. Með fyrri konu sinni, Sigríði Þorsteinsdóttur, eignaðist Gunnar þrjá syni: Þorstein kennara á Núpi, Benedikt byggingafræðing, • starfsmann hjá Rafmagnsveit- um ríkisins og Styrmi, stýri- mann á Akureyri. Þau skildu, er Gunnar kvaddi prestskap- inn. Með síðari konu sinni, Valdísi Haildórsdóttur frá As- bjarnarstöðum, hefur Gunnar e;gnazt dóttur, Heiðdísi, fóstru í Reykjavík og Halldór 12 ára, heima í föðurgarði. Við hittum Gunnar í Frum- skógum, en svo heitir réttu nafni skáldagatan fræga í Hveragerði. Og við uppgötvum að fleiri eiga þar garða en Kristmann, og ekki aðeins rós- ir heldur skóg. Og það var skógur þar, kvað Jóhannes á berangr'num handan götunnar. Og undir skaftfellsku björkun- um er angan og friður, enda hefur skapari garðsins, Va’.dís, ekki hleypt þar inn nein- um hefnigjörnum valdníðslu- guði með sv:pu og sverð. Hverfum aftur til upprun- ans. Foreldrar Gunnars voru Benedikt Kristjánsson og Álf- heiður Sigurðardóttir, Skaft- fellingar í aldir fram. Systkin- in voru 12 en 1 dó á fyrsta ári. Skaftfellingar hafa jökla skammt ofan túna sinna og myndu því sauðfjárbændur annarra héraða fljótt spyrja, hvar afrétturinn væri. Þess vegna spyrjum við Gunnar fyrst hvernig gengið hafi að metta þennan hóp. — Við vorum mjög vel mett, svarar Gunnar. Eg minnist þess aldrei að maður liði fyrir það að það vantaði mat. Pabbi hugsaði vel um það. Hafði fleiri kýr en almennt gerðist og skar sauði til búsins en ekkí úrgangsféð. Sjó sótti hann á vetrum frá Skinneyjarhöfn og mun hafa verið formaður á sínum báti um 50 ár. — Það var löng leið niður á sandinn á hverjum degi. Við fluttum að Einholti 1898. Það var allt- af fært frá og safnað skyri og smjöri til vetrarins. Eitt vor man ég eftir að skyrfyrningar voru svo miklar þegar kom að fráfærum að keröld og ámur voru enn ekki tóm. Þá komu nágrannakonur með skjólur og vatnsgrindur og báru skyr frá Einholti. Faðir minn mun lengst hafa haldið við þeim sið þar að færa frá. Við höfðum alitaf nógan fisk á sumrin; drógum fyrir kola í ósnum við Melatanga. Fyrir kom að hlaðið var upp á lista á fjögurra manna bátn- um okkar. Þetta var kölluð lúra. Marga daga á eftir át rnaður ekki annað en lúru, sil- ung og ný kriuegg. Fiskurinn var einnig saltaður og hertur. Hert lúran var lostæti, eink- um ef hún var hleypt, þ. e. stungið inn í glóð, en þá losn- aði fiskurinn af beinunum; hleypt lúra með sauðasmjöri — það var dýrlegur matur. — Hvað er þér minnisstæð- ast? — Það sem mér er minnis- stæðast frá uppvextinum í Ein- holti er viðureignin við vatnið. Ég mun hafa verið um 10 ára aldur þegar ég fæ það hlut- verk að reka og sækja kýrnar og smala ánum. Og þá varð maður að gera svo val á eig'n ábyrgð að sjá það út hvar væri reitt og hvar væru ekki sandb’.eytur. Þá íékk maður æfingu í því að fara sínar eígin götur á eig'in ábjmgð. Um hið andlega uppeldi er í stuttu máli að segja að þegar hann kom í skóla hafði hann allflest lesið í bókmenntum og sögu þjóðarinnar og skrifaði villulausa stíla. Enda hafði komið til ta’.s að hann tæki að sér barnafræðslu í sveit sinni áður en en hann fór í skóla. — Hvenær fórstu í skóla, Gunnar? — Haustið 1912 fór ég í 1. bekk Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri. Það var helzt til þess ætlazt að ég færi í Kennara- skólann haustið 1911 en varð ekki af, og næst setti ég mark- ið hærra og ákvað að fara í gagnfræðaskólann með það fyrir augum að geta orðið kennari en opna mér jafnframt leið til að ganga menntaveg- inn. — Hvernig féll þér í skólan- um? — í fyrsta bekk fannst mér ég hafa sáralítið að gera við lestur, svo ég skrifaði skáld- sögu, sem sr. Jónas Jónasson ætlaði að birta í Nýjum kvöld- vökum. En svo hvarf ég frá því, vegna þess að þá kom £ hugann heill sagnaflokkur þar sem þessi saga átti að vera nr. 3, og átti allt saman að heita Sögur úr Keldudal. Þá byrj- aði ég á fyrstu sögunni, Signýju, sem kom út á Akur- eyri haustið 1914 Næsta vetur las ég svo saman 2. og 3. bekk og skrifaði sögu nr. 2 úr Keldudal. Þe'gar ég fór suður um haustið skildi ég handritið eftir í prentsmiðjunni, en um jólaleytið hringdi ég norður og bað að senda mér það, þóttist þá hafa uppgötvað að þetta væri fjári lítill skáldskapur allt saman — , en sé nú eftir því að hafa giatað handritinu; ég hefði líklega getað orð'ið rok-reyfarahöfundur! Já, skólavistin á Akureyri var mér mjög ánægjuleg, en þegar ég kom suður í Mennta- skólann 1914 fór mér að leið- ast, enda mátti heita að ég kæmi peningalaus til Reykja- víkur. Á Akureyri hafði ég lít- ið þurft fyrir náminu að hafa, nema mér var ólagið að nema erlend mál, nema málfræðina. — Hvernig gekk svo námið syðra? — Fimmta og sjötta bekk las ég utanskóla á 2 árum og náði mér í aura með forfalla- kennslu í barnaskólanum. Kenndi t. d. fyrir Jón frá Flat- ey þegar hann var gerður vsrkstjóri í atvinnubótagrjót- inu í; Öskjuhlíð, fyrir Jörund meðan hann var á þingi. Einn mánuð vann ég í Landsbank- anum og eftir það köliuðu þeir oft á mig þegar vantaði mann við sparisjóðinn. Tvo fyrstu veturna í Háskól- anum hélt ég sama hætti, sótti lít'ð tíma en vann, enda var ég orðinn fjölskyldumaður. Konan mín hafði matsölu -pg tók að sér brauða- og mjólkur- sölu ;— og ég held að það hafi verið eina mjó’kursalan sem aldrei v> lokað í spönsku veikinni 1918. Einn daginn tók ég upp á því að verða veikur af flenzunni og fékk mann fyrir mig i mjó.kurbúðina, lá einn dag í rúm’nu, en næsta morgun kemúr lykillinn heim til mín, þar sem handhafi var lagztur, og þá fór ég á fætur og skipti mér ekki meira af inflúenzunni. Kona mín lagð- ist aldrei he’dur, en annaðist tvo lungnabólgusjúklinga sem voru leigjendur í húsinu. Þriðja veturinn minn í guð- fræðidelldinni sé ég að þetta gengur ekki lengur, ég vsrð að fara að Ijúka námi og tek jólafríið í að lesa. Þá uppgötva ég að þetta er ekki nokkur skapaður hlutur, ég get klárað þetta fyrir vorið, en þá var venjan að guðfræði tæki 3 ¥2 ár. Það ýtti líka und’r mig að ég vissi að Grundarþing voru iaus. Eg færði það í tal við biskup, sem tók því feginsam- lega, því það hafði enginn sótt um þau í heilt ár. Um vorið lauk ég prófi og var settur að Grundarþingum og fékk prest- vígslu (1920). — Var skemmti’.egt að vera prsstur? — Já, það er mjög ánægju- legt að minnast pi'eststarfsins. Eg komst í kynni við gott fólk, vissi ekki af öðru en vináttu við fólkið, á ekkert annað en ljúfar endurminningar frá sam- vinnu við það. Sérstaklega man ég kynni mín við Kristínu í Káragerði (skáidkonu Sigfús- dóttur), — og svo við blessað fermingarbarnið hana Möggu í Valdís Halldórsdóttir og Gunnar Bencdiktsson í garði sínum i Frumskógum. Gunnar Benediktsson að skrifa um biblíuna — hin helga bók liggur opin á borðinu. Öxnafelli, sem sagði mér svo margt um aðra heima. Svo hætti ég prestskap 1931 og um sama leyti skildum við hjónin. Þá henti ég mér út í pólitíska baráttu. — Hvers vegna? Tildrög þess geta menn nánar kynnt sér í Skriftamál- um uppgjafaprests, bók sem nú er að koma út. — Ekki hefur þú getað lifað á pólitíkinni einni saman 1931? — Þá hugsaði ég mér að fara út í kennsju og sótti um kennarastöðu við Fiensborgar- skólann, en koinst að því um haustið að það var engin leið fyrir mig, að fá nokkurstaðar kennslu! Sumarið 1931 var sumarþing í Rvík og auglýst eftir þingskrifurum. Milli 20 og 30 sóttu en 6 voru teknir, og valdir eftir prófi, og komst ég í þingskriftir um sumarið — en aldrei framar! Næsta vetur held ég mér dá'ítið uppi á fyrirlestrum í- Reykjavík. Fékk Varðarhúsið lánað fyrir sáralítinn pening og flyt þar sama erindið Njálsgata 1 og Kirkjustræti 16, fjórum sinnum og fékk sæmilegan skilding fyrir. Gaf það s:ðan út. Svo þegar ég kom með annað erindi og ætl- aði að endurtaka þetta sagði Sigurgísli hjá Zimsen mér að sér væri bannað að lána mér húsið! Þá tók ég Nýja bíó, en það var of dýrt. Samt flutti ég 3 fyrirlestra: Bæjarstjórnin og biblían, Baráttan um barns- sálina og Skriftamá! uppgjafa- prests. Og svo var ég í kaupavinnu á sumrin, á Fljótsdalshéraði 1933 og í Skagafirði 1934. Á þessum árum fór ég víða um landið og flutti erindi, undan- tekningarlítið fyrir fullu húsi. Og maður dróst fram á þessu. — Og svo flytur þú austur fyrir Fjall? — Já, 1935 gifti ég mig aft- ur og sezt að á Eyrarbakka. Þar var konan mín kennari, og strax fyrsta veturinn hafði ég þar unglingaskóla — með tilskildum styi’k frá í’íkinu. Tvö næstu sumur var ég í kaupavinnu í Boi’garfirði, en svo keypti ég hús og lóð með landsnytjum á Eyrarbakka — og næsta sumar stundaði ég garðrækt. •— Það hefur koxnið sér vel fyrir þig að vera hraustui’. — Já, sumarið 1940 er eina skiptið sem ég hef kennt krankleika. Það sumar lá ég fyrir í taugabólgu, en skrifaði þó Sóknina miklu, liggjandi uppíloft á bekk. — Hún vakti töluverða at- hygli þá. -— Það liggur fvrir yf'rlýs- ing um það í í’éttarskjölum að sú 'bók var uppse’d hjá forlag- inu á hálfum mánuði. — Varstu lengi krankur? — Nei, veturinn eftir, 1940— 1941, var ég hjá Bretanum í Kaldaðarnesi. Vorið 1941 er ég kvaddur til ráða' um það hvernig við megi bregðast eftir að Þjóðviljiiin hafði verið bannaður og blaða- menn hans fluttir af landi burt. Ég tók af skarið með það: ég skyldi gefa út b’.að og taka persónulega ábyrgð á þvi, og þá vígði ég nýjan blaðamann, Jón nokkurn Bjarnason, og ■ekki má gleyma Haraldi Sig- urðssyni, en hann hafði hlotið sína vígslu áður. Þegar rit- stjórn Þjóðvi’.jans kom úr her- leiðingunni afhenti ég henni blaðið og fór aftur í Bretavinn- una og þá sem túlkur. Það var skritinn svipurinn á yfir- manni mínum um veturinn þegar ég fór til hans og sagð- ist þurfa að fá háifsmánaðar fri til að sitja í tugthúsinu fyrir að móðga Breta í blaða- grein! Þegar ég kom aftur brostu Bretarnir mjög hlýlega — og yfirmaðurinn sagði: „Þeir eru ekki svona skeleggir við fastistana í Bretlándi“. Ég var hjá Bretanum tíl haustsins 1942 en gerðist þá fastur starfsmaður hjá Sósíal- istaflokknum. sá um Nýja tim- ann, hafði samband við fylgj- endur úti um land og gegndi ýmsum störfum, var m.a. í nefndum, t.d. póstmálanefnd og nefnd til að gera tillögur um samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins — en á tillögum hennar var svo byggt frumvarpið um Austur- vcg — Þrengslaveginn. Nokkr- ar vikur í Nýbyggingarráði í forföllum Einars Olgeirssonar og átti m.a. mikinn þátt í lög- unum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, en Nýbyggingarráð fól okkur Steingrími Steinþórssýni að ganga frá frv. um það. — Svo þú ert m.a. höfundur landnámslaganna. — Já, og upphaf’egn frum- varpið er samið hér ; þessari stofu. við Kristinn E. Andrés- son gerðum það. en hann og Brynjólfur fluttu bað svo í efri deild, sem visaði því til Nýbyggingarráðs. Við Stein- grimur gerðum svo nauðsynleg- ar breytingar til að ná sam- komulagi — síðar varð þetta svo að lögum. — En öll þessi atvinnuleysis- og atvinnuár varstu jafnframt að skrifa bækur. — Já, það var m.a. atvinna mín á Eyrarbakka. og færði mér nokkrar tekjur. Þar skrif- aði ég Sýn mér trú þína ..., Skilningstréð og Sóknina miklu, ennfremur leikritið Að elska og lifa. Þá var maður glaður: Leikfélag Reykjavíkur var bú- ið að taka leikinn ti! sýningar! Soffia Guðlaugsdóttir hafði ieikstjórnina og aðalhlutverkið að eigin ósk. Og leikaravalið fint maður: Haraldur, Brynj- ólfur, Gestur Pálsson. Edda Kvaran, Gunnbórunn og a.m.m. Marta Indriðadóttir. Það var farið að æfa leik- inn haústið 1939 og ég var tvisvar búinn að fara suður til skrafs og ráðagerða. en u.þ.b. sem 3 æfingar voru afstaðnar réðust Rússar á . frændur" vora Finna — og bað vir hætt að æfa! En ég trúi ekki öðru en það sé eitthvað varið í ritið fyrst Soffiu Guðlaugsdóttur lanaaði til að leika aðalpers- ónuna. Á Evrarbakka skrifaði ég líka Það brýtur á boðum. Síð- asta verk mitt á Evrarbakka mun hafa verið Hinn gamli Adam í oss. — Oa prestskaparbækurnar þar 1 áður vöktu líka st.yrr. — Þær voru Niður hjarnið, Við þjóíveginn og Anna Sig- hvatsdóttir. Við þjóðveginn kosíaði málaferli á annað ár, þar sem gerð var krafa utn að bókin yrði gerð upptæk, með fádæma vitna’.eiðs’.um og svardögum og á annað hundr- að máisskjala. Auk þess skrifaði ég þá bæklinginn Var Jesús sonur Jóseps? og Ævisögu Jesú frá Nazaret. — Hvenær fluttirðu í skálda- •bæinn? — Hingað til Hveragerðis flutti ég 1943, og þá fyrst og fremst til að stytta leiðina til Reykjavikur vegna þess hve ég starfaði þar mikið þá. — Og síðan hefur þú verið hér á kafi í bókaskrifum og kennslu. — Já, hér hefur verið blóma. skeið ævi minnar. Haustið 1946 fór skó’.anefrd fram á það við mig að taka að mér unglinga- skó’a. er hafði verið starfrækt- ur ] ár sem kvöldskóU. Þá sagði ég upp starfi hjá flokkn- um og gekkst í því að þessi skóli var viðurkenndur sem miðskóli, samkvæmt spánnýj- um fræðslulögum, Síðan hef ég verið kennari við þann skóla, og er nú að hefja mitt 17. og síðasta ár. Árið 1956 tók ég að mér skólastjórastarfið við barna- og miðskólann út úr vandræð- um og það haust byrjaði kon- ■an aftur að kenna. til að geta staðið við hlið mér i þessum ný.ja vanda. en hafði hætt því 1941. Skólastjóri var ég 12 ár. en , þá Josnaði ég aftur. Mér hefur ifal’.ið mjög vel kennslustarfið og við krakk- ana. — Svo varstu hér í fram- boði? — Eftir að ég kom hingað var é°' í framboði i Áí'ne='ý=''u fv’-i- Þósíalistsflnkkinn við Al- þÍ^ SVrr^r-rt - ~ l- ov> 1°1° bá sg ért ég varð annað’-vnrt bætt.n bví eða hætta pfl skrifa. Einmit't þá sóttu á mig ný verkefni í sam- bandi við hernámið — sem leiddu mig aftur út í Sturlungu. '— Já. bú sökktir þér í sagn- fræði — jafnframt skólastarf- inu. —- Já, hér hef ég skrifað f.iórar sasnfræðibækur: Saga þín er saga vor. ísland hefur jarl, Snorri skáld í Reykholti og Sagnameistarinn Sturla. Áð- ur hafði ég skrifað bér Bónd- ann í Kreml, ennfremur Um daginn og veginn. en um eitt skeið var ég tíður í útvarpinu og bókin er kaflar þeirra er- inda. — Og hvað hefur þú nú á prjónunum? — É? er hættur við Sturl- umu. nema besar mér dettur eitthvað sérstakt í hug, t.d. erindi sem éa er rýbúinn að ta!a inn hjá útvarninu. Annars er ég hættur við Stur’unsu. Mér sagði fyrrverandi með- blaðamaður minn. Haraldur Sigurðsson. að þrennt væri það sem auðveldast gerði hvern mann vitlausan: tafl, ættfræði og Sturlunga. Ég hef snúið mér meir að biblíunni í seinni tíð. — En er ekki líka auðvelt að verða vitlaus af henni? — Ég hef enga trú á því að hún sé banvæn fyrir mig. Og í sambandi við biblíuna er það verk sem m.ætti segja að ég hefði nú á prjónunum. — En er ekki að koma út bók eftir þig? — Jú, Skriítamál uppgjafa- prcsts. 1 henni eru ritgerðir og erindi frá nrestskaparárunum og meðan ég var í uppgiörinu við prestskapinn. Ritgerðirnar birtust m.a. í Degi, Rétti. Straumum. Skirni. Iðunni — og svo fvrirlestrar, sem áður höfðu komið út sérprentaðir, og vöktu mikið umtal á þeim tíma. Skriftamá’.in hafa aldrei birzt áður. — Segðu mér svo: hvernig er að vera hér í Hveragerði? — Hér er mjög gott að vera. Mér er mikið ánægjuefni að Framhald á 10. síðu. 1 g) - ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 9. október 1962 Þriðjudagur 9. október 1962 — ÞJOÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.