Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 9 Sævarbúar kunna elnnlg að bregða yfir sig dulargervi. Dæmi þess er hinn hnellni zanicus corvutus, sem lifir á hafsbotni innanum kóralrif Kyrrahafsins. Hann er lit- skrúðugur mjög, Ijósu hlutar myndarinnar eru eiginiega mjallhvítir, en þcir dekkstu kolsvartir. Trýnið er rauðgult og í frcmsta, dökka borðanum eru þrjár himinbláar rákir. Þessi miikla litaauðgi kemur vel hcim við marglitan sjáv- argróðurinn á kóralbotninum. Sefhegrinn er næturfugl. Á daginn leyiusi iiann í sefinu og líkist einna helzt feysknum staur. íftír Torben Bjerg Clausen hinni miðafrísku Kamerún, þar sem jarðvegurinn er að mestu ljósbrúnn leir, blandinn gljá- andi kvarts-molum, hafa aftur á móti vængi sem bera litar- hátt þess landssvæðis. Þannig er litarháttur og mynztur vængjanna breytilegt innan sömu tegundar, eftir þvi í hvernig umhvðrfi fiðrildið lif- ir. Enn eru þær tegundir fiðr- ilda, sem hafa vængi í líkingu við fölnað trjálauf. Hinn frægi brezki náttúrufræðingur Al- fred Wailace, sem á langri dvöl sinni á Malaja-eyjum at- hugaði skordýr þessi gaum- gæfilega, kemst svo að orði um þau: „Þau hafast að mestu við í þurrum kjarrskógum og hafa ómeðvitandi þann háttinn á að setjast í nánd við fallin og visnuð laufblöð. Lögun vængj- anna og litur, ásamt stelling- um fiðrildisins, orkar sem ná- kvæm eftirlíking fölnaðra laufa Þetta tekst einkum með því móti, að fiðrildið kemur sér fyrir á þann hátt, að hin stutta, stéllaga tota afturvængjanna snertir sjálfa greinina og myndar eitthvað. sem lík- ist blaðlegg. Frá þessum legg er dökk, bogmynduð lína sem liggur út í brodda framvængj- anna,. nákvæmlega til að sjá eins cg meginæð í laufblaði, og út frá henni greinast síðan aðrar skálínur, líkt og gerist og gengur á laufum trjóa. Höfuðið og fálmaramir falla inn í gróp- ið milli framvængjanna, þann- ig að útlína ..biaðsins" rofnar ekki, heldur líkir svo sem bezt má verða lögun þess. Merkileg- ast er þó, að fölleitustu væng- irnir eru alsettir smáum, kringlóttum blettum, sem minna á sambærileg svamp- fyrirbæri ”á rotnandi laufi. Hæfileikinn‘ til að leynast er vart hugsarftegur í þroskaðra formi en hér um ræðir, og á eynni Súmöt'éu hefi ég iðulega séð „blaðfiðrildin" setjast á runna og „hVerfa". líkt og und- an töfraprði. I eitt skipti heppnaðist mér að greina ná- kvæmlega staðinn þar sem slíkt fðirildi'J'settist, en jafnvel .þá missti ég; sjónar á því um stund, og það var ekki fyrr en við einbeittar athugun sem ég komst að raún um, að það sat á sínum stað beint fyrir fram- an nefið á mér.“ Nú fer maður að skilja betur ömurleg örlög „laufblaðs" eins af þessu tagi sem staðsett var í dýragarði Edinborgar. Skor- dýr þetta, sem flutt hafði verið aila leið frá Indiandi, dró svo ríkulega dám af umhverfi sínu, að forvitnir gestir garðsins, eínn áf öðrum, tfú'ðu ekki sin- um eigin augum fyrr en þeir höfðu þreifað á því. Afleiðing- arnaC’ urðu að sjálfsögðu þær. að „blaðið" dó — sem píslar- vottur og fórnarlamb á altari almenningsvantrúar á hina prentuðu sýningarskrá dýra- garðsins. Ekki er hægt að snúa sér frá laufblöðunum án þess að minn- ast nokkrum orðum á skortítlu- tegund, sem elur aldur sinn á gróðurlendum í hitabelti Am- eríku. Kaldhæðni örlaganna hefur gert hana að nágranna blaðætumaursins — átfreks „þjóðflokks“ með hrollvekjandi skolta, sem enginn barnaleikur er að komast í kast við. En þannig er skortítlan úr garði gerð, að bolur hennar er næf- urþunnur, grænn að lit og hleypur upp í háan kamb. Á þann hátt líkist hún svo mjög hinum hættulega nágranna sín- um að hann gengur framhjá henni og lætur hana afskipta- lausa. Eftirhermur Hér erum við komin að einu skemmtilegasta atriðinu í dul- arbúnaði dýranna; yfir það er notað í flestum. tungumálum sama orðið: mimicry (eftirlík- ing), þ.e„ að vissir einstakling- ar í dýraríkinu geta tekið á sig mynd og útlit einstaklinga af annarri tegund, einatt harla fjarskyldri, og jafnvel í smáatriðum. Það var brezki skordýrafræðingurinn Batep, sem fyrstur benti á þessháttar grímudansleiks-glens, er hann hafði dvalizt meðal fiðrildanna í Amazondalnum við náttúru- rannsóknir. Hann veitti þvt eftirtekt, að meðal einnar fiðr- ildaættar gátu fundizt einstak- lingar, sem að vængjalögun, lit og vængmynztri virtust i fljótu bragði vera eins og allur þorr- inn, en þegar betur var að gáð reyndust alls ekki tilheyra ætt- inni. Frá því að Bates greindi fyrstur manna á milli raun- verulegs einstaklings innan vissrar fiðrildaættar og eftir- líkingar af ættinni, hafa fund- izt allmörg önnur dæmi um hliðstæð fyrirbæri, og nú er það alkunna, að það er einkum meðal skordýranna sem nátt- úran hefur fundið upp á slíkri varnaraðferð. Og það er ekki út í loftið gert. Skordýrin eru, eins og Darwin komst að orði, „tilvalin til að blekkja og fremja látalæti, eins og flestar veikburða verur eru“. Aðeins þau þeirra, sem ráða yfir á- hrifamiklum vopnum, eins og geitungurinn, býflugan og sporðdrekinn, þurfa ekki á neinum dularklæðum að halda, enda fremja þau engar eftir- hermur með útliti sínu, þótt hinsvegar sé í stórum stíl hermt eftir þeim. Það má segja, að hvað þetta snertir beiti dýrin pólitískri slægð. Og hvaða karlmaður skyldi ekki vera sammáia kollega Bat- es, Wallace að nafni, sem heldur því fram, að kvcndýrin noti sér miklu oftar en karl- dýrin hverskyns tækni í blekk- ingarskyni? En þess ber líka strax að geta, að skýringin á fyrirbærinu er sú, að ábyrgð kvendýrsins, móðurinnar, er mikil hvað snertir viðgang teg- undarinnar. Það verður fram- ar öllu að verja hana. — Sams- konar á sér einnig stað meðal fuglanna, þar sem kvenfuglinn tekur á sig mynd umhverfisins um klaktímann, eftir því sem hún frekast má. Fluga eða geitungur? I Danmörku fyrirfinnsi flugnategund, sem að útliti og háttum er nauðalík geitungnum. Nái maður að hremma hana, hreyfir hún bakhlutann ná- kvæmlega á sama hátt og hin stingandi frænka hennar, og með þeim tilætlaða árangri, að maður flýtir sér að sleppa. Við nánari athugun kemur í ljós, að þetta er meinlausasta ílugu- grey. Hún hefur aðeins tvo vængi, geitungurinn hins vegar fjóra. En hver getur séð það, þegar hún er á flugi? Og eng- an hefur hún broddinn, — en hver þorir að treysta því, þar sem anginn sá arna hagar aér á allan hátt eins og ekta geit- ungur! Brezki líffræðingurinn Poult- on, sem var sérfræðingur í flugum, gerði tilraunir með blekkingameistara af þessu sauðahúsi. Hann hafði sandeðlu geymda í lítilli öskju, setti í öskjuna eina af hinum „grímu- klæddu“ flugum og beið þess spenntur, hver viðbrögð sand- eðlunnar yrðu. Fyrst í stað hélt hún sig fjarri geitungnum sem hún hélt vera. En smám sam- an varð hún djarfari og kom nær. Þegar tækifæri gafst, kom hin næma og lipra tunga sandeðlunnar upp um sann- leikann. Bolur skordýrsins var nefnilega mjúkur og loðinn, en ekki harður og snoðinn eins og á geitungsókindinni. Og sann- færð um hinn rétta uppruna flugunnar lét sandeðlan hana hverfa ofan í viðan hvoft sinn á stundinni. Nokkrum dögum síðar endur- tók Poulton tilraunina með sömu sandeðlu og öðrum grímuklæddum einstakling af sömu flugutegund. Og í þetta sinn var sandeðlan ekkert að reyna að halda aftur af lyst sinni. Hún hafði lært lexíuna. — ,,Namm-namm“, sagði hún . . og gleypt var flugan! Tilraun sem þessi hefur tvö- falt gildi, þar sem hún sýnir í fyrsta lagi, að skordýraætur fara ekki eingöngu eftir eðlis- ávisun sinni, heldur mynda sér í bókstaflegri merkingu sjálf- stæða skoðun um væntanlegt fórnarlamb; í öðru lagi sannar hún einnig hagnýti dularklæð- anna úti í náttúrunni. í þessu tilfelli var flugan lok- uð inni í örfárra sentimetra fjarlægð frá böðli sínum. En úti í náttúrunni — þar sem sandeðlan hefði verið í meiri fjarlægð — hefði dularbúnaður hennar að öllum líkindum forð- að lífi hennar. Sumar bjöllútégundir virðast hafa einskonar rýting falinn aftantil, og áhrifin verða enn meiri sökum þess, að dýr þessi leggja ekki vængina að öllu leyti saman, er þau setjast — eins og aðrar tegundir gera — heldur leggja þá flata, á ná- kvæmlega sama hátt og geit- ungurinn gerir. Köngulóin engisprettan Köngulóin á líka til sina bragðvísi. 1 hitabeltinu fyrir- finnast tegundir, sem eru svo líkar maurum, að furðu gegnir Kostir slíks virðast ekki liggja í augum uppi, en ýmsar rann- sóknir hafa leitt í ljós að fugl- ar eru sólgnari í meistara hins þunna vefnaðar en skordýr þau, sem byggja þúfur, svo það er í aðra röndina hábölvað að vera könguló við slíkar aðstæður. En hinn raunverulegi mismun- ur hvað snertir fjölda fóta og fálmara, er gerður að engu á hinn snjallasta hátt. Maurinn hefur 6 fætur og 2 fálmara; köngulóin 8 fætur, en enga fálmara. En hún grípur til þess húsráðs að reka tvo fremstu fæturna út í loftið — eins og fálmara — og hreyfa þá fram og aftur á sama hátt og maur- inn hreyfir þreifihorn sín. Jafnvæginu er náð. Tilgangur- inn helgar meðalið með góð- um árangri. Þá erum við komin að loka- atriðinu. Grönn og spengileg stekkur afrísk engispretta fram á svið- ið, sömuleiðis í gerfi maurs. Hvemig hefur nú þessu sterk- byggða dýri tekizt að dul- búast svo þröngum klæðum og reyra sig svona í mittið? Lítum bara á: Einmitt þar sem eru samskeyti hinna breiðu fram- og bakhluta dýrs- ins, eru hvítir, bogadregnir blettir sinn hvoru megin við dökka rák. I fjarlægð verður augað ekki vart við blettina sem slíka, heldur greinir það aðeins hina sívölu fram- og afturhluta maursins, tengda þunnum, svörtum stilk. Dular- gervi, eins og það getur snilld- arlegast orðið í öllum sínum einfaldleika. Hægt væri að bæta langri runu dæma við þau, sem þeg- ar hafa verið nefnd; dæma, sem hvert um sig myndi auka skilning á náttúrunni — ekki í mynd neins hryllings eða ó- bilgirni, þar sem ráði lögmál- ið auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, heldur á dásamlegum og hentuglegum sköpunarmætti hennar, þar sem einstaklingun- um eru veittir miklir möguleik- ar til að lifa — og l'ifa af. Enginn er skilinn eftir hjálp- arlaus með öllu. Eins og við höfum séð, á þetta ekki hvað sízt við um þær lífverur, sem eiga tilveru sína að geysimiklu leyti undir því að búast árangursríku dul- argervi. Biaðætumaurinn (t.v.) gcngur fram hjá tvifara sínum skor. títlunni án þess að gera henni mein. * <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.