Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 7
Fimmtwlagur 6. ágúst 1964 ÞIÖÐVILJINN SÍÐA 7 ■H VÖNDUD BÓK UM fSLAND GEFIN ÚT Á ÞÝZKU ■ Um næstu áramót er væntanleg ný bók um ísland hjá þýzka forlaginu Kaiser & Cate í Frankfurt a.M. Höfundur bókarinn- ar er hinn kunni þýzki íslandsvinur dr. Haye W. Hansen, sem er mörgum íslend- ingum að góðu kunnur, enda hefur hann ferðazt mikið um ísland og teiknað fjöl- margar myndir af landi og þjóð. Evrópufrímerki Hinn 14. september n.k. gef- ur póst- og símamálastjómin út tvö ný frímerki, Evrópu- merki. Á frimerkjum þessum er mynd af blómi með 22 blöðum og áletruninni ,.5 ára afmseli”. í- Segulbandstæki stolið Föstudaginn 31. júlí sl. var brotizt inn í herbergi aftur í Gullfossi er þá lá hér við hafnarbakkann og stolið það- an Telefunken-segulbandstæki. Þetta var um kl. 5 @g sáu menn sem voru að vinnu við skipið tvo menn fara um borð og koma aftur frá borði skömmu síðar og hélt annar þeirra þá á segulbandstæki undir hendinni. Rannsóknar- lögreglan biður þá sem kynnu að geta gefið einhverjar upp- lýsingar um þennan þjófnað að geía sig fram. Fréttam. Þjpðviljans ræddi stuttlega við dr. H. W. Hansen um hina fyrirhuguðu Islands- bók. Tilganginn með útgáfu bókarinnar kvað hann fyrst og fremst að gefa glöggt yfirlit um svo til allt sem Island varðar. og er bókinni skipt í kafla um landafræði, jarð- fræði, sögu, atvinnuhætti, menningu og þjóðlff. — og heiti bókarinnar er: Island frá Víkingaöid til nútímans. Is- lenzkir fræðimenn hafa lesið yfir kafiana hver á sínu sviði, og kvaðst dr. Hansen mjög þakklátur þeim fyrir það, en þeir eru dr. Alexander Jó- hannesson fyrrv. rektor Há- skólans, dr. Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur. dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. dr. Kristján Eldjám þjó<V minjavörður og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. I bókinni verða 16 mynda- síður í litum, 8 síður af venju- legum myndum og að auki 60 myndir, sem höfundurinn hef- ur teiknað á ferðum sínum um lsland, þar á meðal eru all- margar mannamyndir af ýms- um þekktum Islendingum. Upplag bókarinnar verður 5000 greinar um Island í blöð og tímarit, en auk þess hefur hann farið í margar fyrirlestr- arferðir um Þýzkaland. S.l. vetur hélt hann t.d. fyrirlestra um Island í 16 borgum og á vetri komanda mun hann fara aðra slíka fyrirlestrarferð. Hann kvaðst vona að íslands- bók sín yrði til þess að auka skilning á landi og þjóð og glæða áhuga ferðamanna fyrir því að heimsækja landið. Þess má að lokum geta að meðal hinna fjölmörgu Is- landsmynda dr. Hay W. Han- sen. er að finna 20 teikningar af islenzkum þjóðbúningum, en þær hefur dr., H. W. Hansen á- nafnað Þjóðminjasafni Islands að sér látnum. Aftan við bókina verður að finna ýtarlega heimildaskrá, og eru þar upp talin flest rit á islenzku, Norðurlandamálun- um. ensku og þýzku, sem fjalla um sama efni og bók dr. Wl <S2- Þotumar hafa stytt flugtimann til mikilla muna á öllum Iciðum — löngum og stuttum. Flutningar með fíug- vélum hafa tvö- faldait á sjö árum ■ Á síðasta ári, 1963, námu heildarflutningar áætlun- arflugvéla í heiminum 17.000 miljónum tonn-kílómetra. Hefur þessi tala meira en tvöfaldazt á síðustu 7 árum og er hærri en nemur samanlögðum flutningi í lofti sex fyrstu árin eftir stríðslok, 1946—1951. eintök til að byrja með. þar til séð verður hvaða undir- tektir hún fær. en einnig er í ráði að gefa hana síðar út á ensku og sænsku. Dr. H. W. Hansen hefur á undanfömum árum unnið mjög að kynningu Islands í heima- landi sínu. Hann hefur skrifað H. W. Hansen og naer skráin einnig til erlendra ferðabóka um Island. Kvaðst höfundur hafa iagt mjög mikla vinnu í skráningu þessara heimildar- rita, og er það mikill fengur að fá svo greinargóða skrá um þessi efni á einum og sama stað. — b.s. Þessar upplýsingar og þær sem hér fara á eftir er að finna í nýjasta hefti timarits ICAO, Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar. Heildarflutningar með flug- vélum á s.l. ári um 2.000 miljónir tonn-kílómetra eða 12 af hundraði, sem er litlu minni aukning en varð á loftflutningunum árið 1962, en þá var hundraðstala aukning- arinnar, miðað við árið á und- an, 12,6. Flutningar á alþjóðlegum flugleiðum jukust á árinu um 12.7%, en 11,4%! í innanlands- flugi. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að enn eru far- þegar í innanlandsflugi um allan heim þrefalt fleiri, eða rúmlega það, en á flugleiðum milli landa. Á alþjóðlegum flugleiðum nema farþegaflutningarnir um 17% heildarflutninganna, en á innanlandsleiðum er hlutfalls- talan 79. Um það bil 134 miljónir far- þega voru fluttar með flugvél- um á liðnu ári, þar af 33 milj- ónir á alþjóðlegum flugleiðum en 101 miljón í innanlands- Slugi. Nemur aukningin. frá fyrra ári 13 miljónum. Hlutur Bandaríkjamanna í farþegaflutningum með flug- vélum er eins og áður lang- samlega mestur eða, 55,1% af heildárflutningunum. 1 sumum öðrum löndum hafa farþega- flutningar með flugvélum auk- izt mjög mikið. t.d. um 40% í Japan, 23% í Sambandslýð- veldinu Þýzkalandi, 18% á Spáni, 17% í Kólombíu, 16% í Suður-Afríku, 15% í Ind- landi og 15% á Italíu, svo dæmi séu nefnd. Um 3 miljónir yfir Norður- Atlanzhaf Á árinu 1963 voru farþegar með flugvélum félagsins, sem aðild eiga að Alþjóðasamtök- Framhald á 9. sfðu. ‘ivivi'iv IvlvMv 30. DAGUR Eftir þessi tíðindi hafði Haraldur konungur þing við liðið, segir mönnum ætlan sína, að hann vill fara með hemum til Vébjargaþings og láta sig taka til konungs yfir Danaveldi, inna síðan landið; telur pað jafnvel sína erfð sem Noregs- ,-eldi eftir Magnús konun^ frænda sinn. Biður þá liðið efla sig, lætur þá munu Norðmenn vera allan aldur yfirmenn Dana. 'l Þá svarar Einar þambar&kelfir, lét sér vera skyldra að flytja Magnús konung, fóstra sinn, til graftar og færa hann feður sínum, Ölafi konungi, en berjast útlendis eða gimast annars konungs veldi og eign. Lýkur svo málinu, að betra þótti honum að fylgja Magnúsi konungi dauðum en hverjum annarra konunga lifanda. Lét síðan taka líkið og búa um veglega, svo að sjá mátti umbúnaðinn á konungsskipið. Þá bjuggust allir Þrændur og Norðmenn til heimfarar með líki Magnúss konungs og raufst leiðangurinn. Sér þá Har- aldur konungur þann kost inn bezta að fara aftur til Noregs og eignast fyrst það veldi og eflast þaðan að liði. Fór nú Har- aldur konungjr aftur með öllu liðinu í Noreg. En þegar er hann kom til Noregs, þá átti hann þing við landsmenn og lét taka sig til konungs um allt land. Fór hann svo allt austan um Víkina, að hann var til konungs tekinn í hverju fylki í Noregi. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.