Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 2
oll>A HÖÐVIUINN Flmmtudagur 6. ágúst 1964 Ályktun miðnefndar Samtaka hernámsandstæðinga í tilefni forsetaframboðs BARRY GOLDWATERS Forsetakosningar í Banda- ríkjum Norður-Ameríku hafa löngum þótt tíðindum sæta, þar éð forsetaembættinu þar fylgja mikil völd, val ráðherra skipun embættismanna í fjöl- margar mikilvægar stöður. úr- slitaáhrif 'um mótun stefnunn- ar jafnt í innanlands- sem ut- anríkismálum. Því öflugri og atkvæðameiri sem Bandaríkin hafa orðið á alþjóðavettvangi, þeim mun meiri tíðindum sæt- ir stjómmálaþróunin i landinu. Og á kjarnorkuöld, þegar Bandaríkin eru annað mesta herveldi heims og flestum löndum áhrifaríkara á sviði al- þjóðamála, er þaráttunni um forsetakjör þar veitt óskipt at- hygli heimshornanna á milli. Mönnum er ljóst,' að valda- ---------------------------------- 'm ira !???k]örln í >pka alhýöulýðveldinu Ég hef orðið þess var, að grein mín þann 12. júlí um lífskjör á Islandi og í Þýzka alþýðulýðveldinu hefur vakið undrun margra. Þeir héldu. að velmegun væri hér stórum meiri en þar eystra. Þannig var það að vísu fyrir 10 árurh. og þá báru meira að segja margir Austur-Þjóðverjar merki skortsins. Og fyrir 6—7 árum, meðan vinstri stjómin sæla var hér við völd, var fjárhagsafkoma Islendinga ennþá mun betri. En nú er öldin önnur, og forskot Þjóð- verjanna heldur áfram að aukast. Síðustu atburðir hér á Is- landi sýna þetta ljóslega. Ég áætlaði um daginn, að fjögra manna íslenzk fjölskylda yrði að hafa rúmlega 162 þúsund króna árstekiur til þess að geta veitt sér iafn mikið og jafn- stór þýzk fjölskylda með 120 búsund króna árstekjur (rúm 900 mörk á mánuði). en það reiknast mér meðaltal þar í íárí'ái. án allrar yfirvinnu. En í þessari áætlun var mið- að við, að samanlagðir skaftar íslenzku fjölsteyldunnar væru aðeins 20 þúsund. Þeir sem staðið hafa í biðröðum r gam’a Iðnskólahúsinu síðustu daga til að frétta um skatta sína. jjeta bprið, að þessi áætlim stenzt ekki. Skattaliðinn islenzka verður að hækka, sennilega í 30 þúsund eða meira, og þar með þurfa árstekjurnar að komast upp í allt að 175 þús- und til þess að veita jafn góð kjör og austurþýzka fjölskyld- an hefur. Svona ör er þróunin, að samanburðurinn á þessum tveim þjóðum verður úreltur áður en ‘mánuðurinn er liðinn. 1 leiðinni ætla ég að bæta úr dálitlum glöpum í fyrri grein minni. Verð á reiðhióhim og skjalatöskum snerist við í prentuninni eins og glöggir les- endur munu hafa getað ráðið í Og fargiöld í Vestur-Berlín voru sögð hærri en rétt er eða krónur 8 80. Þau eru nú kr. 4.40 með , neðaniarðarlestum og sporvögnum. en 5.50 mpð strætisvögnum, miðað við að 11 krónur séu í markinu í V- Þýzkalandi eins og ég reiknaði með í Austur-Þýzkalandi. Að vísu telja Vestur-Þióðverj ar,• að tvö austurþýzk mörk þurfi á móti einu vesturþýzku. oe samkvæmt því yrðu bessar töl- ur 8.80 og 11.00. Slíkum út- reikningi er þó ekki vert að taka mikið mark á. Þetta at- riði §kiptir að vísu engu máli í þeim samanburði á afkomu íslendinga og Austur-Þjóðver.ia sem ég gerði, en þó er sjálf- sagt að hafa hér heldur það sem sannara revnist. , Páll Bergþór*son Þeir græða á sköttunum Þegar skattar á auðfélög- um og gróðamönnum voru lækkaðir stórlega 'v fyrir nokkrum árum, var sú ráð- stöfun m.a. rökstudd með því að hún myndi hamla gegn skattsvikum. Morgunblaðið og Alþýðuþlaðið héldu því fram að þegar stjómarvöldin ávörpuðu fjárplógsmenn af sanngirtii mynd,u þeir svara með heiðarleik. En eins og vænta mátti hefur þessi til- raun til þess að siðvæða fiárplógsmenn engan árangur borið Engum þeim sem blaðar í ska,ttskránni getur dulizt að- skattsvik eru nú ósvífnari og stórfelldari en nokkru sinni fyrr: fiölmargir atvinnurekendur sem lifa í vellvstingum praktuglega og neita sér ekki.um neitt greiða lægri gjöld en verkamennim- ir sem verða að leggia á sig tvöfaldan vinnudag til þess að komast af En með þessu er sagan að- eins hálfsögð Ekvj aðeins eru islenzkir fjárafiametm af- kastamiklir skattsvikarar, heldur eru þeir og skatt- heimtumenn ríkisins. Þeim er falið að innheimta söluskatt- inn sem er nú orðinn drýgsta tekjulind ríkissjóðs. En um leið og þeir falsa framtöl sín til skatts og segja raiigt til um starfsemi fyrirtækja sinna, eru þeir að stinga hluta af söluskattinum i eig- in yasa. Sú upphæð af sölu- skatti sem fyrirtækin skila rikinu verður að vera í sam- ræmi við framtalið að öðru leyti, og þegar fjárplógsmenn lýsa sér á framtalseyðublöð- unum sem blásnauðum vesal- ingum verða þeir einnig að halda þyí fram að þeir ha.fi aðeins veitt viðtöku sáralitl- um söluskatti. Þannig er því ekki aðeins svo háttað að fjárplógsmenn losni við réttmæt gjöld og velti þeim yfir á launþega, heldur hirða þeir og umtals- verðan hluta af söluskatti þeim sem neytendur greiða i hvert skipti sem þeir kaupa einhverja nauðsyn. Fyrir þá er skattheimta rikisins ekki baggi, heldur gróðalind Ausrtrl. mesti maður þessa stóra veldis ber flestum einstaklingum meiri ábyrgð á framvindu mála, stefna hans getur skipt sköp- um fyrir gjörvallt mannkyn. Þau lönd. sem veitt hafa Bandaríkjunum aðstöðu til hersetu og gerðar hernaðar- mannvirkja innan sinna vé- banda, eiga hér öðrum meira í húfi. Þeim ber skylda til að fylgiast sem gerst með þróun bandarískra stjórnmála og draga af henni rökréttár á- lyktanir. Tilnefning Barry Goldwaters öldungadeildarþingmanns sem forsetaefnis republikana við kosningamar í haust, hlýtur að hafa afdrifaríkar afleiðingar að hafa afdrifarík áhrif á bandarisk stjórnmál í náinni framtíð. Sú staðreynd ein, að stjómmálamaður með slíka stefnu hefur með yfirgnæfandi fylgi verið valinn forsetaefni annars langstærsta flokks bjóð- arinnar. talar skýiu máli um það. sem í vændum getur ver- ið. Er þegar l.ióst. að Goldwat- er og stuðningsmenn hans slá á ýmsa strengi, sem finna ótrú- lega mikinn hljómgrunn með- al Bandaríkjaþegna. Reynslan sannar. að múgæsingamenn geta' með tilstyrk auðmagns, í krafti nútimaáróðurstækja og með notkun einfaldra slagorða. náð furðulegum árangri í kosningabaráttu. Verður því að teliast ful'komið ábyrgðarleysi að loka augunum fyrir því, að Goldwater geti sigrað við forsetakjöríð i haust og öðl- azt þannig aðstöðu til að fram- fylgja stefnu sinni. Á sviði innanlandsmála fylg- ir Goldwater hinni römmustu afturhaldsstefnu. Hann snérist öndverður gegn því að repu- blikanafíokkurinn léti í Ijós vanböknun á hinum illræmda^ leynifélagsskap Ku-KIux-Klan og samtökum ofbeldissinnaðra öfgamanna, sem kennd eru við ■Tohn Birch. Á þingi greiddi hann atkvæði gegn löggjöfinni um aukið iafnrétti kynþátt- anna. Hann hefur barizt gegn bvi'. að Bandaríkin legðu fram fé til þess að draga úr at- vinnuleysi í landinu. Hann krefst þess, að miklar hömlur séu lagðar á starfjæmi verka- lýðsfélaga. en vill að auðhring- ar njóti óskoraðs athafnafrels- is. Stefna Goldwaters í utan- rikismálum einkennist af slíku ofstæki, að framkvæmd hennar myndi steypa bjóðum heims fram á hensiflug kjarnorku- styrialdar. Goldwater vÖl, að Bandaríkin segi sig úr sam- tökum Sameihuðu þjóðanna. Hann hefur lagt til, að þau slíti stjómmálasambandi Við Sovétrikin. Hann vill. að ein- stakir hershöfðingjar í Banda- rikjaher fái vald til þess að á- KKYDDRASPIÐ kveða, hvenær kjamorkuvopn- um skuli beitt. Hann vill, að Bandaríkin beiti kjarnorku- vopnum i sambandi við styrj- öldina í Vietnam Hann telur sjálfsagt, að Bandaríkin við- urkenni útlagastjóm Kúbu- manna og efli hana til inn- rásar á Kúbu og styrjaldar um yfirráð þar. öll dagblöðin á Islandi hafa varað við afleiðingum af fram- boði Goldwaters. Alþýðublaðið hefur bent á. að Goldwater hafi „lagzt gegn nær öllum veigamestu þjóðfélagsumbót- um. sem Bandaríkjamepn hafa. komið á hjá sér’,’ og yrði það „áreiðanlega ekki til góðs fyr- ir sambúð Bandaríkjanna við önnur lönd, að Goldwater ynni forsetakjör.” Morgunblaðið seg-^ ir, að sigur Goldwaters hafi valdið ,.kvíða og áhyggjum meðal Evrópuþjóða” og geti haft „uggvænleg áhrif á fram- itíðarbróun stjórnmála í vold- ugasta lýðræðisríki heims.-’ Tíminn segir, að tilnefning Goldwaters’ sé ,,sönnun þess hvemig spilltustu öfgaöfl hafi. náð lagt út fyrir Bandaríkin”. Viáir segir, að Barry Goldwat- er sé „lýðæsingamaður", „póli- tískt nátttröll” ,og ..stjórnmála- maður sem virðist halda, að atómsprengjur séu leikföng, en ekki risavaxin tortímingar- tæki“; n.æði hann kjöri. yrði hann ..valdamesti maður Atl- anzhafsbandalagsins. maður sem tekur ákvarðanir um hvort kalda stríðið hættir að vera kalt og verður heitt.” Þjóð- viljinn bendir á,‘ að. nái Gold- water marki sínu yrðu „einn- ig herstöðvarnar á Islandi .... tæki í hendi þess manns. sem hefur tilkynnt, að hann vilji beita vopnavaldi til þess að á- kveða þjóðskipulag allra ríkja á hnettinum.” Á hliðstæðan hátt hafa ábyrg blöð og stjóm- málamenn víðs vegar um heim látið í ljós ótta við þá þróun mála, sem af kjöri Goldwaters hlyti að leiða. Kennslumála- ráðherra Danmerkur hefur lýst því yfir, að verði stefna Gold- waters ráðandi í bandarískum utanríkismálum, hljóti Danir að taka úrsögn úr Atlanzhafs- bandalaginu til alvarlegrar at- hugunar. Við lslendingar_ erum ekki einungis aðilar að Atlanzhafs- bandalagi, heldur bundnir samningi um bandarískan her og herstöðvar á íslenzkri grund. Hin nýju og háskalegu viðhorf í stjórnmálum Banda- ríkjamanna hljóta því að verða til þess. að við tökum afstöðu okkar í þeim málum til gagn- gerðrar endurskoðunar. Sú staðreynd, að herstöðvar á Is- landi geta innan hálfs árs kom- izt undir yfirstjóm manns, sem telur notkun kjamorkuvopna sjálfsagða og óumflýjanlega, ætti að vera okkur næg við- vörun. Samtök hernámsand- stæðinga skora því á íslenzku þjóðina og forustumenn henn- ■ar að draga rökréttar ályktanir af framangreindum staðreynd- um. Telja samtökin brýnna en nokkru sinni fyrr. að herstöðv- arsamningnum við Bandáríkin sé sagt upp og" herinn hverfi úr landi svo fljótt sem verða má, og tslendingar taki upp ó- háða utanríkisstefnu. Stúdentar erlendis Almennur sambandsfundur Sambands íslenzkra stúd- enta erlendis verður haldinn í fþöku við Menntaskól- ann föstudaginn 7. ágúst kl. 20,00. Stjórnin. m sölu íbúðarjarðhæð við Glaðheima. Félagsmenn sem vilja nota forkaupsrétt að íbúðinni snúi sér til skrifstofunn- ar að Hverfisgötu 39 fyrir 9. ágúst. B. S. S. R. Sími 23873. SMIDUM Þeir sem byggja hús eða kaupa ibúðir i smíðum er skylt að brunatryggja og Ieggja fram vottorð til lánastofnana. Samvinnutryggingar bjóða víðtæka trygg- ingu vegna slíkra framkvæmda með hag- kvæmustu kjörum. Tekjuafgangur hefur num- ið 10% undanfarin ár. Tryggið þar.sem hagkvæmast er. FÆST í NÆSTU BÚÐ SAMVIIVNUTRYGGINGAR sfmi 20500 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.