Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.08.1964, Blaðsíða 10
SlÐA ÞJ6ÐVILIINN Fimmtudagur 6. ágúst 19S4 hefur gengið í beztu skóla í austurfylkjunum en lagar vilj- andi mestu öfgana í málfarinu. Sjálf röddin var djúp og þægi- leg og hún gerði karlmenn óör- ugga og feimna í návist sinni eins og hún myndi miskunnar- laust gera gys að hvers konar heimsku eða hégóma. Við upp- tökumar var hún dugleg og ein- beitt, eigingjöm. áköf í að verja skoðanir sínar og áhugamál, viss um eigin hæfileika, miskunnar- laus gagnvart sviksemi. Delaney hafði i upphafi sagt við Jack: Ég skal gera mitt bezta til að verja þig fyrir henni, en þú verður líka að gæta þin. Hun sópar þér bókstaflega út af sviðinu ef þú slakar á andartak. Líkamsvöxtur hennar var rómaður og ekki að ástæðu- lausu. Hún var mjúk og liðug í hreyfingum eins og unglings- stúlka. en hún þjálfaði kropp sinn eins og fimleikamaður og hún gætti þess hvað hún át og drakk eins og hnefaleikameistari í þjálfun. Hún var tuttugu og sex ára og ef hún vildi gat hún hæglega litið út eins og átján ára. Hún las heilmikið, án ‘mik- ils skipulags eða gagnrýni, rétt eins og hún vildi ráða bót á menntunarskortinum í kjölfari olíugrafarans, og heili hennar var eins og lukkupoki af stað- reyndum og tilvitnunum frá ó- líklegustu stöðum. Hún hafði gengið upp í starfi sínu og hafði aldrei gifzt. Allt þetta hafði smám saman fyllt Jack aðdáun, þrá og loks ást. En hann var ekki ennþá farinn að segja neitt. Jack ók upp að stóra. hvíta húsinu 'í hæðunum og stöðvaði bilinn. Hundurinn fór að ýlfra f aftursætinu, áfjáður eftir að komast út. — Æ, hver skollinn, sagði Carlotta. — Hvað er að? Carlotta benti á Kádilliák sem stóð í innkeyrslunni. Það er gestur hjá mér, sagði hún. Þú getur ekki komið með mér inn. — Af hverju ekki? spurði Jack. — Gesturinn yrði afbrýðis- samur. — Hver er það? Jack horfði hugsi á bflinn. Hann var stór. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18. III. h. flyfta) — SÍMI 23 6 16. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tiamar götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆ.TAR — (María GuðmundsdóttjrT r.aneavegi 13 — SfMT' '4 6 56. — Nuddstofa á sama stað. nýr og dýr, en í Hollywood táknaði það hvorki eitt né neitt. Það táknaði aðeins að einhverj- um hefði tekizt að öngla saman þúsund dollurum í fyrstu af- borgun og vonadi hið bezta. Hann átti sjálfur opinn Ford- bfl, sem hann hafði keypt notað- an. — Hver hann er? spurði Carl- otta tortryggin. Veiztu það ekki? — Nei. — Ertu að stríða mér? — Ætti ég að vita það? Carlotta hló og laut 'að honum og kyssti hann létt á ennið. Fyr- ir fáfræðina, sagði hún. Sem er meiri en skyldan í Hollywood mælir fyrir. Svo sagði hún hon- um nafnið á eiganda Kádilljáks- ins. Það var Kutzer. forstjóri kvikmyndafélagsins, maðurinn sem hafði gefið Jack nafnið James Royal. Ég hélt að allir vissu það, sagði Carlotta á- hyggjulaus. Það hefur staðið síð- an tveim dögum fyrir synda- flóðið. . , , — Ertu hrifin af honum? spurði Jack — Hættu þessu ýlfri, Busi. sggði Carlotta við hundinn. — Ertu hrifin af honum? end- urtók Jack. Kutzer var fertug- ur að minnsta kosti, kvæntur, átti tvö börn. Hann var þunn- hærður og með dálitla ýstru og vakti bæði ótta og aðhlátur í kvikmyndaverinu, rétt eins og aðrir pienn í svipuðum stöðum í Hollywood. Jack hafði aldrei heyrt neinn hrósa honum. — Við skulum segja. að í kvöld sé ég ekki hrifin af honum, sagði Carlotta. — Jæja. ég bið þá að heilsa honum, sagði Jack. Góða nótt. Carlotta opnaði bfldyrnar. svo lokaði hún þeim þrjózkulega aftur. Ég kæri mig ekki um að segja góða nótt, sagði hún. Mig langar í drykk. — Ég er viss um að þú getur hæglega fundið þér drykk þama inni, sagði Jack og benti á hús- ið. — Mig langar í drykk með þér, sagði Carlotta. Með þér ein- um. Og vertu ekki með þessa tuttugu og tveggja ára fýlu. Seztu, Busi. og vertu rólegur. Hún hagræddi sér í sætinu upp við öxlina á Jack. Ratarðu héðT, an og heim til þín, Jack? sagði hún. Jack leit aftur á húsið, leynd- ardómsfullt og dimmt með tjöld- in dregin fyrir og á gljáandi, dýra bflinn í innkeyrslunni. Svo ræsti hann Fordinn. sneri við A skyndi og ók til baka niður mjóan, bugðóttan veginn. Jack bjó öfugu megin í Bev- erly hæðum, fyrir neðan spor- vagnabrautimar, í vistarverum sem kölluðust garðíbúðir. Bygg- ingin var í lögun eins og lokað- ur ferhymingur, með inngang inn um port og stóran. óræktar- legan garð, sundurskorinn af malarstígum. Um leið og hann stöðvaði bíl- inn, sá hann að eigandi einbýlis- húss hinum megin við götuna stóð snöggklæddur fyrir framan húsið sitt og vökvaði grasblett- inn sinn af mikilli alvöru. Það var erfitt að gizka á hvers kon- ar ást á moidinni eða andúð á heimflislífmu hafði rekið granna hans tSl þessarar næturvirmu. Þau stigu útúr Fordinum og gengu gegnum bogagöngin inn í miðgarðinn og hundurinn snuðr- aði á undan. Ljós var í nokkr- um gluggunum og útum einn þeirra bárust ómar úr ..Val- encia“ sem danshljómsveit lék í útvarp. Rakur þefur af lárviði og eucalyptus barst úr garðin- um. Jack opnaði dymar að íbúð sinni og dró gluggatjöldin fyrir, svo að nágrannarnir sæju ekki inn þegar hann kveikti ljósið. Áður en hann næði að kveikja, færði Carlotta sig milli hans og veggjarins og stóð þar og beið í myrkrinu. Jæja? sagði hún. Hann tók hana í fang sér og kyssti hana. Meðan hann hélt utanum hana, fann hann að hundurinn þefaði rannsakandi af fótunum á honum. Hann mundi eftir hinum kossum þeirra við upptökumar í skæru Ijósinu fyrir framan myndavél- amar og alla hina leikarana og hárgreiðslufólkið og hljóðnem- ana og rafmagnsmennina. Jæja, við höfum þó allavega fækkað áhorfendum, hugsaði hann með kaldhæðni — nú er ekki eftir nema hundur. Umhugsunin dró úr gleði faðmlagsins. Það var eins og Carlotta hefði getið sér til um hugsanir hans, þvi að hún losaði sig úr örm- um hans og kom við rofann á veggnum. Það heyrðist suð en Ijósið kviknaði ekki: ' — Hvað er þetta? spurði hún skelkuö. 37 — Þú skrúfaðir frá hitanum. sagði hann. Hann kveikti á lampa við skrifborðið við glugg- ann og hann sá sér til undrun- ar að hún var enn með andlits- farðann frá myndatökunni um kvöldið. Hann var búinn að gleyma því að þau voru bæði að koma beint úr kvikmyndaverinu. Hann leit á sjálfan sig í spegl- inum. Andlit hans var eins og það væri aldurslaust, það var vaXlegt og' óraunverulégt. Þegar hann snéri sér frá speglinum, var hún búin að tylla sér í þunga spænska sóíann og hafði dregið undif sig fætuma. Þú lofaðir mér drykk, sagði hún. Hann fór fram í eldhús og sótti whiskíflösku og tvö glös og könnu með vatni. Carlotta svip- aðist um og gretti sig til að láta í Ijós vanþóknun sína og hon- um varð ljóst. að hann var bú- inn að gleyma því hve ljótt og bert og ósmekklegt þetta leigu- herbergi var í vaun og veru. — Þegar fólk kemur hingað, sagði Carlotta, þá flytur það í fyrstu alltaf í svona vistarver- ur. Ég kalla það andheimili. Hún tók við glasinu og saup stóran teyg. Það em ósköp að sjá okkur bæði, sagði hún og kom við farðann á andlitinu. Er það ekki Busi? Hundurinn lá á miðju gólfi og gaf henrii gætur. og nú dinglaði hann rófunni og sló henni í naktar gólffjalimar þegar hann heyrði nafnið sitt. — Fólk er hrætt við að festa hér rætur, sagði hún og var dá- lítið fljótmælt. Þetta var í fyrsta sinn síðan Jack hafði verið kynntur fyrir henni. að hann fann að hún var taugaóstyrk eða miður sfn. Þvf finnst ein- hvern veginn sem jörðin undir öllu þessu grængresi sé rotin og sundlaugamar eitraðar. Hún bandaði með glasinu í áttina að dökku útskomu húsgögnunum og grænu kalkveggjunum. Það sem þessa stofu vantar er kvefi- hönd, eins og þeir segja í kvik- myndunum. Hún leit á hmn rannsakandi og hikandi; ljósa hárið féll laust niður axlimar og peysuna hennar. Hér hefur aldrei komið kvenhönd er það? — Nei, sagði Jack, sem sat á skrifborðsbrúninni og sneri að henni og gætti þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá henni. — Þeir segja það, sag& hún. Þeir segja það. Þeir segja líka. að þú sért giftur. Er þaO satt? — Já, sagði hann. 7- Þær veiða þá yngri og yngri nú á dögum, sagði Carl- otta. Hún teygði úr fótunum f sófanum og tærnai' mvnduðu lít- ið V. Hún hallaði bakinu upp að sófabrikinni og hélt um glas- ið báðum höndum. Hvar er hún — konan þín? — í New York. — Hvemig stendur á því að hún sleppir þér svona lausbeizl- uðum? — Hún vildi ekki koma með mér. Hún er að vinna. — Við hvað? — Hún leikur í leikriti. Hún er leikkona. — Drottinn minn, tekur þetta þá aldrei enda? sagði Carlotta. Baðstu hana að koma með? — Já, sagði Jack. — Og hún vildi það ekki. — Nei. — Hvað heitir hún — ég á við hvað kallar hún sig á sviðinu? — Þú hefur aldrei heyrt hana nefnda, sagði Jack. Það hefur aldrei neinn heyrt hana nefnda. Þetta er smáhlutverk. — Og samt vildi hún ekki koma með. — Nei, hún tekur þetta mjög alvarlega. — Jæja — getur hún leikið? — Nei, sagði Jack. Hún er skelfileg. — Veit hún það? Jack hristi höfuðið. Nei, sagði hann. Hún heldur að hún sé Sarah Bemhardt Ameríku. Carlotta hló fllgimislega. Hef- urðu sagt henni það? — Sagt henni hvað? — Að hún sé skelfileg? — Já, sagði Jack. — Hvað sagði hún við því? Jack gretti sig. Hún sagði að ég gæti ekki unnt henni þess að þenni gengi vel. ég væri ekki á marga fiska sjálfur og ég skildi ekki hvað það væri að helga líf sitt listinni og Holly- wood væri það eina sem ég dygði í. — Hamingjuríkt hjónaband í leikhúslífi New York, sagði Carlotta. Hún tæmdi glasið sitt og setti það hjá sófanum og hundurinn kom og þeíaði af því vonarlegur á svip. — Hvað heldurðu að hjóna- band ykkar endist lengi enn? spurði Carlotta og teygði sig letilega í sófanum með hand- leggina upp fyrir höfuð. — Tvo daga, sagði Jack. — Hvenær ákvaðstu það? — 1 kvöld. — Hvers vegna? — Þú veizt vel hvers vegna. Þá reis hún á fætur og kom til hans og Stóð fyrir framan hann, kom létt við öxlina á hon- um með hendinni. stóru, grænu augun voru djúp og lifandi í farðanum. Ég er ekki bara kom- in hingað til að fá drykk, það veiztu vel, sagði hún. — Ég veit það. Komdu, ég ætla að aka þér heim. Hún steig skref afturábak og horfði á hann með hnykklaðar brúnir. reyndi að skilja hvað hann var að fara. Þú ert sá furðulegasti náungi . . . sagði hún. — Hlustaðu nú á, sagði hann. Ég ætla að aka þér heim núna og á morgun flýg ég til New York og segi konunni minni að ég sé ástfanginn af þér Qg ég vilji skilja og giftast þér strax og ég get. Carlotta hélt báðum höndum um andlit hans og starði í augu honum eins og til að fullvissa sig um að hann væri ekki að gera að gamni sínu. Ég er ósköp venjuleg, spillt ung stúlka sem kom til Hollywood ung að árum, Jack. sagði hún og brosti við. Ég veit ekki, hvort ég j*et stað- izt allan þennan hreinleika . . . Hann kyssti hana varlega eins og til að innsigla orð sín. — Og hvað um mig, sagði hún dauf. Hvað hefurðu hugs- .«ð þér að ég hafist að meðan þetta er allt að gerast? — Þú átt að fjarlægja alla Kádilljáka úr innkeyrslunni þinni, sagði Jack. I eitt skipti fyrir öll. Carlotta steig afturábak og snart varir sínar eins og hik- andi. Já, hvíslaði hún. Þetta læt- ur vel í eyrum. Þegar þau komu út og stigu upp í Fordinn ásamt hundinum stóð snöggklæddi maðurinn enn- þ* og vökvaði miðnæturflötina sína. Jack fannst hann horfa á þar* undrandi vegna þess hve þau komu fljótt út aftur. — Segðu mér, hvað hcfurðu oft verið gifíur? i 5KOTTA FERDIZT MEÐ LANDSÝN © Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN n s V.N ^ TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. Afgrei&slumaður I óskast sem fyrst. Upplýsingar er greini heimilisfang, menntun og fyrri störf, send- ist til Þjóðviljans fyrir 10. þ.m. merkt: „AFGREIÐSLA“ — 500. Auglýsið / Þjóðviljanum I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.