Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 48

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 48
Kvæðamenn Framhald af bls. 7. manna — og við þetta stönd- um við auðvitað. Sumt efni höfum við til að mynda feng- ið beinlínis með því skilyrði, að ekki mætti birta það í heild, en þó megi vitna til þess í vísindaritum. Og það verður að sjálfsögðu ekki birt nema á þennan hátt. Og yfirleitt má segja, að fólkið sem við ræddum við, hafi sýnt aðdáunarverðan skilning á þessum málum öll- um. Leynifélag kvæðamanna — En við skulum halda á- fram með þátt Dana. Þegar við Svend Nielsen komum úr fyrri ferðinni höfðu þau tíð- indi gerzt, að Dansk Folke- mindesamling hafði beinlínis farið þess á leit að taka þátt í ferðinni um Múlasýslur og Austur-Skaftafellssýslu. Kom þá hingað yfirmaður tónlist- ardeildar safnsins, Thorkild Knudsen, en hann hefur um langan tíma séð um fjölmarg- ar upptökur bæði í Danmörku, á Færeyjum og Suðureyjum. Tókst við hann ágæt sam- vinna sem átti sinn þátt i því, hve góðar upptökurnar voru. Áður en lagt yrði af stað austur á land, þótti ráðlegt að svipast um eftir kvæða- mönnum á Snæfellsnesi. Þar fundust tólf réttlátir, og var það nokkru meira en búizt hafði verið við. En svo er mál með vexti, að kvæðamenn mynda með sér hálfgert leyni- félag — þeir vita hver um annan en utanaðkomandi maður ekki: ef þú hefur hins- vegar verið svo heppinn að finna þann fyrsta, þá getur þú rakið þig áfram. Ég hafði reyndar forvitnazt um kvæða- menn í héraðinu áður, en án árangurs. Og það sem nú kom fram bendir til þess, að miklu fleiri séu kvæða- og sagnamenn en álitið er og vit- að er um. 17. ágúst byrjuðum við svo upptökur austur á Möðrudal og fórum um allt Austurland nema hvað öræfin urðu út- undan núna. 1 þessum ferð- um um Austfirði og Snæfells- nes urðum við uppiskroppa með tíma, og ég eá að það þýddi ekki að safna víðar en hjá þeim mönnum, sem þegar hafði verið talað við áður en lagt var af stað. En mér telst svo til, að alls hafi ver- ið safnað efni hjá fimmtíu og sjö mönnum 1 seinni ferðinni. Og karlar voru þar 1 miklum meirihluta. Konur kunna æfintýri En það er yfirleitt miklu erfiðara að safna efni hjá konum en körlum, meðal ann- ars vegna þess, að þær eiga oft mjög annríkt. En það þyrfti að gera meira að því að spyrja konur en hingað til. Ekki sízt vegna þess, að mér virðist þær kunna aðra hluti en karlar. Þær kunna meira af þulum en þeir, enn- fremur af gamankvæðum. Og þær kunna æfintýri, en engir karlar, þótt spurt væri. En sú list að segja æfintýri var svo fágæt talin fyrir nokkr- um árum, að ég hélt satt að segja, að æfintýri væru ekki lengur til í munnlegri geymd á Islandi. Samt hitti ég tvær gamlar konur, sem kunnu þessa list og jnætti sjálfsagt finna fleiri, ef vel væri leitað og nákvæmlega. önnur konan var komin á tíræðisaldur og sagði okkur tvö æfintýri, hin kunni tvö líka. Eitt þeirra var stjúpmóðursaga, annað bráðskemmtilegt afbrigði af sögunni um Ásu, Signýju og Helgu. Og er vissulega mikill fengur að þessum upptökum, þvi við höfum næsta fáa vitn- isburði um það, hvernig æf- intýri voru sögð á Islandi. Alþýoleg tónlist Það var líka mikill feng- ur að upptöku sem við gerð- um á Hornafirði, en þar sungu þrjú systkini fyrir okk- ur passíusálmana undir gömlu lögunum, tvö eða þrjú erindi úr hverjum sálmi. Og þau sungu eins og gert var í þá gömlu daga: einn byrjaði, sá er var lagvissastur, hin tóku undir. Við reyndum yfirleitt að taka upp alþýðlega tónlist, og ekki aðeins beinlínis þjóðlög, heldur og öll lög sem hafa orðið vinsæl hjá alþýðu manna, eða þau lög sem al- ^ READINGS FROM ICELANDIC LfTERATURE BIOBO | TVEIR MÖÐSKÖRUNGARISLENZKRA BÖKMENNTA HALLDOR LAXNESS DAVIO STEFANSSON NOBELSVERÐLAUNASKALD SKALD FRA FAGRASKOGI Hljómplata með upplestri þjóðskáldanna tveggja, Halldóri Laxness og Davíð Stefánssyni, er nýlega komin í verzl- anir. Með henni mun andi þeirra og raddir lifa lengst okkar á meðal. Allir unnendur íslenzkra nútímabókmennta þurfa að eignast þennan þjóðardýrgrip. FÁLKINN HF. H1 j ómplötudeild. þýðumenn hafa samið sjálfir. Það eni til dæmis lög við kvæði úr Friðþjófssögu Tegn- érs, en hún varð geysivinsæl á síðari hluta nítjándu aldar í þýðingu Matthíasar. Og svo lög við kvæði eftir Pál Ólafs- son, t.d. „Nú er hann Guð- mundur gamli vei'kur", og við kvæðið „Sjóferð" eftir Hann- es Hafstein. Og væri það skemmtilegt verkefni að gera fræðilega grein fyrir þeim breytingum eem verða á 1&* öld á íslenzku tónlistarlífi °S tónliet. Á þvl sviði er margt óunnið enn. Við hittum meira að segja mann sem hafði samið rímna- lög sjálfur. Þegar við spurð- um: hvar lærðir þú þetta? • þá svaraði hann óslcöp rólega! Ég samdi þetta sjálfur. Og var þetta mjög í hefðbundn- um stíl sem hann hafði gert* að því er Knudsen sagði. Fleira má að sjálfsögðu at- huga í sambandi við þessa söfnun. Það mætti til dæmis spyrja að því, af hverju se verið að taka upp sögur, af hverju ekki að skrifa þær nið- ur og láta þar við sitja? Því má til svara, að það er sjálf' sagt að reyna að varðveita beinan hátt list þeirra manna, sem kunna að segja sögur> svo íengi sem það eru sögur, sem hafa gengið í munnmæ ' um. Þær hafa skemmtanagiWh ef vel tekst til, og svo marg' víslegt fróðleiksgildi. Og Þe&' ar rannsakaður er stíll sa-gna þá er gott að hafa fyrir ser sögur beint komnar, nákvæm' lega eins og menn vilja segla þær, án nok'kurs milliliðs mi 1 sögumanns og áheyranda. Sögur ásamt öllum þeim kröf um sem góður listamaður greininni gerir til sín. Sh efni hefur okkur alltaf van * að. Á þjóðháttasöfnun gátum við ekki lagt mikla áherzlu, en tókum það sem á vegi okk- ar varð. Eitt er það, sem gaman væri að athuga, en við höfð' um ekki tíma til að sinna. það eru frásagnir sem hafa Islendingasögur að heimild- um. Það væri ákaflega gott og skemmtilegt að rannsaka afstöðu manna til Islendinga' sagna, en til þess þyrfti a vísu langan undirbúning, °& svo ferðir með fólki á sögU' staði. Kveðskaparsiðir Ég spurði alla kvæðamenn aem ég hitti um venjur oS 48-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.