Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. október 1965 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA Ármenningarnir sem sigruðu í fyrstu bikarkcppni KKl. — Ljósm. Bj.Bj. bikarkeppni K ö Ármenningar, 1. flokkur, urðu sigurvegar- ar í fyrstu bikarkeppni Körfuknattleikssambands íslands, en keppninni lauk á sunnudagskvöldið. rstu Til úrslita kepptu Ármerming- ar við lið Knattspyrnufélags- ins Þórs á Akureyri og sigr- uðu með 46 stigum gegn 26. Fyi*r um kvöldið höfðu Sel- fyssingar og lið Körfuknatt- loiksfélags ísafjarðar keppt um 3. og 4. sætið, og fyrrnefnda^ liðið borið sigur úr býtum. Ármenningar vinna nú í fyrsta skipti verðlaunagrip þann sem Samvinnutvyggingar gáfu til þessarar bikarkeppni KKÍ. Er þetta íarandgripur, sem það félag vinnur til eign- ar sem hreppir hann þrjú ár í röð eða fimm sinnum alls. Alls tóku 16 lið þátt í þess- ari keppni, sem þótti takast mjög vel. Hafa leikir verið háðir víðsvegar um land í allt - slunar. Fyrstu deildar liðin tóku eklti þátt í keppninni. Að úrslitaleikhurh loknum í iþróttahúsinu að Hálogalandi á sunnudagskvöldið voru sig- urvegurunum úr Ármanni af- hent verðlaunin en síðan sleit Magnús Björnsson, varaform. Körfuknattleikgsambands ís- lands mótinu með ávarpi. Úrslit leikjanna á laugardag- inn urðu þessi: Ármann — KÍ .. .. 77- -35 st. Þór — Selfoss . . .. 55- -49 st. Á sunnudagskvöldið úrslit þessi: urðu Selfoss — KÍ .. .. 58- -27 st. Ármann — Þór .. .. 46- -26 st. íþróttablað- ið komið út lþróttablaðið, septcmberhcft- ið og það sjönnda á þessu ári. er komið út og að þessu sinni I cinkum hclgað frásögnum af j kcppni ísienzkra sundmanna og írjálsíþróttamanna á erlcndum j vettvangi í sumar. Svavar Markússon segir frá | Norðurlandameistaramótinu í' frjálsum íþróttum, sem fram íór j Helsinkj snemma í ágúst- mánuði sl. svo og landskeppni Skota og íslendinga í frjáisum íþróttum í Edinborg skömmu síðar. Guðmundur Gíslason skrifar um Meistaramót Norðurlanda i sundi. sem háð var í Finnlandi 14.-—15. ágúst sl. Þátturinn ..íslenzk-t íþrótta- fólk‘‘ fjallar að þessu sinni um Árna Njálsson, knattspyrnu- mann í Val; 2. greinin um fræga knattspyrnumenn. 50 ára afmælisfagnadur í- ! þróttafélagsins Þórs á Akur- eyri verður haldinn í Sjált'- stæðishúsinu þar í bæ laugar-' daginn 16. október n.k. Brott- fluttir Þórsfélagar, búsettir í R- vík og nágrenni, sem kynnu að hafa tök á að sækja fagnaðinn, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Björn Halldórsson rakarastpfunni Hjarðarhaga 47. eða heirna eftir kl. 19 í síma 23275, fyrir laugardaginn 9. okt.. n.k., en hann mun fúslega veita nánari uplýsingar. Selfoss varð Skarp- héSinsmeistari '65 ympíunefnda- nn á fundum Madrid — NTB — Fram- kvæmdaráð Alþjóðaolympíu- nefndarinnar (IOC) cfndi sl. mánudag til sameiginlegs fund- ar með fulltrúum olympíu- ncfnda liinna einstöku þjóða. Á fundi þessum var íjallað um þær ályktanir sem gerðar voru á fundi nei'ndarinnar í Róm í fyrri viku. Meðal mikilvægustu sam- þykktanna, sem gerðar voru á Rómar-fundinum, var ályktun, þar. sem lögð var áherzla á sjálfsforræði olympíunefnda hinna einstöku þjóða og það, hversu óháðar þær séu í störf- um sínum, hverskonar sjónar- miðum, þjóðernislegum, trúar- legum, pólitískum sem öðrum. Á fundinum í Róm var lýst fylgi við þær ákvarðanir sem gerðar voru af alþjóðaolymp- íunefndinni og alþjóðasam bandinu í febrúar 1963, én í þeim var lög'ð áherzla á, að þær þjóðir einar fengju að sjá um alþjóðleg meistaramót í íþrótt- um sem tryggt gætu öllum BRIDGESTONE Japönsku Bridgestone-snjóhjólbarðarnir eru komnir í flestum stærðum og allir í nælon. Bifreiðaeigendur, dragið ekki að kaupa eða panta snjóhjólbarðana, því við fáum aðeins þessa einu send- ingu á þessu ári. — Reynið Bridgestone-snjóhjólbarðana og þér munuð sannfærast um gæði þeirra. GÚMBARÐINN H.F. Brautarholti 8 — Símar 17984 og 11597. Skai’phcðinsmeistararn.ir á Sclfossi. 71 keppendum og fararstjórum, ( 1 sem taka vildu þátt í mótun- um, vegabréfsáritun. j , Á Rómar-fundinum var einnig samþykkt að lýsa stuðn. ingi við meistaramót í ákveðn- um hluta heims, svæðamót, og þau talin mjög í anda hinnar olympísku hugsjónar. Meðal mála, sem til umræðu komu á Rómar-fundinum og sem einnig voru rædd á fund- inum í Madrid, er túlkun á- hugamannareglnanna og hug- taksins áhugamaður, svo og skipting tekna fyrir sjónvarps- sendingar frá hinum olymp- ísku leikjum. Lagt hefur verið til að tekjur þessar skiptist milli Alþjóðaolympíunefndar- innar, olympíunefndar þess lands sem sá um leikina, ol ympíunefnda hinna einstöku þátttökuþjóða og alþjóðasam- bandsins, eftir ákveðnum regl- um. Á Rómar-fundinum var samþykkt að fjórðungur tekn- anna skyldi renna til olymp- íunefnda þeirra þjóða, sem ættu erfitt um vik að afla tekna til að standa undir kostnaði við þátttöku í ol- ympíuleikjum. Formaður Alþjóðaolympíu- nefndarinnar, Avery Brund- age, þakkaði nefndum hinna einstöku þjóða fyrir þátttök- una í fundinum. Hann sagði a'ð Rómar-fundurinn hefði ver. ið hinni olympísku hugsjón sæmandi og kvaðst álíta að á- kvar'ðanir hans myndu verða taldar þýðingarmikiar í fram- tíðinni. Skarphéðinsmótið í knatt- spyvnu fór fram á Selfossi sunnudaginn 18. september sl. Aðeins Selfoss og Hveragerði tóku þátt í keppninni og sigr- aði Selfoss með 3 mörkum gegn 2. í hálfleik var staðan 1—0 Selfoss í vil, en markið skoraði Sigurður Eiríksson. Síðari hálfleikur byrjaði með sókn Hvergerðinga og skoruðu þeir tvívegis með stuttu millibili, annað algjört klaufamark, Reynir Unnsteins- son skoraði bæði mörkin. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði Þorsteinn Þorsteinsson fyrir Selfoss, 2—2, og menn voru farnir að sætta sig við jafntefli. En tæpum 10 mínút- um fyrir leikslok skoraði Gylfi Gíslason sigurmarkið fyrir Sel- fyssinga 3—2. Að leik loknum afhenti Þór. ir Þorgeirsson Selfoss-liðinu Skarphéðinsbikarinn og ósk- aði því góðs gengis í framtíð- inni. Þess má geta, að Selfoss- liðið ger'ði jaíntefli við faer- eyska liðið frá Vágs-boltafélag 2—2. Sigurður Eiríksson og Gylfi Gíslason skoruðu mörk- in. Þessi góða frammistaða liðsins á rætur sínar að rekja til þjálfara þess, Guðmundar Gu'ðmundssonar úr Reykjavík, sem hefur þjálfað iiðið í sum- ar. Eru Selfyssingar Guðmundi þakklátir fyrir störf hans í þágn knattspyrnunnar á Sel- fossi, og vonast til að hann þjálfi þar einnig næsta sum- ar. Selfoss-liðið er mjög ungt og á framtíðina fyrir sér, elzti maður þess er 21 árs, en sá yngsti 15 ára. Knattspyrnan er vinsæl á staðnum og Sel- fyssingar eiga lið í öllum ald- ursflokkum, allt frá 5. flokki (þeir yngstu 6 ára) og upp úr. Selfyssingar hafa jafnvel í huga að taka þátt í 2. deildar (eða 3. deildar) keppninni næsta ár. Bj. G. NÝ SENDING r Italskar kvenpeysur Þýzkar kuldahúfur G I u g g i n n Lauguvegi 30 og Laugavegi 49. Húsnæði óskast Kópavogskaupstaður óskar. eftir að taka á leigu húsnæði fyrir sumardvalarheimili á vori komahdi. Tilboð sendist undirrituðum hið fyrsta. Kópavogi 5. okt. 1965. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Þýzkukennsla fyrir börn á aldrinum frá 7 til 14 ara byrjar y. oktober kl 14,30 í þýzka bókasafninu, Háteigsvegi 38. Þýzki sendikennarinn. ) i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.