Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 8
▼ • Þarfasti þjónninn • Þessi mynd var tekin við Laugardalsvöllinn á sunnudaginn, þcgar KR og Akranes háðu úrslitaor- ustuna um Islandsmcistaratitilinn í knattspyrnu.MikilI mannfjöldi var á vellinum og cins og s.já má á myndinni hafa margir mætt til leiks á ..þarfasta þjóninum“. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) heyrt • Sökin var Hljóma • Umboðsmað-jr ,,Mljóma‘‘ úr Keflavik kom hér inn á blað í gær og bað að láta þess get- ið. í sambandi við frétt í blað- inu um vítaverða framkomu við unglinga, að í þessu tilfelli væri ekki við aðstandendur Silfurtunglsins að sakast. held- ur ,.Hljóma“, sem ekki hefðu msett. Hefði það stafað af ó- viðráðanlegum orsökum; þeir hefðu orðið síðbúnir við vinnu að kvikmynd sinni suður í Keflavík. Hitt væri ekki réít, að þeir hefðu á þessum tíma leikið á vellinum, enda hljóð- færin verið í Silfurtunglinu allan tímann. ,,Hljómar‘‘ hamia að sjálfsögðu þennan atburð. biðja viðkomandi unglinga af- sökunar, og vonast til að slíkt komi ekki fyrir aftur, sagði umboðsmaðurinn að lokum. • Glettan „Stundum eru augun i honum svo falleg á lítinn“. • Minning Jóns Vídalíns • Forseta Islands barst fyr ir nokkru peningagjöf frá fv Soffíu Sigurbjömsd., Leslie. Sask. Kanada, og óskaði get andi að fénu yrði varið í minn- ingu Jóns biskups Vídalín. Á- kveðið hefur nú verið að fénu. sem með vöxtum nemur nú kr 25.000.00, skuli varið til skreyt- ingar á prédikunarstóli Garða- kirkju, en Jón biskup var fæddur að Görðum á Álftanesi þar sem faðir hans, síra Þor kell Arngrímsson, var prestui og hann sjálfur hafði prest- þjónustu á hendi um hríð. Hefur féð nú verið afhent prófastinum í Kjalarnespró- fastsdæmi, síra Garðari Þor- steinssyni Hafnarfirði, og for- manni sóknarnefndar í Garða- sókn, Óttari Proppé, til varð- veizlíi óg ráðstöfunar í sám- ræmi við ofanritað. • Eftir erindi Erlendar • Mánudaginn 27. september talaði Erlendur Jónsson í út- varpið í þættinum ,,um daginn og veginn'1. Eftir erindi Erlend- ar varð þetta kvæði til. Það er tímabært að byggja bændum út í þessu landi. Þjóðarhaginn þarf að tryggja, það er líka enginn vandi. Dyrhóla við ey þeir ættu allir saman byggð að taka. Þjóðin yrði þá úr hættu þeir mundu allir fara að skaka. Breiðist svo um byggðar lendur Bandarikjaherinn glaður. Yfir þessu öllu stendur Erlendur sem landnámsmaður. Fer svo allt að fyllstu vonum frægðarsagan strax að baki landnáms Ari hossar honum, hann var fyrstur þar á skaki. Benedikt frá Hofteígi. • Irma la Douce "T ' | , , oiiirlcy MacLaine ( á mynd- inni hér að ofan) Ieikur aff- alhlutverkið' í næstu mynd, sem sýnd verður í Tónabíó, Irma Ia Doucc. Lcikur hún þar gleðikonu í París, en mótleikari hennar, Jack Lem- mon leikur lögrcgluþjón í hverfinu þar sem hún „vinn- ur“. 13.00 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp: Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur m- trada og kansónu eftir Hall- grím Helgason. Smetacek stj. F. Corena bassasöngvari og hljómsveit frá Milanó flytja gamanþátt: „Hljómsveitar- stj. á æfingu“ eftir Cimar- osa; Amaducci stj. J. Demus píanóleikari leikur „Barna- herbergið‘‘ eftir Debussy. C. Silvestri stjórnar hljómsveit, sem flytur Tónlist fyrir tíu blásara op.- 14 eftir Enescu. E. Bernatova leikur á píanó „Islamey‘‘ eftir Balakíi'off. 16.30 Síðdegisútvarp: A. Babs, W. Múller o.fl. flytja dægur- lagasyrpu. A1 Caiola og hljómsveit hans leika gítar- lög fyrir ástfangið fólk. The Platters syngja þrjú lög. Tony Mottola og hljómsveit hans leika spænsk lög. S. Vaug- han syngur lög eftir Berlin og Carmichael. Alþjóðlega stjömuhljómsveitin leikur lög úr kvikmyndum. E. Wachter, Gúden o.fi. góðir söngvarar syngja lög. W. Múller og hljómsveit hans leika vinsæl lög. 18.30 Lög úr kvikmyndum. 20.00 Flautukonsert í F-dúr eftir Joh. G. Graun. Jean- Pierre Rampal og hljómsveit- in Antiqua-Musica ieika; — Roussol stj. 20.15 Um Dritvfk undir Jökli. Guðmundur Guðni Guð- mundsson flytur erindi. 20.40 Islenzk Ijóð og lög. Kvæð- in eftir Krist.ián Jónsson, 21.00 Nielsen á Eyrarbakka. — Margrét Jónsdóttir les grein eftir Martin Larsen. 21.20 Ruggiero Ricci lelkur ým- • is smálög þekktra tónskálda: v í FAVELUNNI - þar sem ólíft er Dagbók Carolinu Mariu de Jesus Á meðan ég var að reyna að gera við ljósaleiðsluna, sagði Ramiro: „Kveiktu ljósið. Kveiktu ljósið eða ég mola á þér andlitið“ Vírinn var ekki nógu langur til þess að hægt væri að tengja. Það varð að auka hann. Ég kann ekki mik- ið til þessara verka. Ég sendi eftir Senhor Alfredo, sem er rafvirki. Hann var smeikur og var alltaf að gefa Binidito auga. Juana, sem er kona Biniditos, gaf Senhor Alfredo 50 cruzeiros. Hann tók við peningunum, brosti ekkj neitt, en lét sér þetta vel líka Ég aá það á svipnum á honum. Alltaf skal illt hljótast af pen- ingum. 16. maí. Mér var illt í maga þ*gar ég vaknaði. Mig lang- aði til að þurfa ekki að fara neitt, en það var ekkert til að borða. Ég ætla ekkert að borða því þaff er ekki til nema lítið eitt af brauði. Skyldi nokkur eiga aðra eins ævi og ég? Hvers má ég vænta á ókomna tím- anum? Skyldu nokkrir fátæk- lingar annarra landa eiga eins illt og við eigum? Mér leið svo illa að ég fór að vekja illdeilur við .Toao son minn al- veg að ástæðulausu. Vörubíll kom inn í faveluna. Bílstjórinn og aðstoðarmaður hans fleygðu út nokkrum nið- ursuðudósum. í þeim voru bjúgu. Ég hugsaði; svona fara jressir kaldlyndu kaupsýsí u- menn að. Þeir geyma vöru sina í von um að verðið hækki. Svo þegar allt er orðið óætt hjá þeim, fleygja þeir því fyr- ir fálkana og okkur vesaling- ana í favelunni. Það var ekkert slegizt um þetta. Ég sá að bömin opn- uðu bjúgnadósimar og svo hrópuðu þau: — Namm! Gott! Dona Alice fékk mcr eina til reynslu, en dósin bungaði út Það var úldið í henni. 18. maí. f favelunni fréttist allt á svipstundu. Það frétt- ist að Dona Maria José væri dauð Margir komu að líta á líkið St. Vincent-bróðirinn, sem hafði annazt hana, kom í heimsókn. Hann hafði komið til hennar á hverjum sunnu- degi. Hann hefur ekki and- styggð á favelufólkinu og hann vorkennir því vandræðin. Þá er öðru máli að gegna um fá- tækrahjálpina. Líkkistan kom. Hún var rauð. Þetta er sá litur beiskj- unnar, sem umlykur hjörtu favelufólksins. Dona Maria var heittrúuð og hún sagði að heittrúaðir væru fyrr komnir í sælustaðinn en þeir skildu við. Það á að jarða hana klukkan þrjú í dag. Hinir heittrúuðu eru að syngja sálm. Þeir syngja vel. Mér finnst, það vera' englar, sem eru að syngja. Ég sé eng- an drukkinn mann. ‘ Ætlf það komi af virðingu fyrir hinni dauðu, — samt efast ég um að svo sé. Ég held fremur að það sé af því að þeir hafa enga peninga. Vagninn kom til þess að flytjá Dona Mariá José til hins rétta heimkynnis hennar — grafarinnar. Dona Maria José var mjög góð kona. Þaff er sagt að lifendur eigi að fyrir- gefa þeim sem dauðir eru, og að það geti komið fyrir alla að verða eitthvað á. Líkvagn- inn er kominn Qg bíður eftir Því að flyt.ia líkig til graf- arinnar. Nú ætla ég að hætta að skrifa. Ég ætla að fara að vinda þvottinn, sem ég skildi eftir í skolun í fyrradag. Mér þykir ekkj gaman að horfa á jarðarfarir. 19. maí. — Ég fór á fætur klukkan 5. Spörfuglarnir eru nýbyrjaðir á morguntónleik- unum sínum. Fuglunum líður ugglaust betur en okkur. Ætli þeir séu ekki jafn réttháir allir, og þess vegna sé eng- inn fugl ólánssamur. — Að minnsta kosti er betra í fugla- rikinu en hér í favelunni, þar sem fólkið leggst út af á kvöld- in en getur ekki sofið fyrir sulti. Það sem forseta okkar Senhor Huscelino er bezt gef- ið, það er söngröddin. Hann syngur eins Og fugl og rödd- in er þægileg fyrir eyrað. Og nú býr þessi fugl í gullnu búri. sem kallast Catete-höll. Farðu varlega, litli fugl, svo þú missir ekki búrig þitt, þvi soltnir kettir sitja um fugla í búri. Þessir kettir, það er íólkið í favelunni og það er soltið. — Ég týndi þræðinum þegar ég heyrði rödd bakar- ans: — Komið hingað. Nýbakað brauð og nú er morgunmatar- tími! Hann veit ekki a^ íæstir af okkur í favelunni fá nokkurn- tíma morgunverð. Við borðum ekki nema þegar við höfum eitthvað til að borða. Allar fjölskyldur í favelunni eru barnafjölskyldur. Hér er spænsk kona, sem heitir Dona Maria Puerta. Hún keypti landskika og reyndi að vinna og spara, svo hún gæti byggt sér hús. Þegar húsið var kom- ið upp, lágu börnin veik af lungnabólgu. Og hún á átta böm. Sumir sem koma hingað hafa sagt: „Hér er ekki líft nema fyrir svín. Þetta er svínastían í Sao Paulo.“ Mér er hætt að þykja nokk- uð gaman að lifa. Mig hryliir við því Og það er ekki að ástæðulausu. Ég þvoði gólfið af því að ég á vom á þingmannsefni, og hann ætlar að fræðast af rnér. Hann segist vilja kynna sér ástandið í favelunum, og út- rýma þeim verði hann kosinn. Himinninn var dökkfjólublár og ég fann að ég elska land- ig mitt, Brazilíu. Ég renndi augunum yfir trén, sem vaxa þar sem Pedro Vincente-stræti byrjar. Blöðin hreyfðust af sjálfu sér. Ég hugsaði; Þau eru að svara því sem ég sagði um föðurland mitt. Ég hélt áfram að huga að pappír. Vera var í góðu skapi og hló og mér varð hugsað til þess, sem Casemiro de Abreu, skáld Brazilíu sagði; „Hiæ þú bam. Lifið er fagurt.“ Sú var tið- in. En nú eru tímamir breytt- ir. Því nú sér enginn framar nema þetta: „Gráttu barn, Líf- ið er beiskt“. Ég var svo niðursokkin i hugsanir að ég tók ekki eftir görðunum í borginni, hvað þá öðru. Nú er tími hvítu blóm- anna, nú spretta þau. Og í maímánuði á að skreyta ölt- uru hvítum blómum. Okkur ber að þakka guði náttúrunn- ar, sem skreytti himininn stjörnum, og lét grös gróa og blóm í görðum og á völlum og í skógum. Þegar ég var á gangi í Suð- urkross-stræti. sá ég konu á bláum skóm og með bláa handtösku. Vera sagði við mig: — Sjáðu mamma, hvað þetta er falleg kona. Hún á að fá að fara inn í vagninn minn. Vera dóttir mín meinar það, að hún ætlj að kaupa bíl og í þann bíl skuli ekki kama nema fallegt fólk. Konan brosti og Vera sagði: — Það er svo góð lykt af þér. Ég sá að dóttir mín hefur lag á að skjalla fólk. Konan opnaði veskið sitt og fékk henni 20 cruzeiros. Hérna í íavelunni vei'ða nærri því allir að berjast harðri baráttu fýrir lifinu. En enginn nema ég fæst við að skrifa um það hvernig bján- ingarnar eru, Ég geri það fyr- ir aðra. Margir leita í ruslinu að skóm handa sér. En skórm ir eru ónýtir og duga ekki nema í viku Áður fyrr þ.e. a.s. á árunum 1950—1958, þá söng fólkið í íavelunni. Það bauð hvað öðru heim. En á ár- unum 1957—58 fór að harðna. Nú eiga þeir ekki fyrir svo 22.10 Kvöldsagan: Gersemi eft- ir W. Somerset Maugham. Guðjón Guðjónsson les síð- ari hluta sögunnar í þýðingu sinni. 22,30 Lög unga fólksins. Bergur Guðnason kynnir. • Brúðkaup o Þann 17. 'sept. voru gefin saman í Árbæjarkirkju af séra Jóni Þorvarðssyni ungfrú Ida Einarsdóttir hjúkrunarkona og Páll Sigurðsson, Skipholti 66. (Ljósm. Stúdíó Guðmundar. Garðastræti 8). • Nýlega voru gefin saman í Hallgrímskirkju af séra Sveini Víkingi ungfrú Sigurveig Gunn- arsdóttir og Birgir Jónsson, Reykjavíkurvegi 10. (Ljósmyndastofa Sigurðar Guð- mundssonar, Laugavegi 2) ðct—Kiwiiniwr .Miii'iiiTrmr— 8 miklu sem pinga. Heimboðin dvínuðu og hurfu svo.. Ég háttaði Joao og Veru ofan í rúm og fór út að líta eftir José Carlos. Síðan sím- aði ég til lögreglustöðvarinnar. Ekki gagnar það alltaf að tala í síma. Ég fór upp í sporvagn áleiðis til stöðvarinnar. J?að var ekki hrollur í mér, held- ur fannst mér ég vera með 40 stiga hita. Ég talaði við kvenlögregluna og mér var sagt að José Carlos vaeri i Asdrubal Nascimento-stræti (unglingadómstóilinn). Æ, hvað ég var íegin. Enginn getur skilið það nema kona, sem sjálf á son. Ég fór til Asdrubal Nasei- mento. Ég rata aldrei á kvöld- in. Ljósin eru mér villuljós, svo ég geng í hring. Ég spyr og spyr til vegar. Að nóttu til og á síðkvöldum vil ég helzt ekki annað gera en að horfa á stjörnurnar, hve skærar þær eru, lesa og skrifa. Það er alltaf hljóðara á nóttuni. Ég komst til Asdrubal Nasci- mento og vörðurinn bað mig að bíða. Ég fór að gefa börn- unura gætur. Sum voru að gráta o.g önnur voru reið við lögregluna, af því hún vildi ekki leyfa þeim að lifa og láta eins og þau lysti. José Carlos var að gráta. Þegar hann heyrði mig tala, varð hann feginn. Ég fann hvernig hann stilltist Hann leit á mig og þetta var fegur.sta augnaráð, sem ég hef séð á ævi minni. Klukkan 8.30 var ég aftur stödd í favelunríi og farin að anda að mér lykt af saur og súrri mold. Þegar ég er kom- in út j bæ, finnst mér alltaf > I i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.