Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.10.1965, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — KTiðvnatdagar «. október 196^ KERLINGA SAGA EFTIR MARÍU LANG augunum eða þunglamalegu and- litinu. Þar mátti sjá hörku og einbeitni, en það hafði hvort tveggja einkennt hana allt frá því að Leó hafði komið í heim- sókn á Bengtsnes sem smá- strákur. Hún talaði stundarkom um markaðsverðið og giktina og síðan sagði hún; — Ég þarf að hitta héraðs- dómarann Ég er að velta því fyrir mér hvort hann sé enn- þá í þinghúsinu eða hvort ég aetti að leita að honum heima. — Klukkan er bráðum fjögur. Þá er hann sjálfsagt heima í Hyttgötu. — Þökk fyrir. Og vertu bless- aður. Þú ert annars orðinn býsna myndarlegur lögreglu- þjónn í einkennisbúningnum þínum. Er ekki kominn tími til að þú staðfestir ráð þitt og komir þér upp konu og bömum? Hann horfði lengi á eftir þung- lamalegu, svartklæddu konunni sem þrammaði á aumum fótum yfir steinlagt iorgið. Það var ekki aðeins fomfálega, svarta silkihyman sem gerði það að verkum að hún -sýndist mjög gömul. En hún hlaut raunar að vera faedd árið 1859, og Leó hugsaði sem svo að það væri ekki að kynja, þótt ellimörk væru farin að sjást á heni. Hann var svo niðursokkinn í ’igin hugsanir, að hann tók v&rVff eftir þvi að útidyrnar voru enn opnaðar. Hann áttaði sig ekki fyrr en Clara sagði híessilega: — Það þýðir ekki að taka þag hátíðlega. Þáer eru úrillar vegna þess að ég er búin að yfirgefa þær og búgarðinn og neita að þræla lengur fyrir þær. það er heila málið. En nú lát- um við það allt lönd og leið, þvi að ég er búin að erfa býsn af peningum og nú skulum við tvö skemmta okkur. Hárgreidslan Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó ^augavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa 3-arðsenda 21 SÍMl 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra bæfl TJARNARSTOFAN riaraargötu 10, Vonarstraetis- megin — Simi 14-6-62. Hárffreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttlr Laugavegi 13, sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. Fylgdarmaður hennar þóttist víst hafa verig órétti beittur og var í illu skapi. Hraðmynda- smiður tók mynd í skyndingu, og Clara borgaði hana með glöðu geði, þótt myndin gerði sízt að fegra þau — hún brosti fánalega með augun á stilkum, nefið eins og kartöflu og hárið út í allar áttir; hann góndi þungbúinn inn í mynda- vélina, ólundarlegur á svip eins og rakinn þorparj og nýju, bláu sivjotfötin lufsuðust um magr- 8 an kroppinn. Ef eitthvað var til í því hjá Lovísu, að hann væri búinn ag töfra ráðskonu sína, þá sýndi þessi mynd að minnsta kosti ekkí hvaða ráð- um hann beitti til að ná til- gangi sínum. Stundu síðar fór Leó framhjá þeim við leikfangaborð Emmu Rohdins. Clara var drukkin af auði og hafði kastað sé,r út í innkaup í stórum stíl, og nú var hún að handfjatla litla brúðu sem sat í trérólu. Vinc- ent var hlaðinn kústum, kopar- kötlum og kökukeflum, og hann var jafnvel enn þungbrýnni en rétt áðan og Leó Berggren þótt- ist sjá fyrir, að kaup á rólu- brúðunni myndu orsaka spreng- ingu hjá karlmanninum. Því miður hafði hann ekki tíma til að bíða eftir henni. hann var glorhungraður og varð að flýta sér til þess að fá tfma til að borða þessa stuttu fristund sem hann átti áður en hann taeki síðdegis- og kvöldvaktina á Breiðgötunni og tívólítorginu. Á síðarnefnda svæðinu fór fólksmergðin vaxandii Sólin skein, hringekjumar snerust, ráfmagnsbílar neistuðu, helreið- arekillinn John Farr, sýndi vöðva sína á pallj fyrir utan ökutjaldið, það var þ.efur af hefilspónum og svita og sykur- vatni, það var hljómlist og hlát- ur og sköll og ævintýri og há- tíð. Fyrir níu og tíu ára snáða var þetta paradís. — Og þó er það fjandj hart, sagði Christer, ag þú skulir þurfa að draslast með þessa stelpu. — Hún má líka skemmta sér svolítið á markaðnum. — Eii hélt fast í höndina á litlu syst- ur sinni —• Og svo fékk ég líka fimmkaU fyrir að passa hana. Þetta vora rök sem dugðu, og þeir héldu áfram að rölta með rauðhærða telpukrakkann í eft- irdragi. En sú litla virtist þó furðu áhugalaus um unaðssemd- ir markaðslífsins. Innj j spila- skálanum, þar sem spilavélar voru í röðum meðfram endilöng- um veggjunum. varð hún dauð- skelkuð þegar fimmeyringur rann út með vinning og íéU glamrandi niður í málmskálina og fjórfr aðrir fimmeyringar á eftir. Vig skotskálann lyfti Chrisfer henni upp í Ioftið til þess að hún gaeti séð þegar Bengtson bankagjaldkeri sendi skot gegnum ófélega brjóstmynd af Vilhjálmi keisara. Húrrahrón strákanna drukknuðu í skerandi gráti smátelpunnar — og það gerði sannarlega ekkert til, því að það hafði í för með sér að Magnhildur Bengtsson gaf þeim öllum aura fyrir rjómaís. Við kraftamælinn reyndi karl með dökkt hár og bólginn háls að mæla krafta sina meg sleggju og sex metra háum skalla og gulklædda frænkan úr bakarí- inu hrópaði til hans uppörvun- arorð, og Christer Wijk sem eng- in systkini átti' dauðskammaðist sín þegar litla telpan vældi eins og ugla í hvert skipti sem sleggjunni var barið niður. ög auk þess þorði hún varla að taka puttann út úr munninum til ag heilsa kátu frænkunni. f rauninni var það aðeins eitt — auk rjómaíssins — sem Ingrid litla Bure kunn; heils- hugar að meta á Gleðibakkan- um. og það var tónaflóðig hjá parísarhjólinu. Fyrir framan' það sat hún endalaust, gapandi af aðdáun, eins og reyndar fleiri tívólígestir. Þetta var svo sem engin venjuleg spiladós, en öllu fremur stórt, einstætt orgel. nokkrum metrum til vinstri við sjálft hjólið. Orgelpipurnar bar vig blóðrauðan grann, þær voru skreyttar hvítum súlum með gylltu skrauti, krýndum lokka- prúðum kvenhöfðum og stand- andí á dásamlegum hvítum og gylltum stalli. Úr pípunum streymdu án afláts svellandi tónar: polkar og marsar og Waldteufelvalsar. En bezt af öllu og það sem gerðj það að verkum að hópur fólks, þar á meðal þrjú böm og tvær roskn- ar konur með sjöl starði eins og í leiðslu á .viðundrið, voru máluðu trébrúðurnar, sem hreyfðu sig allar í takt við hljómlistina. f miðið gnæfðu þrjár englumlikar konur, ein hvítklædd sem blés í básúnu, tvær bláklæddar fóra höndum um gullnar hörpur. og yzt í hringnum börðu litlar brúður trumbur án afláts. Lovisa Bengtsson, sem var sjálfri sér lík þrátt fyrir hund- rað þúsund krónu arfinn, hróp- aði hátt og yfirgnæíði Wald- teufel; — Og að hugsa sér að þetta skyldi ekki kosta neitt. En Ellen stundi; — Mig klæjar í fætuma eins og skórnir mínir væra fullir af maurum. Ef það væri nú hægt að finna eitthvert sæti. Christer horði upp til hennar, sá hvernig kippir fóru um and- lit hennar, og hann skildi að hún var gömul og ósköp þreytt. En í næstu andrá stanzaði par- ísarhjólið og athygli hans beind- ist að öðru. — Sjáðu. Eii, hver passar parísarhjólið! — Ingvar. Þetta er Ingvar! — Hann hefur gefið skít í mömmu sína og er aftur orðinn tívólímaður, þetta er svei mér það sem hún vildi að bann gerði. — Mamma hans? — Nei, asninn þinn. Stúlkan með blöðrumar auðvitað. Bengtsson frökenamar hlust- uðu á þetta og horfðu undrandi yfir að hjólinu. Það var sýni- legP Ingvar Sjöberg sem var að vinna þar, nýr Ingvar sem hafði fleygt frá sér slifsi og jakka og stóð þarna með upp- brettar skyrtuermar og sigar- ettustubb í munnvikinu og féll ótrúlega vel inn i umhverfið. — Hvert ertu ag fara, Ellen? spurði Lovísa, þegar systirin tók strikið á sinn einbeitta hátt í áttina að parísarhjólinu. Var- aðu þig. Það fer af stað eftir nokkrar mínútur. — Ég verð þá að setjast í það, tautaði Ellen, því að ég verð að tala við Ingvar. Lovísa hikaði og virtist íhuga málið, en svo fylgdi hún á eftir. Á kringlótta timburpallinum moraði af bömum og ungling- um sem voru á leið upp í rólu- sætin. Ingvar klóraði sér í ljós- um lubbanum, baðaði út hönd- unum og hló Síðan hjálpaði hann hinni feitu Ellen Bengts- son upp í sæti. þóttist athuga hvort keðjumar þyldu alla þyngdina, festi öryggiskeðjuna fyrir framan hana og sneri sér að Lovísu, en hún hafði upp á eigin spýtur klöngrazt upp í sætið og sat nú þama með barnalegan eftirvæntingarsvip. — Heyrðu, sagði Eii, þær þurftu ekki ag kaupa neina miða! — Jæja. Kannski hleypirhann BURGESSTARRAGON mayonnaise er betra BLADADREIFING Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Reykjavíkurveg — Sigftún — Kleppsveg — Sogamýri — Gerðin — Seltjamarnes I og II. KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast til að b’era blaðið til kaupenda í Kópavogi. Hringið í síma: 40319. Sími 17 500 Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir selfu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADING COHF Akureyrí! Akureyrí! Unglingar óskasf til að bera blaðið til kaup- enda á Akureyri. — Upplýsingar hjá Aðal- steini Þórarinssyni, Hafnarstræti 96 eða á skrifstofu Verkamannsins, Brekkugötu 5, ÞJÓÐVILJINN SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutnlnoi á eigum skipverja Heimistrygging hentar yður Veíðarfæra Aflafiryggingar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR IINDARCATA 9 REYKJAVlK SlMI 21S60 SlMNEFNI , SURETY H F m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.