Þjóðviljinn - 12.12.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1965, Blaðsíða 6
\ g SÍÐA —• ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. desember 1965. Ath. frá Neytendasamtökunum • Fyrir mörg undanfarin jól hefur það tíðkazt að gefa út auglýsingablöð, sem borin hafa verið í hús óbeðið og ökeypis. Þegar hefur eitt slfkt Borgar- blaðið, heilpað upp á fólk í höfuðstaðnum. Útgefandi er Handbaekur h.f. Undirritaður var beðinn um grein í blað- ið, og varð fúslega við þeirri ósk, enda myndi vart af veita til að vega upp á móti var- hugaverðum áhrifum á neyt- endur af öðru efni í blaðinu. Hér skal á engan hátt am- azt við útgáfu sh'kra blaða. Miðað við svo margt annað, er gerist í þessum myrkasta mánuði ársins, er þetta mein- laus .ióiabóla, en aftur á móti ágætlega táknræn. Einnig ber að meta það, að grein minni var sá sómi sýndur að vera Landsleikir í handknattleik ísland-rússland Landsleikir í handknattleik fara fram í íþróttahúsinu í Laugardal í dag, sunnudag- inn 12. desember kl. 17 og mánudaginn 13. desember kl. 20,15. Dómari: HANS KARLSSON frá Svíþjóð Aðgöngumiðar seldir í dag í íþróttahúsinu frá kl. 14. Á morgun verða miðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Vesturveri og á Skólavörðustíg, og í íþróttahúsinu frá klukkan 19. — Verð aðgöngumiða krónur 125,00. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í dag frá kl. 16,30 og á morgun frá kl. 7,45. Kaupið miða tímanlega. — Forðist biðraðir. Handknattleikssamband íslands. SVÖRT MESSA — ný stórbrotin skáldsaga Effir Jóhannes Helga Efnið tekið beint út úr hinum hrikaíega tíma er nú gengur yfir ísland. Þjóðfélag okkar í hnotskum, rætumar djúpt í þeirri kvöl, sem nístir hjarta hven íslendings. — Höfundinn, Jóhannes Helga, þarf ekki að kynna, því þetta er fjórða bók hans og hinar fyrri í hóii metsölubóka. Eínhvers staðar fyrir ströndum íslands liggur smáeyja, sem er sjálfstæður heimur fyrir sig, en speglar í lifi íbúa sinna íslenzkt þjóðfélag og íslenzka lifnaðarháttu í dag. Þar gerist á skömmum tíma mikil, fjölbreytt og ógnþrungin saga í nábýli erlendrar herstöðvar, esm rís afgirt og rammbyggileg á eyjarfætinum og varpar skuggum sínum inn í líf fólksins á eynni. Ungur ævintýramaður og rithöfundur. Murtur að nafni, tekur sér um stund bústað á hóteli eyjarinnar til að skrifa skáldsögu og áður en varir er líf hans samofið Iífi eyjar- skeggja. Smám saman opinberast örlög og sálarlif fólksins í skörpum, afdráttarlausum myndum, sem renna saman í yfirgripsmikla og stórbrotna þjóðlífsmynd í hnotskum þessa litla samfélags. En auk þess liggur Ieið margra aðkomumanna til eyjarinnar. Þangað kepiur ung fegurðardrottning, sem hefir selt fegurð sina aug- lýsingahákum nútímans og feitlaginn, kviklegur umboðsmaður hennar frá Ameríku. Þangað kemur kanslari landsins með föruneyti á sjóstangaveiðimót og ennfremur nokkrir aðrir helztu valdsmenn þjóðarinnar. Yfir þessu aðkomufólki heldur Murtur dómsdag „svarta messu“, af heilagri vandlætingu listamannsíns. Um leið dregur til stórtíðinda á eynni. Hinar glæsiiegu vor og náttúrumyndir, sem lýsa upp söguna framan af, iökkna er á líður, það dimmir yfir umhverfi sögunnar ;ftir því sem nær dregur hinum voveiflegu atburðum sem gerast undir lokin. þó að aftur Iýsi af nýrri birtu í sögulok. ( fjölbreyttu mannlífi eyjarinnar skera sig úr margar ógleymanlegar persónur, Alvilda, hin brjóstgóða, móð- urlega hótelstýra, sem hefur einhverntíma búið vetrarlangt hjá ,,Iistrænu“ fólkj í höfuðborginni, — Klæng- ar, forneskjulegur, hatramur, íslendingseðlið sjálft. —presturinn hinn mildi og ljúfi mannasættir. — lækn- irinn, veraldarmaður án mannfyrirlitningar, — sýslumaðurinn, pólitískur veifiskati, sjálfselskur, fordrukk- ínn, munúðarfullur, — sýslumannsfrúin, fögur kvenleg og óánægð, — hermaðurinn, Jaek Huston. dýrslegur lirotti og fórnarlamb hans, ráðvillt stúlkubarn, — liðsforinginn. siðfágaður, mannúðlegur, en bundinn ann- arlegum sjónarmiðum hermennskunnar. Og síðast en ekkí sízt unga fiskistúlkan, ÚLFHILDUR BJÖRK, FERSK DG SÖNN FULL AF FORVITNI UM LÍFIÐ, EN STERK, SJÁLFETÆÐ OG UM FRAM ALLT KVENLEG Kannske er hún ein eftirminnilegasta kvengerð sinnar tegundar í íslenzkum bókmenntum lóhannes Helgi teflir djarft j þessari miklu sögu og býður erfiðu og umfangsmiklu efni byrginn, enda virð- ist honum allir vegir færir. Hann gerir upp sakir við þjóðfélagið af óhlífni. skaphita og mælsku. Hann hefur haslað sér breiðan grundvöll og skapafj fjölda ljóslifandi persóna; nútima fólk eins og við þekkjum það bezt i dag. Jafnframt hefur hann gefið Hf og llt umhverfi sem er óaðskiljanlegt sálarlífi fólksins. Skáldsagan, sem hlaut að koma, er nú komin Helgafellsbók. Fœst h?á bóksölum um alBt land og í Unuhúsi birt tvídálka á forsíðu, reyndar við hliðina á 3ja dálka aug- lýsingu um bamakoju (Hlað- rúm henta alls staðar, og tekur aðeins um tvær mínútur að setja þær saman eða taka í sundur). Fyrir ofan efri koj- una er svo nafn blaðsins í bláum fleti: Borgarblaðið. Og fyrir ofan það stendur: Viku- legt Neytendablað. Hægra megin, og öllu efst. kemur svo fyrirsögnin á grein minni: „Leiðbeiningar frá Neytenda- samtökunum". Af þessu hefur hlotizt sá voðalegi misskilningur, að Neytendasamtökin standi að þessari útgáfustarfsemi. Er og von á því. þegar þar við bæt- ist, að inni í blaðinu er „leið- ari‘‘ undir fyrirsögninni: Neyt- endablað. Þetta skýringarheiti á Borgarblaðinu er svo fré- leitt að ég vil aðeins heim- færa það undir barnaskap, en ekki blekkingartilgang; þar sem hér er um hreint selj- endablað að ræða. Efni þess er — fvrir utan grein mína — einvörðungu auglýsingar og viðtöl við ■ seljendur, sem eru mjög hamingiusamir og vilja, að aðrir veríh það líka gegn hóflegu gialdi. Eg vil þvf vinsamlegast beina bvf til aðstandenda Handbóka h.f., að þeir kenni ekki auglýsingablað sitt við þá sem freista á. T^að er ómaklegt. Neytendahlaðið. gefið út af Neytendasamtökunum. er dæmigert nevtenda-blað að "11"i efni, og það er mér óbæ-1- leg hu-gsun. a^ bví vrði ruglað saman við pndctnofbi s'na Sveinn Ásgeirsson. Hægrihandar- akstur ,,Fákænn maður fór af st.að fávizkunnar út á hlað. Hitti hann fyrir sér hunyað, hringaði skott og tök sér bað.“ „Eitt er landið ægigirt yzt á ránarslóðum". Héðan er 4 daga sigling til meginlands Evrópu og 8 daga sjóferð til Vesturheims. Yfir þetta úthaf verður aldrei byggð brú eða jarðgöng gerð neðansjávar. ökutæki frá öðrum þjóðum verða hér trauðla á ferð, ef til vill örfáir bílar árlega, sem fluttir eru með skipum, en það skiptir aðeins tugum. Sömu- leiðis fara héðan örfáir bílar út til Evrópu. Til Ameríku flytur varla nokkur maður bíl. I hverra þágu er það gert að umturna öllu umferðarkerfi landsins? Ef til viil, til þess að líkja eftir Svíum, sem búa við allt aðrar aðstæður. Land þeirra liggur að Noregi og Finnlandi,, eftir áratug eða tugi verður unnt að aka eftir brú til Danmerkur og þar með beint inn á vegakerfi álfunnar. Það er ill nauðsyn fyrir Svía, þótt það kosti offjár, að breyta til. Nú er komið stjórnarfrum- varp á Alþingi um að víkjá til hægri. Ekkert orð heyrist frá 60-menningunum { þinghúsinú hvort þeim líkar það, betur eða verr, að kastað sé í'þetta æv- intýri 50—100 miljónum. Það munar svo sem ekki um .,pulsu“ í sláturtíðinni á bæn- um þeim. Drottinn hvíldi sig aðeins einn dag eftir sköpun- arverkið, en í húsinu við Aust- urvöll eru hvíldardagamir Framhald á 9. síðu. SKIPAUTCeRÐ RIKISINS M.s. ESJA fer vestur um land til Akur- eyrar 16. þm. Vörumóttaka á mánudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Suðureyrar, Isafj., Siglufj. og Akureyrar. Far- miðar seldir á miðvikudag. Ath. Þetta er sfðasta ferð skipsins fyrir jól. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.