Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJXNN — Laugardagur 26. febrúar 1966 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu ~ Sðslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Suömundsson. Fréttaritsijóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavðrðust. 19. Sími 17-500 (5 Hnur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Hvert verður raforkuverðið? ]||álgögn Sjálfstæðisflokksins gera nú mikið veð- ur út af útreikningum sem Jóhann Hafstein hefur birt um ábatann af viðskiptum við svissn- eska alúmínhringmn, en samkvæmt þeim út- reikningum eiga íslendingar að hagnast um tæp- ar 35 miljónir króna á ári í aldarfjórðung — og fylgir það með í blöðunum að raforkuverð til ís- lendinga eigi að geta lækkað sem þeim upphæð- um svarar, í samanburði við það sem verða myndi ef ekki kæmu til nein viðskipti við erlent auðfé- lag. Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu eru út- reikningar þessir engan veginn í samræmi við veruleikann sjálfan, og það vita stjórnarliðar að sjálfsögðu manna bezt. En þeir skáka í því skjólinu að býsna margir hafi ekki framtak • til þess að kynna sér til hlítar næsta flókna útreikn- inga og lá'ti sér nægja að festa trúnað á heildar- tölur sem klifað verður á í blöðum og ræðum næstu 'úkurnar. gn almenningur á kost á býsna ein'földum mæli- kvarða sem sýnir ljóslega hvernig viðskiptun- um við alúmínhringinn verður háttað, verðlagið sem útlendingar eiga að greiða annarsvegar og íslendingar hinsvegar. Það er alkunn staðreynd að svisneski alúmínhringurinn á aðeins að greiða 10,75 aura á kílóvattstund; það hefur verið skil- yrði af hans hálfu frá upphafi, hverf svo sem kostnaðarverðið reyndist. En hvaða verð er áætlað að íslendingar greiði, íslenzkur atvínnurekstur og allur almenningur? Um það hafa ekki enn verið birtar neinar tölur af hálfu stjórnarvaldanna. Hætt er þó við að þeir sem festa trúnað á þann áróður, að viðskiptin við alúmínhringinn eigi að lækka verðið til íslendinga, verði fyrir sárum vonbrigðum. íslendingar eiga sannarlega ekki að greiða lægra verð en alúmínhringurinn heldur trúlega um það bil þrefalt hærra verð. Við þau kjör á allur almenningur að búa í daglegum við- skiptum sínum. Við þá kosti á íslenzkur atvinnu- rekstur að una í alþjóðlegri samkeppni sinn’i, auk þess sem hann verður að greiða margvíslega 'tolla og gjöld sem alúmínbræðslan verður undanþegin. JJvernig sfendur á því að íslendingar eiga að greiða margfalt hærra raforkuverð en alúmín- hringurinn? Ástæðan er sú að Landsvirkjun ætl- ar að safna fjármagni í næs'tu virkjun. Búrfells- virkjun endist íslendingum ekki nema í fáein ár, vegna þess að alúmínhringurinn fær obbann af orkunni, og því þarf að undirbúa nýja virkjun í þágu íslendinga um leið og Búrfellsframkvæmd- unum lýkur. Raforka frá þeirri virkjun verður mun dýrari, svo að trúlega hækkar raforkuverð- ið enn þegar hún kemur í gagnið — þótt alúmín- hringurinn eigi að búa við óbreytt raforkuverð í hálfa öld. Þessar einföldu staðreyndir sem hver íslendingur fær kvnni af í daglegu lífi sínu era óræk sönnun þess að með fyrirhuguðum alúmín- viðskiptum er verið að arðræna íslendinga í þágu erlends auðfélags. — m. Samþykktir Fiskiþings: ðryggis,- friðunar-, vita- og hafnarmál 1. Vitj á Surtsey. 2. Vi'ti á EJliðaey. 3. Viti á Brík via Ólafsfjörð. 4. Viti á Hvalbak. 5. Ljós er sýni leið inn Hvopu- sund. — Ennfremur: 6. Ljósbauja við Laufásgrunn og Hörgárgrunn Eyjafirði. 7. Ljósaukning á Hvanneyjar- vita, Homafirði. 8. Ljós á Ásmundarstaðaeyju, Sléttu. 9. Viti á Mánareyjar við Tjör- nes. 10. Ljósbauja við Faxaeyri, Homafirði. Tjl viðbótar Þeim ályktun- nm nýafstaðins Fiskiþings. sem Þjóðviljinn hefur áður birt, fara hér á eftír nokkrar sam- þykktir þingsins, m.a. um ör- yggismál friðunarmál. vita- og hafnarmál. 1. — Gúmmibátar. — Fiski- M Oryggismá! þingið leggur til að eftirlits- mönnum gúmmíbjörgunarbáta verði gert mögulegt að hafa ávalit gasflöskur tji vara fyrir- liggjandi ásamt öðmm bún- aði þeirra. Einnig verði þess- um eftirlitsmönnum falið að hlaða Slökkvitæki báta og skj^a. Ennfremur að athugað verði að koma fyrir radar- speglum á gúmmíbjörgunarbát- um. 2. — Fiskiþing beinir þeirri áskorun til Landsímastjómar, að á sem fiestum útgerðarstöð- um verði ávallt fyrjrliggjandi talstöðvar til að skipta við skip sem stöðvar bila hjá, með- an á viðgerð stendur eða sjái um sem fullkomnasta viðgerð- arþjónustu. Einnig að smábát- um verði gert auðveldara að fá talstöðvar, en verið hefur. 3. — Fiskiþing vill mæla með: a) að sett verði upp talbrú í sambandi við landsímastöð- in,a á Akureyri. b) að sendiloftnet loftskeyta- stöðvar á ísafirði verði flutt til Arnardals. c) að loftnet loftskeytastöðvar á Seyðsfirði verði flutt frá núverandi stað t.d. á Dala- tanga. 4. — Fiskiþing telur að reglugerð um hleðslu síld- veiðiskipa þurfi endurskoðun- ar við og vill benda á að við þá endurskoðun sé haft sam- ráð við skipstjóra sldveiðiflot- ans og verulegt tillít tekið til reynslu þeirra. Friðonarmál 1. — Fiskiþing haldið í Reykjavík i febrúar 1966 skor- ar á Alþingi, að veita Hafrann- sóknastofnun íslands, ríflegt starfsfé til fiskirannsókna. svo að vísindamenn stofnunarinn- ar geti á sem stytztum tírna framkvæmt þær athuganir og tilraunir sem nauðsynlegt er að gera, svo þeir geti af raun- sæi oig þekkingu lagt til hvað hyggilegt er, að leyfa eða banna i fiskveiðum þjóðarinn- ar. með tilliti til vemdunar og viðhalds fiskistofnanna, svo þeir nýtist landsmönnum sem bezt. 2. — Fiskiþingið mælir ein- dregið með stækkun mösckva í botndregnum netum (botn- vörpu og dragnót) svo og fisk- nótum. ■ 3. — Fiskiþingið vill mæla gegn veiðum smáSíld ar á 1.— 3. ári á fjörðum og víkum kringum landið o,g svo sem mestri takmörkun að við verð- ur komið á þessum aldurs- flokkum á dýpri miðum. Und- antekningar séu þó þær, að heimilt verði að veiða þessa smáu síld í smáum stá til manneldis og beituöflunar. 4. — Þá mælir Fiskiþingið með tillögum Vestmannaeyinga o. fl. um friðun á tilteknum hrygningarsvæðum. sunnan Reykjaness til byrjunar. Lagt er til að eftirtalin svæði verði afmörkuð: a) Dýprj brún hraunsins á Sel- vogsbanka. sem liggur frá SA til NV ca. 8 mílna vega- lengd. Með þessari línu verði dregin samhliða Hna 2—3 sjómílum nær landi. b) Hvítbjamarboði o,g hraunið í kringum hann. c) Norðausturhorn banka- hryggjar Vestmannaey j a-^ banka. Öll þessi svæði verði afmörk- uð með baujum á tímabilinu frá 20. marz til 10. maí, og svæðin lögð í vörzlu Land- helgisgæ zlunn ar. Greinargerð Með tjlliti til þeirra upp- lýsinga, sem fyrir liggja um ástand fiskistofnanna við ís- land. verður að telja brýna nauðsyn á að hafizt verði handa um verndun þessara fiskistofna. Æskilegt virðist að takmarka sókn erlendra togara Hver veit um þá Leiðtogar grískra stúdenta- samtaka sitja í fangelsi ■ Sú frétt barst til Danmerkur skömmu eftir miðj- : an febrúar, að þvi er blaðið Information hermir, að for- : ingjar Samtaka grískra stúdenta hafi nú setið í fang- j elsi um hríð fyrir að taka þátt í kröfugöngum og fyr- : ir ummæli um ástandið í háskólanum í Aþenu. Ekki j hefur þess orðið vart að fréttastofur hafi gefið þessum j tíðindum neinn gaum, né heldur heyrzt um mótmæli j þeirra sem einstaka sinnum láta sér annt um frelsi : og lýðræði. ■Blaðið segir, að.fréttin um handtökumar hafi komið „svona £ljótt“ til Danmerkur. vegna þess að grísku stúdenta- samtökunum hafi verið boðið að taka þátt í ráðstefnu um æðri menntun, sem dönsku stúdentasamtökin, Danske Studerendes Fellesrád, efndu til I mánuðinum. Fengu þau hinn 17. febrúar tilkynningu um, að formaður, varaformað- ur og einn meðstjómarmaður grísku stúdentasamtakanns gætu því miður ekki komið og þá ekki heldur formaður stúdentaráðs háskólans f Aþenu — vegna þess að allir þessir menn væru í fangelsi. 1 bréfinu stóð einnig, að formaður stúdentaráðsins væri ákærður fyrir að „æsa til byltingar", og aðstaða stúd- enta hafi öll versnað mjög eftir stjómarkreppuna í fyrra. Málfrelsi er afnumið, þa3 er bannað að halda fundi í há- skólanum, og stúdentasamtök- unum hefur einnig verið bannað að halda uppi félags- ífarfi vfirleitt. Engar upplýsingar var að fá í bréfinú um það, hvenær leiðtogar stúdenta yrðu látnir lausir. í vejðar á ungfiski. Þá ber að fylgja fast eftjr reglum um takmörkun á netafjölda báta og þar með stefnt ag minni sókn í þorskstofninn og betri meðferðar fisks. Einnig má telja vænlegt til árangurs að friða sumaruppeldisstöðvar. Þá vill Fiskiþing mæla með framkomnum óskum fiski- og útgerðarmanna, með íriðun á- kveðinna svæða um hrygning- artímann, svo sem hér að fram- an er bent á. Þessi mál hafa jafnan ver- ið til umræðu á fiskiþingi og þá komið fram að hugmynd- ir fiskjmanna um skoðun skefjalausra veiða á hrygning- artímanum. hafj ekki komið heim og saman við álit fiski- fræðinga, sem talig bafa fram að þessu ótímabært að tak- marka veiðamar. Nú hefur hinsvegar komið í Ijós, að á- lit fiskimanna um ofveiðar hef- ur því miður reynzt rétt. að þvi er snertir a.mk. tvo af okkar nytjabeztu fiskistofnum. Þe= er því vænzt að Hafrann- sóknarstofnunin vejti þessari málaleitan fullan stuðning þó að sönnun um gagnsemj ljggi að sjálfsögðu ekki fyrir áður en verk er hafið. Vitamál Nefndin (allsherjam. Fiski- Þings) leggur til að eftirtald- ir vitar og ljósmerki komi til greina við framkvæmdir á slík- um byggingum og lagfæringum á næsta áætlunartimabili; 11. Aukið Ijósmagn á Brimnes- vita við Seyðisfjörð. 12. Aukjð ljóismagn á Þrí- drangavita. 13. Radarmerkj á Rifssker við Reyðarfjörð. 14. Viti á Tvísker austan Ing- ólfshöfia. 15. Ljósbauja með hljóð- og radarmerki við Sveinshoða. 16. Siglingaviti á Spákonu- fellshöfða. Skagaströnd. 17. Radar á Húsavíkurhöfða. 18. Athugað verði um radar- spegla á ýrnsum stöðum, einkum á söndunum sunn- anlands. Einnig fullkominn Ijós- og radarvita á sönd- unum austan vig Alviðru- hamra. Hafnarmál Fiskiþing minnir á fyrri samþykktir sánar í hafnarmál- um og skorar þvj á ríkisstjóm og Alþingj að leggja meira íé til hafnarframkvæmda en ver- ið hefur. Fiskjþing leggur því tjl að lö'gum um hafnargerðir verði breytt þannig að framlag rik- issjóðs verði 80% af bygiging- arkostnaði ytri hafnargarða og 60% af kostnaði mannvirkja- gerðar jnnan hafnar. Fjskiþing lýsir ánægju sjnni yfir því fyr- irkomulagi að ríkig sér um út- vegun lánsfjáj. til hafnargerða og framkvæmdir ekkj hafn^r fyrr en fjármálahliðin hefur verið tryggð. Titboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grens- ásvegi 9 mánudaginn 28. febrúar kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd vamarliðseigna. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.