Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. febrúar 1966 Frá nemendamóti Verzlunarskólans • A dögunum fór fram 34. nemen.damót Vcrzlun arskóla Islands í Sigtúni og er alltaf mikill við- burður á hverjum vetri hjá nemendum skólans- Mörg frábær skemmtiatriði hafa komið fram á þessum nemendamótum og þarna stíga sumir nemendur fyrstu spor sín í Icikiistinni. Síðastliðinn sunn.udag voru öll skemmtiatrðin endurtekin í Sigtúni fyrir foreldra nemendanna og vakti til dæmis betta skemmtiatriði mikla athygli. Þetta er upphugsað sem skólanefndarfundur árið 1000 í hugsanlegum verzlunarskóla á þeim gömlu og glöðu tímum, — hér er um að ræða nokkurn stíganda í atburðarás og minnsta kosti einn klerkur kyrktur og drekka menn úr hornum og ölteiti haft um hönd. — Hér eru talið frá vinstri: Sigurður G. Magnússon, Kjartan Magnússon, Asgeir H. Eiríksson, Vilhelm Kristinsson og Höskuldur Frímannsson í kllerkgervinu. Afmæii • 75 ára er í dag, 26. febr. Hjálmar Jónsson Díego, Stein- hólum við Kleppsveg, fyrrver- andi bakari og síðar fulltrúi hjá tollstjóra. • Galsworthy • John Galsworthy hefur sarnig leikritig sem flutt er í kvöld Hann lærðj ti'l lögfræð- ings en gerðist snemma á-kaf- lega mi'kilvirkur skáldsagna- höfundur og leikskáld. Hann samdí mörg ádeiluverk um þær stéttir sem réðu fyrir Englandi er Það stóð á hátindi veldis síns; er þeirra fræigast hinn miklj bálkur bans „The For- syte Saga“ þar sem hann kryf- ur mjög innvirðuglega þau verðmæti. sem giltu þar í landi á dögum Viktoríu og op. 40 eftir Saint-Saens. b. „Tam O’Shanter", forleikur op. 52 eftir Amold. 20.15 Leikrit; ,,Fornenskur“ eft- ir John Galisworthy. Þýðandi; Bogi Ólafsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leik- endur: Valur Gíslason, Jón Sigurbjörnsson Gísl; Al- freðsson, Ævar Kvaran. Helga Valtýsdóttir, Sigriður Þorvaldsdóttir. Þorsteinn Ö. Stephensen. Sigríður Haga- lín, Haraldur Bjömsson, Valdemar Helgason, Bessi Bjamason Gestur Pálsson, Guðrún Stephemsen, Valgerð- ur Dan, Róbert Arnfinnsson, Jón Júlíusson og Þorgrím- ur Einarsson. 22.00 Lestur Bassíusálma (17). 22,20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. fram að lokum seinni heims- styrjaldar. Galsworthy dó árið 1933 og bafði þá fengið Nób- elsverðlaun. Hann gerði martga hluti ágætlega vel .en varla telst hann þó til þeirra böf- unda sinnar kynslóðar, sem forvitnir menn leita til j dag. 13.00 Óskalög sjúklinga. Krist- ín Anna Þórarinisdóttir kynn- ir lögin. 14.30 í vi'kulökin, þáttur und- ir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Umferðarmál. 16.05 Jónas Þórir Þórisson bankagj aldkeri frá Akureyri velur sér hljómplötur. 17.00 Ragnheiður Heiðreksdótt- ir kynnir nýjuistu dægurlög- in. 17.35 Tómstundaþáttur bama og unglinga. — Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga ' barnanna: „Flóttinn“. 18.30 Söngvar í léttum tón. 20.00 Nýja sinfóníusveitin í Lundúnum léikur; Gibson stjórnar: a. „Danse Macabre" • Félagsskapur við hæfi • „Ekki veit ég hversu menn taka alvarlega þessar áfeng- isvarnariefndir Ég heyrði eitt sinn sögu. er bendir tii þess, að mönnum hafi ekki þótt mik- il nauðsyn á slikri nefnd. Þesis- ar áfengisvamamefndir urðu til með áfengislögunum frá 1935, er sterku drykkirnir voru leyfðir, Ráðuneytið vildi fram- kvæma hin nýju lög eftir beztu samvizku og röggsemi og skipa formenn í allar áfengisvamar- nefndir á landinu, en svo ó- hönduglega tókst til, að sá er skipaður var formaður áfeng- isvamamefndar hrepps nokk- urs var látinn. Til þess að sá látni formaður hefði félags- skap við sift hæfj og nefndin starfhæf, skipaði hreppsnefnd- in tvo látna hreppsbúa í nefnd- ina Er nefndin sögð enn við lýði“. _ (Úr ræðu Guðm. I, Sig- urðssonar á Stúdentafé- laigsfundi um bjórinn, Vís- ir 24/2). Hjúskapur • Þann 12. febrúar voru gef- in saman í hjónaband af séra Bjarna Sigurðssynj í Mosfells- kirkju ungfrú Rannveig Magn- úsdóttir, Snorrabraut 83 og Hjálmar Steindórsson, IJeimili þeirra er að Kirkjugarðsstíg 6. — Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8. • Þann 12. febrúar voru gef- in saman í hjónaband af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Kri'Strún Jónsdóttir útstillinga- dama, Háaleitisbraut 43 og Gylfi Árnason verzlunarmaður, Miklubraut 18. — Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8. • Laugardaginn 16. febrúar voru gefin saman í Dómkirkj- unni af séra Óskari J. Þor- lákssyni ungfrú Guðríður Helgadóttir Kjartanssonar skip- stjóra og Sigurður Sigurðsson Halldórssonar trésmiðs, Innri Njarðvík. — Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8. wsfé&t. 'e ' íí íl Hp " • Laugard-aginn 19. febrúar voru gefin saman í hjónaband af séra Bjama Sigurðssyni, Mosfelli, ungfrú Ema Björg Kjartansdóttir og Guðvarður Hákonarson. Heimili þeirra er að Hlíðarhvammi 9 Kópavoigi. — Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8. Gletta — Eg er kominn til að kaupa bílinn sem ég skoðaði hér í gær. — Prýðilegt. Og segið mér nú, hvað það var fyrst pg fremst sem kom yður til að kaupa þennan bíl? — Konan mín. Eftir STUART og ROMA GELDER 28 gegnum nýju gleraugun sín. Eitthvað hið ánægjulegasta sem við sáum í nýja spítalanum var sú unglingsstúika sem lá í sjúkrarúmi, en báðir fætur hennar, sívafðir sjúkrabindum, vora bundnir upp með bönd- um, sem léku á trissu. Tíbezk- ur heimilislæknir sagði hana vera komna úr fjallabyggð i norðvesturhluta landsins. Hún hafði hrapað í klettum og kom- ið niður 9 metrum neðar, möl- brotin á báðum fótum. Þrjá- tíu skurðaðgerðir höfðu verið gerðar á henni á einu ári. Bat- inn var hægur en skurðlækn- arnir sögðu það vafalaust, að hún mundi geta gengið óhölt þegar henni væri batnað. Ef þetta hefði komið fyrir áður en skurðlæknar komu til Tí- bet, hefði hún orðið örkumla- maður alla ævi. Við rúmstokk- inn sat gráhærð kona, og var að stafa sig fram úr bók, sem hún hafði í höndunum en stúlkan benti henni á stafina og konan hafði þá yfir upphátt. Þetta var móðir sjúklingsins, og stúlkan var að kenna henni að l’esa, Viðtal við fólkið í Iitla. þorpinu í þrjár vikur vorum við á ferðalagi um sveitirnar, og komum þá í þorpin. Þau eru hvert öðru lík, Öll sýndu þau hið sama hvemig lífinu var lifað í tíbezku sveitunum H árum eftir að kommúnistar kornu til landsins, Vð máttum fara hvert sem vig vildum, því engin áætlun hafði verið gerð fyrirfram. Við höfðum jeppa, bílstjóra og tíbezkan túlk, og á hverjum morgni sögðum við sjálf til um það hvert við vildum fara. Svo lögðum vig af stað án Þess að vita hvar staðnæmast skyldi, bentum svo á þann stað, sem okkur þóttj líklegast- ur til fróðleiks, og fórum svo þangað. Og svo var það einn góðan veðurdag. að við kom- um tjl þorpsins Tsai Gon Tang, sem liggur milli byggakra ná- lægt veginum til Chengtu í Szechuan í 2.200 km. f.iar- lægð þaðan Jökulkrýnd fjöll hprfa yfir þessa þyrpingu af lágum lejrkofum áþekkum þeim sem forfeður okkar Saxar höfðu forðum. Við gengum gegn um trjá- lund (öll þorp í Tíbet hafa lund umhverfis) og komum að mjög fagurri gamalli kapellu, þar sem ung kona var að leika sér við barn sitt, Hún sagð- ist heita Da Chuen og vera bóndakona þar á staðnum. Eldri kona (’Sem sagðist vera fimmtug, en sýndist vera tíu árum eldrj eins og allir Tíbet- ar). kallaði sig Losang Wa Mo. Tvö litil böm sem vorú að leika sér við tjöm, sagði hún vera bamabörn sín. Við settumst á grasbala þar sem skyggðí fyrir sól, og báðum þær að segja ofckur hvernig lífinu hefði verig lifag þarna áður en Han (Kínverjar) komu, og hverjar breytingar hefðu orðið á síðustu þrjú ár- in eða éftir uppreisnina og flótta Dalai Lama til Ind- lands. „Fyrir þremur áram“. sagði Da Chuen „vorum vig öli á- nauðug og lénsherra okkar hét Guo Sang Tze. Hann átti heima í borginni en ég man ekki til að' ég hafi ség h-ann. Hann lét árniann sinn annast mál- efni sín. Okkur var úthlutað landskika. Vig guldum ekki jarðarafgjald í peningum, því til þess höfðum vig ekkert, heldur létum vig af hendi helming uppskerunnar. Það sem afgangs var höfðum við okkur til viðurværis. En þó uppskeran væri svo lítil að það sem eftir var skilig nægði okk- ur engan veginn tók landeig- andinn ekkj minna, en lánaði okkur svo það sem við með engu móti gátum án verið og tók dagsverk í staðinn. Með þessu móti losnuðum vig aldrei úr skuldum1/ En svö komu Kínverjar fyr- ir 11 árum. Varð þá engin breyting? Nei. sagði Da Chuen, hvorki hún né nágrannar henn- ar höfðu orðið variT vig það, nema hvag vegurinn frá Kína til Lhasa var lagður framhjá þessu þorpi. Ag öðru leyti gekk allt sinn vanagang. Kín- verskir hermenn komu til að setja niður símastaura en þeir gátu ekki talað við fólkig af því að hvorugir skildu aðra. Þau heyrðu orðróm um að Kín- verjar hefðu komig til landis- ins til þess að frelsa það und- an valdi útlendra manna. en enginn vissi hvaða útlending- ar þetta voru, því enginn hafði séð þá Og þótti þetta held- ur ótrúleg saiga. Fyrst þau fengu ekkert kaup hjá I'andeigandanum hvemig fóru þau þá að því að klæða sig? Losang Wa Mo sagði, að flest- ir ættu fáeinar sauðkindur sem þeir keyptu fyrir eldivið. sem höggvinn væri og seldur. Ullin var svo unnin í fatnað. Ef þau aðeins létu ekki á því standa, að gjalda landeigand- anum það sem hann krafðist, máttu þau gera hvað sem þau vildu á jörðinni. svo framar- lega sem þau ræktuðu það sem þeim var gert að rækta, og höfðu þann búfénað sem þeim var gert að hafa. Auk ásakana Daia; Lama á hendur Kínverjum höfðum vjð lesið Þær staðhæfingar kin- verskra kommúnista ag léns- herrar hefðu oft farig iUa með ánauðuga menn sína ef þeir guldu ekkj það sem krafizt var, eða voru ekkj nógu auð- sveipir. Stundum hafia þeir verið kvaldir eða jafnvel drepnir. Hafði slíkt komið fyrir í Tsai Gon Tang? Hvorki Wa Mo eða Da Cbuen vissu til þess, Þær voru fátækar, en það voru allir. Satt var það að enginn mátti flytja burt nema með leyfj landeigandans sem jafnframt var eigandj að þeim. en þær vissu ekki til að nokk- ur hefði kærf sig uei það. Hvert hefðu þeir þá átt að fara? Satt var þag ]jka. að engjnn máttj giftast án hans leyfis, og börn ánauðugra urðn ánauðug líka. En þetta hafði viðgengizt á öllum öldum. Eng- inn þekkti neitt annað. Dailai Lama hafðj gefið út yfirlýsingu um að áður en kínverskir kommúnistar komu hafi þjóð sín lifað í friði og sátt og verig sæl í trú sinni, ViðspurðumDa Chuen og Los- ang Wa Mo hvort þær hefðú öfundað ríka fólkið sem ekki lifði í ánauð. Þær skildu ekki spurninguna fyrst, en þegar við skýrðum hana betur hlógu þær eins og þeim fyndist þetta vera einhver fjarstæða. Losang Wa Mo sagðj og kímdi við: ,Hver mundi ekki öfunda þann sem betur er settur en bann sjálfur? Það er hverjum manni í brjóst borið. En lénsherra er lénsherra og ánauðugur maður ~ CRTU ÁSKRIFAHDI AD RtTTfí - tf SVÍ ER iKKl, ÞÁ HRIN QDU í 17, 506.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.