Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 14
14 SlÐA — ÞJÓÐVFjJXNN — Ijaugardagur 17. júní 1967. P.N. HUBBARD BROTHÆTT GLER 24 inni á móts við norðurendann á eynni. Slóðin var að vísu ekki skýr eða- þekkjanleg fremur en bílförin, en hún var þarna. Og það var áuðséð að farið hafði verið um skóginn. Einhver hafði gengið þama um, ýtt greinum frá og troðið á öðrum. Satt að segja tapaði ég slóðinni áður en ég kom niður að vatninu, en ég vissi vel hvert hún lá. Ég þok- aði mér niður á yið í áttina að vatninu, alltaf í skjóli trjánna og alltaf eins hljóðlega og mér var unnt, þótt ég gæti með engu móti útskýrt þá nauðsyn. Það var naestum logn og hvergi heyrðist nokkurt hljóð nema dauft skrjáf í laufinu fyrir of- an mig. Reyndar heyrði ég hljóðið naestum samtímis þvi sem ég kom auga á vatnið. Það var gutlhljóð, lágt, endurtekið skvamp eins og einhver væri að sulla með hendinni í grunnu vatninu undir trjánum. Það kom Crá vinstri. Ég gekk í áttina þangað, eins fljótt og hljóðlega og ég gat þangað til ég gat ,alls stað- ar séð vatn á milli trjánna. Þar var ekkert. Hvað svo sem or- sakaði gutlið þá var það hinum megin. Ég læddist niður að vatnsborðinu, skreið og klöngrað- / Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistola Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) / Simi 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 ist undir lágar greinarnar og ég sá betur og betur yfir vatnsál- inn- Rétt á eftir -hætti hljóðið en andartaki áður en það hljóðnaði sá ég hvað olli því. , Það var lurkur, býsna langur lunkur sem teygður var niður að vatnsborð- inu innanúr skjóli trjánna. Ég sá sem snöggvast, en aðeins í svip, í hönd sem hélt urh hinn cndann á honum, en ég hefði reyndar getað gizkað á að það væri hönd, og meira sá ég ekki. Lurkurinn var að kilóra í vatns- borðinu, sulla vatninu upp i leir- flag sem flóðið hafði ekki náð t.il. Ef mér skjátlaðist ekki, þá var hann að útmá varlega, en tveim sóllarhringum of seint, slóðina sem ég hafði séð liggja niður í vatnið hinum megin. Nú var alveg hljótt. Lurkurinn var hættur að klóra í vatnsborð- ið og hafði verið dreginn inn undir greinamar. Ég reyndi að greina, en gat það ekki, þruslk í einhverjum sem hörfaði upp bakkann hinum megin. Ég fór sjálfur að þoka mér til baka, en áður en ég gerði það horfði ég vandlega á leirinn mín megin við víkina. Ég sá það. sem eg hafði búizt við. Engin fbtspor en ósléttan votan blett þar sem sporin höfðu legið uppúr mín megin. ,* Þegar ég kom lengra burt írá vatninu fómáði’ég kyrrðinni fyr- ir hraðann. Ég stefndi beint «ð löngu breikkunni landmegin víð brúna. Ég kom fram á veginn rétt fyrir ofan hana, en þokaði mér niður að henni í skjóli trjánna. Þá nam ég staðar og hlustaði. Enn var ekkert að heyra nema daufan þytinn í vindinum í trjákrónunum. Ég gekk varlega út á vegarbrúninn en sá ekki neitt. Ég fór yfir brúna, gekk hálfa leið upp bratta brekkuna hinum megin og beygoi inn á millli trjánna til vinstri. Næstum um leið heyrði ég ein- hverja hreyfingu og snarstanzaði. Hljóðið kom frá hægri, rétt hjá beygjunni á veginum þar sem rhododendrorunnarnir byrjuðu. Andartaki síðar heyrði ég að ein- hver kom gangandi niður ak- brautina í áttina að brúnni. Ég sneri 'andlitinu að veginum og beið. Hún gekk rösklega níður stíg- inn nokkra metra frá mér. Hún var háleit, munnurinn lokaður, göngulagið reglulegt. Það var ekkei-t laumulegt í flari hennar. Ég sagðí: — Olaudia! og gekk út á stiginn. ' Hún hafði stanzað og kom síð- an til móts við mig. Hún sagði: — Johnnie! Hvað ert þú að pukr- ast inni í skóginum? — Að leita að þér, sagði ég. Ég var að volta fyrir mér hvað orðið hefði af þér. — Ég hef verið önnum kafin. — 1 sambandi við Jocik? — Jock? Nei, ekki sórstaiklega. — En hvað hofur gerzt í sam- bandi við það? — Ekkert hefur gerat mér vit- anlega. Hundurinn er dauður og grafinn. — Grafinn? Hver gróf hana? Ekki þú? — Nei, ekki ég. Auðvitað Coster. Nú, einhver varð að gera það. Það eru tveir dagar síðan hann d;ó. Eða hólztu að við myndum bara flleygja honum út í víkina. Ég hafði ókkert haldið um það til né frá- Ég sagði: — Léztu gera athugun á hræinu? Hún hristi höfuðið.— Til hvers hefði það verið? Elisabet frænka telur víst að hann hafi dáið úr slagi. — Og hvað helldur þú? —| Ég held hvorki eitt né neitt. Ég eitraði ek'ki fyrir hann og þú segist ekki hafa gert það. Þetta hefur svo sem getað venð hjartas'lag . miín vegna. Það er engin önnur skýring tiltæk. I-Iún var hvorki önug né ögrandi. Húr. virtist bara ekki hafa sérlega mikinn áhugn, eins og hún skildi ekki hvers vegna væfi verið að gera veður út af þessu. Ég sagði: — Ilvernig kemst Elísabet frænka af án hundsins. Hún yppti öxilum lítillega, Eins og' við er að búast. Mjög skap- lega. Hún hafði ekíki nema talk- martkaða þörf fyrir hann. Og hún bjargast. — Hvað um heiBsubótargöng- una hennar. — Cosler hefur úíbúið stíu handa henni. Nokikurs konar leikgrind. Hún notar staf og þrammar hring eftir hring innaní henni. Hún er að því núna. — Hefur hún ekki notað staf fyrr? — Nei. Hann kemur í staðinn fyrir hundinn. — Fílabeinsstaf með útskornu hondfangi — af því taginu? — Nei, síður en svo. Þú hef- ur séð hana sjálfa? Askur, næst- um eins sver og handleggurinn á mér. Hún gæti barið þig nið- ur með honum. Nema hvað hún myndi auðvitað ekki vita hvar hún ætti að berja. Ég gelik af stað í áttina að hús-' inu. Hún hikaði og kom síðan á eftir mér. ■« — Hvert ertu að fara? sagði hún.' — Mig lanfear að sj^ nýung- arnar — einikum og sér í lagi göngustafinn og ieikgrindina. Hvar -er Coster? — Coster er ekki heima. — Láttu mig þá ekki tefja þig ef þú hofur öðrum hnöpp- um að hneppa. Skómir hennar voru tandurhreinir, en reyndar myndi mjúkur undirgróðurinn , skóginum elcki hafa atað þá út. Það var engan leir að sjá á höndum hennar eða fötum. Hún gekk enn við hliðina á mér en með tregðu að því er virtist. Ég sagði: — Hvemig gengur með afsólknarbrjáilæðið? Eilífur elt- ingaleikur? — Enginn er að elta m.ig, John-nie. ^Og ekki þig heldur að því er ég’bezt veft, — Nema við hvort annað að sjálfsögðu. — Erum við að elta hvort ann- að? — Er það efkki? Ég hef verið að reyna að ná í þig í tvo und- anfama daga og þessa stundina fæ ég ekki betur séð en þú elt- ir mig allldyggilega. Ég stanzaði snöggilega og greip um hendur hennar. Ég dró hana að mér. Hún kom mótspyrnulaust en samt var eins og hún vissi ekki enn hvaða læti þetta væru. Ég sagði: — Hvað hefur komið fyr- ir þig, Claudia? Þú ert komin í einlhyerja órafjarlægð. Svo mikla fjariægð að ég veit að það er vonlaust fyrir mig að reyna að ná til þín, en þó er eins og ég geti ekiki hætt að reyna. Það *>r síðan þessi hundskratti hrökk upp af. En þó get ég ekki skilið hverju það breytir. Þér virðist ekki þykjá það mikilvægt sjálfri. Ég kyssti hana. Hún endurgalt kossinn og sagði: t- Með hundinn? Nei, ég hcld að það sé ekkert mikilvægt. Ég sleppti höndunum á henni og við gengum áfram áleiðis að húsinu. Við sögðum okkert langa stund. Það var eins gott, því að þegar við komum íyrir beygjuna á heimkeyrsflunni og ætluðum niður brekuna að hiúsinu, stóð Blisabet frænka fyrir framan okkur. * Hún var enn í tvídfötunum og þungu skónum, en í þetta sinn var hún með enga hanzka. Hend- ur hennar voru hið eina ffnlega við hana, furðu nettar á þessum stórvaxna líkama, en þær hétdu um grófgerðan stafinn með sýni- legum og ótvíræðum styrk. Ég stéð kyrr og volti fyrir mér hvort við Oloudia hefðum í raun pg veru gengið í tafct eins og ég hélt. Claudia hélt áfram í áttina til hennar. — Olaudia? — Já, Elísabet frænka? — Hvar hofurðu verið? Ég hélt ég hefði heyrt mannamál frá hinum enda akbrautarinnar. — Það held ég að geti ekki verið. Ég er að koma þaéan. Nema ég sé farin að tala við sjálfan mig eins og Coster. Það er efclri ólhugsandi. — Þú hefldur að svipað álag hafi svipaðar afleiðingar — jafn- vel þótt driflkrafturinn sé mjög mismunandi að mínu áliti? Kringiótt grá augun horfðu yfir öxlina á Ciaudiu og að þvl er virtist beint á mig. Augnaráðið minnti á uglu. Efcki vitru, gömlu ugluna í bama.silcólanum, heldur dýrið sem músin sér. Ef ég hefði séð nofckur ráð tiil þess að berja hana í rot þar sem hún stóð og sleppa með það, þá hefði ég ekki hikað andartak. Claudiá stóð með hcndur fyr- ir aftan bak, gfleiðstíg og horfði A. báðum bátunum er fylgzt nákvæmlega með loftbólunum. Fyrst virðast þær koma frá tveim, síðan þrem, og. síðan aftur tveim .../.. — Þórður sér, að andstæðingur hans fellur niður. Hann leysir fljótt af honum allt þungt svo auðvelt sé að koma honum upp. — Nu sér hann sér til mikillar furðu, að Angélique kemur og hjálpar honum að bjarga manninum, en verður svo ein eftir niðri. Hann getur ekki hindrað hana í því, meðan hann heldur á meðvitundarlausum manninum í fanginu- — Hún veit hvað hún 'vill. Meðan hann fer upp á yfirborðið eins fljótt Dg hann kemst, tekur hún málmkistilinn og festir hann við djúp- sökkuna. CHERRY BLOSSOM-skóábnrður: Glansar liet nr- endist betnr SKOTTA — Ég var að búa til poþkorn fyrir heila viku, svo borðar þú það á hálftíma! Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er, Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. Frá Raznoexport, U.S.S.R. 2-3-4-5 og 6 mm. Aog B gæðaflokkar MarsTrading Companyhf Laugaveg 103 sími 1 73 73 ATHUGIO! Breytið verðlítilli krónu í vandaða vöru Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar, Grettisgötu 13 (stofnuð 1918) sími 14099, leysir vandann. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BILAÞJÓNUST AN Auðbrekku 53. Rópavogi — Sími 40145.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.