Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1967, Blaðsíða 4
4 StBA — WÖÐVTLjrXNN — StaKKKÍagur L október IWL Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurftur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.j Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krómu' 7.00. HerstöB vaaðferðin [ áróðri Sjálfstæðismanna verða nú sífellt áleitn- ari kröfurnar um þátttöku Islands í Fríverzl- unarbandalagi og Efnahagsbandalagi Evrópu. Þess mun minnzt hversu hátt lét í þeim áróðri um það bil sem Bretland var næst því að komast í banda- lagið. Þá reis öflug mótmælaalda gegn því að of- urselja efnahagslegt sjálfstæði Islands og íslenzka atvinnuvegi svo sem gert væri með inngöngu íslands í Efnahagsbandalagið, með því væri erlendum auðhringum gefinn tak- marklaus réttur til fjárfestingar á Islandi til jafns við landsmenn sjálfa, og skilyrðislaus heimild til að flytja inn erlent verkafólk til fram- kvæmda á íslandi; slíkur tilflutningur verkafólks milli lánda Efnahagsbandalagsins hefur *numið hundruðum þúsunda verkamanna, gotninn datt að mestu úr áróðri Sjálfstæðisflokks- ins um inngöngu íslands í Efnahagsbandalag- íð þegar Bretlandi var synjað um inngöngu, og andstaða íslendinga gegn þeim fjörráðum við ís- lenzka atvinnuvegi og. efnahagslegt sjálfstæði sem inngangan væri varð til þess að í aðdraganda kosn- inga þótti ekki vert að flíka málinu. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk alvarlega áminningu um það í sumar að enginn fjáraustur dygði til að halda fylgi flokksins, og stórtap Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík er sérstök bending til Bjarna Benediktssonar, sem þar trónaði efstur á lista að kjósendur muni leita annað, einkum hinir yngri. Líkindi virðast samt til þess að íhaldið haldi enn um skeið ríkis- stjórnaraðstöðu vegna hjálpar Alþýðuflokksins. gðlilegt er að álíta að margefldur áróður blaða Sjálfstæðisflokksins fyrir inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu blossi nú upp vegna þess að flokkurinn telji sér vísa stjórnaraðstöðu enn um sinn að afloknum kosningum. Jafnframt gæti verið að fornstumenn Sjálfstæðisflokksins teldu vegna kosningaósigurs flokksins í Reykjavík að undir- stöður fjöldafylgis hans væru að bresta og fastar þyrfti að leita eftir að fá erlenda bandamenn inn í landið í líki alþióðlegs auðvalds, og flytja raun- veruleg völd í efnahagsmálum á íslandi enn meir út úr landinu, til stofnana sem íslendingar hefðu í raun nær engin áhrif á. Forustumönnum Sjálf- stæðisílokksins er ljóst, að það verður ekki auð- velt að afsala efnahagslegu sjálfstæði lands og þjóðar í hendu:- Efnahagsbandalagsins, og því eru við hafðir í seinni tíð vissir fyrirvarar, um að Is- land þurfi að fá undanbágur frá Rómarsamningnum ef til innaöngu kemur. Gagnvart slíkum fyrirvörum er það aðalatriðið að vegna reynslunnar af sams konar aðferð í hernámsmálunum er ekki treystandi neinu orði eða yfirlýsingum forystumanna Sjálf- stæðisflokks'ins þegar um er að ræða íslenzk sjálf- stæðismál; meðan verið er að cmeygja fjötrinum á íslendinrra er veifað „fvrirvörum" og yfirlýsingum, aðferðin er í fersku minni. — s. Frá Liijukórnum Liljufcórinn óskar að bæta við sig söngfólki. Upplýsingar í símum 15275 og 30807 milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. / sláturtíðinni Höfum til sölu hvítar vaxbornar mataröskj- ur. Öskjurnar eru sérstaklega hentugar til geymslu á hvers konar matvælum, sem geyma á í frosti. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Sími 38383. KASSAGERÐ REIKJÁVÍKUR Kleppsvegi 33. Tilkynning Á tímabilinu 1. október til 1. apríl verða skrif- stofur vorar lokaðar á laugardögum. Varahluta- verzlunin verður opin eins og venjulega, en við- skiptavinir eru beðnir að athuga, að engar vörur er hægt að senda út á laugardögum, og er þess því óskað, að menn hagi viðskiptum sínum eftir því. Tiikynning um breyttan afgreiðslutíma ÚSVEGSBANKA ÍSLANDS Fullkomnasiti kiiliipciinl — kemur f Svíþjóð t>(z<cLZ.OcLc£vvy)L epoca er sérsfaklega lagaðúr til að gera skriftina þægilega. Blekkúlan sem hefir 6 blek- rásir tryggir jafna og örugga blekgjöf til síðasta blek- dropa. BALLOGRAF penn- inn skrifar um leið og odd- urinn snertir pappírinn - mjúkt og fallega. Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & €». h.f. Frá og með 2. október n.k. verður bankinn opinn sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12,30 og kl. 13—16 nema laugardaga kl. 10—12. Sparisjóðsdeild bankans verður einnig op- in eins og verið hefur alla virka daga kl. 17-—18,30 nema laugardaga. Útibúið á Laugavegi 105 verður opið a'lla virka daga kl. 10—12 og kl. 15—18,30 nema laugardaga kl. 10—11,30. Piikington postuiíns- veggfíisar Ávallt í miklu úrvali. Litaver sf. Grensásvegi 22 — 24 — Símar 30280 og 32262. Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast, Hafíð fiamtand við ferðaskrifstofumar eða p/vnr AMEmc/var Hafnarstrœtí 19 — sími 10275 Kennsia TUNGUMAL,, BÖKFÆRSUA, REIKNINGUR. Áherzla lögð á talæfingar. Segulbandstæki notuð. sé þess óskað. Skóli Haraldar Vilhelmssonar Baldursgötu 10. Sími 1-81-28.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.