Þjóðviljinn - 12.06.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1968, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — MiAvifcujdaSur 12. iúni; 1968. Fríðrík og Guðmundur teflu athugasemd Sjötta þ.m. skrifar G.Þ. at- hugasemd við smágrein sem ég skrifaði í Þjóðviljann fyrir skömmu undir fyrirsögninni „Stúdentaspjöll“. Það má segja að báðir hafi nokkuð til síns máls, en ég tel að grein G.Þ. sé utan við kjama þessa máls. Ég er ekki mélfræðingur. en hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir ís- lenzku máli og las okkar fomu rit strax á áttunda ári, svo -<S> Stórgjafir til skógræktarinnar urýmsum áttum Skógræktarstj., Hákom Bjama- san, skýrði blaðamönnuim frá því í gær, að Þorsteinn Erlendsson frá Árbakka í Landssveit hefði arfleitt Skógiræktarfélaig Rangæ- inga að 263 þúsundum króna til starfsemi sinnar. Verður fénu vardð 'til gróðursetningar ■ að Haimragörðum, en þá jörðkeypti fyrmefnt félag fyrir 6 árum. Þá heflur frú Helga Paul í Kalifomíu, syst'ir Sigurðar heit. Jónassonar forstjóra, gefið 100 þús. kr. til skióigræktsr til minn- ingar um htjpn ogforeldraþeirra. Óskaði gefandi þess að fénu yrði varið til skóggræðslu á stað ekki fjarri Geysi, sem Sigurður gaf íslenzka ríkinu á sínum tíma. Ýmsar aðrar góðar gjafir hafa Skógræktinni borizt, m.a. hin ár- lega • - stórgjof norska útgerðar- mannsíns og flugfélagsíorstjóra Braathens, að upphæð 10 þús. kr. norskar. • Styrkur til náms í Sovétríkjunum • Sovézk stjórnvöld munu væntánlega veita einum íslend- ingi skólavist og styrk til há- skólanáms í Sovétríkjunum há- skólaárið 1968 - 69. Umsóknum skal kornið til menntamála- ráðuneytisins, Stjómarráðshús- inu við Lækjartorg, fyrir 30. júní n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmæl- um. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frétt frá menntamálaráðuneytinu). ég hef ofurlitla innsýn í okk- ar foma mál. Auðvftað hafði ég rekizt á hina fornu mynd af spjall, en orðið löstur hafði ég ekki séð í þeirri merkingu, sem G.Þ. getur um og mér finnst Ámi Böðvarsson ekki líklegur til að nota það í þessu sambandi. Kj amd þessa máls er aftur j frá mínu sjónarmiði sá. hvort við eigum að fara að kasta burtu úr málinu orðum sem eru búin að fá fast form og hefð og taka upp hvemig þau voru notuð í fomu máli. Það er léttur vandi að fara í fommálið og tína upp orð sem höfðu allt aðra merkingu en nú og notuð í öðru sam- bandi. • Orðið andskoti þýddi til foma sá er sat andspænis manni. Hvað muiidi G. Þ. segja ef við værum í opinberu hófi og sætum andspænis hvor öðrum. Svo slöngvaði ég því til hans að hann væri andskoti minn. Hvað ætli margir viðstaddir skildu við hvað væri átt? Að fara að rugla í málinu á þennan hátt, tel ég ekki ná nokkurri átt, það mundi eng- um hjálpa. en öllu spilla. Aftur er ég með því að taka upp fom og falleg orð, sem eru dottin út úr málinu og jafn- vel þó við þurfum að gefa þeim aðra merkingu. Ég tók t.d. upp foma orðið „hj^als- kona“ í stað skvísa, hjásvæfa eða jafnvel mella. Hvort þetta orð hefur þýtt alveg sama. vil ég ekki dæma um. en mér fannst það falla vel inn í þetta. Svona barf engan að rugla frekar en hvert annað nýyrði. ■Ég vildi að við G. Þ. gæt- um orðið sammála um það að góð og gegn orð sem eru búin að fá hefð í málinu, væru ekki • færð að merkingu mörg hundr- uð ár aftur í timann. Fom- málið skulum við að mesfu láta þá um sem þar bafa menntun til. Nú er einmitt ver- ið að færa okkar fomu bók- menntir til nútíðarmáls og tel ég það mjög til bóta þó ég sjálfur lesi þær með glöðu eeði með annarri stafsetningu. Ég tel að háskólastúdentar eigi að vera vitar þjóðfélags- ins, en vitar verða að gefa rétt Ijósmerki ef siglin'gin á að verða glæst og slysalítil. Halldór Pétursson. ' á . ,*s ..A. FKÁ REYKJAVÍKUKSKÁKMÓTÍNU: Friðrik Ólafsson og Guð- mundur Sigurjónsson tefldu harða og tvísýna skák sem ekki var lokið eftir 5 tíma baráttu, en biðstaðan var Friðriki heldur hag- stæðari. Sá bezti er 16 ára Ólafur Skúlason sigraði í golfkeppni innan Golfklúbbs Reykjavíkur Laugardaginn 1. júní varháð á golfvelli G.R. við Grafarholt árleg keppni um forkunnar- fagra marmarastyttu, er félag- inu var geíin 1958 til minning- ar uim ungan Baindarfkjamann, sem lézt af slystföruim á Ketfla- víkurflugvelli. Jason G. Clark var fírábær golfilei'lcari og ágæt- -<?> LEIK Í.B.A. OG FRAM FRESTAÐ Leikur Fram og Akur- eyringa í 1. deild, sem fraim átti að fara laugar- daginn 15. júní á Laugar- dalsvellinum, hefur verið fluttur til og fer hainin. fraim þriðjudagi'nn 18. júní. Leikurinn fer fra/m á Lauiga.rdalsvelliinum og héfet hann kl. 20,00. * Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikur- inn milli ÍBV og FRAM sem tvívegis hefur verið frestað fer fram. ur félagi þann stutta tíma, er hann veitti birtu á golfíþrótt- ina hérlendis. Veður var freim- ur óihagstætt til keppni. HSiigi að síður hófu 38 kylfingar keppnii, en 7 heltust úr lest- imni er á leið, sökum slaigviðr- is og vosbúðar/ Þótt érangur væri ekki sem beztur, varmjög mjótt á munuim, hver hreppti hinn glæ-silega grip að þessu sin.ni. Ólafur SÍkúlason, seim að- eins er 16 ára gamalil, lék 18 holur vallarins á 82 höggum, þ.e. 69 nettó, að fródreginni forgjöf hans 13. Við svo afleit skilyrði til leiks er voru þanna þennan dag, verður að telja þetta lofsverða frammistöðu af 16 ára un@lin.gi. Þetta varbezti árangur dagsins, svo að Ólafur Skúlason hreppti hinn glæsilega farandgrip til varðveizlu í 1 ár. Árangur beztu manna varð annans, sem hér segir: Með forgjöf: 1. Ólafur Skúlason 69 hogg. 2. Haukur Guðmundsson 70 h. 3. Guinnar Kvaran 71 h. 4. Hörður Ólafsson 72 h. Án forgjafar: 1. ÓlaÆur SkúXasoin 82 h. 2. Hafsteinn Þorgeirsson 87 h. (gestur). 3. Óttar Yngvason 89 h. 4. -6. Haukur Guðmundss., Svain Friðgeirss. og Viðar Þorsteins- son, aillir á 90 h. Skákkeppni UMFÍ Hafin er sveitakeppnd í skák á vegum Un'gmenn.afélags ís- landis og taka 10 héraðasam- bönd þátt í keppninni. Keppt er í fjögurra mianna sveitum. í forkeppni er keppt í þrem- ur riðlum, og fer efsta sveitin úr hverjum riðli í úrslita- keppnina, sem háð verður að Eiðum uni leið og landsmót UMFÍ fer þar fram í næsta mánuði. Um síðustu helgi fór fram keppni í tveim riðlum for- keppninmar. Á Akureyri kepptu Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands, Héraðs- samband Suður-Þingeyinga og Ungmennas amb and Ey j af j arð- ar. Fóru leikar þanndg að UÍA vann HSÞ 3Vz '■ V2, UMSE vann UÍA 21/2 : IV2 og UMSE vann HSÞ 3V2 '■ Vi- Ungmennasiam- band Eyjafjarðar hlaut því samianlagt sex vinninga, UÍA fimm vinndnga og HSÞ einn vinning. UMSE sá um mótið. Þá kepptu á sama tima i Kópavogi lið Héraðssambands Snæfellsness- og Hnaippadals- sýslu, Héraðssamb. S;karphéð- ins og Ungmennasambands Kjalannessþings. Leikar fóru þannig að UMSK vann HSH 4 :0, HSK og HSH gerðu jafn- tefli 2:2, og UMSK vann HSK 2% : 1V2. Samtals hlaut UMSK því 614 vinning,' HSK 3 V2 vinning og HSH 2 vinn- in@a. Skákstjóri var Gísli Pét- ursson. UMSK sá um mótið. í sigursveit Ungmennasam- bands Eyjafjarðar voru þessir menn: Guðmundur Eiðsson. Ár- mann Búason, Hjörleifur Hall- dórsson og Hreinn Hrafnsson. f sigursveit UMSK voru: Lárus Johnsen, Jónas Þor- valdsson, Björgvin Guðmunds- son og Ari Guðmundsson. Keppni í þriðja riðlinum fer fram á Blönduósi dagana 22. og 23. júní. Þar keppa: Ung- mennasamibandi Austur-Hún- vetninga, Unigmennasamband Skagafjaróar, Ungmennasam- band Dalamanna og Héraðs- samband Strándamamna. KEFL VÍKINGAR! Tilboð óskast í endurbyg'gingu á bárujámsgirðingu um opið geymslusvæði norðan við svonefnt „Lofts- hús“. — Verklýsing afhent á Hafnarskrifstofunni. Tilboðum sé skilað til hafnarstjóra fyrir 20. þ.m. Landshöfn Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps. Það segir sig sjálft áð þar sem við erum utan við alfaraleið á Baldursgötu 11 verðum við að hafa eitthvað sérstætt upp á að bjóða. — Sívaxandi fjöldi þeirra, sem .heimsækja okkur reglulega og kaupa frímerki. fyrstadagsumslög. frímerkjavörur ýmis- konar og ódýrt lestrarefni, sýnir að þeir sjá sér hag i að líta inn. — Við kaupum íslenzk frimerki og kórónumynt BÆKUR OG FRÍMERKl, Baldursgötu 11. íslendingar og hafið SJAYARUTYEGSSÝNINGIN framlengd tll sunnudagsins 23. júní Athugið breyttan sýningartíma. — Aðgöngumiðasalan opin alla virka daga frá kl. 17 - 22, laug- ardaga og sunnudaga kl. 14 - 22 —. 17. júní kl. 17 - 22. Sýningin tekur á móti FERÐAHÓPUM á öðrum tímum eftir samkomulagi. Helztu strætisvagnaleiðir að Laugardalshöllinni eru: Sogamýri — Rafstöð, leið 6, á heila tímanum og leið 7 á hálfa tímanum. — Sundlaugar, leið 4 á 15. mín. fresti. Tízkusýning í kvöld kl. 20.30 Sjáið ævintýraheim sjávarútvegsins íslendáigar ©g hafið v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.