Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudaffur 5. júm' 1970. Þar sem klukkan á Islandi er 6 stundum á eftir klukkunni í Mexúkó og leikimir á HM byrja kl. 16 að staðartíma er erfitt að segja frá úrslitum daginn eftir í blaði sem er frágengið um miðnaetti — en við reynum okkar bezta Bara eitt S-Ameríkulið, El Sahrador, hefur tapað leik MEXÍKÓBORG 4/6 — Stórfengleg sýnikennsla brasílska liðsins í leik þess í gær við Tékkóslóvaka í annarri um- ferð heimsmeistaramótsins í Mexíkó hefur orðið til að styrkja trú manna á að evrópsku liðin muni ekki standast þeim suðuramerísku snúning, þegar að úrslitu’m dregur á mótinu. Brasilíumenn sem sýndu hvað í þeim bjó eftir að Tékkó- slóvakar höfðu tekið forystuna með marki sem Ladislav Petras gerði á 12. mínútu léku af slíkri snilld að hrifningarstunur heyrðust frá áheyrendapöllunum á leikvanginum í Guadalajara. ,PeIé þakkaður sigurinn Leiknum lauk, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, með sigri Brasilíu 4—1 og það var hinn ótviræði meistari knatt- spymuíþróttarinnar, Pelé, sem þrátt fyrir langan feril að baki virðist síður en svo ætla að setjast í helgan stein á næst- unni. Hann gerði sjálfur eitt markanna, en átti mikinn þátt í hinum, sem Jair og Rivelino gerðu, sá fyrmefndi tvö. Frábær frammistaða Perú. Frábær frammistaða Perúliðs- ins í leiknum við Búlgara, sem þeim tókst að sigra með 3—2, enda þótt Búlgarar hefðu um tíma tvö mörk yfir, hefur einn- ig valdið því áð þjálfarar evróþsku liðanna eru teknir að endurskoða álit sitt á liðunum frá rómönsku Ameríku Leikur þeirra einkennist urnfram allt af harðvítugum og þaulhugsuðum sóknarlotum. Loftið og hitinn Evrópsku liðin munu þó varla láta sig fyrr en í fulla hnefana. Þau eiga ekki aðeins við frá- bæra andstæðinga að etja, held- ur há skilyrðin beim flestum, hið þunna loft hálendisins og miklir hitar, meira en Ameríku- mönnum. Slæleg frammistaða Evrópuliða Sovézka liðið sem margir höfðu talið líklegt til að kom- ast í úrslit Olli mönnum tals- verðum vonbrigðum í leiknum við gestgjafana, Mexíkóbúa, á sunnudaginn, enda þótt frammi- staða þess batnaði í síðari hálf- leik. Leiknum lauk sem kunn- ugt er með jafntefli. önnur evrópsk lið sem hafa verið tal- in koma til greina í úrslitum, eins og Evrópumeistaramir frá Italíu og Vestur-Þjóðverjar, vöktu heldur ekki neina sér- staka hrifningu fyrir frammi- stöðu sína í leikunum í gær og urðu að láta sér nægja nauma sigra yfir Svium og Marokkó- búum. Líkurnar 500 móti einum! Veðmangarar höfðu talið lík- umar á sigri Vestur-Þjóðverja yfir Marokkóbúum 500 á móti einum, og því kom það heldur en ekki á óvart að Marokkó hatfði eitt mark yfir í hálfleik. Uwe Seeler og Gerd Muller björguðu svefnró og sjólfsvirð- ingu vesturþýzka liðsins með því að gera hvor sitt markið í síðari hálfleik. Harðskeyttir en þreyttir. Italska liðið var harðskeytt og sótti fast á í fyrri hálfleiknum gegn Svíum, en allur máttur virtist vera úr liðinu í sáðari hálfleik og urðu leikmennimir að leggja sig alla fram til þess að halda þessu litla forskoti og tókst það reyndar. ítalski þjáltf- arinn Valcareggi sagði eftir leikinn: Hið þunna loft verkaði sem rothögg á piltana mína í seinni hálfleik. Við verðum bara að vona að betur gangi næst. Vesturþýzkj þjálfarinn Schön var mjög óánægður með sam- leik liðsmanna sinna, en sagðist verða að vona að betur gengi í áframhaldinu svo að enginn færi að gera sér rellu út af því hvemig sigurinn yfir Marokkó vannst. Eina liðið frá rómönsku Ameríku sem enn hefur tapað leik var lið E1 Salvador sem tapaði í gær fyrir Belgíu með 3 mörkum gegn engu. Nú hafa öll sextán liðin keppt og fá leikmenn nú tveggja daga hvíld sem þeim veitir víst flest- um ekki af. Svíar töpuðu lciknum við ítala með aðcins cinu marki. Do- menghini skaut fremur lausu skoti á sapnska markið. Hinn ungi markmaður Svía Ronnie Hellström — hér á myndinni — fleygði sér eftir knettinum í rétt horn og virtist hafa hand- samað hann, en með einhverjum óskiljanlegum hætti rann knött- urinn undir hann og í mark. Þetta klaufamark mun líklega kosta Svía eftirsetu þegar und- anúrslit hefjast Það er vandi að verjast þegar snillingurinn Pelé „klippir“ þannig knöttinn laftur fyrir sig Leiks Englands og Brasilíu beðið með mikilli óþreyju GUADALAJARA, Mexí-kú 4/6 — Bnda þótt búast me-gi við harðri keppni, góðri knattspyrniu og tvísýnum úrslitum í mörgum þeirra 16 leikja sem enn er eftir að leika í riðlunum fjórum á heimsmeistaramótinu í Mexíkó munu menn vafalaust bíða með mestri óþreyju eftir leik Eng- lendinga og Brasih'u’manna sem háður verður í Guadgl- ajara á sunnudaginn. Þótt tailið sé nær vafalaust að bæði þessi lið miuni komiast í undanúrsilit, hvemig sem leik- urinn fer á sunmudaigínn, er hans- engu að síður beðið af miikilli óþreyju, því að filestir munu telja að þessi tvö lið séu Kklegusrt til að keppa til úrslita á mótinu- Frammlstaða þeirra hingaðtil hetfur bent til þess. Leikurinn á sumnudaginn gæti því gefið vísfoendinigu uim hvaða lið hlýtur heimsmeistaratitilinn. Enda þótt bæði þessi Qið séu í algeruim úrvailsflokki er þó mikill munur á þeim. Vöm brezka liðsins er afburðaigóð, en þjálfairi BrasdMufmanna, Zagiaiio, telur það mesta gailann við sitt lið að vörnin sé otf glloppótt. Því sterkari er framilína liðsins em sir Alf Ramsey, þjálfari Englendinga, segist gera sér vonir um að hinni öffluigu vöm enska liðsins takist að hrinda áhlaupum hennar. Óhemju hrifning Brasilíska liðið vakti óhemju hrifninigu og aðdóun áhorfenda imeð fraimimistöðu sinni í síðari hálfleiknum geign Tékikóslóvök- um og þá Pelé fyrst 'ög fremst. Hins- vegar var gílöggt að vöm- in gat bilað og það getur orðið dýrkeypt gegn ensku framherj- unum. Enda þótt emginn vafi væri á yfirburðum Brasálíu- manna í leiknum við Tékkó- sióvaíkíu, ber miönmum saman um að sigur þeirra hafi vorið meiri en etfni stóðu til- Minnti á fyrri sigra Hins vegar léku Brasilíu- menn aflburða skemmtileáB knattspymu sem minnti marga á þau lið þeirra sem tryggðu sér heimsimeistaratitilimn árin 1958 og 1962. Jafnmðrg iii frá Evrópu og S-Ameríku í undanúrslitum? -------<í> Hanga sem fastast Á það hefur margsinnis ver- ið bent hér i blað-inu að ráða- menn Framsóknarfllokksins eiga þess kost að leysa vinnu- deiluna umsvifaiaust. Vinnu- málasamiband samvinnutfélaig- anna og önnur Framsókmar- fyrirtæki eru svo öflugir aðil- ar í framledðslukerfinu að samkomulag atf þeirra hálfu mundi á skömimum tíma leiða til ansherjarsamninga. JEtti þetta verketfni að vera þKr m mun nærtækara sem Tfmiímn he-fur þráfaldlega lýst yfir fullum stuðningi við hinar hófsaimlegu krötfur verkafóffiks En því mlður hetfur tvö- feldni Framsófcnarforustunnar komið mjög greinilega í ljós i þessu stó-rmáli ekfci síður em öðrum. Þegar Tíminn tók hvað mest upp í sig í stuðn ingi við launafóik lögðu ráða- menn Vinnumiálasambandsins e-ins og hverjir aðrir haia- kleppir í Vinnuveitendasam- bandi íslands, og hanga þar erm sem fastast. Skelk- aðir menn Á þetta óhreinlyndi Fram- sóknarforustunnar var bent mjög rækilega fyrir kosning- ar, og það kom greinilega í ljós daigana áður en kosið var að Tímamenn voru orðnir mjög skelkaðir. Daginn fyrir kosningar var forsíða Tímans eitt hræðsluóp. Þar var því háldið fram að Vinnumála- -samlband samvinnufélaganna gengi ekki till samminga af einni saman umhyggj usemi fyrir launafóiki! Þess væri enginn kostur að semja, sagði blaðið, ,,nema fyrir liggi nú þegar yfirlýsing a£ hálfu rík- isstjómarinnar um, að hún muni efcki svara slíkum sér- samningum adila, er raun- verulega leysa kjaradeiluna, með hefndairáðstöfunum gegn launþegium og viðkomandi samningsaðilum, svo sem með gengislæikikun eða öðrum bú- sifjum, er geri sérsamninga að hreinni hefndargjöf tiil handa launþegum.“ Til enn frekari áherzlu hélt Tímiinn hví einn- ig fram — og fór þó ekki mikið fyrir saomkvæmninni — að Vinnuimálasambandið vildi fyrir alla muni gera sérsaimm- ing við Xðju á Akureyri en verfclýðsfélaigið hefði hafnað því! Rej-ndist sú frétt vera uppspuni fró rótum, blygðun- arlaus ósannindi hræddra manna. ó- oilgjörn krafa Sú miálsvörn Tímans að Vinnumiálasiamlb-and sam- vinnufélaganna geti ekki sam- ið við verkafólfc án bess að fá leyfi frá rífcisstjóminni er einnig fjarri sanni. Þar skír- skotar Tilmdnn til þeirra samn- inga, sem gerðir voru 1961 en síðam hrundið með nýrri geng- islækkun, og getfur í skyn að slíkir atburðir geti endurtakið sig. En aöstæður nú eru allt aðrar en þær voru 1961- ÞA ’var ríkisstjómin nýmynduð og gaigntekin ofstækisfullri trú á viðreisnarstefnuna. Nú er ríkisstjómin gömul og þreytt og Allþýðufllokkurinn gersamlega í sárum — eng- um dettur í hug að hann þyrði að standa að hefndair- ráðstöfunuim vegna kjara- samninga. 1961 voru alþingis- kosningar nýafstaðnar og því ráðrúm fyrir stjómarvölld; nú eru þingkosningatr á næsta leiti. Vinnuroálasaimiband sam- vinnufélaiganna þairf ekki neitt leyfi ríkisstjórnarinnar til að semja við verkafólk; það þarf ekki að óttast nein- sr hefndarráðstatfanir; forusta Framsóknairflokksins þarf að- eins sð sýna manndóm og heilindi. En það er að vísu miiög óbilgjöm krafa begar Sllfcir menn eiga f hlut. — Austri. MEXXKÓBORG 4/6 — X ú þegar öll sextán liðin sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspymu sem fram fer í Mexíkó hafa leikið einn leik geta menn gert sér gleggri girein en áður fyrir þvi hvaða lig muni komast í undanúrslitin, segir fréttamaður AFP. 1' að að Vestur-Þýzkaland ■sénx tapaði fyrir Englandi í úrslita- leiknum á síðasta heimsméist- aramóti fyrir fjórum árum gæti ekki sigrað Marokkóbúa sefn mega heita nýliðar í alþjóð- legri knattspymu, er þó sáíbt ástæða til að ætla að vestur- þýzka liðið muni komast í und- anúrslit ásamt Perúmönnurrt' í 4. riðli. Knattspyrnuunnendur bíða nú með mestri óþreyju eftir leik Englands og Brasilíu sem fer fram i Guadalajara á sunnu- daginn. Þjálfari Brasilíumanna, Zagallo, sagði í gær að nauð- synlegt myndi verða að herða vömina gegn sóknarmönnum Englendinga. Hins vegar kvaðst hann þess fullviss að framherjar hans, eins og t. d. Pelé og Tostao, myndu geta brotizt ’ gegnum hvaða vörn sem væri. 1 þeim riðli sem frá upphafi hefur verið talinn hafa sterk- ustu liðin og líklegust til sigurs í úrslitaleik mótsins, 3. riðlin- um, má kalla það nærri víst að England og Brasilía muni skipa efstu sætin í riðlinum og því komast áfram í undanúrslitin. Það mun úr því skerast á sunnudaginn þegar þessi lið, fyrrverandi og núverandi heims- meistarar, leika saman í Gua- dalajara hvort þeirra verður etfst í riðlinum. Það má telja víst að Rúmenía sem tapaði 0—1 fyrir Englandj og Tékkó- slóvakía sem tapaði 1—4 fyrir Brasilíu muni verða neðst og verða úr leik. Enda þótt minnstu hefði mun- Naumur sigur ítallir hetfndu að nofckru leyti ófara sinna á síðasta heirrts- meistaramóti með þvi að sigra Svía, en só sigur var í naurfl- asta lagi. Italar keppa við Uru- Suay í Puebla á laugardag Og mun sá leikur að öllum líkind- um skera úr ura hvaða lið verð- ur efst í 2. riðli, en bæði munu alltrygg að komast í undan- úrslit, en Svíar og Israelsmenn verða úr leik. Það er bó kannski of snemmt að fullyrða nokkúð um betta, þvi að Uruguay hefyr orðið fyrir bví skakkafalli að fyrirliði þess, Pedro Rocha, mun ekkj leika meira með liði sínu á heimsmeistaramótinu. Gömul meinsemd í hné tók sig uop Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.