Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimlmtudagur 23. júlí 1970. Þing Sovétríkjanna fordæmir mögnun stríðsins í indókína \ yfirlýsingu frá Æðsta ráðinu er þjóðum Indókína heitið alhliða aðstoð og sigur þeirra talinn vís MOSKVU í júlí (APN) — Fyrsti fundur áttunda þings Æðsta ráðs Sovétríkjanna lýsir því yfir, að athuguðu á- standi í Indókína, að árásarstríð Bandaríkjanna gegn þeim friðelskandi þjóðum sem þar búa, sé komið á nýtt og hættulegt stig. — Þannig er komizt að orði í yfirlýs- ingu sem Æðsta ráðið samþykkti vegna hinnar nýju mögn- unar stríðsins í Indókína með árásarstríðinu gegn Kmerum, sem byggja Kambodju, og stöðugri mögnun stríðsins gegn Laos. Eftir að hafa staðið að valda- ránj í Phnom Phen slöngvaði rikisstjórn Bandaríkjanna eld- um hins svívirðilega stríðs yfir á hlutlaust land, Kambodju, og hefur með því enn aukið á við- sjár á alþióðavettvangi og stríðs- hættu í allri Suðaustur-Asíu, segir því næst í. yfirlýsingunni, og síðan segir: • . Beint framhald Útfærsla hemaðaraðgerða Bandaríkjamanna til Kambodju er beint framhald á árásarstríði þeirra i Vietnam og hernaðar- íhlutun í Laos. Eftir að hafa beð- ið skammarlegan ósigur í til- ranum sinum til að koma hetju- þjóð Vietnams á kné, reyna valdamenn í Bandaríkjunum með blindri þrákelkni að bjarga hinni gegnrotnu, óþjóðlegu leik- brúðustjóm í Saigon. Jafnframt þvi sem bandarískar flugvélar fljúga yfir land Alþýðulýðveld- isins Vietnams og skjóta á það, heyrast í Washington ógnanir um að aftur verði teknar upp loftárásir á Norður-Vietnam. Á hverjum degj falla böm, konuæ og gamalmenni í Kam- bodju fyrir bandariskum kúl- um, handsprengjum, eldflaugum og sprengjum. Miskunnarlaust er árangur« af erfiði kambodjsku þjóðarinnar að engu gerðuir, skólar, sjúkrahús, inenningar- verðmæti og gúmmiplantekrur eru eyðilagðar. Stríðinu er haldið áfram Þó að mikið veður sé gert út af því í áróðri heimswaldasinna, tekur Æðsta ráðið fram, að her- lið Bandaríkjamanna hafi verið flutt úr Kambodju getur það ekki falið þá augljósu staðreynd, að bandariska hemiaðarvélin er ákveðin í því að halda áfram innrásarstríðinu með atfylgi samherja sinna í árásinni, sem nota bandarískar fl-ugvélar og önnur banda-rísk hernaðargöign. Bandaríska hernaðarvélin held- ur áfram að troða alþjóðasam- kom-ulaigið um hlutleysi Laos und- ir fótum á hundingsleg.au hátt og koma í veg fyrir að hin ýmsu stjóirnmálasamtök landsins geti náð samkomulagi á grundvelli á- ætlunar um pólitíska lausn mála í Laos, sem sett hefur verið fram í yfirlýsingu miðstjómar Föður- landsfylkingar Laos frá 6. marz síðastliðnum. Enn einn vitnisburður Síðustu viðburðir í Indókína sýna enn einu sinni fram á land- vinninga- og nýlendustefnu heimsvaldasinna í Bandaríkjun- um, bætir Æðsta ráðið við. Að berja niður þjóðfrelsishreyfing- una í löndunum í Indókína, og neyða nýlendustjómum upp á þessi ríki, að breyta öllu Indó- kína í herstöð Bandaríkjanna í Suiðaustur-Asíu og brúarsporð þeirra þar — þetta eru hin sví- virðilegu markmið, sem banda- ríska heimsvaldastefnan reynir að ná með blóðugum ódæðum í Vietnam, Laos og Kambodju. í þeim tilgangi að draga úr manntjóni bandarískra herja, reynir núverandi rikisstjóm í Bandaríkjunum með öllum ráð- um að flytj a þungann af árásar- aðgerðum gegn Asíuþjóðum á herðar Asíuþjóða, og nær glæp- samlegum tilgangj sánum með tilstyrk kaupamlegs skriffinnsku- valds. herforingja og málaliða. Þessum tilgangj þjónar einmitt hin svonefnda „Guam-kenning“ Bandaríkjanna, sem miða-r að því að „Asíumenn berjist við Asíumenn“. Dæmi um þessa kenningu í framkvæmd er sú stefna sem ríkissrtjóm B-anda- ríkjanna fylgir að gera stríðið í Suður-Vietnam „vietnamskt“ og tilraunir til að berja saman í kambodjska ævintýrinu hem- aðarbandalag Saigon-Bangkok- Phnom-Phen. Alhliða aðstoð Sovétríkin sem fylgja staðfast- leg-a hinni friðsamlegu, lenínsku utanríkisstefnu hafa látið í ljós ákveðna fordæmingu á árásar- stríði Bandaríkjanna í Indókína. Sovézka þjóðin er á bandi íbú- anna í Vietnam, Laos og Kam- bodju sem berjast fómfúsri bar- áttu gegn árásarseggjum og fyrir frelsi og fullveldi ríkja sinna. Sovétríkin gegna helgri alþjóðaskyldu sinni með því að veita þjóðfrelsishreyfingunni al- hliða aðstoð. Æðsta ráð Sovétríkjanna lýs- ir yfir fullum stuðningi við stefnu og aðgerðir ríkisstjómar Sovétríkjanna í aðstoð þeirra við þjóðir Indókína í baráttu þeirra gegn árás heimsvalda- sinna. Um leið og sovézka þjóð- in lætur í ljós bróðurlega sam- stöðu með þjóðum Indókiína krefst hún þess að ánása-rað- gerðum ríkisstjómar Bandaríkj- anna í Indókína verði hætt. Áskorun um mótmæli Æðsta ráð Sovétr'íkjanna skor- ar á alla fulltrúa á þjóðþingum allra landa og aUt góðviljað fólk að mótmæla árásarstríði Bandaríkjanna í Indókína og krefjast tafarlauss, fullkomins og skilyrðislauss brottflutnings herliðs Bandaríkjanna og banda- manna þeirra frá þessu svæði og þess að þjóðum Indókína verðj tryggður réttur til að ráða örlögum sínum sjálfar án er- lendrar íhlutunar. Það er nauð- synlegt að knýja ríkisstjóm Bandaríkjanna til að virða full- komlega Genfarsamþykktimar frá 1954 og 1962 og almennt við- urkenndar reglur í alþjóðarétti. Reynsla sögunnar Ekki getur neinn vafi leikið á „Eftir að hafa beðið skammarlegan ósigur í tilraunum sínum tii að koma lietjuþjóð Vietnams á kné, reyna valdamenn í Bandaríkjunum með bliudrj þrákelkni að bjarga hinni gagnrotnu, óþjóð- Iegu leikbrúðustjórn í Saigon“. því, að árásarstefnan, sem valdamenn í Bandaríkjunum fylgja gegn þjóðunum í Vietnam, Laos og Kambodju hlýtur að mistaka-st. Reynsla sögunn-ar sýni-r að þjóðir, sem berjast fyr- ir frelsj og sjálfsitæðí landa sinn-a Og hafa á sínu bandá sósí- alistísik ríki, friðelsikandi and- stæðing.a heimsvaldastefnu og framfaraöfl í öllum heimi, eru ósigrandi. Að lokum krefst Æðsta ráðið friðar, sjálfstæðis og frelsis til 1 ha-nda öllum þjóðum Indókina. Fréttabréf frá Þingeyri Stórborgarbragur á Þingeyri ÞINGEYRI 29/7 — Handfæraafli hefur verið hér allsæmilegur að undanförnu, þegar gefið hefur á sjó, en tíð hefur verið rysjótt það sem af er sumri. Annars segjast sjómenn á trillum efcki fá góða fyrirgreiðslu hjá frysti- húsinu á staðnum þar eð þeir þurfa að fara á aðra firði til þess að sækja ís. Eru sjómenn reiðir út af þessu, sem von er. Bátamir Framnes landaði 80 tonnum af grálúðu úr síðasta róðri, Slétta- nes er í málun á Isafirði, en það hefur verið á trollveiðum. Fjölnir liggur, en útgerðarmaður- inn tjáði fréttaritara blaðsins að það gæfi bezta fjárhagslega út- komu að láta bátinn liggja! Stórborgarbragur Stórborgarbragur þykir nú kominn á bæjarlíf hér: — Litli leikklúbburinn sýndi á fóstudagskvöld leikþáttinn „Við þjóðveginn“. Að leiksýningu lok- inni var stiginn dans fram eftir nóttu. Eftir dansleikinn varð þess vart að biifreið hafði verið stolið. Fannsit bíllinn um morguninn á Breiðdalsheiðinni og hafði verið stolið úr bílnum fræsara og bor- vél. Þama var að verki piltur frá Isafirði, sem um nóttina hafði verið stöðvaður þegar hann reyndi að stela jeppa. Auk þessara bílaþjófnaða voru rúður brotnar þessa nótt eftir dansleikinn. Á sunnudagskvöldið sýndi svo Leikfélag Reykjavíkur Tobacco Road við á-gæta aðsókn. Byggingar Tvö íbúðarhús eru hér í smíð- um, annað 156 fermetrar, hitt 117. Það eru ungir menn hér á staðnum sem byggja húsin, en Austurfontfsför frestað um ár? Vera má, að heimsókn forseta- hjónanna til Austurlands verði frestað til næsta árs. Heim- sóknin átti að hefjast um miðjan júlí, en sökum hins skyndilega fráfalls f orsæ ti sráðherrah.j ón- anna var henni frestað um ó- ákveðinn tíma. Forsetahjónin fara í opinbera heimsókn til Danmerkur í septemberbyrjun og því er óvíst hvort orðið get- ur af Austurlandsferðinni nú í sumar. Svo sem kunnugt er, fóru for- setahjónin í heimsókn til Norð- urlands á síðasta ári, og munu é næstu sumrum halda til hinna landsfjórðunganna eftir því sem efni og ástæður leyfa. byggingameistari er Gunnar Sig- urðsson — en hann átti bílinn sæla sem hafnaði á Breiðdals- heiði eftir dansleikinn. Fyrir um 20 árum var gerð -hér sundlaug, en enn hefur ekk- ert vatn komið í laugina. Hafa þar af leiðandi engin slys orðið á mönnum í lauginni, en börn frá Þingeyrí stunda sundnám á Núpi. — GII. Styrkur úr Meait- ingarsjéSi vest- firzkrar æsku Menningarsjóður vestfirzkrar æsku veitir styrk fyrir árið 1970, til framhaldsnáms, sem viðkom- andi getur ekki stundað í heima- byggð sinni. Að öðru jöfnu skulu eftirtaldir aðilar njóta forgangs u-m styrk úr sjóðnum: 1. Ungmemni sem misst hafa fyrirvinnu (föður eða móður) og einstæðar mæður. 2. Kcnur, meðan fullt launa- jafnrétti er ekki í raun. Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum koma eftir sömu reglum Vestfirðingar Ixúsettir annarsstaðar. Umsóknir stílist til: „Menn- ingarsjóðs vestfirzkrar æsku“ og sendist til Vestfirðingafélagsins í Reykjavík c/o Sigríður Valdi- marsdóttir Birkimel 8 B, fyrir júlílok. Skullu sanun á árekstrahoraiflu Mjög harður áreksitur varð á fjórða tímanum í fyrrad-ag milli tveggja utanborgarbíla á mótum Háale-itisbrau-tar og Krin-glumýr- arbrautar, einu aðalái'ekstra- horni borgarinnar. Ók kona Saab á um 60 km hraða að eigin ágizkun norður Kringlumýrar- braut og kom ekki auga á Ply- mout-h á leið austur Háaleitis- braut fyrr en bílarnir rákust saman með miklum skell, Saab- inn skrensaði, valt á hægri hlið og síðan á toppinn cg rann þann- i-g um 10 m leið niður fyrir gatnamótin. • Var mikil mildi, að ekki skyldi þama af hljótast mikið slys, en konan og barn, sem með henni var í bílnum, virtust ómeidd, utan hvað konan kvartaði um verk í baki. Þrátt fyrir veltuna skemmdist bíllinn lítið, rúðumar voru m. a. s. óbrotnar. ökumaður Plymouthsins haföi séð til hins bílsins, en fannst hann s-vo langt undan, að hann hélt áfram yfir gatnamótin, erx mun hafa farið of ró-lega miðað við ökuhraða hins Slapp hann líka ómeiddur, en rannsóknar- lö-greglan hefur áhuga á að tala við ökumann hvítrar bifreiðar, sem ók á eftir Plyrnouthbílnum og mun hafa orðið sjónarwttur að árekstrinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.