Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 5
Fiimmtudagur 23. júlí 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 íhaldið og Alþýðuflokkurinn hafa hvað eftir annað beitt gengislækk- unum til að rýra kaupmátt launanna í salarkynnum Alþingis. Gils Guðmundsson Hér er birt greinargerð Gils Guðmundssonar á Alþingi sl. vetur íyrir frumvarpi hans að fela þinginu á ný gcngisskrán- ingaívald: Hinn 1. ágúst 1961 gaf riíikis- stjórnin út bráðabirgðalög, sem fluttú. ákvörðunarvald um geing- isskráningu íslenzkrar krónu frá Alþingi og tiR Seðlabankans. 1 kjölf ar þessara bráðabirgðalaga fylgdii síðan sú áikvörðun Seðla- bankans að laaklka genigi krón - unnar um rúmlega 13%. Gengisfeillinig þessi oiMi á sín- um tíma miiklum deilum, eiklki sízt vegna þess, að hún virtist knúin fram af afunkappi, í því sikyni fyrst og iremst að gera að engu árangurinn af kjara- baráttu verkailýðsihreyfingarinn- ar, sem þá hafði knúið fram nokkrar kiauphækkianir til að mæta flóðöjdu dýr- tíðar. Var þó aðedns edtt ár liðið frá síðustu genigisfellinigu, sem var stórfeilld og hafði hækk- að ailt vöruverð í landinu til mdkilla nwna. Gengisfellingin 1961 var því mjög atmennf fordæmd sem algerlega óþörf og rang- lát stj órn valda framikvæmd. Var gengisfelling þessi, sem framkvæmd var þegar að lokinni kaupgj aldsbaráttu og samningagerð og í beinum tengslum við hana, nassta laer- dómsrík fyrir launostéttimar i landinu, en verður ekki gerð að frekara umræðuefni hér. Sjálf bráðaibirgðaiögin frá 1. ágúst 1961, þar sem Alþinigi er svipt valdinu tii gengisisikráning- ar og það afhent Seðlabanikan- um, ollu einnig miklum deilum, enda var það að vonum. Bráða- birgdalögin voru að ldkum stað- fest á. Alþingi 1962 og hiafa gilt siðan. Setning bráðaþirgðalaga þess- ara var öll hin fiurðuiegasta og einhver hin freklegasta misbeit- ing valds, sem um getur í póiit- ískri sögu okkar á síðari tílmum. Kom þar þrennt tii: 1. I formáila fyrir bráðabirgða- lögunum er bemlínis gefið í skyn, að efni þeirra sé ailt annað en það raunveruiega var, gengisiækkun, en ekki tilfærsla ókvörðunarvaldsáns, og síðan er leitazt við að rök- styðja nauðsyn gengislækk- unar með næsta hæpnum máiflutninigi. 2. Sett voru bráðabirgðalög um miáli sem Alþingi hafði fjiaHl- að um fjórum mánuðum áð- ur og þá eikiki viljað breyta í það horf, sem í bráðabirgða- lögunum segir. 3. önnur meginforsenda þess, að heimilt sé að setja bráða- birgðalög, var ekki fyrir hendi. Vox-u færð að því mjög sterk rök, svo að ekki sé meira sagt, að með setningu bráðabirgðalaiga þessara hafi 28. gr. stjórnarskráfrinnar verið brotin. Um fyrsta atriði, forsendur bráðabirgðalagainna, skal það eitt tekið fram, að allur rök- stuðningurinn beindist að þvi að sýna fnaim á nauðsyn gengis- lækkunar. Hvergi var að því vikið einu orði, að nauðsynlegt væri að flytja sjálft gengis- skráningarvaidið til. Hér var því vissuilega um að ræða efar viillandi mólsmeðierð og óvið- eigandi í alla staði. Um annað atriðið er þess að geta, að í marzmánuðd 1961 hafði Alþingi fjaliað um lög- gjöfina um Seðlaibanka Isiands, endurskoðað hana og breytt á ýmsa lund. Þiar markaði Al- þingi Seðlalbankanum verksvið. Þá léðd Aiþdngi ekki máls á því. að Seðlabainkinn fengi geingis- skráningarvaldjð. Þessi löggjöf um Seðlabankann var samiþykikt 29. marz. Fjórum mánuðum síðar, 1. ágúst, eftir að Alþingi var farið heim, setur ríkis- stjórnin síðan bráðaibirgðailög um að breyta þessu. Hér var um fráleita ákvöi-öun að ræða. Þarfllaut er að 'kveðja þar til mörg vitni. I stjómlaga- fræði eftir Bjama Benediktsson, fyrrverandi laigaprófessor, nú- veraindi forsætisráðherm, er fjallað um setningu bráða- birgðalaga og skilyrði, sem fullnægja þurfi. Þar sem höf- undur ræðir um þau atriði, seffn ýmist hindra setnimgu bráða; birgðailaga eða gjalda ber var- huga við, þegar sií'k lagasetning er á döfinni, kemst hainn svo að orði: „Sýnu varhuigaverðaira en elila er þó að gefa út bráðaibirgða- lög um efni, sem Alþdngi hefur nýlega tekið afstöðu til, eink- um ef Ijóst er, að Aiiþingi heflur eigi viljað fallast á þá lausn, 'sem bráðabirgðalögin velja.“ Þriðja atriðið, hvort setning bráðabirgðalaganna haifi verið skýlaust stjórnarskrárbrot, olli á sínum tfma miklum deilum. Upphaf 28. gr. stjómarskrárinn- ar hljóðar svo: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið úr bráða- birgðalög milli þinga“. Þetta er það stjórnarskrárá- kivæði, sem heimilar setningu bráðabirgðalaga. Fyrir útgáfu þeirra setur stjómarskráin tvö skiiyrðd. Annað er það, að þau má ekki gefa út, meðan Aliþdngi situr. Hitt skilyrðið er, að bráðabirgðalög má því aðedns gefa út, að brýna nauðsyn beri til. Vafálaust miá oft um það dedla, hvenær „brý'na nauðsyn" beri til eins eöa annars. Það varð hið mesta deiluefni sumarið 1961 hvort brýn nauð- syn hefði verið að fella gengið um rúm 13%. En það snertir á engan hátt kjama bráðabirgða- laganna. Satt að segja geröi enginn tilra.un til að rökstyðja hina „birýnu nauðsyn" þess, að Seðlaibankanum væri faiið skráningarvaldið. Ráðherrar fóru um það þeim orðum, að slík ráðstöfun væri eðlileg og það fyrirkomulaig algengt í ná- nægum löndum. Um þetta ákivæði stjómar- skrárinnar segir Bjarni Bene- diktsson í „Ágiripi af stjórnlaga- fræði“, bis. 58: „í 28. gr. stjómarslkrárinnar er það annað höfuðskilyrðd fyrir útgéflu bráðabirgðalaga. að brýna nauðsyn beri til hennar. Það er því ekki nóg, þótt lög- gjöf kynni að vera æskiieg eða skynsaimleg eða þótt nauðsyn sé til löggjafar, ef hún er ekki brýnni en svo, að vei má bíða reglulegs Alþdnigis. Naumast þairf að hafá um það fleiri orð, að rök ríkisstjómar- innar fyrir því að afhenda Seðlabankanum gengisskráning- arvaidið nálgast það ekki aö einu eða neinu leyti að uppfylia skilyrðd stjömarskrárinnar um útgáfu bráðabirgðaliaga. Enn er ótalinn einhiver Ijótasti þáttur þessa máls. Þegar ledt- að er að ástæðum fyrir þeirri valdníðslu, sem framin var með setningu bráðabirgðalag- anna 1961, kamruir naumast nerna ein skýring til gnedna. Hún er sú, að andstaða hafi verið í þingimannaihópi stjómar- flok'kanna geign því að Alþ. af- saliaði sér gengisskráningarvald- inu í hendur embættismanna og ríkdsistjómar. Eru þess sem bet- ur fer ekki inörg dœrni, að ís- lenzk rikisstjóm hafi með svo grófúm hætti sem þama var gert stillt Alþingi frammi fyrir gerðum hlut og í naun Iþvingað stj órnarfþing men n til að sam- þykkja það, sem þeir hefðu naumast samlþyklkt eiia. Efni þess frumvarps, sem hér er flutt, er eingöngu það að flytja áikvörðunairvaidið um gengisskráningu á ný úr hönd- um Seðlábankans og til Aliþing- is. Sfculu nú færð nokkur rök að því, að sá héttur sé betri og eðlilegri en hinn, sem hér heflur tíðkazt uim skeið. Gengisskráningarrétturinn fel- ur í sér ákaflega miikið vaid. Með því að breyta geniginu er hægt á einni dagstund að flytja tii fjármuni mdlli einstakiinga og starfehópa svo að hundruð- um miljóna eða miijörðum skiptir. Með slíku „pennastriki“ má raska verulega allri tekjuskipt- ingu þjóðarinnar og brjóta niður eða lama aðgerðir í efnahagsmálum, tryggingar og marga aðra löggjöf, sem Al- þingi hefur sett. Segja má, að með gengisbreytingu sé hægt á svipstundu að ó- gi'lda eða breyta stórlegia ný- gerðum kjarasamningum. Það er því ekikert smáræðdsvald, sem felst í því að mega breyta genginu. Eitt a£ þvtf, sem reynt var að færa fram til stuðnings þeirri ákvörðun 1961 að flytja skrán- ingairréttinn írá Alþ., var það, að fljétvirkaira yrði og léttara í vöfum að gripa til glengisbreyt- ingar, ef það vaid væri í hönd- um Seðlalbankans. Slíkt væri til miikilla muna eitfiðara, ef AI- þingi ætti í hilut. Frá mtfnu sjónartmiði eru þetta þungvæig rök fyrir því, að Aiiþingi hafi þetta vaild, en ekki Seðlábanfcinn. Það á ekki að vera þægilegt áhlaupaverk að foreyta genginu. Þiað á ekki að vera hægt að nota slíkt vald sem hótun, eins og óneitanlega heflur brytt á: e£ t.d. atvinnu- rekendur og laumþegar seimji um hærra kaup en stjómaa- völdum líkar, þá muni Seðla- bankinn breyta genginu. Vitan- lega á sú meginregla að gilda, að gengi krónunnar sé breytt sem aiira sjaldnast og aldrei nema afl ýtrustu nauðsyn. Sllíkt vald á enginn að hafa annar en Alþingi. Hitt er allt annað mál, að eðli mtáls samlkvæmt eiga stjórnendur Seðlaibankans og aðrir þeir, sem Alþingd og rík- isstjórn á hverjum tíma fela framkvæmd pemngamála, að láta réttum löggjafar- og fraim- kvæmdaaðilum í té nauðsynlega vitneskju um gang þeirra móla og leggja fyrir þá rökstuddar tiilögur um giengismál. Síðan á það að vera verkefni Alþingis og ríkisstjómar á hverjum tálma að taka endanlega ákvörð- un um það, hvort óhjáikvæmi- legt sé að stíga slíkt sfcref sém gengdsbreyting er. Sú var tíðin, að forustumenn Aiþýðufflokksins vora sörnu skoðunar og ég um þétta mál. En það hefúr breytzt eins og flelra. Árið 1950, í samlbandi við gengisfellinguna þé, ætlaði stjóm Sjálfetasðdsfllokksáns og Fraimsóknartlokksins að taka gen gisskráningarvaldið af Al- þinigi og fela það Landsbanka 1 íslands, sem þá var jaflnframt seðlabanki. Þetta átti að gera&t á Alþingi með venjulegu lög- gjafarstarfi, en engum hafði víst korniið til hugar að setja um slíkt bráðabirgðalög. Al- þýðuflokkurinn snerist mjög eindregið gegn þessairi fyrir- ætlun. I hópi þeirra þingmanna, sem einna snarpast börðust gegn breytingunni, var Gylfi Þ. Gísilason, stfðar viðskipfemála- ráðherra og aðalhöfundur bráðabirgðalaganna frá 1961. Hann kemisfl m.a. svo að orðd í þdngræðu 15. marz 1950: „Þá er gert ráð fyrir því f 2. gr„ að Alþingi afsali sér þýð- ingarmiiklu valdi, sem það hef- ur haft aillt frá 1924 til að náða giengi krónunnar, og Lands- bankanuim fenigið það í hendur. Ég álít, að það koffni ekki til greina, að Aiþingi afsali sér þessuim rétti.“ Stefán Jóh. Stefánsson, þé- verandi fortmaður Alþýðuflokks- ins, komst svo að orði við saima tækifæri, að hann ottaðist, að valdið til gengisskráningar yrði fremur misnotað, ef það væri fært út höndum Alþdngis til Lamdsfoanka og rífcisstjlómar. Taldi hann, að sá fflutningur þessa mikla valds „mundi í huga verkiaiýðs og launastétta vekja ugg um það, að hverri þeirra ti'lraun til betri kjara yrði svarað með genigislæklkun, þegjandi og hljóðalaust, en slíkt gæti leitt til baráttu, er orðið gæti afdrifarík og hættuleg ís- lenzku þjóðlífi. Ég vil því mjög giagnrýna ákvæði 2. gr. og tel ákvæði hennar óskynsamleg hér á landi og óliikleg til þess að leggja varanlegan grundvöll að viturleguim ráðstöfunum til úr- lausnar á verðbólgu og dýrttfð- armiálum þjóðarinnar.“ Eins og fyrr segir, var Gylfi Þ. Gíslason í þetta sinn einhver skeleggasti andstæðingur þess. að Allþingii afeial’aði sér genigis- skráningarréttinum. Við þriðju umrasðu í neðri deild kvað hann Framhald á 7. síðu. □ Nokkur blaðaskrif halda áfram um áróðurstillögu ríkis- stjórnarinnar um gengishækkun, sem kastað var fram í samninga- umræðunum í sumar án þess að nokkur alvara væri að baki. Bæði Morgunblaðið og Vísir eru að reyna að nota þessa sýndartillögu til að láta líta svo út að verkalýðshreyfingin vilji ekki vinna gegn verðhækkunum og sé áhugalaus um kaupmátt launa! Er allur sá málatilbúnaður fáránlegri en svo að mark verði á tekið. □ Ríkisstjórnin hafði auðvitað í hendi sér að hækka gengið. Hún hafði framið fjórar gengislækkanir án þess að leita nokkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna og gegn mótmæluim hennar. Og sömu stjórnarflokkar, íhaldið og Alþýðuflokkurinn, höfðu svipt Al- þingi gengisskráningarvaldinu (með því að fremja stjórnarskrár- brot) og fengið það vald formlega í hendur Seðlabanka og ríkis- stjórn. Og þetta var gert beinlínis í þeim tilgangi að eiga hægara með að beita gengislækkun gegn kjarasamningum verkalýðsfélag- anna. □ Alþýðubandalagið inna'n þings og Þjóðviljinn og önnur blöð sósíalista börðust eindregið gegn þessu gerræði Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins. Nú síðast á þinginu í vetur flutti einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, frumvarp um að fela Alþingi á ný gengisskráningarvaldið, enda höfðu þá komið fram hótanir um að beita gengislækkunum móti kjara- samningum í enn ríkara mæli eftir inngönguna í Efta. Q Ýtarleg greinargerð frumvarpsins, sem rekur gang þessara mála sl. áratug, er birt hér sem framlag í umræðumar um geng- isskráningarmálið. á i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.