Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtuífagur 23. júlí 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... 5 — Gerðu alveg eins og þú vilt. — Stöðvaðu mig ef ég verð of langorður. — Við höfum nóttina til stefnu. Og morgundaginn ef með. þarf Þeir dreyptu á koníakinu og klingdu glösum með skæru glingri. Síðan sá Peter hvernig Óli setti sig í eins konar stell- ingar, eins og hann reyndi að sigrast á mótspymu, andúð. Peter óttaðist sem snöggvast að hann sæi sig um hönd, vildi þetta ekki eða gæti það bein- línis ekki. Upprifjun er eins konar endurlifun. — Þú sagðist hafa verið í þann veginn að byrja á skáld- sögu. sagði Peter til að missa ekki af tækifærinu. — Já, ég var búinn að setja blað í ritvélina. 1 vor sem leið, í byrjun maí. 4. — Nei, sagði Óli. — Við skul- um hafa þetta öðru vísi. Við förum inn í skrifkompuna mína og þar skal ég byrja að segja frá. Það var þar sem ég sat þegar síminn hringdi. Peter kinkaði kolli og reis meö erfiðismunum upp úr stóln- um. Nýtt uppátæki til að draga byrjunina á langinn. Óli gekk á undan fram í gang- inn, tók með sér fáeina diska af borðinu í leiðinni og setti þá frá sér á eldhúsborðið. Skrif- kompan var fyrir innan eldhús- ið, eins konar hluti af eldhúsinu. Peter Ullman leit í kringum sig; við gluggann var skrifborðið, út- sýn yfir ásinn og hrossahagann. Ritvélin stóð frammi og yfir henni rykug hlif. Hún hafði ekici HÁRGREIÐSLAN Hárgrreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 m. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa ^rarðastræti 21. SÍMI 33-9-68. verið notuð lengi. Ef til vill ekki síðan þennan dag í maí. — Þarna sat ég, sagði Óli og benti. Var nýbúinn að setja autt blað í vélina. Sat og hugsaði og horfði út um gluggann. Þá hringdi síminn. Ég varð gramur en fór fram og svaraði. — Lindell, sagði ég. — Er það Óli? var spurt í hinum endanum. — Já. — Sæll, það er Cæsar. — Ójá, sæll . . . — Er ég að trufla þig? — Ég aetlaði að fara að skrifa. Var það nokkuð sérstakt? — Datt í hug að það gæti ver- ið notalegt að spjalla smástund. Ég ætla að skreppa til þín. — Þú verður að fyrirgefa, Cæsar, en ég ætlaði að vinna í kvöld. — Ég vil ekki vera ágengur, en geturðu ekki alveg eins skrif- að þessa síðu þína á morgun? Ég hef með mér flösku af rauðu, þc. færðu innblástur. — Ég þarf elcki að drekka. Það er friður og ró sem ég þarf. Ég er að byrja á skáldsögu sem kemur inn á afbrot. — Þú? Ætlar þú að skrifa leynilögreglusögu? Óli Lindell. alvarlega sinnaður og efnilegur ungur rithöfundur? — Við skulum ekki ræða það núna. Það hlýtur að vera nóg að vera efnilegur í heilan ára- tug. Það er ekkert uppúr því að hafa áð vera efnilegur. Og mað- ur verður líka að lifa. — Og borga skuldir sínar. Peter Ullman settist varlega á rúmstokkinn, varlega til að trufla ekki Óla, sem var nú að leika, já beinlínis ieika samtalið. — Já, fáðu bér sæti, Peter sagði Óli. Ég verð langorður. Ég veit það, en allur sannleikurinn er býsna langur. Ég skail segja þér frá því sem gerðist, en til þess að þú getir skilið það, verð- urðu líka að fá að vita hvað ég hugsaði og hvernig mér var innanbrjósts. — Talaðu, Óli. Ég hlusta. — Og borga skuldir sínar, sagði Cæsar, hélt Óli áfram. — Ég varð reiður. Atf hverju þurftá hann að fara að minnast á það? Strax og hann fékk ekki sitt fram. Koma með glósur. Ég gat séð fyrir mér glottið á bonum, yfirlætisfullt og biðjandi í senn. Það heyrðist reyndar á rödd hans að hann hafði drukkið. að hann var dálítið ör af víni. Hann var altekinn þessu yfirlæti sem gerði vart við sig við fyrsta snafsinn. En ég hafði enga löng- un til að sitja og þola raunir hans enn eitt kvöld, þetta sam- þland af tilfinningasemi og hæðni, sjálfsvorkunn og illgimi. Ég stillti mig, lét sem ég hefði bvorki heyrt né skilið það sem hann var að göfa í skyn. — Sem sagt ekki í dag Cæsar minn. Þú getur reynt að slá á þráðinn á morgunn eða hinn. Ég verð að reyna að koma mér að skriftunum. — Á morgunn segir hinn lati. — Þú getur að minnsta kosti reynt að hringja. Það var nota- legt að heyra í þér röddina. — Þetta skal ég muna þér. Að þú skulir vísa á bug vini þínum. — Þakka þér fyrir að þú hringdir, Cæsar. Óli sneri sér að Peter, sem gekk nú alveg upp í hlutverki hlustandans. — Þannig byrjaði það, sagði Óli. — Ég á bágt með að skilja hvers vegna þú ert að segja frá þessu. En það kemur ef til vill skýring á því seinna. — Ég veit ekki hvað hefur þýðingu eða ekki þýðingu fyrir málið. Ég ætla að segja frá þv" sem ég man eftir eins og mér kom það fyrir sjónir. — Það er ágætt, sagði Peter. Það er það sem ég á við. En getum við ekki farið aftur inn í stofuna núna. Nú veit ég hvernig lítur út í skrifkompunni. — Eins og þú vilt, sagði Óli. Peter reis upp og gekk á und- an. Gekk aftur gegnum eldíhúsið. Það var ósköp gamaldags, tré- borð með suðuplötu á, vaskur, nokkrir veggskápar og kæliskáp- ur sem sýndist hafa villzt inn í þetta umhverfi. Síminn var í ganginum og þar hafði Óli staðið. Lítil símahilla, fáein minnisblöð, fest með títu- prjónum í veggfóðrið, g-ráflekk- ótt snúran hékik niður frá hill- unni, slök og uppundin að neðan. 5. Óli sótti við í opna eldstæðið. Gegnum dyr á eldhúsinu var gengið beint inn í viðargeymsl- una, hornið milli íbúðarhússins og gripaálmunnar. Peter rölti á eftir, aðallega til að gera eitt- hvað, en einkum til þess að sjá hrömunina á þessum stað, sem hafði verið endurreistur msð áhuga þegar Óli fluttist inn. Loftljósið í eldiviðargeymsl- unni var í ólagi. Óli afsakaði sig og bað Peter að kveikja ljós á eldspýtu. Gólfið var þakið mjúk- um hefilsspónum, sagi og kvist- um. Meðfram einum veggnum var regluilegur hlaði af vel til- höggnum birkiviði. t hominu hjá dyrunum að stallinum var hrúga af hálflhöggnum greinum, grá- um og vöxnum skóf. Peter kveikti á annarri eld- spýtu. Óli bandaði í áttina að grei n ah augnum. — Hjó niður eplatré í sumar, sagði hann. — Er ekki enn bú- inn að koma því í verk að saga það í sundur. Það slokknaði á eldspýtunni. Peter sá ekiki skælda brosið og hnykkinn með ef-ri búkinn. Óli fyllti körfuna af viði, það kom dæld í hlaðann við vegg- inn, eins og skyndileg lækk-un á sölukúrvu. Peter opnaði eld- húsdyrnar fyrir honum. Rykið í timburgeymslunni þyrlaðist upp í ljósinu. Ólj setti fötuna hjá eldstónni. — Hvernig ferð þú að þegar þú ert að byrja skáldsögu? spurði hann eins og upp úr þurru. — Hvað áttu við? svaraði Peter og fór undan í flæmingi. Hann lét fallast niður í stólinn á ný, horfði á Óla krjúpa við eldstóna, róta í glæðunum með skörungnum og bæta viðarbútum á. — Ég á við þetta, sagði Óli og reis á fætur. — Þegar Cæsar var búinn að hringja, settist ég fyrir f-raman ritvélina og spurði sjálfan mig þessarar spurningar. Átti ég að byrja á byrjuninni, skrifa fyrsta kaflann og láta framhaldið koma af sjélfu sér? Eða átti ég að byrja aftan frá? Ákveða morðingjann fyrst og fi-ka mig síðan til balca út frá því? — Það er auðvitað gott, kannski meira að segja nauðsynlegt, að maður viti hver morðinginn er þegar í upphafi. sagði Peter. — Ég komst líka að þeirri niðurstöðu, sagði Óli. Og ég fann fljótt uppá mjög frumlegum morðingja, fékk snjalla hugmynd í sambandi við sakamálasögu, þótt ég segi sjálfur frá. — Sjálfum þér. Fyrstu persónu eintölu í bókinni, sagði Peter og laiut fram eftir pípunni sinni. — Hvernig vissurðu það? Hvernig í fj-andanum gaztu vitað það? — Ég býst við, að flestir verð- and, glæpasögu'höfundar fái þessa hugmynd. Og helzt á viðkomandi að vera í þjónustu lögreglunnar líka. — Og ég sem hélt að ég hefði dottið niður á dálítið algerlega nýtt og einstakt í sinni röð. — Þvi miður, sagði Peter og yppti öxlum. — Meira konjak? spurði Óli og fór að fálma eftir flösku-nni á gólfinu. □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSID éNACK BÁR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. Sfcni 24631. PtO®ÍDg][ril(áö öaJien með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Iqi Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P HúsráðendurI Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. níiiiiiÍSiliiíÍiíSliiílíliiiiillilililiiiiílilÍiiiilíiiiíílllllíilllllllillliíÍliílílllíÍillíÍIÍÍllílÍIIÍÍilÍÍÍIIiílÍílllliíííiÍlÍfflliÍil Mi) nnm inn nranr IMAi Ul JQ L nPHiisn HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURIANDS- BRAUT 10 SÍMl 83570 BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR HJOLASTILLINGAR LJÚSflSTILLINGAR LátiS stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Dömusíðbuxur - Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Simi 33069 IIAUPIC er flmandi elni sem hreinsar salernisskálina og drepur sýkla Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.