Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVXLJINN — SunmuJaiglur 26. júll 1970. SÍN ÖGNIN AF HVERJU O Christian Barnard, læknir- inn heimsfrægi, er í þann veginn að hasla sér völl á nýju sviði. Hann hefur alla ævi dreymt um að verða kvik- myndaleikari, og nú hefur honum borizt tilboð um aðal- hlutverk í bandarískri mynd. Ekki fylgir það sögunni, hvort læknirinn er talinn haifa hæfileika til þess ama, en hins vegar er eiginkonan hans unga, Barbara Zöllner, mjög óánægð með þessa ráða- breytni og hefur lýst þvi yfir, að Barnard hugsi einvörðungu um sjálfan sig og eigin frama. Mótleikari Barnards í kvikmyndinni er leikikonan Arlene Dahl. O Enskur drengur, Terry 1 Ward, komst í blöðin, þegar hann var þriggja ára gamall fyrir afrek sín á sviði tóbáks- neyzlu. Nú er hann 6 ára og reykir jafnmikið og faðir hans eða 20 sígarettur á dag. Foreldrar hans hafa aldrei reynt að koma í veg fyrir þessa áráttu barnsins. Þau segjast ekki trúa því, að lgngnakrabbi geti orsakazt a£ . reykingum, og segja að dreng- urinn megi reykja, ef hann langi til. Ef hcnum verði '' bnrináð það, haldi harm'bara áfram í laumi. O Bandarískir kvikmynda- leikarar hafa ttiargir hverjir sýnt áhuga á stjómmálum og komizt eitthvað áleiðis á því sviði. Má þar til dæmis nefna Shirley Temple og Ron- ald Reagan. Nú vill Tex Ritt- er, sem frægur er fyrir ágæta túlkun í kúrekamyndum, feta í fótspor þeirra. Hann vinnur nú að því að verða útnefndur frambjóðandi repúblíkana í Tennessee. Takizt honum það, mun hann keppa um þingsæt- ið við öldungadeildarþing- manninn og demókratann, Albert Gore, sem allmörgum íbúum í Tennessee þykir orð- inn heldur frjálslyndur i skoðunum. Kosningaherferð Ritters er hafin með látum. Hann hefur sæmilega söng- rödd, eins og margir aðrir kúrekar, og syngur nú fullum hálsi fyrir væntanlega kjós- endur sína við undirleik ágætra tónlistarmanna, m.a. gítarleikarans Chet Atkins. O Franskur doktor í sálar- fræði var nýlega handtekinn á frönsku Rívierunni, grun- aður um að hafa verið valdur að miklum skógareldum þar um slóðir. Tveir aðrir voru einnig handteknir, grunaðir um það sama, og viðurkenndu þeir brot sitt mjög fljótlega. Ann- ar kvaðst hafa fengið vitrun frá guði og fyrimæli um ið kveikja i skóginum. Hinn gaf þá skýringu á athæfl sínu, að sér hafi fundizt þetta sniðugt. En prófessorinn, Emest Bolo, hefur ekki vilj- að viðurkenna glæpinn og hefur háð hungurverkfall i fangelsinu. Kona hans, sem er dönsk, segir að hér sé um pólitískar ofsóknir gegn hon- um að ræða, en hann er ákafúr vinstrisinni. f>að sem staðfestir þennan grun henn- ar segir hún vera það, að eftir handtöku mannsins, haifi verið gerð húsleit hjá þeim, og hafi lögreglan m.a. haft á brott méð sér danska bók, „Den lille röde fbr skole- el©ver“, en hún hefur að geyma ýmsar hagnýtar upp- lýsingar um stjómmál, þjóð- félagsmál o.fl. og þykir all- róttæk. O 15 ára gömul stúlka, Ann Sherman, kæfði móður sína nýlega með því að halda púða fyrir vitum hennar, þar til hún hætti að draga and- ann. Orsökin var sú, að hún hafði bannað stúlkunni að fara í gleðskap með jafnöldr- um sínum. Þegar lögreglan hafði upp á stúlkunni, kvaðst hún einskis iðrast. „Mamma leyfði mér aldrei að gera neitt,“ sagði hún, „og dag nokkurn varð ég svo fjúkandi ill að ég kælfði hana“. hann sé kominn á áttræðis- aldurinn Sú sem hann hef- ur nú á sínum snærum, er ung ítölsk stúlka, Ricciarelli, og er talið, að hún geti skotið Callas ref fyrir rass á óperu- sviðinu. Helztu óperur í Evr- ópu eru sagðar hafa mikinn áhuga á hinni nýju stjömu, og Meneghini er sagður ætla að kvænast henni. Sumir vilja þó meina, að hinn gamli öðl- ingur sé með þessu aðeins að hefna harma sinna á Maríu Callas, sem hljópst á brott frá honum, eftir allt sem hann hafði fyrir hana gert. O Bandarískur doktor, Hale Daugherty, bjó sér nýlega til sniðugt úr. Auk þess að hafa gangverk, var það merkilegt að því leyti til, að á skífunni var skrípamynd af Spiro Agnew, varaforseta Var hann teiknaður í gervi Mikka mús- ar, vafins í mynztur banda- ríska fánans. Enda þótt dokt- orinn hefði bara gert þessa prakkarastrik fyrir sjálfan* sig og til að sýna vinum ogkunn- ingjum, kvisaðist þetta bráð- lega út, og fólk linnti ekki Menegihni hefur árum saman beðið eftir Callas, en nú hefur hann fundið nýja stjörnu, sem feta mun í fótspor hennar. O 1 Arósum er verið að gera sérkennilegt minjasafn. Þang- að verður safnað saman hauig- um, gröfum, dysjum og öðr- um grafarstæðum frá öllum skeiðum í sögu Danmerkur. Ennfremur verða endurreistar þar ýmsar byggingar frá lið- inni tíð, gömul hoif, byggingar sniðnar eftir hfbýlum víkinga og einnig er ætlunin að líkja eftir hfbýlum steinaldarmanna, sem eitt sinn réðu ríkjum í Skandinavíu. Safn þetta er i tengslum við Mosegaards-safn í Árósum og verður um 100 hektara svæði. Það tekur morg ár að byggja það upn til fullnustu, en áætlað er að það verði opnað 10. sept. n,k. 25 vísindamenn skipu- . Xerry VVlurd ásatnt föður sin* leggja verkið. um. Þeir reykja báðir 20 síg- arettur á dag. O Jean-Baptiste Meneghini, sá sem uppgötvaði Maríu Callas cg giftist henni síðan; er nú í þann veginn að leika sama leikinn aftur, enda þótt á látum fyrr en hann sam- þykkti að láta hefja fjölda- framleiðslu á úrinu. Það kost- ar á annað þúsund íslenzkra króna og hefur þegar selzt i tuigþúsunda tali, Varaforsetinn var vitaskuld gramur yfir þessu tiltæki og hótaði að fara í mál við dokforinn. Hann féll þó bráðlega frá því, en með því skilyrði þó, að ágóðinn rynni til aðstandenda stríðsfanga. O 1 Sovétríkjunum hefur ver- ið gengið frá ráðstöfunum til að hreinsa Finnska flóann, sem gengur inn úr Eystrasailti og Leníngrad stendur við, af úrgangi og olíu. Gert er t.d. ráð fyrir að mikið verði notuð sérstök skip „olíuisorphreins- unarskip". Auik þcss eru aliar verksimiiðjur við Nevufljót, siem fellur í Finnsika fllóa, sikyldar til að komia sér upp sérstökum síum o<g hreinsun- airtækjuim. Vísindamienn hafa og búið til sérstakt efnasam- band til að hreinsia olíuskip með. Fraimkvæmd þesisara á- forma mun vemda fyrir iðn- aðarmiengun Finnska f3óa,nn, en á ströndum hans er mdk- ið um baðstaði, hvíldar- og hressinga.rhæli ýmiskonar. O fslenzkum lesendum er lík- lega ekki kunnugt um það, að í Bandaríkjunum starfar söfnuður, sem kennir sig við þann vonda sjálfan. Æðsti presturinn heitir Anton Lav- ey, og býr hann og starfar 1 San Francisco, og í dönsku blaði birtist nýlega ýtarleg grein um hann og störf hans. Hann er um fertugt, en fyrir fjórum árum segist hann hafa fengið köllun frá Satan og stofnaði hann skömmu síðar söfnuð Satans á jörðu. Safn- aðarfélögin eru nú orðin 25 í Bandaríkjunum og áhang- endur þeirra munu vera um 10 þúsund talsins. Þó fer því fjarri að Satan „leyfi böm- unum að koma til sín“ Xnn- ganga í trúfiokk hans krefst mjög strangra skilyrða og þeim, sem ekki svara kröfum hans í ednu og öllu, er um- svifalaust vai-pað á dyr. Dýrkun Satans fer fram á sérstæðan hátt og prestamir hagnýta sér nútímatækni til hins ýtrasta. Þá em naktar konur gjaman notaðar sem öltum. Kenningar safnaðar- ins em margþættar, en höfuð- inntak þeirra er, að hver og einn sé haldinn djöfli og þess- um djöfli edgi að þjóna og hann eigi að þroska, þar til æðsta stiginu. en náð, en það er „heilagt hatur“. Og sam- kvæmt Satanstrúnni skal öll- um mönnum leyfilegt að gera það sem þeir vilja, og fiull- nægja óskum sínum í hví- vefná. Fyrsta sataníska jarðarförin hefur farið fram með pomp og pragt. Hermaður, sem hafði verið í söfnuði Satans í hálft ár, fórst í bílslysi ekki alls fyrir löngu og hafði óskað eftir því að verða jarð- settur eftir greftrunarsiðum hins nýja safnaðar Anton Lavey, æðstiprestur Sataussafnaðarms við messugjörð. Hann notar rafmagnstæki og naktar konur til þess að athöfn- in verði sem áhrifamest. Tónlistarkeppni ungra iistamanna á Norðurlöndum í annað skipti Samlwæmt tillögu menning- armálanefndar Norðurlanda og með fjárhagslegum atbeina Menningarsjóðs Norðurtanda verður frá og með árinu 1969 efnt til tónlistarkeppni ár hvert fyrir unga hljóðfæraleikara og söngvara frá öllum Norðurlönd- um fyrst um sinn um fimm ára skeið til reynslu. Markmið keppninnar er að vekja athygli á unigum efnismönnum á sviði tónlistarinnar, er kynna jafn- fram tónlist Norðurlanda þjóð- anna í milOi. Á þessu fimm ára tímabili fer keppnin fram etftir tónlistargreinum í þeirri röð, sem hér segir: strokihljóð- færaleikur, blásturshljóðfæra- leikur, söngur, píanóleikur og organleikur. Á þessu ári verð- ur blástusrshljóðfæraleikurutti boðið til keppninnar. Norrænu félögin munu, með aðstoð útvarps- og sjónvarps- stöðva á Norðurlöndum annast tilhögun keppninnar hverju sinni. Keppnin for fram í tvennu lagi: Fer fyrst fram undirbún- ingskeppni í hverju landi, en síðan samnorræn úrslitakeppni. tírslitakeppni Norðurlanda Úrslitakeppni tíu þátttak- enda, þ. e. tveggja frá hverju landi — skal annar leika á tréblásturshljóðfæri en hinn á málmblásturshljóðfæri — for fram í Björgvin dagana 7. og 8. nóvember n. k. í sam- vinnu við sinfóníuhljómsveitina „Harmonierí' (Musikselskabet Harmonien). Tvenn verðlaun verða veitt í hvorum flokki: 1. verðlaun eru 15.000,00 danskar krónur. 2. verðlaun eru 10.000,00 danskar krónnr. Heimakeppni í hverju Iandi Heimakeppni í hverju., larjdi, þar sem keppt verður um það, hver eða hverjir skuli taka þátt í úrslitakeppninni verður háð í október. tJrslitakeppnin á Islandi fer fram í Norræna húsinu dagana 24. og 25. októ- ber n. k. Umsækjendur fá að vita um stað og stund heima- og loka- keppni heima fyrir um leið og þátttökiubeiðni þeirxa er veitt viðtaka. Verðlaun til þeirra, er hæst- an hlut hera í heimakeppni eru sem hér segir: Ein 1. verðlaun í hvorum flokki 3.500,00 danskar kr. Skilyrði til þátttöku Keppendur skulu vera yngri en 30 ára (fæddir ekki fyrr en 1940). Gert er ráð fyrir að keppandi hafi náð þeim þroska, að hann teljist fær um að halda sjálfstæða tónleika eða hafi þegar komið fram á sjálf- stæðum opinbenim tónleikum. AHHir þeir, er tíl úrsiita keppa og einnig þeir, er þátt tóku i lokastigi heimakeppninnar í sínu landi eiga kost á ókeypis húsnæði í Björgvin á meðan úrslitakeppnin stendur yfir, ef þeir æskja þess. Keppendum verður séð fyrir undirleikurum ef þeir óska þess. Hafi þeir undirleikara með sér, verða þeir sjálfir að bera allan kostnað af aðstoð hans. Umsóknir sfculu sendar til skrifstofu Norræna félagsins i landi keppandans fyrir 1. ágúst n. k. Dómnefnd Norðurlanda skipa: Kristian Lange, tónlistar- stjóri, norslca Ríkisútvarpinu (formaður); Mogens Andersen, tónlistarstjóri, danska Ríkisút- varpinu; Poul Birkelund, pró- fessor; Magnús Enhörring, tónlistarstjóri, sænska Ríkisút- varpinu; Holger Fransman, prófessor; Árni Kristjánsson, tónlistarstjóri, íslenzka Ríkis- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.