Þjóðviljinn - 29.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Blaðsíða 2
i2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 29. marz 1973. Að vera ginreifur Þegar Jóhann Hafstein, sem Þjóöviljinn réttilega er farinn aö kalla skottu-formann Sjálf- stæöisflokksins, lætur frá sér fara, að nú nýleyst togara- verkfall sé þaö lengsta i sögu þjóöarinnar, get ég ekki látið hjá líða að segja þessum fyrr- verandi forstjóra kollsteypu- fyrirtækisins Hærings nokkur orð til upplýsingar. Arið 1950 var hálfs árs togaraverkfall. Arið 1964 stóð togaraverk- fall frá þvi i marz og fram i águst. Þetta á auðvitaö skottu-for- maðurinn að vita, og nú veit hann það, ef hann nennir aö lesa þessar Iinur minar. En að skrökva svona, eöa sýna af sér slika fávizku, eins og skottu-formaðurinn gerði á siðum Morgunblaðsins á dög- unum, þegar Geir I Arvakri hleypti honum á siöur blaösins sins, er máske skýringin á þvi nýyröi sem Jóhann kom fram meö fyrir næstliðnar kosning- ar, en þá hrópaði hann framan i þjóðina, — göngum ginreif Jil kosninga. Að skrökva og sýna fávizku er þá sama og að vera ginreifur. Togarakarl. Sýning á verkum Jóhannes- ar S. Kjarvals f Kjarvals- stöðum á Klambratúni er opin laugardaga og sunnudaga frá klukkan 2—10; aðra daga frá klukkan 4—10, nema mánu- daga, en þá er lokað. Verk Kjarvals eru sýnd I tveimur sölum f húsinu. f öðrum salnum eru málverk i eigu Reykjavikurborgar, en I hinum eru verk eftir meistarann, sem eru I eigu einstaklinga. Aögangur aö sýningunni er ókeypis. Húsnæðiskostnaðurinn upp um 59% á 5 árum Visitala húsnœðiskostnaðar hœkkaði helmingi minna en byggingarkostnaður Á landnýtingar- ráðstefnuna Borgarráð samþykkti á fundi sinum s.l. föstudag að tilnefna Elinu Pálmadóttur og Kristján Benediktsson fulltrúa borgarinnar á ráöstefnu Landverndar um skipulag landnýtingar á Islandi, sem haldin verður i april. Asfalt frá Oliuverzluninni Borgarráö hefur fallizt á til- lögu Innkaupastofnunarinnar um kaup á asfalti frá Oliu- verzlun Islands. Snyrting i Laugarnesi Borgarráð hefur heimilað borgarverkfræðingi kaup a bragga og verkstæöishúsi á Laugarnestanga, en ætlunin er aö fegra og snyrta til á þessu svæði og verða bygging- arnar rifnar i þvi skyni. Tilnefndir Borgarráðhefur tilnefnt Leif Blumenstein I stjórn Árbæjar- safns I staö Sigurjóns heitins Sveinssonar byggingarfull- trúa. Þá var Sveinn Björnsson kaupmaöur tilnefndur af borgarráði i Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur 1974 I staö Páls Lindals, borgarlögmanns, sem óskað hefur eftir lausn úr nefndinni. Fá að nota Vesturás Samþykkt hefur verið i borgarráði að leyfa Hrafnistu, D.A.S. afnot til bráðabirgða af húseigninni Vesturási /v Kleppsveg, sem Reykjavikur- borg keypti á s.l. ári. Stendur húsið aö hluta á lóð D.A.S. og einnig út I fyrirhugað gatna- stæði Jökulgrunns, þar sem gatan á að liggja niður á Kleppsveginn, og verður rifið, þegar gatan verður lögð. Þangað til fær D.A.S. að nota húsið og mun ætla það sem barnaheimili fyrir börn starfsfólks. Iðnaðarlóðir i stað útivistarsvæða Akveðið er að breyta skipu- laginu við Sfðumúla 2-4-6 sam- kvæmt tillögu skipulagsnefnd- ar og eiga nú að koma þar þjónustu- og iönaðarlóðir i staö útivistarsvæðis, sem fyrirhugað var samkvæmt aðalskipulaginu. i Fá að byggja bilskúra Bileigendur i Ibúðarhverf- inu viö Fellsmúla og Háa- leitisbraut fagna væntanlega þeirri ákvöröun borgarráös og skipulagsnefndar að gefa þeim kost á byggingu bilskúra og hefur deiliskipulaginu veriö breytt samkvæmt þvi. Verður nú möguleiki á bilskúr fyrir hverja ibúð fjölbýlishúsanna, en ðður hafði verið gert ráö fyrir einhvers konar bilskýl- um þarna. —vh Stjórn Starfs- mannafélagsins endurkjörin Aðalfundur Starfsmannafé- lags Reykjavikurborgar var haldinn 10. marz s.l. og var stjórn þess endurkjörin án þess að annað framboð kæmi fram. Einn nýr maður bættist i stjórniná, Sverrir Axelsson, og er hún nú skipuð eftirfar- andi: Þórhallur Halldórsson for- maður, Lárus Guðbjartsson varaform., Hulda Guðmunds-- son ritari, Ingimar Karlsson gjaldkeri, Lára Gunnarsdótt- ir, Jón Björn Helgason og Sverrir Axelsson meðstjórn- endur. I varastjórn eru Bjarn- héðinn Hallgrimsson, Kjartan Þórólfsson og Frimann Richt- er. Bílstjórar virða ekki biðskylduna Hagstofan hefur nú um fimm ára skeiö reiknaö sérstaka vísitölu húsnæðis- kostnaðar í Reykjavík, miðað við tilkostnað þess að eiga og reka íbúðarhús- næði. Við seinasta útreikn- ing, febrúar 1973, taldist sá kostnaður 59% meiri en hann hafði verið í ársbyrj- un 1968. Á sama tíma hefur visitala byggingarkostnað- ar, þ.e. kostnaður við að byggja nýtt ibúðarhús í Reykjavík hækkað um 130%. En óheimilt er að leigja út húsnæði með meira en 49% hækkun leigu frá ársbyrjun 1968 til þessa dags. Visitala húsnæðiskostnaðar, reiknuö út i febrúar s.l., reyndist 159 stig að meðreiknaðri hækkun vegna fasteignaskatts sem varð á árinu 1972, en 147 stig án hans. Visitala þessi var fyrst reiknuö út i ársbyrjun 1958 og var þá 100. Meginástæða þess að tekið var að reikna og birta þessa visitölu á sinum tima var sú, að margir leigumálar, þ.á.m. hjá rikinu, voru með visitöluákvæði, þ.e. að leiga skyldi hækka i samræmi við visitölu, og var þá oft farið eftir visitölu byggingarkostnaðar. Það þótti hins vegar vafasamt að til- kostnaður við að eiga og reka Ibúðarhúsnæði breyttist I sam- ræmi við breytingar á byggingar- kostnaði. Visitala byggingar- kostnaðar i ársbyrjun 1968 var rúmlega 300 stig (hún hafði verið 298 stig i október 1967 en varð 314 i febrúar 1968). Byggingarvisital- an var hins vegar 708 stig i febrú- ar s.l., og nemur hækkunin frá ársbyrjun 1968 um 130 prósentum. Er þvi hækkunin á byggingar- kostnaði um tvöfalt meiri á tima- bilinu en hækkunin á húsnæðis- kostnaðinum sjálfum. Húsaleiga var undir verðstöðv- un frá þvi i nóvember 1970 til árs- loka 1972, og mátti þá miða leigu- mála við visitölu 119. Hinn 21. febrúar s.l. gerði Verðlagsnefnd samþykkt um húsaleigu: ,,Verö- lagsnefnd hefur ákveðið að láta óátalda hækkun húsaleigu sem svarar til hækkunar á visitölu húsnæðiskostnaðar úr 119 stigum i 149 stig, enda hafi sú hækkun ekki verið reiknuð inn i húsaleig- una áður". Enginn efi er á þvi að meö þess- um tviþættu opinberu ráðstöfun- um: aö reikna sérstaka húsnæðis- visitölu og binda húsaleigu meö veröstöðvun, hafa leigutökum verið sparaðar stórfúlgur i húsa- leigugreiðslum, en ella heföu farið i spekúlanta og verðbólgu- hit. En með þessu er ekki sagt að aðhaldið sé sem skyldi eöa að eftirlit sé rækt með þvi aö reglun- um sé fylgt. Samkvæmt slysaskýrslu lög- reglunnar i Reykjavik fyrir árið 1972 er talið aö rekja megi um 34% allra umferöaróhappa þar, til þeirra orsaka, að bið- og stöðv- unarskylda á gatnamótum er ekki virt. Vegna þessa hefur lögreglan að undanförnu gefiö sérstakar gætur umferðarbrotum I sambandi viö umferðarljós og stöðvunarskyldu á gatnamótum i borginni. A timabilinu frá 7. til 21. þ.m. voru 62ökumenn kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi, og á sama tima voru samtals 120 ökumenn kærðlr fyrir brot á stöövunarskyldu. Brot þessi varöa 2000 —4000 króna sektum, eftir nánari atvik- um hverju sinni. Lögreglan mun halda þessu eftirliti áfram, og hvetur hún alla vegfarendur til þess að virða umferðarreglurnar i hvivetna. Er sérstök ástæða til þess að brýna fyrir ökumönnum hversu mikilvægt það er að fara nákvæmlega eftir reglum um umferðarljós. Sömuleiöis að Börn úr barnaskólum Vest- mannaeyja (þ.e. 1.-7. bekk) stunda nú nám i 91 skóla á 60 stöð- um á landinu, en auk þess eru tvö i Noregi og tvö i Færeyjum. Unglingar úr gagnfræðaskólum (þ.e. 2.-5. bekk) stunda nám i 27 skólum á 26 stööum á landinu. Fjöldi nemenda I barna og gagnfræðaskólum Vestmanna- nema skilyröislaust staðar, þar sem stöðvunarskylda er á gatna- mótum, og aka ekki af stað aftur nema með fullu öryggi gagnvart umferö á þeim vegi, sem nýtur forgangsréttar. eyja þegar gosiö hófst var alls 1135, þar af 871 i barnaskólum og 264 I Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Börn og unglingar úr Vest- mannaeyjum eru þvi nú dreifð i 118 skóla viðsvegar um land, þ.e.a.s. úr barnaskólum á 60 stöð- um og úr gagnfræðaskólanum á 26 stöðum. Y estmannaey j aböm í 118 skólum HORN í SÍÐU Af hverju ekki að taka togar- ana eignar- námi ? Fólk hefur velt þvi fyrir sér nú siðustu daga hvernig á þvi getur staðið að einstaklingar reki togara á íslandi. Þessum einstaklingum er lánaö fé til kaupa á togurum beint úr opinberum sjóöum allt að 95% kaupverðsins. 5% sem eftir standa eru i mörgum tilvikum fengin að láni úr rikisbönkum, eða öörum bönkum, þannig aö i raun og veru er allt fjármagniö, sem notað er til togarakaupanna, fengið hjá almenningi. Siöan er ýtt úr vör, og þá koma upp ný vandamál með peninga, og þá er enn aftur sótt fé til almennings. Halli á útgerö, mismunurinn greiddur úr rikissjóði; meiri halli á útgeröinni, meira fé greitt úr rikissjóði. Þaö er þvi eölilegt, aö fólk spyrji til hvers sé veriö að fá einstaklingum þennan rekstur upp I hendurnar. Yröi ekki ódýrara aö togar- ar landsmanna væru geröir út af hinu opinbera? Þá undir einni yfirstjórn, þannig aö heildaryfirsýn fengist yfir rekstrarkostnaöinn og hægt væri að koma viö hagræöingu. Þá kæmi I ljós, hvað raun- verulega kostar að reka togara, án þess aö þurfa aö reka heimili núnefndra eigenda, lystireisur um heim- inn, bila, vin og veizluhöld. Ef til vill færi þá togara- útgeröaö bera sig; ríkissjóður hætt að greiða svo og svo mikið til heimtufrekra og ósanngjarnra „eigenda” og svo gæti fariö, að rikissjóður hefði af sliku einhverjar auka- tekjur áöur en yfir lyki. Hvers vegna er þetta þá ekki gert? Ekki er það vegna þess að útgerðarmenn eins og Sverrir Hermannsson og aörir slikir séu þvilikir bógar, að ekki veröi við þá ráðið þegar þjóöarheill stefnir I aöra átt en þeir vilja láta stefna i. Ekki er það heldur vegna þess að slikt yrði slikur kostnaðarauki fyrir rikissjóð á meðan á þvi stæöi aö borga útgerðarmönnum rauna- bætur, þar sem rikissjóöur á nú þegar stærstan hluta i hverjum togara. Ekki er það vegna þess að löggjöf um slíka yfirtekt sé svo margslungin og erfið i samningu, þar sem I fyrsta lagi eru til lög um eignarnám. og i öðru lagi þyrfti ekki að taka nema lítinn hluta togar- anna eignarnámi, sem I raun og veru yröi ekki annaö en staðfesting á eignarhlut rikis- sjóðs I togurunum. Ekki er þaö heldur vegna þess aö almenningur i landinu sé slikri ráðstöfun andvigur, þvi ef einhverntima hefur veriö grundvöllur fyrir eignarnámi i einhverri mynd, þá er það nú með yfirtekt togaranna. Það yrði minnisvarði, sem ekki yröi niður brotinn, ef rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar auðnaðist sú gifta að taka slikt skref til framfara. Þaö er vissulega tækifæri tiL —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.