Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. júní 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Einstœður tónlistarviðburður Cleo Laine Mikil ánægja og góð stemn- ing rikti i Háskólabiói i fyrra- kvöld á hljómleikum Cleo Laine, John Dankworth, André Previn, Arna Egilsson- ar og fylgdartriós þeirra tveggja fyrstnefndu. Fyrri hluti tónleikanna var á dagskrá þeirra Laine og Dankworth og triósins: Tony Hayman pianó, Roy Jones trommur og Danyl Runswick gitar. Fluttu þau bæði jazz og Kvöldstimd með Dankworth Laine, Prévin og Arna sönglög með miklum glæsi- brag. Cleo Laine hefur geysi- skemmtilega söngrödd, og leikhæfileikar hennar leyndu sér ekki á sviðinu. Siðari hluti hljómleikanna var mjög sérstæður, enda biðu menn með ofvæni. Sérstak- lega fögnuðu áheyrendur i troðfullu húsinu Árna Egils- syni bassaleikara, en hann hefur lengi starfað erlendis. Þá hafði stjórnandi einnar frægustu sinfóniuhljómsveitar heims, André Previn, lagt frá sér sinfóniuprikið, en settist þess i stað við flygilinn og lék jazz með miklum tilþrifum. John Dankworth er einnig mikilhæfur tónlistarmaður og afburðajazzleikari á saxofón- inn. Þá vakti gitarleikarinn Runswick verulega athygli fyrir góðan leik. Þessir tónlistarmenn komu flestir hver úr sinni áttinni og höfðu aðeins rúman hálftima til sameiginlegs undirbúnings fyrir þessa hljómleika. Þetta var einstæður viðburður, og þessir snillingar virtust ekki i neinum vandræðum með að samstilla kraftana. Að lokum söng Cleo Laine með þessari sérstæðu fimm manna hljóm- sveit (Prévin, Dankworth, Árni, Runswick og Jones), og fagnaðarlátum áheyrenda ætlaði aldrei að linna. Hannibalistar á ísafirði: Þau fórnuðu öllufyrir samvinnu við íhaldið íhaldið fékk alla forsetana og 2 menn i allar 3ja manna nefndir Oft hefur Marbakka- klíkan lotiö lágt til að fá klapp á kollinn frá íhald- inu/ en sjaldan eöa aldrei hefur hún lotið lægra en i fyrrakvöld er hún gekk til samstarfs við íhaldið á ísafiröi. Hannibalistum hafði áður borist ósk um viðræður um vinstra sam- starf í bæjarstjórn ísa- fjarðar, en þeir hundsuðu það boð algerlega, svöruðu Nœr allir prentarar mœttu til starfa að verkfalli loknu Það hefur floaið fvrir, vrði að skera hnkaiitnáfn fvr Það hefur flogið fyrir, að allmikið hafi vantað á að prentarar hafi skilað sér aftur til starfa í prent- verki síðan verkfall þeirra leystist. Haft var eftir ein- um bókaútgefanda að hann yrði að skera bókaútgáfu sína stórlega niður, vegna þess að hann fengi ekki vélsetjara til starfa. Þjóðviljinn hafði samband við Þórólf Danielsson hjá Hinu is- lenska prentarafélagi og spurðist Pétur Þorgeirsson og Hinrik Bjarnason, félagar I Lionsklúbbnum Tý, með tvær af flugdrekategundum þeim er seidar verða I dag og á morg- un. Ljón selja flugdreka Lionsklúbbar á Islandi efna til flugdrekasölu á fjölmörgum stöð- um á landinu laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. júni. Seldar verða 3—4 tegundir flugdreka á hagstæðu verði. Sala þessi er hluti af fjáröflunarstarfsemi klúbbanna til hjálparsjóða sinna, en öllu fé þeirra er varið til mannúðar- og liknarmála I hverju sveitarfélagi. Hefur á þennan hátt verið veitt miljónum króna undanfarin ár til brýnna verkefna á sviði heilsugæslu, lækninga og til stofnana fyrir þá, sem vista verður af heimili sinu. Lionsklúbburinn Týr annast dreifingu dreka til klúbbanna, og sölu þeirra i Reykjavik. Sölustað- ir verða þessir: Miklatún við Flókagötu, Laug- ardalur, milli vallar og iþrótta- hallar, Breiðholt (neðan við bensinstöð), við iþróttavöll viö Háskólann, við Álftamýrarskóla, Arbæjarhverfi, selt við Rofabæ, drekar neðan við skóla, Arnarhóll (sala á bilastæði vestan við hólinn eða á móts við sænska frystihús- ið), Vikingsvöllur við Breiðagerð- isskóla. fyrirum þetta mál. Hann kannaði þetta sérstaklega og sagði, að á langflestum vinnustöðum hefðu ailir prentarar byrjað starf strax að verkfalli loknu: hann hefði frétt af tveimur eða þremur mönnum sem voru búnir að ráða sig til sjós sem ætluðu að hefja störf siðar og eyða sumarfriinu i öðru starfi. Hálfdán Steingrimsson hjá Steindórsprenti sagði af þessu til- efni við fréttamann: Það var 100% mæting strax á fyrsta morgni hér hjá okkur, meira að segja mætti sendisveinninn okkar aftur til starfa. Þjóðhátíð í Garðahreppi 1100 ára afmælis Islandsbyggð- ar verður viða minnst á mánu- daginn 17. júni. I Garðahreppi verða hátiðarhöld með margvis- legum hætti. Þeir i Garðahreppnum byrja á guðsþjónustu i Garðakirkju klukkan 11 um morguninn. Skrúð- ganga verður frá Vifilsstöðum klukkan 14, og verður gengið að hátiðarsvæðinu við iþróttavöll- inn. Þar flytur Fjallkonan sitt ávarp, og efnt verður til ýmissa leikja. Kvöldskemmtun verður i iþróttahúsinu klukkan 20, lúðra- sveit leikur og leikþáttur verður sýndur, auk annars. Atján manna hljómsveit FIH leikur siðan fyrir dansi. Siðar i sumar og haust verða svo ýmsar sýningar i Garða- hreppi, svo sem sýning um byggðaþróun i hreppnum, opnun Þjóðhátiðargarðs og útgáfa sér- staks þjóðhátiðarblaðs. þvi ekki einu sinni. Þess í stað gengu Hannibalistar með grasið í skónum á eft- ir ihaldinu. Og það var al- veg sama hvað íhaldið fór fram á, Hannibalistar féll- ust á allar kröfur þess. Þannig fékk ihaldið forseta bæjarstjórnar, 1. og 2. varafor- seta einnig. Þá krafðist það þess að fá 2 menn i allar 3ja manna nefndir bæjarstjórnar, og Hannibalistar féllust einnig á þá kröfu. 1 5 manna nefndum hefur ihaldið 2 menn, en Hannibalistar aðeins einn. Hætt er við, að Hannibalistar eigi eftir að súpa seyðið af þess- um fleðulátum við ihaldið i kom- andi þingkosningum, þvi að þetta samstarf þeirra mælist vægt sagt illa fyrir á Isafirði meðal vinstri manna, sem sjá nú hversu mikið er að marka fagurgala Hannibal- ista og þá ekki sist ummæli krón- prinsins Jóns Hannibalssonar um að þingmaður til handa SFV sé forsenda fyrir áframhaldandi vinstri stjórn eftir þingkosningar. Framkoma Jóns og fylgifiska hans i forystuliði Hannibalista i sambandi við bæjarstjórnar- meirihlutamyndun á Isafirði sýn- ir vinstri mönnum glöggt hvað þessir herrar ætlast fyrir eftir kosningar, þótt þeir ætli sér að veiða atkvæði vinstri manna á þeim forsendum að með þeim verði tryggð áframhaldandi vinstristjórn i landinu eftir þing- kosningar. —S.dór qv* Þjóð- hátíðin í Reykjavik Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur kvaddi biaðamenn á sinn fund á fimmtudaginn var, til að skýra frá tilhögun hátiðarhaldanna i Reykjavik á þjóðhátiðardaginn 17. júnl, sem er á mánudaginn. Nefndin sagði dagskrána verða með hefðbundnu sniði að þessu sinni; dansað verður frá klukkan niu um kvöldið til miðnættis á sex stöðum i borginni, eins og gert var i fyrra, og þótti gefast vel, að sögn nefndarmanna, þar sem unglingarnir og áfengisvandamál þeirra yrðu mun minna áberandi við þessa dreifingu. Fjallkona verður að þessu sinni Halla Guðmundsdóttir, leikkona, og mun hún lesa þjóðhátiðarljóð Matthiasar Jochumssonar frá 1874 i tilefni 100 ára afmælis þess. Eftir hádegi verður barna- skemmtun á Lækjartorgi, þar sem fluttir verða leikþættirnir, Rauðhetta og Pálina og sauma- vélin, auk annarra skemmti- atriða. Sagði nefndin horfur á þvi, að nýja borgar(a)stéttin á Torg- inu ætti að verða nær frágengin á þjóðhátiðardaginn, þannig að fólk ætti ekki að þurfa að hnjóta um hana. 17. júni mótið fer fram á Laugardalsvelli og Barna- og unglingahljómsveit Reykjavikur mun leika á svæðinu. Rúsinan i pylsuendanum verður knatt- spyrnuleikur borgarstjórnar og embættisvaldsins i Reykjavik, en i liði embættismanna eru fjórir fyrrverandi landsliðsmenn i knattspyrnu og margir kunnir áhugamenn i hinu liðinu auk at- vinnumannsins fyrrverandi, Al- berts Guðmundssonar. Þrjár skrúðgöngur verða farn- ar að Lækjartorgi i ár, og verður safnast saman á Hlemmtorgi, Miklatorgi og við Melaskólann. Sérstök dagskrá verður i Ar- bæjarhverfi á 17 júni, en á henni eru ýmis konar leikir, pokahlaup og fleira, en að auki verður fluttur þar hluti af barnadagskránni við Lækjartorg. Sölutjöld verða engin i miðbænum að þessu sinni, og sagöi nefndin eftirsókn eftir þeim hafa minnkað siðustu ár. Fimmtán tjöld verða i Laugar- dalnum, en þau verða siðan flutt þaðan og dreift á dansstaðina um kvöldið. Það eru eindregin tilmæli þjóð- hátiðarnefndar, að þeir sem tök hafa á dragi fána að húni 17. júni. Dagskrá þjóðhátiðarinnar verður birt i blaðinu á morgun. og getur fólk þá kynnt sér einstaka efnisliði hennar. ______________________ráa 9 þús. dollara lántaka í USA til hitaveituframkvcejnda i Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðahreppi. Borgarstjórinn i Reykja- vík undirritaði í gær i New York f.h. Reykjavíkur- borgar og Hitaveitu Reykjavíkur lánssamning að fjárhæð 9.000.000 doll- ara. Lán þetta var boðið út á banda- riskum fjármagnsmarkaði meðal valinna aðila að fengnu samþykki Seðlabanka Islands og viðskipta- ráðuneytisins. Lánið er án rikisá- byrgðar. Lánveitendur eru Etna Life Insurance Company, The Western Saving Fund Society of Philadelphia og Business Men’s Assurance Company of America. Við lántökuna naut Reykjavikur- borg aðstoðar Landsbanka Is- lands, Smith Barney & Co., New York og Citicorp, London, sem er dótturfyrirtæki First National Citybank, New York. Lánið er til 15 ára og afborg- unarlaust fyrstu 3 árin, en hraða má afbrogunum ef Reykjavikur- borg óskar. Vextir eru 9.5%. Fyrri hluti lánsins $5.000.000 verður hafinn á þessu ári, en sið- ari hluti á næsta ári. Lán þetta er tekið vegna hita- veituframkvæmda i Reykjavik, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.