Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hvaöa par kyssist lengst? Sl. laugardag hófst i borginni Schaumburg I Bandarfkjunum Iandskeppni i stööugum kossi, og reyna 11 pör viö núverandi hcimsmet, sem er samfelldur koss i 100 klukkustundir — þaö er aö segja samfelldur koss i sitjandi stellingu meö fimm minútna hviid hverja klukkustund. Viö höfum ekki haft neinar spurnir af úrslitum þessarar keppni; henni er ef til vill ekki lokiöenn. ————————*■—-f——a——■———i— ÚTVARP Útvarp í dag: Rætt um dagskrá og þjóömál Sumardagskrá útvarpsins er aö komast I fast form þessa dagana. Eins og jafnan verða nokkrar breytingar á vorin, þótt vart teljist þær stórvægilegar. í dag, laugardag, verður Gisli Helgason með þriðja þátt sinn, sem fjallar um dagskrá útvarpsins. Gisli kynnir ein- stök dagskráratriöi næstu viku, ræðir eitthvað um liðna viku, eða fær einhvern gest til sin til að annast þá hlið máls- ins. Og Gisla þarf varla að kynna útvarpshlustendum. Hann og Arnþór bróðir hans sáu um Eyjapistil i útvarpinu i vetur sem leið. Þáttur Gisla ber það virðulega heiti „Horft um öxl og fram á við” og er klukkan 16.30. Páll Heiðar er lika farinn af stað með laugardagsþætti. Páls þættir heita „Vikan sem var”, og tekur hann væntan- lega fyrir ýms mál sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni. Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri tjáði Þjóðviljanum i gær, að til stæði að Vilmundur Gylfason yrði meö þætti i sumar — en hans þættir fara varla af stað fyrr en eftir kosningar, m.a. vegna þess að Vilmundur er i framboði á vegum kratanna i Vestfjarða- kjördæmi. — Það fylgir og Milli fjalls og fjöru, kvik- mynd Lofts Guðmundssonar, verður á dagskrá sjónvarpsins á þjóðhátiðardaginn. Þessi mynd Lofts var gerð 1948 og er fyrsta islenska tal- myndin. Myndin greinir frá ungum kotbóndasyni, semverður fyrir þvi óláni, að á hann fellur grunur um sauða- þjófnað. Óvildarmenn og tiðarandi sögunni, að Vestfirðingar muni hlusta mikið á Vilmund i sumar, þvi þar vestra gengur hann undir nafninu Orðhvat- ur, en efsti maður kratalistans heitir Sighvatur. Jökull Jakobsson er byrjað- ur að flytja sina sumarþætti, og verða þeir á dagskrá eftir fréttir á sunnudögum. Þá er I bigerð að Hrafn Gunnlaugsson verði með þætti i miðri viku i sumar, en enn er ekki ákveðið hvenær Hrafn byrjar. Og þá er rétt að benda mönnum á sunnudagseftir- miðdagana. Eins og i fyrra hafa nokkrir menn verið fengnir til að segja hlustend- um frá þvi sem þeim hefur helst dottið i hug nýlega, og sagði Hjörtur Pálsson að reynt yrði að halda fjórum mönnum við efnið i sumar, þeim Jónasi Guðmundssyni stýrimanni, Einari Kristjánssyni á Akur- eyri, óskari Aðalsteini rithöf- undi og Bolla Gústafssyni presti i Laufási við Eyjafjörð. Börn og unglingar fá sinn skammt i sumar sem endra- nær. Sérstakur barnaþáttur verður á miðvikudögum, einn- ig framhaldsleikrit fyrir börn á laugardagseftirmiðdögum, og næsta laugardag hefst flutningur leikrits eftir Þóri S. Guðbergsson. Heitir það leik- rit „Heiibrigð sál i hraustum likama” og er i fimm þáttum. gera unga manninum lifið örð- ugt, en söguhetjan á sér hauka i horni, þegar á reynir. Erlendur Sveinsson hjá sjónvarpinu flytur formálsorð á undan sýningu myndarinn- ar. Meðal leikenda eru Alfreö heitinn Andrésson, Anna Guð- mundsdóttir, Bryndis Péturs- dóttir, Brynjólfur Jóhannes- son, Gunnar Eyjólfsson og fleiri. SÍÐAN Umsjón: GG Athyglis- vert vekfall Paris: Franska rauðsokka- hreyfingin hvatti á dögunum allar konur i Frakklandi til að neita hvilubrögðum, vinnu á heimili, krakkastússi og að koma ekki til lágt launaðrar vinnu i þrjá sólarhringa, til að undirstrika kröfuna um jafn- rétti kynjanna. Kraftaverk Tókió: Tetsuo Saito, 48 ára gamall, varö fyrir þvi óláni að detta úr járnbrautarvagni á ferð. Hann rotaðist i fallinu og var þvi ekki með meðvitund þegar lest, sem kom úr gagn- stæðri átt, ók yfir hann. Lest- arstjórinn sá hann einum of seint. A spitalanum var sagt: Hreint kraftaverk að sleppa lifandi frá þessu. SALON GAHLIN — Timinn læknar öll sár — það er gott að hugga sig við þessi sannindi þegar maður biður lengi eftir sjúkrahúsvist. — Það eina sem stöðvar hár- los er gólfið. KÉÍS&limulmdém Sjónvarp, mánudag 17, júní, kl. 21,30: Fyrsta íslenska talmyndin Steinþór Marinó sýnir í Eden Myndineraf einu málverka Steinþórs Marinós (Ljósm. AK). Steinþór Marinó Gunnarsson hefur opnað málverkasýningu i húsakynnum Eden i Hveragerði. Hann sýnir þar 50 oliumálverk og relifmyndir og auk þess nokkra hringiaga relif-platta. Steinþór Marinó sýndi siðast á Hamragörðum i Reykjavik i mai mánuði. Hann hefur haldið sam- tals sjö einkasýningar, m.a. i Noregi. Sýning Steinþórs i Eden stend- ur til mánaðamóta. LISTAHATIÐ UM HELGINA í dag klukkan fjögur er danskur leikflokkur sem Banden heitir, á ferð i Nor- ræna húsinu. Þessi flokkur tilheyrir því sem kallað er „leitandi" leikhús— m.ö.o. leikf lokkur sem leitar uppi áhorf endur, kemúr til þeirra með verk sem f jalla um brýn vandamál. 1 dag leikur flokkurinn leikþátt- inn Sök, sem fjallar um tvo drengi og er annar vangefinn leikurinn fjallar um afstöðu okkar til þeirra sem eru „afbrigðilegir”. Flokk- urinn er aftur á ferð á morgun, sunnudag, með þátt sem heitir „Sláðu mig ekki”. — Það er þátt- ur um ofbeldi i okkar heimi og á hvern hátt það birtist i mynda- sögum, t.d. Andrési önd eða Bat- man. Máske kemur einhverjum á óvart að hugsað er til Andrésar Andar þegar ofbeldi ber á góma — þeim mun meiri ástæða til að fara og kynna sér samhengið. Um kvöldið dulbýr Asa-Þór sig i gerfi Freyju og heldur i Jötun- heima eins og frægt er orðið — er þetta önnur sýning á óperu Jóns Asgeirssonar. t Háskólabiói fer Martti Tavela, finnskur bassasöngvari, með list sina, og leikur Ashken- azy undir. Talvela hefur mikla frægð hlotið. „Þessi volduga rödd úr göfugum svörtum málmi nær hinum finlegustu blæbrigðum — og um leið stillir listamaðurinn sig um alla oftúlkun”, segir einn gagnrýnandi. Hann er og mjög lofaðurfyrir fjölhæfni. Talvela flytur verk eftir Schubert, Brahms, Kilpinen og Rakhmani- noff. A morgun, sunnudag, kl. 16, eru svo kammertónleikar á Kjarvals- stöðum. Þar er frumflutt verk eftir Fjölni Stcfánsson, en aðrir höfundar á dagskrá eru þeir H.E. Apostel, Matyas Seiber og Francis Poulenc. Sjö islenskir tónlistarmenn flytja. Og um kvöldið er Þrymskviða i þriðja sinn kyrjuð i Þjóðleikhús- inu. Fjölnir Stefánsson tónskáld. Nýtt verk eftir hann verður frumflutt i Kjarvaisstöðum á morgun. Martti Talvela, bassakóngur. Frá sýningu hjá Banden

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.