Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 3
Mi&vikudagtir 14. ágúst 1*74 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3 Banaslys áMœjorku Rétt fyrir helgina beið islensk- ur maður, staddur á Mæjorka, bana af slysförum. Maðurinn var i hópferð ásamt eiginkonu sinni. Ekki tókst að afla nánari upplýs- inga um tildrög slyssins. Fyrirlestur um tungu- málanám Dr. W.R. Lee, M.A., PhD, HonFTCL, forseti Alþjóðasam- bands enskukennara og ritstjóra English Launguage Teaching Journal.sem gefið er út af Oxford University Press á vegum IATEFL (Alþjóðasambands enskukennara) og The British Council, flytur fyrirlestur i boði heimspekideildar Háskóla ís- lands mánudaginn 19. ágúst n.k., kl. 17.30 i I. kennslustofu Háskól- ans. Fyrirlesturinn nefnist „Some aspects of motivation in foreign language learning” og fjallar m.a. um nýjustu rannsóknir á námsvaka i tungumálanámi. Athygli tungumálakennara og annara skólamanna er sérstak- lega vakin á fyrirlestri þessum. Leiðrétting Rangt var farið með nafn for- svarsmanns Stofnlánadeildar landbúnaðarins I blaöinu i gær. Við biðjum Þórhall Tryggvason afsökunar. írsk börn á Islandi 1 dag kl. 14.50 kemur 21 irskt barn til Keflavikurflugvaliar frá N-lrlandi. Barnahópurinn, sem er að jöfnum hluta til kaþólskur og mótmælendatrúar, kemur frá Derry á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og ýmissa einstakl- inga hér á landi. Munu börnin dvelja i 5—6 daga i Hliðardalsskóla og siðan álika iangan tima á einkaheimilum I Hveragerði. Þetta er þriöji barnahópurinn frá Ulster, sem hingað kemur i sumar. Talið er að kostnaður við að fá slikan barnahóp hingað sé vart undir hálfri miljón króna, og er þeim sem vilja styrkja þetta starf, bent á giró-reikning no. 20002. Sunna hefur gert sampinga vi8 aftirtalin hótel og fbúBir: LAS PALNIAS: HOTEL CRISTINA. Lúxushótel staðsett rétt við Las Canteras ströndina í Las Palmas. Mjög glæsileg salarkynni, veitingastaðir, barir og sundlaug. Hvert herbergi loftkælt og með baði, síma, útvarpi og svölum. APARTAMENTOS ROCHAS. Góðar og vel staðsettar fbúðir, með baði, svölunt, setustofu og eldhúsi. Hver Ibúð með svölum og einnig sérstakar sólsvalir á efstu hæðinni. Stutt frá Las Canteras ströndinni. PLAYA DEL INGLES. APARTHOTEL ESCORIAL. Mjög skemmtilegt Ibúðarhótel, sem tekið var I notkun I desember 1973. Fallegir salir, hárgreiðslustofa og verzlanir, skemmtileg setustofa með bar og billiard-borði. Hvert herbergi er með sima og útvarpi. Góð sólbaðsaðstaða, þrjár sundlaugar, þarafein barnalaug og tveir tennis-vellir. Þarna er um að ræða Ibúðir fyrir fjóra, sem hafa 2 svefnherbergi, stofu, bað og svalir. Einnig ibúðir fyrir tvo, sem eru sameiginleg stofa og svefnherbergi, bað og svalir HOTEL WAIKIKI. Sérkennilegt og fallegt hótel, sem samanstendur af 5 turnlaga byggingum. Einnig þetta hótel var opnað I desember 1973. Falleg húsgögn og herbergi öll með baði, sima, útvarpi og svölum. Mjög stór sundlaug, sérkennilegur útibar, tennisvöllur og keiluspil. HOTEL PARQUE TROPICAL. Stórglæsilegt hótel byggt I spönskum stll. Öll herbergi með síma, útvarpi, baði og svölum, Glæsilegir salir og danssalur þar sem dpnsað er á hverju kvöldi Stórkostlegur garður í sérflokki með gosbrunni og litlu stöðuvatni, börum, sundlaug sem er með yfirbyggðan pall þar sem þjóðdansar eru sýndir vikulega. Litil sérströnd fyrir hótelið. LOS SALMONES. Góðar Ibúðir með svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Falleg húsgögn og innréttingar og útvarp I hverri ibúð. Góð sólbaðsaðstaða með stórri sundlaug og bar. KOKA Mjög góðar ibúðir, þar sem möguleiki er fyrir tvo eða fjóra. Fjögurra manna íbúðir eru með svefnherbergi, stofu með svefnaðstöðu, eldhúsi og baði, svölum, sima og útvarpi. Tveggja manna ibúðir hafa sameiginlega stofu og svefnherbergi, bað, eldhús. svalir. sima og útvarp. , Góður veitingasalur, hágreiðslustofa, keiluspil og diskótek Mjög góð sólbaðsaðstaða og stór ^undlaug. SANTA FE. (Bungalows) Mjög góð og falleg einbýlishús með svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði og slma Húsin standa á sérsvæði sem er vel ræktað og hafa sameiginlega sólbaðsaðstöðu og sundlaugar, Þó fylgir sérgarður og sólstétt hverju húsi. SUN CLUB (Búngalows) Þetta glæsilega hverfi samanstendur af 319 lúxus einbýlishúsum á vesturhluta Playa del Ingles. Hvert hús hefur setustofu. svefmherbergi, bað og eldhús og eru öll búin mjög vönduðum og fallegum húsgögnum og innréttingum frá Svlþjóð. Framan við hvert hús er sólstétt með sólstólum og borði og er algengt að fólk grill-steiki mat þar. Hverfið er mjög vel skipulagt og fallega ræktað, stórar og sérkennilegar sundlaug- ar, tennisvöllur, keiluspil, köfunarskóli, leikfimissalur og gufubað. Öll húsin eru með loftkælingu og upphitun. 18 holu golf-völlur skammt frá og býður SUN-CLUB uppá ókeypis ferðir þangað með „Mini-Bus" SUNNA HEFUR SKRIFSTOFU Á PLAYA DEL INGLIS MED ISLENZKU STARFSFÓLKI. ÖLL FLUG ERU DAGFLUG Á LAUGARDÖGUM orotttor Komudagur 23. nóvember 3 vikur 14. desember 14. desember 2—4 vikur 28. des. eða 11. janúar 21. desember 2. vikur 4.janúar. 28. desember 2—4 vikur 11. jan. eða 25. janúar ll .janúar 2—4 vikur 15. jan. eða 8. febrúar 25. janúar 2—4 vikur 8. feb. eða 22. febrúar 8. febrúar 2—4 vikur 22. feb. eða 8. marz 22. febrúar 2—4 vikur 8. marz eða 22. marz 8. marz 2—4 vikur 22. marz eða 5 apríl 22. marz 2 vikur 5. apríl. FERÐASKRIFSIOFAN SUNNA LÆKJARGOTSI2 SINIAR 10400 12070 Nýtt sjónvarpsleikrit eftir Ásu Sólveigu: ELSA Vœntanlega sýnt fjallar um stöðu á okkar timum Elsa, heitir nýtt sjónvarpsieik- rit, sem æfingar eru aö hefjast á þessa dagana hjá sjónvarpinu. Höfundur ieikritsins er Asa Sól- veig, sem áöur hefur skrifaö leik- rit fyrir sjónvarp og útvarp. Ef- laust muna margir eftir leikriti Asu Sólveigar^ Svartur sólar- geisli, sem sýnt var fyrir nokkr- um árum. Hiö nýja leikrit Ásu, Elsa, verð- ur væntanlega sýnt I vetur, en Jón Þórarinsson hjá sjónvarpinu taldi að verið gæti að skipt yrði um nafn á leikritinu — þetta er kannski ekki alveg i endanlegu formi. Leikrit breytast oft i með- förum, sagði Jón. Þórhallur Sigurðsson er leik- stjóri, en persónur eru fáar. i vetur— húsmóðurinnar Helstu hlutverk eru þrjú talsins, og er Elsa ein þeirra. Miðaldra húsmóðir — ósátt við hlutverk sitt Elsa er fullorðin kona, gift upp á gamla móðinn, sagði Jón Þórarinsson, og hún er ekki alveg sátt við hlutskipti sitt i lifinu, einkum þegar hún sér hve yngri konur en hún, hafa fengið aukið frelsi og eru sjálfstæðari i lifinu en hún. Leikritið gerist i nútiman- um — i islenskri borg. Lénharður í litum Þessa dagana er að ljúka kvik- myndatöku I sambandi við Lén- harð fógeta, sem sjónvarpið ætlar að sýna á jólunum. Framhald á 11. siöu. Asa Sólveig viö ritvéiina. Samningar um 20% hœkkun undirritaðir í gœr I gær voru undirritaðir samningar milli Læknafé- lags Islands og ríkis og Reykjavfkurborgar. Eins og kunnugt er virtust samningamál lækna á sjúkrahúsum vera komin f algert strand fyrir nokkr- um vikum, þegar læknar gripu til þess, að segja al- mennt upp störfum sínum hjá ríki og Reykjavíkur- borg og koma í veg fyrir að aðrir sæktu um lausar stöður þar. eða ekki. Læknar hafa nú náð samning- um við riki og borg. Þeir hafa að visu ekki náð fram meiri hækkun á grunnlaun nú en 19—20%, eða tæplega helmingi þess, sem þeir fóru fram á, en þeim hefur tekist að hnekkja dómi Kjaradóms i krafti aðstöðu sinnar. Samningar lækna runnu út um ' áramótin siðustu, en skömmu fyrir þann tíma settu læknar fram kjarakröfur sinar, sem hljóðuöu uppá 50—60% hækkun grunn- launa. Ekki varð samkomulag milli aðila og kvað kjaradómur lögum samkvæmt upp úrskurð sinn I mars sl. Dómur kjaradóms hljóðaði uppá 3% hækkun. Lækn- ar sættu sig ekki við kjaradóm og fóru þá uppsagnaleiðina, einsog áður segir. Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfs manna, er dómur kjaradóms end- anleg niðurstaða i kjaradeilum. Við þann dóm hafa opinberir starfsmenn orðið að sætta sig fram til þessa. En uppsagnahót- anir eru forréttindi þeirra stétta, sem vita að þær eru ómissandi fyrir heildina. Við þessar stéttir verður þvi að semja fyrr eða síð- ar, hvort sem farið er að lögum Sunna býður allt það besta á Kanaríeyium Læknadeilan er leyst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.