Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlftvikndagiir 14. ágúst 1974 OIODVIUINN MÁLGAGN SÓSiALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Skólavörðust. 19. Simi,17500 (5 linur) Svavar Gestsson (áb) Fréttastjóri: Eysteinn Þorvaldsson Prentun: Blaðaprent h.f. ÞEIR FÁ SINN DÓM Allan þann tima sem stjórnarmynd- unarviðræður Ólafs Jóhannessonar stóðu yfir reyndu Alþýðubandalagsmenn af kappi að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag gæti orðið. Var farið vand- lega yfir hina ýmsu málaflokka, rætt um þá margoft i forustustofnunum Alþýðu- bandalagsins og þátttaka flokksins i við- ræðunum öllum byggðist á fyllstu heilind- um og vilja til þess að ná samkomulagi. Þegar ólafur Jóhannesson sleit viðræðun- um var i rauninni hætt við hálfnað verk, á- reiðanlega hefði verið unnt að ná sam- komulagi ef allir aðilar viðræðnanna hefðu haft raunverulegan vilja til þess að leiða þær farsællega til lykta, — en þvi var þvi miður ekki að heilsa. Þegar ólafur Jóhannesson stóð upp frá viðræðunum i viðræðunefnd flokkanna i fyrrakvöld lagði hann hvað eftir annað á- herslu á að það væri afstaða Alþýðu- flokksins sem hefði ráðið úrslitum um að tilraunin hefði mistekist. Gylfi Þ. Gislason krafðist þess að haft yrði samráð við Al- þýðusambandið og Vinnuveitendasam- bandið („aðra aðila vinnumarkaðarins”) um ráðstafanir i efnahagsmálum áður en stjórnin yrði mynduð. Þessi afstaða Gylfa hafði oft komið fram og enginn skyldi láta sér til hugar koma að hún stafaði af heil- indum i garð verkafólks (— enda kallaði hann þetta sjálfur litilfjörlegt formsatriði — eftir að viðræðunum lauk!). Hins vegar hafði oft komið fram að ólafur Jóhannes- son var algerlega andvigur þessu „sam- ráði” og hann setti þá neitun sem úrslita- atriði af sinni hálfu. Þetta vissi Gylfi allan timann, en hann skýrði flokksstjórn Al- þýðuflokksins aldrei frá þvi. Sá ljóti leikur sem Gylfi Þ. Gislason hef- ur leikið i stjórnarmyndunarviðræðunum að undanförnu verður án efa mikið til um- ræðu næstu daga og alþýðufólk i landinu á áreiðanlega eftir að minnast þess að það var hann sem kom i veg fyrir að mynduð var vinstristjórn á íslandi árið 1974. Þó að nokkur timi sé liðinn frá þvi að Ólafur Jóhannesson hóf tilraun sina til stjórnarmyndunar kom ekki verulegur skriður á viðræðurnar fyrr en i siðustu viku og má heita að látlaust hafi verið starfað siðan. Alþýðubandalagið telur að ekki hafi vantað mikið á að samkomulag næðist um þau mál sem einkum voru rædd —utanrikismál, efnahagsmál og málefna- samning fyrir hugsanlega stjórnarmynd- un. Það var i rauninni hætt við hálfnað verk og ástæðan til þess að skarst i odda var raunveruleg andstaða Gylfa Þ. Gisla- sonar við þátttöku i rikisstjórn með frá- farandi stjórnarflokkum. 1 herstöðvamálinu var eftir að ræða ýmis mál. Þar hafði raunar komið i ljós að Alþýðuflokkurinn var ákaflega tregur til samstarfs, en þó hafði ekki verið fullreynt hvort unnt yrði að mynda rikisstjórn. í sambandi við væntanlegar efna- hagsaðgerðir var heldur ekki ljóst hvort af samkomulagi gæti orðið, — en hitt lá fyrir að flokkarnir hefðu getað nálgast mjög verulega. Alþýðubandalagið lagði á það megináherslu að efnahagsaðgerðirnar yrðu ekki látnar koma niður á láglauna- fólki, en þeir sem betur væru stæðir fengju að axla byrðarnar. Ennfremur lagði Al- þýðubandalagið áherslu á að söluskattur yrði ekki hækkaður. En einnig þetta var ekki að fullu rætt. í sambandi við umræður um hugsan- legan málefnasamning flokkanna hafði Alþýðubandalagið lagt fram ákveðnar til- lögur um innflutningsverslun, trygginga- mál og oliudreifingu, svo dæmi séu nefnd. Þessar tillögur fengu dræmar undirtektir — en þær voru heldur ekki útræddar. í landhelgismálinu hafði Alþýðu- bandalagið lagt aðaláherslu á það að engir samningar yrðu gerðir um frekari veiði- heimildir innan 50-milna markanna og að Bretar færu skilyrðislaust út fyrir 50 milna mörkin er samningurinn við þá rynni út. Þá gerði Alþýðubandalagið jafn- framt ráð fyrir að dagsett yrði — við lok samningsins við Breta — útfærsla land- helgarinnar i 200 milur. Á þetta vildu Al- þýðuflokkurinn og Framsókn heldur ekki fallast — en einnig hér var ekki að fullu reynt hvort samkomulag næðist. Eins og hér sést var i rauninni hætt við hálfnað verk, andstaða Gylfa við myndun rikisstjórnar var slík að forsætisráðherra taldi áframhaldandi viðræður þýðingar- lausar. Abyrgðina á þvi ber Gylfi Þ. Gisla- son og samningamenn Alþýðuflokksins. Fyrir það munu þeir fá sinn dóm. Enn karpað um Njáluhöfund „Karlinn er bara orðinn ær” segir Benedikt frá Hofteigi um vin sinn Helga frá Hrafnkelsstöðum, sem segist hafa skilaboð frá Snorra Sturlusyni // ekkert annað. enginn svona löguðu", segir Bene- dikt frá Hofteigi um þau ummæli Helga á Hrafn- kelsstöðum, að hann hafi í gegnum miðil fengið stað- festingu á því, að Snorri Sturiuson hafi skrifað „Eflaust er Helgi ekki að Ijúga neinu um þessi sambönd við Snorra, — hann er bara orðinn ær í þessari vitleysu sinni og er farinn að trúa of blint." — Sjálfur hef ég fundiö höfund Njálu, segir Benedikt. Til þess nota ég einfalda aöferö, sem á sér margar hliöstæöur i Islandssög- unum. Þaö hefur löngum verið venja islenskra fornsagnahöf- unda að fela nafn sitt með ein- hverju móti og þaö er einmitt það, sem hefur verið gert i sambandi viö Njálu. Þetta er bara slúður og Það tekur maður mark á Njálu. Alþjóðasamband flutningamanna: Hyggst herða eftirlit með anamaskip um” Stokkhólmi 10/8 — Alþjóðasam- band flutningaverkamanna, ITF, hyggst herða eftirlitið meö skip- um sem sigla undir fölsku flaggi, þ.e. eru skráö i löndum eins og Liberiu, Panama, Kýpur, Sómalfu, Singapore og Hondúras, og auka með þvi arörániö á skips- höfnunum og draga úr öryggis- ráöstöfunum og vinnuaöbúnaöi. Samkvæmt skýrslu frá SÞ eru 23% skipastóls heimsins skráö I þessum löndum. Eru þess dæmi aö sjómönnum frá Indónesiu séu greiddar um 1600 Isl. kr. I mánaö- arlaun. Sambandiö vonast eftir stuön- ingi rikisstjórna og hafnaryfir- valda til þess að bæta vinnuskil- yrði og launakjör sjómanna á skipum sem sigla undir fánum þessara landa. Einnig veröa út- geröarfélög beitt þrýstingi. ITF heldur nú ráöstefnu i Stokkhólmi, og eru þangað mætt- ir 7 fulltrúar frá Chile. Að sögn aöalritara sambandsins fá þessir menn ekki aö taka til máls á ráö- stefnunni þar sem ekki er vitaö hverra hagsmuna þeir eiga aö gæta. Benedikt Sögunni lýkur á eftirfarandi oröum: ...og lýk ek hjer Brennu-Njáls sögu. Þarna notar höfundur i fyrsta skipti persónufornafniö ,,ek” auk þess, aö hann nefnir þarna i fyrsta sinn orðiö „Brennu- Njáll”. Viö athugun kemur I ljós, að tilgangurinn með þvi að nota þessi orð er augljós. Höfundur felur þarna nafn sitt eöa undir- skrift og með þvi að taka hvern staf I þessum orðum og raða þeim upp á nýtt, fæst út nafn höfundar- ins: „Brjánn Eyjólfsson klerk egh”. Þetta „egh” er alþekkt I öllum Islendingasögum og þýöir „eigin hendi” Þaö er þvi engum vafa undir- orpið, hver höfundur Njálu er; hann hefur undirritað söguna meö algengu dulmáli, og eru mörg dæmi til um slika hæversku fornra höfunda. — Er Brjánn þessi Eyjólfsson e.t.v. kunnur af fleiri ritverkum? — Brjánn mun hafa verið sonur Eyjólfs Sæmundssonar, og er trú- legt aö móöir hans hafi verið frá Orkneyjum. Löngum hefur veriö álitið aö Njála sé skrifuð af manni, sem ekki var beinlinis i höföingjastétt, en þó svo vel menntur, aö hann var fær um mikil ritstörf. Brjánn Eyjólfsson var einmitt mikið utangátta I Helgi. sinni ætt, þar eö hann var laun- getinn og fékk þvi engan arf. Orö- iö „Brennu-Njáll” kemur einnig fyrir i Holta-Þórissögu, og er það öruggt mál að hún er skrifuð af sama höfundi. Mikill ruglingur Helga — Hvaö um Snorra-kenningu Helga? — Það er auðvelt að hrekja hana af fyllstu rökvisi. Helgi telur Snorra hafa skrifað söguna þar eö sama oröalag sé notaö i Heims- kringlu og Njálu, en þaö er ekki nema eölilegt að oröavalið sé svipaö, þar eð sögurnar eru skrif- aöar á sama timanum. Sú rök- semd er þvi marklaus. Ég tel mig ávallt færan um aö hrekja fullyrðingar Helga um Njáluhöfund, þær eiga sér harla litla stoö, og þessi saga um Snorra og Höskuld Þráinsson, sem er vitrun Helga i gegnum miöil, breytir afstöðu minni ekki á nokkurn hátt. Ég hef fundið höfund Njálu og þótt enginn vilji enn taka mark á oröum minum, er ég sannfæröur um aö þess veröur ekki langt að biða, aö kenningin veröi viöur- kennd. — gsp-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.