Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. október. 1974 MOmiUINN ____í____Æ MÁLGÁGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ótgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson BRASKIÐ í ÖNDVEGI Daglega birta f jölmiðlar landsins fréttir um allskonar afbrot. Brotist er inn hér, stolið þar o.s.frv. Þessum fréttum er „slegið upp” eins og það er kallað á blaða- máli og þykir feitt lesefni og góð söluvara á þeim blöðum, sem sérstaklega leggja sig eftir þessum þáttum i mannlifinu. Það er afar alvarleg staðreynd að slik afbrot skuli tiðkast i jafnrikum mæli og raun ber vitni um — yfir hinu velta menn þó jafnan vöngum hvernig stendur á þvi að þessara afbrota er sérstaklega getið með stórum fyrirsögnum, þegar önnur liggja i láginni og þykir engin ástæða til þess að segja frá þeim. Dæmi um þetta er Tjarnarbólsmál- ið svonefnda. Þar er málum þannig háttað að eigend- ur gervihlutafélags — með 100.000 kr. hlutafé—lýsa fyrirtæki sitt gjaldþrota, og gera þar með tilraun til þess að velta 5—7 miljónum króna yfir á 7 ibúðareigendur i sambýlishúsinu sem þessir piltar byggðu. Jafnframt eiga þeir ólokið framkvæmdum i þessu sama húsi fyrir um það bil 3 milj. kr. að talið hefur verið. En á sama tima og forráðamenn gervihlutafélagsins lýsa sig gjaldþrota á Seltjarnarnesi með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir ibúðakaupend- urna standa þeir i stórframkvæmdum i öðrum lögsagnarumdæmum. Þar eru þeir ekki gjaldþrota: Þeir byggja sambýlishús i Kópavogi og setja á stofn verslanir i Reykjavik. Þetta mál er eitt af ótalmörgum dæm- um um það hvernig gildandi lög um hluta- félög hafa verið notuð af hvers konar gróðalýð. Enginn þarf að undrast að þessi lög skuli vera við lýði og ekki hróflað við þeim, þegar þess er gætt að þau eru i nú- verandi formi helsta skálkaskjól brask- lýðs Sjálfstæðisflokksins. Valdamesti stjórnmálaflokkur landsins hefur eng- an áhuga á þvi að rifa skjólshúsið ofan af vildarsveinum sinum, og flokkar eins og Framsóknarflokkurinn þaðan af siður, þar sem stórfellt brask á sér stað i for- ustuliði flokksins með fjármuni og fast- eignir. En Tjarnarbólsmálið sýnir einnig að óprúttnir braskarar geta stefnt hags- munum f jölda fólks i hættu með framferði sinu. Þess vegna er brýn nauðsyn til þess að almenningur skapi þrýsting til þess að brey ta þeirri löggjöf sem svo mjög er beitt til þess að breiða yfir óhreinu — en riku — börnin Sjálfstæðisflokksins. En um leið og Þjóðviljinn ber eindregið fram þá kröfu, að hlutafélögunum verði breytt, vill blaðið benda á annan athyglis- verðan þátt i þessu sama máli: Það er þáttur ihaldsblaðanna. Þau — sem sum hver baða sig daglega upp úr lögreglu- fréttum af ýmsu tagi — hafa ekki séð ástæðu til þess að minnast á þetta hneykslismál einu aukateknu orði. Og hver er skýringin? Hún er vissulega nær- tæk og lesendur geta áreiðanlega fundið hana hjálparlaust: Hún er einfaldlega sú, að forsvarsmenn fyrirtækis þessa eru skjólstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Þeir láta fé i kosningasjóði flokksins, þeir styrkja áróðursritaútgáfur flokksins — og þeir fá sitt i staðinn. Það veit almenning- ur, enda þótt þess sé helst ekki getið opin- berlega á siðum ihaldsblaðanna fremur en hneykslismálanna, sem þessir þokkapilt- ar verða uppvisir að. Þannig er hin „frjálsa blaðamennska” ihaldsins: þegar kemur að aumu blettunum á ásjónu flokksins, skal vandlega þagað og breitt yfir óþverrann. Mennirnir skulu dæmdir af verkum sin- um. Þess vegna verður að draga þá álykt- un, að vinnubrögð ihaldsherranna séu af svipuðum toga á ritstjórnum flokksblaða sinna og i valdastólunum i stjórnarráðinu. Þess vegna er hætta á þvi að i skjóli þeirra þrifist nú brask, spilling og hneykslismál af ýmsu tagi. Ásókn ihaldsaflanna i valda- stólana stafar ekki sist af þvi að forsvars- menn þeirra hafa það hlutverk að róta yfir sora flokksmanna þeirra. Þannig verður stjórnarráð Islands gróðrastia spillingar- innar engu siður en gervihlutafélögin og þeir fjárglæfrar skjólstæðinganna úti i þjóðfélaginu, sem ihaldsblöðin þegja yfir. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, er hluthafi i 15-20 fyrirtækjum af ýmsu tagi. Hann er ekki hluthafi i Tjarnarbóli hf. — en hann situr nú i hásæti stjórnarráðs ls- lands. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins 21. — 24. nóv. Rætt við Ragnar Arnalds, formann Alþýðubanda- lagsins um undirbúning fundarins Landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum i Reykjavik dagana 21.-24. nóvember nk. Við leituðum frétta hjá Ragnari Arn- alds, formanni Alþýðubandalagsins um undirbún- ing fundarins og dagskrá hans. Ragnar sagði: — Landsfundurinn verður sett- ur klukkan 5siðdegis fimmtudag- inn 21. nóvember og lýkur sunnu- daginn 24. nóvember. Að þessu sinni ætlum við okkur betri tima til landsfundarstarfa en áður hef- ur verið. A dagskrá eru ákaflega mikilvæg mál, sem nauðsynlegt er að ræða itarlega, og reynslan er sti, að við höfum á fyrri lands- fundum Alþýðubandalagsins jafnan lent i timaþröng með fundarstörfin. Nú er ráðgert að framsöguræð- ur um stjórnmálaviðhorfið verði fluttar strax á fimmtudeginum og umræður hefjist þá um kvöldið, og verður þá betri timi til al- mennra fundarstarfa hina dag- ana. — Hvaða framsöguræður verða fluttar á fyrsta degi landsfundar- ins? — Auk setningarræðu minnar munu þeir Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson einnig hafa framsögu um stjórnmálaviðhorf- ið. — Hvað er svo helst að segja um viðfangsefni fundarins? — Ég vil fyrst nefna það verk- efni að afgreiða endanlega stefnuskrá Alþýðubandalagsins, éli á siðasta landsfundi árið 1971 var samþykkt að senda þau drög, sem þá lágu fyrir, út til flokks- deildanna til umræðna. Nú hefur stefnuskrárnefnd endurskoðað., þessi drög, m.a. á grundvelli þeirra umræðna, sem fram hafa farið, og verða þau nú tekin til endanlegrar afgreiðslu á þessum landsfundi. Framsögumaður stefnuskrárnefndar verður Hjör- leifur Guttormsson, Neskaup- stað. Það skal tekið fram, að stefnu- skráin, sem hér um ræðir, fjallar ekki nema að litlu leyti um ein- stök dægurmál, heldur er þar um að ræða greinargerð um sósial- Iska stefnu flokksins og fræðileg- an hugmyndagrundvöll. Þar sem við gengum ekki endanlega frá stefnuskránni á siðasta lands- fundi flokksins, hefur þvi stund- um verið hampað af pólitiskum andstæðingum, að Alþýðubanda- lagið hefði ekki mótað sér neina heildarstefnu. Slikt er auðvitað hin mesta fjarstæða, þvi að flokk- urinn hefur að sjálfsögðu bæði fyrr og siðar sent frá sér skýrt mótaðar stefnuyfirlýsingar i öll- um helstu málaflokkum, sem á dagskrá hafa verið i islenskum stjórmálum. Það sem við hyggjumst gera núna með þvi að ganga frá fræði- legri stefnuskrá, er hins vegar nokkuð, sem enginn hinna flokk- Ragnar Arnalds anna, er nú starfa á Islandi, hefur sett sér sem viðfangsefni, hvað þá komið i framkvæmd. En á þessum landsfundi er reyndar ekki aðeins ætlunin að ganga frá þeirri fræðilegu stefnu- skrá, sem svo lengi hefur verið unnið að, heldur munum við einn- ig taka saman Itarlega skrá um stefnu flokksins i hinum ýmsu einstöku málum, sem efst eru á baugi i dægurbaráttunni. Meðal verkefna fundarins verð- ur einnig, að ganga frá almennri skilgreiningu á stjórnmálaþróun siðustu ára og þvi sem við blasir i stjórnmálunum nú og varðar verkefnin framundan. Drög að slíkri skilgreiningu, eða almennri stjórnmálayfirlýs- ingu, sem samin hafa verið á veg- um miðstjórnar, hafa nú þegar verið send út til flokksfélaganna um land allt til umfjöllunar, en á landsfundinum mun Gils Guömundsson hafa framsögu um það uppkast, sem fyrir liggur. Þá verða lagabreytingar einnig á dagskrá fundarins, og svo auð- vitað ýmsir fastir liðir, eins og reikningar flokksins og stjórnar- kjör. — Hvað viltu segja um tilhögun starfa á landsfundinum? — A þessum fundi, sem stendur I fjóra daga, ættu nefndir og ein- stakir umræðuhópar að geta fengiðrýmri tima til starfa en áð- ur hefur verið, sérstaklega bæði á föstudegi og laugardegi, en auk þess verða málin svo auðvitað rædd á almennum fundum. Sam- kvæmt flokkslögum okkar skulu landsfundir haldnir fyrir opnum dyrum,. samkvæmt nánari regl- um, er miðstjórn setur. Nefnda- fundir og fundir I sérstökum um- ræðuhópum eru þó að sjálfsögðu eingöngu fyrir kjörna fulltrúa, og almennu fundina, sem eru opnir, geta auðvitað ekki sótt fleiri en húsrúm leyfir. Rétt er einnig að geta þess, að samkvæmt lögum flokksins getur landsfundur á- kveðið, að umræður um eitthvert tiltekið mál skuli fara fram á lok- uðum fundi. — Eftir hvaða reglum er kosið til landsfundar Alþýðubandalags- ins? — Það eru flokkslögin, sem kveöa á um þetta, og þar segir, að I hverju Alþýðubandalagsfélagi skuli velja einn fulltrúa fyrir hverja 12 félagsmenn, eða brot úr þeirri tölu, ef það nær 6. Nú á sið- ustu misserum hafa verið stofnuð mörg ný Alþýðubandalagsfélög, og ég geri mér vonir um, að þessi landsfundur verði sá fjölmenn- asti, sem við höfum nokkru sinni haldið. Ég held, að það sé almennt við- urkennt, að Alþýðubandalagið hafi aldrei verið i jafn ótviræðri sóknarstöðu, eins og nú. Það er mjög mikilvægt, að landsfundur- inn geti tekist sem allra best og veröi til marks um þann mikla styrk, sem Alþýðubandalagið hefur nú. Það er ástæða til að hvetja Alþýðubandalagsfélögin til að ganga frá kjöri fulltrúa sem allra fyrst, og tryggja góða mæt- ingu á landsfundinn. Rússneskur pennavinur 35ára gift rússnesk húsmóð- ir, sem jafnframt er verkfræö- ingur, óskar eftir bréfaskipt- um við islenska húsmóður, eða konu sem á son eða dóttur á 9. eða 10. aldursári, en hún á einmitt átta ára gamlan son. Nafn konunnar er Kira Makarevich, og biður hún um að bréfaskiptin fari fram ann- að hvort á rússnesku eða ensku. Utanáskrift hennar er: Kira Makerevich ul. Karbisheva, 8 kv. Leningrad, K-21 U.S.S.R. 194021. 111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.