Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 LEIKHÚS Akureyri er skemmtilegur bær viðkomu. Það lifgar og róar sálarlifið að dveljast innan um þessi gömlu, þekkilegu hús og tignarstóru f jöll, og hlusta á hljómmikla norðlensku. Slikir fyrirburðir veita andlegan styrk til að afbera borgarófreskju þá, sem teygir sig eins og kolkrabbi yfir þessi hrjóstrugu nes við Faxaflóann, og umbera þvoglukennt linmæli ibúanna. AKUEEYK A HI ‘ISTILX Akureyringar eru öfundsvert fólk fyrir margra hluta sakir, en ekki hvað sist fyrir leikhúsið sitt. Gamla samkomuhúsið á Akureyri er besta leikhús lands- ins, þeirra sem ég hef litið aug- um. Það er ekki einasta sérlega virðulegt og formfagurt hús utanfrá séð, gætt sammskonar reisn horfinna menningarskeiöa og menntaskólahúsið,. heldur er salur þess og svið einstaklega vel til leiksýninga fallið. Salurinn er breiður og stuttur og sviöið opnast afar skemmtilega fram i hann og býður þannig upp á mikla nánd viö áhorfendur, það sem menn kalla stundum intimleik- hús. Persónulega kann ég miklu betur við mig i þessum sal en t.d. Iðnósalnum, sem er að minu viti of langur og mjór. Að panta leikrit I þessu ágæta húsi er nú rekið atvinnuleikhús, sem er nú að hefja annað starfsár sitt. Lltil reynsla er auðvitað komin á reksturinn ennþá, en ýmislegt verulega forvitnilegt var gert fyrir norðan i leikhússtjóratið Magnúsar Jónssonar, sem nú er látinn af störfum. Má þar nefna hina fágætu sýningu á Hananúm háttprúða eftir Sean O’Casey, sem prýddi fjalir samkomuhúss- ins siðastliðinn vetur. Mér virðist leikhópurinn á Akureyri einkennast af áhuga og dugnaði. Þetta er stórhuga fólk sem vinnur verk sitt af lifi og sál. Stórhugur þeirra Akureyringa hefur meðal annars lýst sér I þvi að þeir hafa nú tvö undanfarin ár boðið leikskáldi þriggja mánaða uppihald á staðnum, gegn þvi að skáldið skili af sér leikriti fyrir flokkinn. Hér reið yngsta og van- máttugasta atvinnuleikhúsið á vaðið og hrinti I framkvæmd þvl sem Reykjavikurleikhúsin hefðu auðvitað átt að vera búin að gera fyrir löngu — þ.e. panta leikrit hjá höfundum og gera þeim fjár- hagslega kleift að vinna að þeim. Fyrsti árangur þessarar starfsemi var leikrit Jökuls Jakobssonar, Klukkustrengir, sem frumsýnt var með minnis- stæðum hætti fyrir norðan, en siðan flutt suður yfir og er sýning- in á þvl nýlega hætt I Þjóðleikhús- inu. I það skipti tókst vel til, höf- undur skilaði góðu leikriti sem var vel við hæfi leikhússins og góð viðbót við islenskar leikbók- menntir. Siðastliðinn vetur var aftur boðið höfundi til Akureyrar- dvalar og var það Vésteinn Lúð- viksson. Arangurinn varð leik- ritið Jónas I hvalnum, sem var frumsýnt á Vopnafirði I vor. Af ýmsum ástæðum fékk ég ekki tækifæri til að skoða þetta leikrit fyrr en nú um daginn, er það var sýnt I siðasta sinn, en þar sem ekkert blaðanna hefur getið þess svo nokkru nemi tel ég rétt að fara um það nokkrum orðum. Jónas i hvalnum Jónas I hvalnum er eins konar þjóðfélagslegt kennileikrit I gamansömum tón. Það er byggt upp af stuttum atriðum sem skipað er innl ramma fyrir- lesturs, sem sálfræðingur heldur yfir sálfræðinemum i háskólan- um og notar stúdenta sér til að- stoðar að sviðsetja dæmi um þá afbrigðilegu hegðun sem hann er að fjalla um. Sú veiki nefnist sósiópatla, þ.e. sjúkleg hneigð til að neita að ganga inn I þau þjóð- félagsmynstur sem til er ætlast af umhverfinu. Jónas hefur sumsé meiri áhuga á náttúruskoðun en vinnu, peningum, húsbyggingum o.s.frv. Hann verður fyrir þrýstingi úr ýmsum áttum, frá kvenfólki sem ótt og uppvægt vill draga hann I hjónaband og tilheyrandi brauðstrit, frá vinnuveitana sem vill endilega að hann verði verk- stjóri og komi sér áfram í lffinu. Jónas neytir hinna margvls- legustu bragða til að komast undan þessum ósköpum og fá að vera I friði, en slfellt þrengist hringurinn uns hann neyðist til að grlpa til örþrifaráða gegn vinnu- veitanda sinum, og leikritið endar á heldur óljósan hátt. Plús og mínus Þetta er i stuttu máli efni leiks- ins. Þau margvislegu öfl sem troða þjóðfélagsþegnum I ákveðin munstur eru vissulega verðugt umhugsunar og yrkisefni, en ég held að engum geti blandast hugur um að Vésteini hefur ekki tekist að gera viðfangsefninu við- hlitandi skil né heldur skapa verulega burðugt leikhúsverk. Það bregður að vísu fyrir einstök- um atriðum sem eru skemmtileg I sjálfu sér, en þegar á heildina er litið verður verkið að teljast misheppnað. Fyrstu atriðin eru Jónas lika: Arnar og Gestur Einar Jónsson VISTFRÆÐI Undarlegur viður á okkar landi grær sem engum þroska nær. Ef gróðurmold frá útlöndum og geisla ekki fær greinar hnipnar drúpa niðr i svörðinn. Flóran okkar gamla er fágætt listaverk svo fátækleg en sterk. Arma sina teygir hún upp að jökulkverk engin keppni fegurð hennar bætir. Ameriska flóran er afar lyktarstæk en ekki hingað tæk. Þvi ei hún getur dafnað við ferskan fjalla læk fljótsins mengun gæðir hana lifi. Hreggviðarins tegund er bara kræklótt kjarr i kuli reisnin þvarr. Og norður undir heimskauti ’ann ber ekki sitt barr bændamenning gnauðar þar um kvista. Einar Georg. Ævintýri á gönguför: Saga Jónsdóttir og Arnar Jónsson Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson I hlutverkum sínum I Jónas f hvalnum. best, en þegar á liður og tekið er að teygja á lopanum koma blá- þræðirnir I ljós. Gallinn er kannski fyrst og fremst sá að vandamál Jónasar eru ekki nægi- lega ekta. Ahorfandinn er, þegar á liður, engan veginn sannfærður um að það sé ekki afar auðvelt fyrir Jónas að koma sér út úr öll- um þessum flækjum án þess að gripa til jafn fáránlegra bragða og hann gerir. Þar með hættir leikritið að verka á nokkurn hátt sannfærandi, og textinn hefur hvorki til að bera þá hugmynda- auðgi, fyndni né annriki sem megni að bægja þessari einföldu raunsæisgagnrýni frá. Þetta er auðvitað fyrsta heilkvöldsverk Vésteins fyrir svið og auðvitað ekkert skrýtið þótt hann hafi ekki náð tökum á forminu. Hins ber einnig að gæta að undir venjulegum kringum- stæðum tel ég vist að hver einasti leikhússtjóri hefði hafnað verkinu eins og það liggur fyrir, sent höfundinn heim og sagt honum að gera betur, en eins og hér var I pottinn búið var leikhúsið I raun- inni nauðbeygt til að sýna verkið eins og það kom fyrir. Þetta er auðvitað sú áhætta sem fylgir þvl fyrirkomulagi sem Leikfélag Akureyrar hefur tekið upp hvað samstarf við höfunda snertir. Leikstjórn- og áform Það má hins vegar vel vera að uppfærsla þessa leikrits hafi veriðágætis lexia fyrir leikarana. Þórhildur Þorleifsdóttir setur verkið upp,ogreynir að fylla upp i bláþræði textans með sprelli, hávaða og mikilli hreyfingu. Henni vill til, að leikararnir eru yfirleitt I góðri likamlegri þjálfun og oft tekst henni að skapa hin kostulegustu hreyfiatriði, þar sem ekkert skortir á I nákvæmni og hnitmiðun. I betri atriðunum nægir þetta til að skapa verulega skemmtilegt leikhús, en þegar á líður verður kraftleikur akureyringanna að innantómum hávaða. En þrátt fyrir allt var þetta ekki leiðinleg sýning. Og nú verður gaman að sjá hvað gerist eftir að nýi leikhússtjórinn, Ey- vindur Erlendsson, er tekinn við. Fyrsta verk hans er Ævintýri á gönguför, en sá vinsæli gamanleikur var frumsýndur i gærkveldi, föstudaginn 25. okt., ef allt hefur gengið samkvæmt áætlun. Og æfingar eru að hefjast á Matthiasarvöku, sem Böðvar Guðmundsson hefur tekið saman og samið, og verður það á ferðinni sambland af flutningi á verkum Matthiasar Jochumssonar og leiknum atriðum frumsömdum af Böðvari. Sverrir Hólmarsson. Auglýsingasíminn er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.